Morgunblaðið - 03.10.1993, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993
ATVIN N MJALJGL YSINGAR
Útstillingar -
framsetning vöru
Við leitum að starfskrafti til að sjá um glugga-
útstillingar og taka þátt í vöruframsetningu
í öllum 6 verslunum okkar í Reykjavík.
Viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt,
vera hugmyndaríkur, hafa frumkvæði og
góða framkomu.
Áhugasamir sendi skriflegar umsóknir með
greinargóðum upplýsingum til okkar fyrir
8. október nk. merkt: „Útstillingar".
Ath. ekki í síma.
Eymnndsson
Höfðabakka 3, 112Reykjavík
Félagsráðgjafi/
sálfræðingur
Laus er til umsóknar staða sérfræðings á
sviði félagsráðgjafar og sálfræðiþjónustu hjá
Sauðárkróksbæ. Starfið er nýtt og mun við-
komandi taka þátt í uppbyggingu þjónustunn-
ar. Mjög góð vinnuaðstaða í nýju húsnæði.
Upplýsingar veitir félagsmálastjóri og bæjar-
stjóri í síma 95-35133.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf, sendist félagsmálastjóra, Bæj-
arskrifstofum v/Faxatorg, 550 Sauðárkrókur.
Umsóknarfrestur er til 11. október nk.
Félagsmálastjóri.
Innkaup
- kvenfatnaður
Traustur aðili óskar að ráða í innkaupastarf.
Starfið felst í sjálfstæðum innkaupum er-
lendis frá, aðallega á kvenfatnaði, samninga-
gerð og samskiptum við verslanir o.fl.
Starfinu fylgja krefjandi ferðalög.
Hæfniskröfur:
Við leitum að aðila með reynslu af sambæri-
legum störfum og sem hefur gott auga fyrir
tískusveiflum og nýjungum.
Góð enskukunnátta nauðsynleg.
Nánari upplýsingar veitirTorfi Markússonfrá
kl. 9-12 í síma 679595.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráð-
garðs merktar: „Innkaup" fyrir 9. október nk.
RÁÐGAIŒXJRhf.
STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI 686688
Sólheimar
íGríms
irimsnesi
Starfsfólk - umönnun
fatlaðra
Þjónustumiðstöð fatlaðra á Sólheimum óskar
eftir starfsfólki til að hafa umsjón með heim-
ili fatlaðra íbúa Sólheima. Um er að ræða
spennandi starf fyrirfólk með áhuga á mann-
legum samskiptum. Til greina koma barnlaus
hjón eða einstaklingar. Reynsla af meðferð-
arstörfum æskileg. Unnið er í vinnulotukerfi
(4 daga vinna-4 daga frO-
Sólheimar eru byggðarkjarni í Grímsnesi. Þar eiga heimili 40 fatlað-
ir einstaklingar auk 32 starfsmanna sem búa þar margir með fjöl-
skyldum sínum. Á Sólheimum fer fram umfangsmikil ræktun í Skóg-
ræktarstöðinni Ölri og garðyrkjustöð Sólheima. Á Sólheimum er einn-
ig verndaður vinnustaður sem hefur með höndum hæfingu og vinnu-
þjálfun. Á Sólheimum er sundlaug og íþróttahús.
Allar frekari upplýsingar veitir forstöðumaður
þjónustumiðstöðvar í síma 98-64430.
Starfskraftar óskast
Óskum eftir vönum bókara í hlutastarf, og
einnig starfskrafti til skrifstofu- og afgreiðslu-
starfa.
Áhugasamir aðilar skili umsóknum með upp-
lýsingum um menntun og fyrri störf til auglýs-
ingadeildar Mbl., merktum: „K - 10961“,
fyrir 6. okt. nk.
BORGARSPÍTALINN
Sjúkraliðar
Öldrunardeildir Borgarspítalans
auglýsa eftir sjúkraiiðum:
Deild E-63, sem er hjúkrunar- og endurhæf-
ingardeild, staðsett í Heilsuverndarstöð
Reykjavíkurvið Barónsstíg, vantarsjúkraliða.
Deildin er ætluð einstaklingum sem búa við
margvíslega fötlun af völdum sjúkdóma og
slysa og þarfnast langtíma hjúkrunar.
Starfshlutfall samkomulagsatriði.
Hvftaband öldrunardeild sem er staðsett á
Skólavörðustíg 37, vantar sjúkraliða.
Deildin er ætluð einstaklingum með alzhei-
mer og þarfnast langtíma hjúkrunar.
Starfshlutfall samkomulagsatriði.
