Morgunblaðið - 31.10.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993 23 lltorgtiiiftfafetfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjómarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. * Utgefendur axla kostnaðaraukann Landsfeður státa stundum af því við hátíðleg tæki- færi að Islendingar séu mesta bókaþjóð veraldar. Sú stað- hæfing styðst við fjölda útgef- inna bóka hér á landi, mældan á mælikvarða höfðatölu. Því er gjarnan bætt við að megin- þættir í menningararfleifð okkar, móðurmálið og bók- menntirnar, séu hornsteinar fullveldis okkar og þjóðernis. í ljósi þessa var það nokkurt reiðarslag fyrir bókaþjóðina þegar Skíma, málgagn móður- málskennara, greindi frá nið- urstöðum könnunar hér á landi, þess efnis, að bóklestur barna og unglinga hefði verið 40% minni á árinu 1991 en 1985. Það var því ekki að ástæðulausu að Bókasamband íslands efndi til sérstaks átaks til að auka lestúr ungs fólks með stuðningi menntamála- ráðuneytisins, kennarafélaga, fjölmiðla og fleiri aðila. í ljósi þessarar viðleitni, að standa vörð um og styrkja bóklestur og bókmenntir, var að vonum deilt um þá ákvörð- un stjórnvalda að leggja virðis- aukaskatt á bækur og prent- miðla. Rökstuddar líkur stóðu til þess að ákvörðun stjórn- valda um 14% virðisaukaskatt veikti samkeppnisstöðu bókar- innar og þeirra starfsgreina sem að henni standa bæði út á við gagnvart erlendu prent- verki og inn á við gagnvart þeim gjafavörum öðrum sem bókin þarf að keppa við á jóla- markaði. Staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar, minnkandi at- vinna og minnkandi almennur kaupmáttur, magnaði þann vanda sem bókaútgefendur stóðu frammi fyrir. Þorri þeirra, það er flest stærstu bókaforlögin, hefur nú brugð- izt við vandanum með athygl- isverðum hætti. Ákveðið er, að sögn Jóhanns Páls Valdi- marssonar, formanns Félags íslenzkra bókaútgefenda, að hleypa ekki þeim kostnaðar- auka sem virðisaukaskatturinn og tvær gengisfellingar á árinu leiða til út í verðlagið. Að öðru óbreyttu hefði þessi kostnaðar- auki leitt til um 14-20% verð- hækkunar bóka, að sögn Jó- hanns Páls, sem raskað hefði stöðu bóka á markaðinum, það er valdið hvoru tveggja, aukn- um útgjöldum heimila og ein- staklinga sem huga á bókaka- up þetta árið og ýtt þeim að hluta til frá slíkum kaupum. Bókaútgefendur leitast sum sé við að halda verði bóka sem næst óbreyttu og mæta tekju- skerðingunni með öðrum hætti, m.a. með því að „aug- lýsa ekki einstaka bókatitla í ljósvakamiðlum fyrir jólin“. Formaður Félags íslenzkra bókaútgefenda sagði um þetta efni í viðtali við Morgunblaðið í fyrradag: „Aðstæður eru allar þannig í samfélaginu að við teljum ótækt að hækka bókaverð sem nemur virðisaukaskattinum, tveimur gengisfellingum og almennum verðhækkunum. Af þeirri ástæðu höfum við valið að grípa til allra mögulegra aðgerða til að draga saman kostnað og ná sem mestri hag- ræðingu í allri okkar starf- semi. Og stærsti einstaki liður- inn sem er á okkar valdi í þessu sambandi er auglýsingakostn- aðurinn." Formaðurinn tók þó fram að bókaútgefendur myndu sameiginlega standa að auglýsingum í sjónvarpi til að minna landsmenn á tilvist bókarinnar, sérstökum bóka- tíðindum yrði dreift