Morgunblaðið - 31.10.1993, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 31.10.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 31 OKTÓBER 1993 39 New York Knicks undir stjórn Pat Riley, fyrrum þjálfara Los Angeles Lakers, er nú talið sigurstranglegast í austurdeildinni. Hér fer Riley yfir leikaðferð liðsins. skólavalinu þeir fara og hve lengi samningarnir gilda. Webber mun efiaust styrkja lið Golden State Warriors verulega, en alvarleg meiðsl mun enn á ný setja svip á lið Warriors. Hardaway er mikill galdramaður með knöttinn og á eflaust eftir að gera Shaquille O’Neil enn betri með Orlando. Aðr- ir nýliðar sem gaman verður að fylgjast með eru Shawn Bradley hjá Philadelphia 76ers, sem ekki hefur leikið körfuknattleik í tvö ár á meðan hann var í mormónatrú- boði, Jamal Washburn hjá Dallas, J.R. Rider hjá Minnesota og Calb- ert Chaney hjá Washington, en hann lærði hjá Bobby Knight í Indi- ana. Peningar Það eru ekki einungis nýliðar sem kosta liðin mikla peninga. Margar af skærustu stjörnunum í deildinni hafa þrýst á lið sín að gera nýja samninga. Hakeem Olajuwon hjá Houston og Karl Malone hjá Utah eru dæmi um leikmenn sem hafa gengið frá nýjum samningi við lið sín. Þá hafa aðrir leikmenn staðið í þrasi um nokkurn tíma án þess að komast að samkomulagi. Þannig neitaði Derrick Coleman hjá New Jersey Nets átta ára samningi upp á 69 milljónir dala!!! Kappinn sagði að tilboð Nets væri ekki boðlegt miðað við hvert launin myndu fara í framtíðinni. Þá hefur Clyde Drexl- er hjá Portland sagt að hann muni ekki keppa fyrir liðið þetta keppnis- tímabil fái hann ekki nýjan samn- ing. Hvað sem gerast mun í vetur í deildinni, þá er víst að skrítið verð- ur að fylgjast með framvindu mála án Michaels Jordans. Einn leikmað- ur hefur með ákvörðun sinni opnað ótal möguleika og skemmtilegt verður að sjá hvaða lið muni not- færa sér þá. lando Magic, Pat Williams. „Það eina sem við getum verið ánægðir með, er að nýju stórstjörnumar í deildinni munu halda merki deildar- innar á lofti þrátt fyrir fráhvarf Jordans." Fráhvarf Jordans getur haft víðtækar afleiðingar Þrátt fyrir orð Williams getur fráhvarf Jordans haft víðtækar af- leiðingar fyrir deildina. Það hefði verið erfítt fyrir tveimur árum að ímynda sér NBA-deildina án Jor- dans, Larry Birds og „Magic“ John- sons, sem allir eru nú hættir. Deild- in hefur enga stórstjörnu lengur, en margir halda því fram nú að hún geti spjarað sig þrátt fyrir það og að í raun sé ekki þörf fyrir aðr- ar stórstjörnur á borð við Jordan, Bird og Johnson, vegna þess hve vel deildin hefur verið markaðssett út um allan heim. Þar að auki em margir skemmtilegir ungir leik- menn sem munu halda merki deild- arinnar hátt á loft í framtíðinni, svo sem Shaquille O’Neil hjá Or- lando Magic, Larry Johnson hjá Carlotte Hornets, og Derrick Cole- man hjá New Jersey Nets. Áttunda undur veraldar Fráhvarf Jordans kann þó að hafa víðtækari afleiðingar í för með sér en sumir halda. Deildin gerði nýjan fjögurra ára samning við NRC- og TNT-sjónvarpsstöðvarnar upp á 1,1 milljarð dala, en þeir fimm leikir sem höfðu mest áhorf síðasta keppnistímabil voru allir með Chicago og Michael Jordan. Lokakeppni Chicago og Poenix í júní hafði mest áhorf í sjónvarpi í sögu deildarinnar, og undanfarin átta ár hefur Chicago haft 17% meira áhorf en önnur lið í sjón- varpi. Þetta em miklir