Morgunblaðið - 31.10.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993
19
höfum farið ofan í kjölinn á nýju
kennslufræðinni, að námsgreinarn-
ar sjálfar eiga að þoka í annað
sæti en atferlis- og viðhorfamótun
að vera í fyrsta sæti.
í samræmi við þetta var hafið
stríð gegn hefðbundnum náms-
greinum, sérstaklega sögu. Samfé-
lagsfræði á að ná yfir þessar náms-
greinar en gerir það ekki. Það átti
að gera sjö ára börn að litlum þjóð-
félagsfræðingum á kostnað hefð-
bundinna greina eins og sögu og
landafræði. Atburðir í sögu voru
ekki í réttri tímaröð, heldur voru
teknir út bútar hér og þar, unnin
svonefnd þemavinna, þar sem alla
tengingu vantaði. Ég tel að þetta
sé búið að stórskemma fyrir tugum
ef ekki hundruðum ungmenna.
Ég veit að sonur minn sem nú
er 24 ára gamall hefur ekki haft
yfirlit yfir Islandssöguna og er að
bæta sér það upp núna. Hann lærði
eitthvað um landnám, eitthvað um
móðuharðindin og eitthvað um Jón
Sigurðsson, allt í bútum og í lausu
iofti.
Það hefur verið stunduð tilrauna-
starfsemi á hópum barna sem hefur
haft mikil áhrif á þroska þeirra.
Ég tel að þau hafi verið vanmetin
sem vitsmunaverur."
Íslenskur veruleiki
Helga segir að skólar hafi verið
skoðaðir út frá einhvetju sem er
afbrigðilegt, einhverju sjúklegu.
„Sálfræðin tengist læknisfræðinni,
þar sem menn fást meðal annars
við taugaveiklun, og mér finnst
hafa borið mikið á því að menn
hafi yfirfært þetta á skólana. Þeir
hafa gert því skóna fyrirfram að
þriðja til íjórða hvert bam sé illa
haldið, foreldrar þess vafasamir og
að skólinn þyrfti að koma þarna til
bjargar.
Ef litið er á skilgreiningu Wolf-
gangs Edelstein á íslensku samfé-
lagi, en Wolfgang hefur verið hátt
skrifaður í þessum hópi, þá er skil-
greining hans á íslenskum veruleika
röng og hugmyndir hans um menn-
ingarlega stéttaskiptingu á íslandi
eru vafasamar. Sem dæmi um það
má nefna fullyrðingar hans um lé-
legt málfar svokallaðra lágstéttar-
barna. Hann heimfærir einhverjar
gamlar, erlendar rannsóknarniður-
stöður upp á íslenskan veruleika.
Margir hafa gleypt við þessu.
- Voru sálfræðingar þá einungis
að leita sér að starfsvettvangi þeg-
ar þeir streymdu inn í skólana á
sjöunda áratugnum?
„Nýjar stéttir þurfa að hasla sér
völl, þær þurfa rými. í grunnskóla-
lögunum eru ákvæði um sálfræði-
þjónustu, þannig að þeir fá svigrúm
í skólunum árið 1974. Nú vil ég
alls ekki segja að sálfræðingar al-
mennt séu að gera ógagn. Ég er
að tala um sálfræðina sem stofnun,
ekki sálfræðinga sem persónur.
Sálfræði sem stofnun tók að gera
tilkall til uppeldis og menntunar
fyrir 100 árum og hefur orðið nær
einráð í Bandaríkjunum. Hún er
núna að leggja undir sig Evrópu.
Féllu fyrir sérf ræöingum
„Sálfræðin er bæði úr tengslum
við foreldra og almenning, jafnvel
við kennara sjálfa. Þarna bætast
aðilar inn í kerfið sem voru ekki
fyrir, þeir virðast hafa náð miklum
völdum yfir þessu sviði og um leið
hafa kennarar ýst í burtu. I Háskól-
anum eru það sálfræðingar sem
ráða ferðinni í kennslufræðum. Þeir
hafa ekki kennt í framhaldsskólum
og þekkja þá afskaplega lítið. Þeir
eru samt alltaf kallaðir til þegar
ræða á um framhaldsskólann.
Kennarar eru komnir í faglegt
aukahlutverk og meira að segja
skólameistarar líka.“
- Hvernig stendur á því að
kennarar láta þetta viðgangast?