inn á öll heimili landsins og í prent- miðlum myndi sem fyrr vera hægt að ganga að upplýsing- um um einstakar bækur. Það er fátt, ef nokkuð, mik- ilvægara fyrir atvinnulífíð, heimilin og þjóðarbúskapinn en að halda þeim stöðugleika í efnahagslífi og verðlagi sem unnizt hefur og sýnir sig í minni verðbólgu hér en í helztu viðskiptalöndum okkar síðustu misserin. Þessi stöðugleiki er ein af mikilvægari forsendum þess að vinna þjóðarbúskap okkar upp úr efnahagslægð- inni. Það er því af hinu góða þegar áhrifaaðilar á verðlag í landinu taka ákvarðanir af þeim toga sem þorri bókaút- gefenda hefur nú gert. Ákvarðanir sem styrkja stöðu bókarinnar og bókmenntanna. á markaðinum og í samfélag- inu sem og stöðugleikann í efnahagslífinu. Fólkið í land- inu þarf að láta bókina njóta þessarar jákvæðu afstöðu. 41 • HEITI OG kenningar eru skáld- skaparorð í stað venjubundinna laus- málsorða, umritanir og tákn sem stundum þarf að ráða einsog gátur; oft með rætur í goðafræði lengst aftur í öldum; eygló er tilað- mynda heiti en jafnframt sólartákn einsog guðsauga hjá Jónasi; kenn- ingin lyngfiskur merkir ormur. En á sama hátt og skip heiðríkjunnar merkir ský eða skip eyðimerkurinn- ar úlfaldi, þannig mætti segja að heitið guðsauga gæti einnig verið kenningin auga guðs: sólin á sama hátt og dagstjarna er stjarna dags. Allir kaþólskir menn vissu að lilja í skáldskap merkti guðsmóðir og geisli Kristur. Táknmyndaskáld- skapur er því ævafom, ekkisízt í íslenzkum, eða norrænum, skáld- skap. í rímnaskáldskap verður mik- ið af kenningum stirðnaðar formúl- ur og þá hverfa myndræn áhrif. Er hið sama að gerast í módern- isma? mætti spyija. Sumir telja að fomar kenningar eigi sér fyrir- myndir í skrautlist víkinga, en það er þó óvíst. En þannig hefur þá afstraktlistin einnig getað haft áhrif á bókmenntimar — eða öfugt ein- sog Stefán Eiriarsson taldi. En hvaðsem því líður, þá er tákn- myndaskáldskapur einskonar skráut og ástæða til að nota hann HELGI spjall varlega, ef myndmál og líkingar eiga ekki að verða að stirðnuð- um formúlum einsog í rímunum. 42 • UNGLING- - urinn í skóginum er að dómi Amar Ólafssonar á mörkum módernis- mans enda flest skiljanlegt í kvæð- inu ef að er gáð. Nútímaljóð þarf ekki að merkja hið sama og módern- ismi.Þannig segir dr. Öm að ein- kenni módernismans vanti tilað- mynda að mestu í atómskáldskap. Hann hlýtur þá að vera nokkum- veginn skiljanlegur, röklegur og með allgóðu samhengi. Það þótti aðvísu ekki á sínum tíma þegar viðmiðunin var að mestu eða ein- göngu við hefðbundinn skáldskap en nú er hún við allskyns afbrigði expressjónisma og súrrealisma og þá verður niðurstaðan önnur. En því má þá bæta við að fræðimenn hafa ekki allir eina skoðun á ein- kennum módernisma enda umdeil- anlegt hvort hann á einungis að ná yfir sérsúrrealistísk eða expressjón- istísk kvæði. Sorg fellur síðuren svo undir fræðilega skilgreiningu dr. Arnar og alls ekki ef haft er í huga hvernig kvæðið vex úr efni Opinber- unarbókarinnar. Samt ber það margvísleg einkenni módernisma, svo mótsagnakenndar sem þessar skilgreiningar eru enda eru allar lýsingar á kvæðum ógildár í raun og veru nema vitnisburður kvæðis- ins um sjálft sig. Þannig skyldu fræðimenn