Nánari upplýsingar veitir Erna Einarsdóttir,
hjúkrunarframkvæmdastjóri
starfsmannaþjónustu í síma 696356.
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Fóstrur eða fólk með uppeldismenntun
óskast til starfa á neðangreinda leikskóla:
Hálsaborg v/Hálsasel, s. 78360.
Hraunborg v/Hraunberg, s. 79770.
Eingöngu í 50% starf e.h. á leikskólana:
Hálsakot v/Hálsasel, s. 77275.
Seljaborg v/Tungusel, s 76680.
Þá vantar starfsmann með sérmenntun í
50% stuðningsstarf e.h. á leikskólann:
Holtaborg v/Sólheima, s. 31440.
Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leik-
skólastjórar.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277.
Staða yfirfóstru við
Barnabæ
Á Blönduósi er Barnabær, leikskóli fyrir börn
í hálfs- og heilsdagsvistun.
Starfsemin er deildarskipt;
Músabær, (heilsdagsvistun 2-6 ára),
Bangsabær (41. vistun) og Kisubær (41. vist-
un).
Starfsfólk Barnabæjar er m.a. leikskólastjóri,
yfirfóstra, 2 fóstrur og þroskaþjálfi auk að-
stoðarfólks.
Nú standa mál þannig að yfirfóstran er að
hætta og vantar nýja yfirfóstru helst frá 1.
janúar 1994.
Þær fóstrur sem áhuga hafa á starfinu hafi
samband við leikskólastjóra (Jóhönnu) í síma
95-24530 og fái nánari upplýsingar um starfið.
Umsóknarfrestur er til 20. október nk.
Umsóknir skal senda bæjarskrifstofu Blöndu-
óss, Húnabraut 6, 540 Blönduós.
óskar að ráða matreiðslumann eða mat-
ráðskonu til starfa sem fyrst f Café-ísland
salnum á Hótel íslandi. Um er að ræða
hlutastarf sem feist m.a. í að sjá um morgun-
verð gesta og mötuneyti starfsfólks.
Allar nánari upplýsingar gefur starfs-
mannastjóri Hótels Sögu milli kl. 9.00 og
12.00 alla virka daga.
Tölvunarfræðingur
Leitum að tölvunarfræðingi frá Háskóla ís-
lands, eða einstaklingi sem lýkur námi fljót-
lega, til framtíðarstarfa hjá stóru fyrirtæki.
Miklir möguleikar eru í boði.
Nánari upplýsingar fást á skifstofu okkar.
GuðntTónsson
RÁÐCJÓF fr RAÐNlNCARhjÓNllSTA
TJARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK. SÍMI62 13 22
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
0æ)
Hjúkrunarfræðingur
óskast til starfa á bæklunardeild.
Deildin er 15 rúma deild, þar sem áhugaverð
þróunarverkefni innan hjúkrunar eru í gangi.
Starfið er laust nú þegar eða eftir samkomulagi.
Nánari upplýsingar gefa: Rannveig Guðna-
dóttir, starfsmannastjóri hjúkrunar, sími
30273 og Guðmunda Óskarsdóttir, deildar-
stjóri bæklunardeildar, sími 30191.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Lyfjafræðingur
óskast til starfa. Meginstarfssvið: Afgreiðsla,
ráðgjöf, fræðsla. Áskilið er að viðkomandi
sé reiðubúinn til að taka að sér kennslu í
námsbraut í lyfjafræði við Háskóla fslands
verði þess óskað.
Nánari upplýsingargefur Jóhannes F. Skafta-
son í síma 91-11760.
Umsóknir ásamt upplýsingum um náms- og
starfsferil sendist fyrir 18. okt. nk.
Reykavíkur Apótek,
posthólf 1489,
Austurstræti 16,
121 Reykjavík.
Markaðsstjóri
Sérvöruverslun óskar að ráða
markaðsstjóra.
Starfið:
★ Umsjón og úrvinnsla markaðskannana.
★ Vöruframsetning.
★ Umsjón vörukynninga.
★ Stefnumótun og áætlanagerð.
★ Auglýsingamál.
Hæfniskröfur:
Við leitum að drífandi og skipulögðum aðila
með starfsreynslu við verslun. Þekking á
smásölu og sérvörumarkaðnum ásamt
reynslu og/eða menntun í markaðsmálum
nauðsynleg. Viðkomandi þarf að eiga auð-
velt með að vinna með fólki.
Nánari upplýsingar veitirTorfi Markússonfrá
kl. 9-12 í síma 679595.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðgarðs merktar: „Markaðsstjóri" fyrir 9.
október nk.
RÁÐGARÐURM
STJÓRNUNAR OG REKSIKARRÁÐGJÖF
NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI686688