peningar fyrir sjónvarpsstöðvarnar hér í Bandaríkjunum þar sem mikil bar- átta er um hvern einasta sjón- varpsáhorfanda. Jordan var sá leik- maður sem fékk áhorfendur að sjónvarpsskjánum sem venjulega horfðu ekki á íþróttir, en vildu sjá áttunda undur veraldar við vinnu! Chicago aðeins miðlungslið án Jordans Sú staðreynd að Jordan er ekki lengur með Chicago hefur umturn- að samkeppninni í deildinni. í stað þess að vera það lið sem flestir veðjuðu á að ynni deildina er nú aðeins litið á Chicago sem miðl- ungslið. Phoenix og New York Knicks em nú þau lið sem flestir veðja á, og Seattle, Cleveland, Houston og Carlotte eru talin munu geta blandað sér í baráttuna. Ákvörðun eins einstaklings um að leggja skóna á hilluna hefur haft gífurleg áhrif og ef hann snýr ekki aftur á fjalir hinna glæsilegu íþróttahalla NBA-deildarinnar er ekki loku fyrir það skotið að menn munu seinna meir líta á ákvörðun Jordans sem endi á gullaldartíma- bili NBA sem erfitt verði að endur- taka. BANDARÍKIN, KANADA, FRAKKLAND, RÚSS- LAND, ÁSTRALÍA o.fl. Stærsta alheims samskiptamiðl- unin. Einlægir, ólofaðir menn og konur óska eftir vinskap eða hjónabandi. Scanna International, POB 4-M, Pittsford, NY 14534, USA. (Sími +716-586-3170). I.O.O.F. 3=1751118 = 1 □ GIMLI 5993110119 I H.v. 1 □ HELGAFELL 5993110119 VI Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. □ MÍMIR 5993010119 II11 Frl. I.O.O.F. 10 = 1751118V2 = Hvítasunnukirkjan Vegurinn Hafnargötu 84, Keflavík. Samkoma kl. 11.00 árdegis. Jesús Kristur er svarið. Allir velkomnir. Félag austfirskra kvenna Fundur mánudaginn 1. nóvem- ber kl. 20.00 í Hallveigarstöðum. Spiluð verður félagsvist. Kristniboðsfélag karla Fundur verður í kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60, mánudagskvöldið 1. nóvember kl. 20.30. Séra Siguijón Árni Eyjólfsson flytur hugleiðingu um bænina. Sagðar verða kristni- boðsfréttir. Allir karlmenn velkomnir. Stjórnin. VEGURINN ^ Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Fjölskyldusamvera kl. 11.00 eitt- hvað við allra hæfi. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Gestur okkar Richard Parenchief frá Bandaríkjunum prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar: Munið bænastundirnar alla virka daga kl. 8.00 og á mánudögum og föstudögum einnig kl. 17.30. Mánudaginn kl. 20.00: Grunnfræðsla, framhalds- fræðsla og kynningarfundur fyrir nýja. Miðvikudaginn kl. 18.00: Biblíulestur með sr. Halldóri S. Gröndal. Kl. 20.30 Samkoma í Óskakaffi, Selfossi. Föstudaginn kl. 20.30: Unglingasamkoma (13-15 ára) Laugardaginn kl. 21.00: Samkoma fyrir ungt fólk (16 ára og eldri). „Otti við menn leiðir í snöru, en þeim er borgið, sem treysta Drottni." « >* Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Draumanámskeið verða haldin dagana 6., 13. og 20. nóv. í húsi félagsins i Garða- stræti 8. Leiðbeinandi er Guð- mundur Mýrdal. Meðal efnis er: 1. Kynningograbbumdrauma. 2. Að skilja hinar mismunandi persónur og hvað af þeim eru skuggar af okkar eigin per- sónu, eða var þetta látið fólk? 3. Sjálfsheilunardraumar. 4. Draumar um fyrri æviskeið. 5. Draumar fyrir nútíðina. 6. Draumar fyrir framtíðina. Bókanir í síma 18130 og 618130. Stjórnin. quí Hvítasunnukirkjan Ffladelfía Ath. Brauðsbrotning færist fram á næsta sunnudag. Almenn samkoma kl. 16.30. Niðurdýfing- arskfrn. Ræðumaður Svanur Magnússon. Barnagæsla og barnasamkoma á sama tíma. Aðalfundur skiðadeildar KR verður haldinn í félagsheimili KR við Frostaskjól miðvikudaginn 3. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. UTIVIST Hallveigarstig 1 • simi 614330 Dagsferð sunnud. 31. okt. Kl. 10.30: Brautarholt-Saurbær. Brottför frá BSl', bensínsölu. Verð kr. 1200/1300. Myndakvöld 5. nóv. Sýndar verðar myndir úr ferðum Útivistar í sumar á Fimmvörðu- háls af ferð um Tröllaskagann og víðar. Sýningin hefst kl. 20.30. Haustblót 6.-7. nóvember Gist verður í Nesbúð við Nesja- velli. Gönguferðir um Grafning og Hengilssvæðið. Sameiginleg- ur matur. Ath. að þeir, sem vilja taka þátt í lokaáfanga Þingvalla- göngu, verða sóttir í Nesbúð. Nánari upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Útivist. Snmhjólp Dorkas-samkoma Almenn samkoma ií Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Dorkas-konur sjá um samkom- una með miklum söng og vitn- isburðum. Stjómandi Ásta Jónsdóttir. Kaffi að lokinni samkomu. Allir velkomnir. Samhjálp. Svölurnar Svölurnar halda félagsfund í Síðumúla 11 (ath. breyttan fund- arstað) þriðjudaginn 2. nóvem- ber kl. 20.30. Gestur kvöldsins verður Guðrún Jónsdóttir, fé- lagsfræðingur og starfsmaður Stígamóta. Kaffiveitingar. Allar starfandi og fyrrverandi flugfreyjur velkomnar. Stjórnin. í dag kl. 11.00: Helgunarsam- koma. Sven Fosse talar. Sunnudagaskóli á sama tíma. Kl. 20.00: Hjálpræðissamkoma. Ingibjörg Jónsdóttir, talar. Allir velkomnir. Samkoma 1 Breiðholtskirkju 1 kvöld kl. 20.30. Friðrik Schram prédikar. Mikil lofgjörð og boðið upp á fyrirbænir. Guðs ríki er réttlæti, friður og fögnuður i heilögum anda. Allir velkomnir. SÍK, KFUM/KFUK, KSH Háaleitisbraut 58-60 „Lífið er mér Kristur" Fil. 1, 12-30. Almenn samkoma í Kristniboðs- salnum í kvöld kl. 20.30. Upphafsorð hefur Jóhanna Zim- sen og ræðumaður verður Hildur Sigurðardóttir. Þú ert velkomin(n) á samkomuna. Frá Sálarrannsókna- félagi íslands Guðmundur Mýr- dal, huglæknir, starfar á vegum félagsins frá og með 5. nóv. Bók- anir í símum 18130 og 618130. Stjórnin. Orð lífsins, Grensásvegi8 Almenn samkoma og sunnu- dagaskóli kl. 11. Richard Perin- chief prédikar. Allir hjartanlega velkomnir! Sjónvarpsútsending á OMEGA kl. 14.30. LIFSSÝN Samtök til sjálfsþekklngar Félagsfundur i menningarmið- stöðinni Gerðubergi, sal B, mánudaginn 1. nóvember kl. 20.15. AuJéivfefcti 2 . Kopiuvdur Almenn samkoma i dag kl. 16.30. Biblíulestur á þriðjudaginn kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533 Sunnudagsferðir 31.október 1. Kl. 13.00: Gálgaklettur-Sýl- ingarfell-Bláa lónið. Áhugavert gönguland norðan Grindavíkur. Bað í lok göngu ef vill. Verð 1.100 kr., fritt f. börn. Brottför frá BSÍ, austanmegin, (og Mörkinni 6). Stansað viö kirkjug. Hafnarfj. 2. Kl. 14.00: Óskjuhlíð, saga, náttúrufar. Stutt ganga (1,5 klst.) í fylgd Helga M. Sigurðs- sonar, sagnfræðings, en hann er annar höfunda nýrrar bókar um Öskjuhlfðina. M.a. skoðaðar stríðsminjar, minjar um fjárborg og selstöðu. Gangan er í tilefni sýningarinnar Hugspil, leikir og tómstundir í Perlunni. Ekkert þátttökugjald. Mæting við aöal- anddyri Perlunnar. Þriðjudagskvöldið 2. nóv. kl. 20.30: „Drekkið kaffi með Eiriki" í opnu húsi í Mörkinni 6 (risi). Mætið í góðan félagsskap. Aðventuferð í Þórsmörk 26.-28. nóvember. Ferðafélag Islands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.