Bera þeir enga virðingu fyrir starfi
sínu og menntun?
„Uppeldis- og sálfræðingar hafa
frá gamalli tíð kennt kennurum, en
svið þeirra sem kenndu hér áður
fyrr var ekki eins víðtækt og afger-
andi og nú er. Ásókn sálfræðinnar
í skólann er þó ekki ný af nálinni,
hún hefur verið fyrir hendi síðan
snemma á þessari öld. Sálfræðinni
tekst hins vegar ekki að hasla sér
þar völl fyrr en um það leyti sem
konur eru að fylla skólann."
- Eru kennslukonur þá svona
leiðitamar?
„í fyrsta lagi tóku konur þessum
fræðum sem húmanisma, mannúð-
arstefnu. Þær héldu að þær væru
að gera þetta fyrir börnin.
í öðru lagi voru margar þessara
kvenna menntunarþyrstar. Þær
flykktust með glöðu geði á nám-
skeiðin þar sem nýja kennslufræðin
var kennd.
Margar þessara kvenna höfðu
ekki getað haldið áfram háskóla-
námi, þær voru að vinna fyrir mönn-
um sínum. íslenskar skólastúlkur
tóku við hlutverki systranna sem
höfðu menntað bræður sína kynslóð
áður.
í þriðja lagi voru konur svo
ánægðar að komast út að vinna,
sumar hveijar með ekkert of mikla
menntun, og féllu því fyrir sérfræð-
ingaveldinu. En þær gleymdu að
spyija hvers vegna í ósköpunum
kennarastéttin þurfti endurmennt-
un eða endurhæfingu en ekki aðrar
stéttir í landinu.
Það verður þarna bylting, en
konurnar gera byltingu á allt öðrum
forsendum en sérfræðingarnir. Þær
Námsgreinar
áttu ad þoka i
annaó sæti, en
atferlis- og vió-
horfamótun aó
vera i fyrsta
sæti.
Sálfræóinni tekst
ekki aó hasla sér
þar völl fyrr en
um þaó leyti sem
konur eru aó
fylla skólann.
Þaó átti aó gera
sjö ára börn aó
litlum þjóófé-
lagsfræóingum á
kostnaó hefó-
bundinna náms-
greina.
gerðu byltingu til að bæta hag lítil-
magnans.“
Áhrifslausir kennarar
Húmanísk bylting kemur hins
vegar aldrei frá sérfræðingunum.
Þeir maka krókinn, nota þennan
vettvang sem framabraut fyrir
sjálfa sig. Áætlun sem gerð er of-
anfrá, hátimbruð hugmyndasmíð
eins og nýskólastefnan, missir
marks, því þróunin kemur ætíð neð-
an frá.
Mannúðin í skólunum er auk
þess alls ekki komin frá þessum
hugmyndafræðingum. Hún kemur
frá fólkinu sem starfar þarna, kon-
um jafnt sem körlum, og er líka
að fínna á sjúkrastofnunum til
dæmis. Ég er sannfærð um að það
eru konurnar sem hafa skapað
þessa mýkt í kringum sig. Sálfræð-
in kemur þessu ekkert við, hún á
ekkert að eigna sér það sem hún á
ekki.
Það sem hefur fylgt í kjölfar
þessara breytinga er að kennarinn
hefur misst það áhrifavald sem
hann hafði sem kennari, að geta
sett reglurnar og ráðið ferðinni.
Fyrir bragðið hefur kennarinn orðið
mjög óviss um stöðu sína. Hann
þorir til dæmis ekki að taka á aga-
vandamálum. Orðið agi var bannorð
og er það ennþá. Wolfgang Edel-
stein skilgreinir vald þannig að það
þýði að ráða yfir öðrum. En for-
eldravald og kennaravald er allt
annars eðlis því það er jákvætt og
uppbyggjandi. Það er algjörlega
gagnstætt eðli kennarastarfsins að
vera í stöðu þess sem notfærir sér
aðra. Hlutverk hans er að eyða
mismuninum á sér og á nemandan-
um, því hann reynir áð lyfta honum
upp á sama plan og hann er á sjálf-
ur.
En þegar sérfræðingar sjá að sér
og við blasir agaleysi og vandræði
í skólunum, er blaðinu snúið við,
þeir þykjast vita þetta allt best og
varpa nú sökinni yfir á forddra sem
búið er að rugla í ríminu.
