Morgunblaðið - 03.10.1993, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ AFMÆLI SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993
29
75 og 80 ára afmæli
Fríða Pétursdóttir
og Brynjólfur Eiríks
son frá Bíldudal
Tengdaforeldrar mínir, hjónin
Fríða Pétursdóttir og Brynjólfur
Eiríksson frá Bíldudal, eiga stóraf-
mæli á þessu ári. Fríða varð 75 ára
hinn 4. mars sl. og Brynjólfur verð-
ur áttræður á morgun, 4. október.
Saga þeirra Brynjólfs og Fríðu
er sjálfsagt um margt dæmigerð
fyrir fólk af þeirra kynslóð. Þetta
er fólkið sem óx til þroska og full-
orðinsára með öldinni sem nú er
senn á enda. Þetta er fólkið sem
var í blóma lífsins þegar sjálfstæðis-
baráttunni lauk með lýðveldisstofn-
uninni 1944 og þetta er fólkið sem
framkvæmdi hinar byltingarkenndu
breytingar sem orðið hafa á Islandi
síðustu áratugi. Breytingar þær
sem þetta fólk framkvæmdi og upp-
lifði eru hinar mestu sem orðið
hafa í íslandssögunni og þótt erfitt
sé að spá í framtíðina virðist margt
benda til þess að fullyrða megi að
engin kynslóð muni aftur lifa svo
róttæk umskipti.
Það kom sér því vel að þessi
kynslóð hefur alltaf staðið báðum
fótum á jörðinni og ekki leyft sér
að ofmetnast eða fyllast of mikilli
bjartsýni, sem hæglega hefði getað
þýtt kafsiglingu þjóðarskútunnar
þegar hún síst mátti við ágjöfum.
— Það kom hins vegar í hlut síðari
kynslóða sem kenndar hafa verið
við lýðveldi, eftirstríðsár og 1968
að reyna hvað þjóðarskútan þyldi,
með þeim afleiðingum sem nú er
við að glíma. Öll sú þjóðfélagsfræði
verður ekki rakin hér, en oft flýgur
mér í hug þegar ég kynnist fólki
af kynslóð þeirra Brynjólfs og
Fríðu, hve grátléga lítið af reynslu
forfeðranna fólk er reiðubúið að
nýta sér.
Fríða Pétursdóttir fæddist á
Bíldudal 4. mars frostaveturinn
1918, dóttir hjónanna Valgerðar
Kristjánsdóttur og Péturs Bjarna-
sonar, sem lengst af bjuggu á Bíldu-
dal. Fríða ólst upp á fjölmennu og
barnmörgu heimili sem annálað var
fyrir glaðværð og bjó fjölskylda
hennar lengst af í húsinu Svalborg
á Bíldudal. Húsið er byggt á tímum
Thorsteinssonarveldisins á Bíldudal
og stendur enn fremst á fjörukamb-
inum þar sem sést vítt og breitt
um Arnarfjörðinn. Húsið er nú á
ný komið í eigu afkomenda Val-.
gerðar og Péturs, og þar á fjölskyld-
an skemmtilega daga á hveiju
sumri, þótt flestir þeirra hafa nú
flust brott frá Bíldudal.
Brynjólfur Eiríkson er ekki Vest-
firðingur að ætt eins og Fríða, en
hann fæddist 4. október 1913 í
bænum Sperðlahlíð við Geirþjófs-
fjörð inn af Arnarfirði, þar sem
foreldrar hans bjuggu, hjónin Sig-
ríður Brynjólfsdóttir og Eiríkur Ei-
ríksson sem bæði voru fædd og
uppalin suður í Árnessýslu. Brynj-
Blömostofa
FriÖfmm
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið öll kvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytingar við öll tilefni.
Gjafavörur.
ólfur ólst upp í Sperðlahlíð uns
hann fluttist með foreldrum sínum
inn á Bíldudal á níu ára afmælisdag
sinn haustið 1922.
