Morgunblaðið - 03.10.1993, Side 31
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
ATVINNUíi YSINGAR
St. Franciskusspítali
Stykkishólmi
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðing vantar strax eða sem allra
fyrst á almenna hjúkrunar- og öldrunardeild.
Stykkishólmur er um 1250 manna byggðar-
lag þar sem perlur breiðfirskrar náttúru glitra
í hlaðvarpanum.
í Stykkishólmi er einsetinn grunnskóli með
framhaldsdeild (tvö ár), kröftugum tónlistar-
skóla auk góðs leikskóla (4 tímar á dag).
Tiltölulega auðvelt er að fá dagmömmu.
Ný íþróttamiðstöð er í bænum og gefur hún
mikla möguleika á fjölbreyttri íþróttaiðkan.
Góður kirkjukór fyrir þá sem hafa áhuga á
slíku. Mikil eftirspurn er eftir fólki í almenna
vinnu (fyrir maka).
Húsnæði í boði
Góð laun
Hafir þú áhugg á skemmtilegu en oft krefj-
andi starfi með, í hinu fallega umhverfi okkar
þá hafðu samband við Lidwinu (hjúkrunarfor-
stjóra) eða Róbert (framkvæmdarstjóra) í
síma 93-81128.
A
KOPAVOGSBÆR
Grunnskólar
Kópavogs
Auglýst er eftir umsjónarmanni tómstunda-
mála í grunnskólum Kópavogs í austurbæ.
Starfið er heil staða og skiptist til hálfs á
milli Digranesskóla og Hjallaskóla. Starfs-
maður þarf að geta hafið störf sem fyrst og
er ráðningin til loka skólaársins.
Skólahljómsveit
Kópavogs
Starf stjórnanda Skólahljómsveitar Kópa-
vogs er auglýst laust til umsóknar. Launakjör
miðast við launakjör tónlistarkennara.
Upplýsingar um þessi störf gefur fram-
kvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs,
Fannborg 4, sími 45700.
Félagsmálastofnun
Kópavogs
Óskað er eftir félagsráðgjafa til afleysinga í
tólf mánuði frá og með 1. nóvember nk. að
telja.
Um er að ræða hálfa stöðu í móttökueiningu
fjölskyldudeildar. Verksvið er einkum mót-
taka og greining nýrra erinda svo og með-
ferð fjárhagsaðstoðarmála. Reynsla af starfi
á félagsmálastofnun er æskileg.
Frekari upplýsingar gefur Gunnar Klængur
Gunnarsson, deildarfulltrúi, í síma 45700 frá
og með 8. október nk.
Starfsmannastjóri.
Laust til umsóknar
Starf skólastjóra tónlistarskóla Djúpavogs
er laust til umsóknar, jafnframt er óskað
eftir að viðkomandi gegni starfi organista í
Djúpavogsprestakalli.
Umsóknum skal skilað fyrir 10. október '93
á skrifstofu Djúpavogshrepps, nánari upplýs-
ingar veitir Ólafur Ragnarsson, sveitarstjóri
í síma 97-88834.
Skrifstofustarf
Leitað er að skrifstofustúlku sem hefur mjög
gott vald á ensku og ritvinnslu, fyrir fámennt
fyrirtæki.
Viðkomandi þarf að vera lipur í umgengni,
útsjónarsöm og sjálfstæð varðandi starfið
og hafa bíl til umráða.
Góð almenn menntun ásamt skýrleika í hugs-
un og samviskusemi er grundvallaratriði.
Viðkomandi þarf að vera tilbúin að leggja sig
fram í starfi og bera ábyrgð á störfum sínum.
Um er að ræða 1/2 dags starf sem gæti lík-
lega orðið fullt starf áður en langt um líður.
Upplýsingar um persónulega hagi (þ.m.t.
símanúmer), menntun og fyrri störf sendist
auglýsingadeild Mbl. fyrir 15.10.'93, merkt:
„Enskukunnátta".
Öllum umsóknum verður svarað.
Svæðisstjórn málefna fatlaðra
Vesturlandi
Þroskaþjálfar
Okkur vantar góðan þroskaþjálfa til þess að
leysa af forstöðumanninn á Leikfangasafninu
í Borgarnesi í 9 mánuði.
Tímabilið frá 1. janúar-30. september 1994.
Um er að ræða 100% starf, sem er bæði
skemmtilegt og krefjandi í góðu starfsum-
hverfi.
Upplýsingar gefur Hanna G. Sigurjónsdóttir,
forstöðumaður í síma 93-71780.
Markaðsfulltrúi -
fjármálasvið
Lítið fjármálafyrirtæki leitar að starfskrafti til
að sinna tímabundnu sérverkefni á sviði
markaðs- og sölumála.
Til að byrja með er um að ræða hálfsdags-
starf, frá kl. 12.00 til 16.00.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi bifreið
til umráða.
Reynsla í markaðs- og sölumálum æskileg.
Skilyrði að viðkomandi sé vanur að vinna
sjálfstætt og hafi frumkvæði.
Stúdentspróf af viðskiptasviði eða sambæri-
leg menntun æskileg, en ekki skilyrði.
Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störf-
um sendist auglýsingadeild Mbl eigi síðar
en 7. október nk. merktar: „S-12120“.
o.
Ríkisútvarpið auglýsir starf sviðsstjóra í
Sjónvarpinu laust til umsóknar.
Starfshlutfall er 75% og unnið er í vaktavinnu.
Helstu verkefni sviðsstjóra eru móttaka
gesta, aðstoð við upptökustjóra, ýmis vinna
við sjónvarpsupptökur auk verkefna sem
tengjast kynningarmálum.
Nánari starfslýsing liggur fyrir.
Umsækjendur þurfa að hafa stúdentspróf
eða sambærilega menntun og áhersla er
lögð á ákveðna og þægilega framkomu.
Umsóknarfrestur er til 9. október og ber að
skila umsóknum til Ríkisútvarpsins, Efstaleiti
1, eða Sjónvarpsins, Laugavegi 176, á
eyðublöðum sem fást á báðum stöðum.
/Mflf
RÍKISÚTVARPIÐ
EIMSKIP
Forstöðumaður
Eimskip óskar eftir að ráða forstöðumann
flutningamiðstöðvar.
Flutningamiðstöð Eimskips er í Sundahöfn
og er miðpunktur þjónustunets fyrirtækisins.
Þar mætast vörustraumar innflutnings, út-
flutnings og strandflutnings.
í flutningamiðstöðinni er lögð áhersla á að
uppfylla kröfur viðskiptavina um vandaða
vörumeðferð, hraða og örugga afgreiðslu. í
flutningamiðstöð starfa u.þ.b. 200 manns.
Stjórnunar- og ábyrgðarsvið:
★ Stjórnar og ber ábyrgð á daglegum
rekstri flutningamiðstöðvar þ.m.t. lestun
og losun skipa, rekstri verkstæða og
vöruskála.
★ Gerð rekstrar-, fjárfestingar- og
markmiðsáætlana.
★ Vinnur að gæðastjórnun í samræmi við
stefnu Eimskips í gæðamálum.
Leitað er eftir manni með háskólapróf í verk-
fræði og víðtæka reynslu á sviði stjórnunar.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Farið verður með allar fyrirspurnir og um-
sóknir sem trúnaðarmál.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. merktar
„Eimskip" fyrir 12. október nk.
Hagvangurhf
Skeifunni 19
Reykjavík
Sími 813666
Ráðningarþjónusta
Rekstrarráðgjöf
Skoðanakannanir