Markviss óróöur
Ég held að markviss áróður gegn
kennurum eigi sér einnig pólitískar
rætur. Sósíalistar og marxistar
settu strax spurningarmerki við
skólana, vildu ná tökum á þeim. í
mörgum ritum sósíalista er skólinn
hart dæmdur, kannski fyrst og
fremst af því hann er borgaraleg-
ur, styður borgarastéttina. Þetta
má glöggt sjá í ritum Þórbergs
Þórðarsonar. Hins vegar dæma
þessir menn ekki leikskólana. Hvers
vegna ekki? Ef borgaralegt samfé-
lag er vont, gildir það þá ek'ki einn-
ig um leikskólann og fóstrurnar?
Þeir réðust ekki á barnaheimilin því
þau voru ekki samþykkt af borgur-
unum. Það voru sósíalistar sem
börðust fyrir barnaheimilum.
Það er hörmulegt fyrir kennara-
stéttina að standa frammi fyrir því
að hafa vegna misskilnings átt þátt
í að koma sjálfum sér á kné og
ekki séð fyrir markvissum áróðri
sósíalista.
Sósíalistar réðust til að mynda
ekki á heilbrigðisstéttina, ég kann-
ast ekki við svona markvissan áróð-
ur gegn læknum og sjúkrahúsum
eins og hefur viðgengist gagnvart
skólum.“
- Og þetta segir þú, fyrrverandi
bæjarfulltrúi fyrir Alþýðubandalag-
ið í Kópavogi?
„Já þetta segi ég. Ég stóð þar
stutt við. Ég hélt að Aþýðubanda-
lagið væri lýðræðislegur flokkur."
Bein kennsla
- Þú segir að fjórða hvert barn
falli á grunnskólaprófi. Segir það
okkur ekki að eitthvað sé meira en
lítið að í skólakerfinu? Hefur þú
skýringu á þessu háa falli?
„Ég get ekki svarað því með fyllri
vissu. Ég hef haldið fyrirlestra og
erindi um þessi mál frá 1986, á
lágum og kurteislegum nótum.
Spurt hvort ekki væri réttast að
setjast niður og athuga málin. Það
var eins og að tala við vindinn. En
ég hélt áfram því við fornámskenn-
arar í MK vorum að vinna með
þessum hópi allan tímann og það
stappaði í okkur stálinu. Það hafa
ýmsar fullyrðingar verið í gangi um
„þetta fólk“ eins þau börn voru
nefnd sem féllu. Ég held að lang-
flestir sérfræðingar trúi því innst
inni að þessir nemendur geti ekki
lært og því sé þetta starf unnið
fyrir gýg.
Þegar við svo förum að kenna
þessum heilbrigðu og yndislegu
unglingum kemur í ljós að þeir
geta svo sannarlega lært. Jónas
Halldórsson sálfræðingur hefur
greindarprófað mörg þessi börn,
ekki eitt einasta þeirra hefur verið
að marki fyrir neðan það sem kall-
ast meðalgreind, sum hafa verið
þar langt fyrir ofan. En samt eru
þau álitin svo illa af guði gerð að
þeim sé ekki ætlandi venjulegt
barnaskólanám.
Nú er búið að kanna fornámshóp-
inn okkar í MK. í úrtakinu voru
163 börn í átta árgöngum, og af
þeim náðum við í 147, eða 90%.
Mjög stór hluti, eða 70% nemenda
gefur fornáminu háa einkunn,
helmingur þeirra er ýmist í námi
núna eða er búinn að ljúka námi.
Einn þeirra er með stúdentspróf en
flestir hafa lokið iðnnámi eða öðru
sérnámi. Þetta fólk vinnur ýmis
störf og er farsælt í starfi. í hópnum
eru bankamenn, iðnaðarmenn,
verkamenn og sölumenn. Nokkrir
eru í stjórnunarstörfum, aðrir með
eigin rekstur.
- Eru of litlar kröfur gerðar til
nemenda í grunnskólum?