Bíldudalur var á þessum árum
mikið myndarpláss og naut þar enn
áhrifa Péturs Thorsteinssonar, þótt
hann væri löngu farinn með starf-
semi sína. Skólaganga var til dæm-
is meiri á Bíldudal en víðast úti á
landi á þessum tíma og var skóla-
stjórinn hinn þekkti uppfræðandi
Jens Hermannsson. Fríða var þrjá
vetur í skólanum og Brynjólfur í
fjóra og eftir barnaskólanámið
lærðu þau í nokkra mánuði hjá séra
Helga Konráðssyni á Bíldudal, sem
þar stýrði eins konar unglinga- eða
framhaldsskóla.
Á fyrstu unglingsárum og síðar
fullorðinsárum unnu Fríða og
Brynjólfur bæði við þau störf sem
til féllu heima á Bíldudal. Fríða
sinnti ýmsum störfum heima við
hjá foreldrum sínum og sinnti um
afa sinn og ömmu sem voru þá
orðin öldruð og heilsulaus, eins og
systur hennar höfðu gert á undan
henni. Hún hleypti heimdraganum
og var um tíma á Siglufirði, Hafnar-
firði og í Reykjavík, var í vist eins
og það kallaðist og heitir víst enn.
Með húsmóðurstörfunum vann hún
við fiskvinnslu eftir því sem aðstæð-
ur leyfðu og síðustu árin á Bíldudal
var hún við afgreiðslustörf í Kaup-
félagi Arnfirðinga. Eftir að til
Reykjjavíkur kom vann hún lengst
af í Álfheimabakaríi.
Brynjólfur var hins vegar ekki
nema á 13. ári þegar hann fór fyrstu
ferðina með föður sínum á opnum
báti og fram yfir tvítugt starfaði
hann einkum við sjó. Véla- og tækn-
iáhugi vaknaði þó snemma og varð
þess valdandi að honum var boðið
árið 1932 að sækja námskeið á
vegum Ríkisútvarpsins í viðgerðum
og ýmsu því sem laut að hinni nýju
tækni. Síðar lærði hann svo til vél-
stjóra og vann lengst af við vélar
og tæki eftir það. Hann var umsjón-
armaður rafstöðvar Bíldudals í all-
mörg ár og síðar véla- og tækja-
gæslumaður hjá útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtækjum staðarins. Við
slík störf var hann allt til þess er
þau hjónin fluttust suður til Reykja-
víkur 1971 og starfaði eftir það hjá
Véladeild og síðar Rafbúð Sam-
bandsins. Auk fullra starfa hefur
Brynjólfur svo einnig haft tíma af-
lögu fyrir tómstundir og félags-
störf. Hann sat til dæmis um skeið
í hreppsnefndinni á Bíldudal og eitt
árið gaf hann sér tíma til að verða
skákmeistari Bíldudals. Þá hefur
hann alltaf haft mikinn áhuga á
sögulegum fróðleik og löngum
stundum hefur hann varið í lestur
og umræður um fræði er tengjast
upphafi norrænnar menningar.
Fríða og Brynjólfur giftust á
gamlársdag 1939 og eiga fjögur
börn: Pétur er framkvæmdastjóri
Hólalax hf. í Hjaltadal, kvæntur
Sigfríði Angantýsdóttur skóla-
stjóra. Sigríður er ritari í Reykja-
vík, gift Erni Engilbertssyni flug-
stjóra. Gyða er húsmóðir í Reykja-
vík, gift Jósteini Kristjánssyni veit-
ingamanni og Valgerður Kristín er
háskólanemi, gift undirrituðum.
