Morgunblaðið - 03.10.1993, Side 38

Morgunblaðið - 03.10.1993, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 3. OKTÓBER 1993 SIGLINGAR Umhverfis jörð- ina á 8 mánuðum Whitbread siglingakeppnin hófst í Southampton um síðustu helgi Hægt er að fylgjast nákvæmlega með ferðum bátanna í gegnum gervihnött. Áhafnirbátanna þurfa að vera mjög vel þjálfaðar, bæði líkamlega og andlega fyrir átökin. Skúturnar eru á siglingu 24 klukkustundir á sólarhring og allt upp í 30 daga í einu við misjafnar aðstæður. WHITBREAD siglingakeppnin, umhverfis jörðina, fer nú fram í sjötta skipti, en hún fór fyrst fram 1973. Andrew Bretaprins ræsti 14 skútur frá 11 þjóðum kl. 12.30 frá hafnarbakkanum íSouthampton f Englandi um sfðustu helgi, laugardaginn 25. september. Skúturnar lögðu þar upp f lengstu kappsiglingu sem um getur og er reiknað með fyrstu skútunum til baka til Englands í júní á næsta ári, eða eftir 32.000 mílna siglingu. Keppnin hefur aldrei verið eins spennandi enda mikið verið lagt undir hjá framleiðendum bátanna. Einn frægasti sigl- ingakappi heims, Bandaríkja- maðurinn Dennis Conner, handhafi Ameríkubikarsins, er nú með í fyrsta sinn og verður við stjórnvölinn á bandarísku skútunni Winston. Flestar skútumar eru af gerðinni Whitbread 60 eða W-60. Þessi tegund er byggð fyrir allt niður í tíu manna áhöfn, er Eftjr minni og léttari en ya\ g tíðkast hefur í Jónatansson keppninni til þessa. Hún eru hraðskreið- ari, með dýpri kjöl og léttara mast- ur en áður. Bátarnir verða sífellt fullkomnari og hafa breyst mjög frá ári til árs með aukinni tæknivæð- ingu. 32 þúsund mílur Siglingunni er skipt í sex áfanga, eða siglingaleggi. Fyrsti áfangi er sigling frá Southampton i Englandi til Punta del Este í Uruguay sem er tæplega 6.000 mílna sigling. Síð- an verður lengsti leggurinn og jafn- framt sjá erfíðasti, frá Uruguay til Fremantle í Ástralíu, eða samtals 8.000 mílur. Frá Fremantle er siglt til Auckland á Nýja-Sjálandi, sam- tals 3.300 mílur og þaðan um 6.000 mílur aftur til Punta del Este í Uruguay. Fimmti áfanginn er til Fort Lauderdale í Bandaríkjunum, 5.500 mílur, og lokaáfanginn yfir Atlantshafið til Southampton, 3.800 mílur. Ævintýrasigling Undirbúningur fyrir siglingu sem þessa er mikill og hefur staðið yfir í marga mánuði og jafnvel mörg ár. Kostnaðurinn er gríðarlegur og er mældur í milljónum dollara, en hin ýmsu fyrirtæki sjá sér hag í að styrkja keppendur og gera þessa ævintýrasiglingu mögulega. Engin peningaverðlaun eru í boði fyrir sig- urvegara keppninnar, heldur fyrst og fremst heiður. Áhafnir bátanna þurfa að vera mjög vel þjálfaðar, bæði líkamlega og andlega fyrir átökin. Bátarnir eru á siglingu 24 klukkustundir á sólarhring og allt upp í 30 daga í einu við misjafnar aðstæður. Einn daginn getur verið logn og blíða en annan frost og stórsjór. Erfitt að slá met Peters Blake 17 skútur tóku þátt fyrstu keppn- inni fyrir 20 árum og þá sigraði Ramon Calin á skútunni Sayula II. Peter Blake á skútunni Steinlager II sigraði í síðustu keppni fyrir fjór- um árum. Hann vann það afrek sem enginn annar hafði áður gert, að koma fyrstur í mark á öllum sex leggjunum og setti þar með nýtt met sem líklega seint verður slegið. Kvennaáhöf n í fyrsta sinn Tvær skútur eru frá Bandaríkj- unum. Önnur þeirra, Woman’s, er eingöngu skipuð konum eins og nafnið ber með sér og skipstjórinn er Nance Frank. Hún ætlaði einnig að taka þátt í síðustu keppni fyrir fjórum árum en náði ekki að fjár- magna dæmið og hætti við á síð- ustu stundu. Dennis Conner stjórn- ar hinni bandarísku skútunni, Wins- ton, en með honum verður Brad Butterfield, sem var aðstoðarmaður Peter Blake sem sigraði fyrir fjórum árum. Skúta þeirra sigraði í keppn- inni milli New York og Southamp- ton í júlí síðastliðnum og ætti því að vera sigurstrangleg. Conner verður um borð fyrsta og þriðja áfanga og hugsanlega fimmta áfanga frá Uruguay til Bandaríkj- anna. Bretar eru með eina skútu í keppninni, Dolphin og Youth, en henni stjórnar yngsti skipstjóri keppninnar, Matthew Humphries, sem er aðeins 22 ára gamall. Japan er með bátinn Tokio og einnig með í bátnum Yamaha ásamt Ný-Sjá- lendingum. Nýja-Sjáland er með annan bát í keppninni; N-S Ende- avour. Spánn er með tvær skútur, Fortuna og Galicia ’93 Pescanova. Franska skútan heitir La Poste, Merit Cup er skúta Svisslendinga undir stórn Pierre Fehlmann, sem tekur þátt í keppninni í fimmta sinn. Brooksfield er stolt ítala, Uruguay Natural kemur frá Uruguay. Svíinn Roger Nilson stjórnar Intrum Just- itia er áhöfn hennar skipuð Evr- ópubúum. Frá Úkraínu koma skút- urnar Odessa og Herman Sahidac- hny. Mikill áhugi Mikill áhugi er á siglingakeppn- inni um allan heim. Til að koma upplýsingum og sjónvarpsmyndum til áhorfenda á meðan á siglingunni stendur á úthöfunum hefur verið komið fyrir sérstökum sendibúnaði í hverri skútu. Mögulegt er að senda myndir upp í gegnum gervihnött, sem síðan er hægt að sýna út um allan heim. Búist er við að þessi keppni hafi næstum eins mikla sjón- varpsáhorfun og heimsmeistara- keppnin í knattspyrnu. Hægt er að fylgjast nákvæmlega með ferðum bátanna í gegnum gervihnött og því auðvelt að sjá stöðuna hveiju sinni. Southampton - Punta del Este Brottför 25. sept. 5.938 sjómilur, 49 daga sigling. ATLANTS- 7 H Míðbaugur f m 1 / j j HAF ‘ Punta / Jw delEstc / : l / 40*S Stonnasvæðt //II ímsmw/ /'u.y Æ Auckland - Punta del Este Brottför 19. feb. 5.914 sjómílur, 42 daga sigling. (tjþ Punta del Este - Fermantle M Brottför 13. nóv. 7.558 sjómílur, 56 daga sigling. ■ 7 ——— — Stormawæði ^'■: StormasL-ði .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.