„Það er misjafnt. Þegar á heild-
ina er litið virðast þau þurfa lítið
að læra heima, en einnig hefur það
gerst að það er farið of hratt yfir
námsefnið. Sum þurfa einfaldlega
lengri tíma en eru ágætlega greind
eftir sem áður. Veikleiki margra
barna er að þau eiga erfitt með að
muna, það þarf að endurtaka náms-
efnið svo oft. Með þessum nýju
kennsluaðferðum sem gengu út á
það að bömin meðtækju námsefnið
ósjálfrátt en ekki með beinni
kennslu eða þjálfun, hafa mörg
börn orðið undir í námi. Þau þurfa
einmitt þessa beinu kennslu, endur-
tekningu og upprifjun á því náms-
efni sem búið var að fara yfir og
læra hlutina utanbókar.
Þetta er nú að sannast víðar en
í fornámi MK. Ætli þá þurfi ekki
að endurhæfa kennara aftur til að
ná burt öllu gamla nýjungaruglinu?
Skólinn af stallinum
- Hvað er til úrbóta að þínu
mati í skólamálum?
Það þarf að setjast niður og skoða
málið án þess að vera með fyrirfram
skoðanir eða læti. Nú er verið að
móta nýja menntastefnu þar sem
gert er ráð fyrir tveggja ára námi
að loknu grunnskólaprófi, og það
er mjög til bóta. Þar hefur einnig
fornámshugmyndin verið skoðuð
sem betur fer. Það er mikil vinna
framundan að flokka það sem hefur
farið vel í ríkjandi stefnu og það
sem hefur mistekist. Menn eiga
ekki að hika við að taka upp svo-
kallaðar gamaldags kennsluaðferð-
ir ef þær hafa reynst vel.
Ég vil að þorri nemenda nái að
ljúka grunnskólaprófi með reisn.
Til þess að það geti orðið þarf
margt að gera. Fyrst og fremst
þarf að fara inn á heimilin og
styrkja fjölskylduna. Skólinn verður
að stíga niður af stallinum og koma
til foreldranna. Hluti þjálfunar, til
dæmis í lestri og skrift, verður að
gerast heima. Ég held að mörg lítil
börn geti ekki almennilega lært
nema hjá foreldrum sínum. Eitt af
því skynsamlegasta sem ég hef
gert um ævina var að fara þessa
leið, fara til foreldranna. Margir
foreldrar eru illa brenndir, og bitrir
í garð skólans.
Sálfræðingar gera lítið annað en
að greina, úrræðin eru ekki fyrir
hendi. Kennarar skapa ævinlega
sjálfir úrræðin. Það eru kennarar í
framhaldsskólum einmitt að gera.
Miklu fleiri en við í MK. Okkar leið
er fomámsleiðin, markvissar og
samstilltar kennsluaðferðir fyrir
kennarana og mjög náið samstarf
við foreldra.
Framhaldsskólakennurum var
nóg boðið þegar það átti að keyra
þessa grunnskólastefnu yfir fram-
haldsskólana árið 1988. Það varð
hins vegar lítið úr því vegna and-
stöðu okkar. Hefði sú stefna hins
vegar náð fram að ganga hefði það
þýtt verðfall á stúdentsprófi.
Við kennarar teljum okkur vera
útverði menntunar í landinu. Stór
hluti okkar vill halda uppi klass-
ískri menntun sem er undirstaðan
vestrænnar menningar. Það eru
áhöld um hvort núverandi stefna í
grunnskólum er í þeim anda.
En fyrst og síðast þurfa kennar-
ar að endurheimta sjálfstæði sitt
og frelsi. Frelsi frá faglegum yfír-
gangi sálfræðinnar sem hefur söls-
að undir sig kennslu og uppeldi á
fölskum forsendum.
VIKUTILBOÐ
I Bjóðum10% afslátt
! þrátt fyrir lágt verð, sem
! bónus fyrir þig.
Miðinn gildir í öllum sölubásum.
Gildir: 1.-7. nóv. '93.
I Bjóðum10% afslátt
! þrátt fyrir lágt verð, sem
! bónus fyrir þig.
Miðinn gildir í öllum sölubásum.
Gildir: 1.-7. nóv. '93.
X Bjóðum10% afslátt
! þrátt fyrir lágt verð, sem
! bónus fyrir þig.
Miðinn gildir í öllum sölubásum.
Gildir: 1.-7. nóv. '93.
STÓRMARKAÐURINN, FAXAFEN110
lurifafrffe
Metsölubladá hverjum degi!