Afkomendur Brynjólfs og Fríðu eru
vel á þriðja tug talsins.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið tækifæri til að kynnast og
tengjast Fríðu og Brynjólfi. Heiðar-
leiki þeirra og jákvætt lífsviðhorf
hefur alltaf heillað mig. Það hefur
alltaf verið gott að heimsækja þau
og ekki hefur verið síður skemmti-
legt að ferðast með þeim innan-
lands og utan. Ferðalög hafa lengi
verið sameiginlegt áhugamál þeirra
og þau hafa ekki látið sér nægja
að ferðast um ísland og önnur lönd
Evrópu, heldur hefur leiðin einnig
legið til Norður-Ameríku og til fjar-
lægari Austurlanda. Vonandi eigum
við eftir að fara í nokkur ferðalög
saman ennþá, innanlands eða utan.
Anders Hansen.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langammma,
DAGMAR ÓSKARSDÓTTIR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést í St. Jósefsspítala t. október.
Björg Karlsdóttir,
Gerður Karlsdóttir,
Marteinn Karlsson,
Óskar Karlsson,
Þórarna Hansdóttir, IMikulás Brynjólfsson,
barnabörn og barnabarnabarn.
Helgi Jónsson,
Sveinn Guðmundsson,
Þórdis Ágústsdóttir,
t
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og
útförelskulegrareiginkonu, móður, dótt-
ur, systur, mágkonu og tengdadóttur,
DROPLAUGAR SVEINBJÖRNSDÓTTUR,
tannlæknis,
Sæbólsbraut 39,
Kópavogi.
Innilegar þakkir til allra sem önnuðúst
hana í veikindum hennar. Sérstakar
þakkir til starfsfólks deildar 2B á Reykjalundi
Þorvaldur Bragason,
Sveinbjörn Björnsson,
Björn Már Sveinbjörnsson,
Einar Örn Sveinbjörnsson,
Bragi Þórðarson,
Birna Þorvaldsdóttir,
Guðlaug Einarsdóttir,
Soffía Ósk Magnúsdóttir,
Elín Þorvaldsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og vinarhug við andlát og útför
ÓLAFS S. GUÐJÓNSSONAR,
húsgagnasmiðs
og fyrrv. verkstjóra á Reykjalundi,
Espigerði 2.
Anna Þóra Steinþórsdóttir,
Óskar Már Ólafsson, Erla Pálsdóttir,
Guðrún Ólafsdóttir, Guðjón Þór Valdimarsson
og barnabörn.
LEGSTEINAR
MOSAIK H.F.
Hamarshöfða 4 — simi 681960
t
Hjartans þakkir fyrir hlýjar kveðjur og vináttu við
andlát elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ELÍNAR B. JENSEN.
Atli Örn Jensen, Guðfinna Árnadóttir,
Karítas Jensen, Tómas P. Óskarsson,
Þórarinn Elmar Jensen, Svanhildur Gestsdóttir,
Markús E. Jensen, Magðalena Kjartansdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn. *
t
Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför systur
okkar og mágkonu,
HÖNNU SANDHOLT,
Barmahlíð 38.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki öldrunardeildar Hvíta-
bandsins fyrir hlýju og frábæra umönnun.
Camilla Sandholt
Ásgeir Sandholt, Þóra Sandholt,
Martha Sandholt, Sigríður Sandholt.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
SVÖVU JENSEN,
áður til heimilis á Tómasarhaga 42.
Þórir Jensen,
íris Jensen,
Svava Kristín Jensen,
Helga Vala Jensen,
Pétur Vilhelm Jensen
og barnabarnabörn.
Helga Valsdóttir,
Claus Weidemann,
Ólafur Kjartansson,
t
Innilegar þakkir færum við þeim, sem
sýndu okkur samúð og vinarhug við
andlát og útför eiginmans míns, föður
okkar, tengdaföður, afa og bróður,
JÓNASAR GUÐMUNDSSONAR,
Miðstræti 26,
Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við Kór Landa-
kirkju fyrir ómetanlega aðstoð.
Sara Stefánsdóttir,
Ásta Marfa Jónasdóttir, Hallgrfmur Júlíusson,
Stefán Óskar Jónasson, Sigurlaug Grétarsdóttir,
Guðmundur Karl Jónasson,
Anna María Jónasdóttir, Jóhann Valdimarsson,
barnabörn og systkini.