t.a.m. huga betur en þeir hafa gert að ummælum Steins Steinars um Tím- ann og vatnið, þegar hann sagði í samtölum okkar: „Það er engin formbylting í þessum kvæðum. Tíminn og vatnið er, eins og þú veizt sjálfur, varíeraðar terzínur. Það er ákaflega gamalt form og þrælklassískt. Terzínurnar í Tíman- um og vatninu eru ekki alltaf reglu- legar, það er öll formbyltingin. Ljóðaflokkurinn í heild er upphaf- lega hugsaður sem ballett byggður á goð- og helgisögnum. Jú, það var nú meiningin, hvað sem þú segir. Eitt kvæðið studdist t.d. við Veda- bækurnar, annað við sagnir um Parzival og Graal... og enn annað yið för Odysseifs." Steinn meinti það sem hann sagði. Og hann einn vissi hvað fyr- ir honum vakti. Ljóð sín lagði hann ekki við hégóma. En þess má einn- ig geta að Sveinn Skorri Höskulds- son hefur sýnt framá að Steinn hafði í huga að tengja kvæðin í Tímanum og vatninu með nafngift- um við goð- og helgisagnir - og þá með hliðsjón af Eyðilandinu. M (meira næsta sunnudag) ÞAÐ ER SJALDGÆFT að ríkisstjórnir komi þjóðinni þægilega á óvart. Það gerði ríkis- stjórn Davíðs Oddsson- ar hins vegar með þeirri yfirlýsingu um aðgerðir í vaxtamálum sem birt var í gær, föstudag, á blaðamannafundi sem fjórir ráðherrar efndu til. Bersýnilegt er að yfirlýsingin kom mönnum í opna skjöldu. Þó fer ekki á milli mála að þessar ' aðgerðir hafa verið lengi í undirbúningi. Þær eru svo margþættar að óhugsandi er að þær hafí orðið til á nokkrum dögum. Líklegt má telja að þær hafí verið í undir- búningi frá því síðari hluta sumars eða snemma í haust, sennilega fyrst og fremst í viðskiptaráðuneyti og forsætisráðuneyti. Viðbrögð banka og sparisjóða benda til þess að forráðamönnum fjármálastofnana hafl verið ókunnugt um hinar fyrirhuguðu aðgerðir þar til einum eða tveimur dögum áður en ríkisstjórnin kynnti þær. Yfirlýs- ingin hefur ekki síður komið þeim á óvart en öðrum. Þannig á það líka að vera. Hér er ekki um svonefndar handaflsaðgerðir að ræða heldur nútímalegar aðferðir þess aðila sem hefur mest umsvif á fjármála- markaðnum, þ.e. ríkisins, til að hafa áhrif á þróun markaðarins. Hér er að gerast það sama og þegar fjármálaráðherra Breta tilkynnir vaxtalækkun eða bankastjóri þýzka seðlabankans. Þessir aðilar gera ákveðnar ráðstafanir sem hafa áhrif á hinn opna peningamarkað. Fyrsta vísbending um að slíkt væri í aðsigi, var yfírlýsing Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, hér í Morgunblaðinu á laugardag fyrir viku, þar sem hann lýsti þeirri skoðun sinni að vextir þyrftu að lækka um nokkur prósentustig. Þar sem þessi afstaða forsætisráðherra kom fram í svari við spumingu um viðbrögð ríkis- stjórnar vegna samþykktar þings Verka- mannasambands íslands um uppsögn samninga 10. nóvember nk. var það mat Morgunblaðsins í forystugrein daginn eft- ir, þ.e. sl. sunnudag, að tíðinda mætti vænta á flármálamarkaðnum. Raunvaxtástigið hér hefur lengi verið til umræðu og umdeilt. Viðskiptabankarn- ir hafa jafnan svarað því til að þeir gætu ekki ráðið vaxtastiginu, heldur væri það hinn svokallaði eftirmarkaður sem það gerði. Sú skýring er rétt að verulegu leyti. Veikleikinn í málflutningi bankanna á undanförnum missemm hefur hins vegar verið sá að talsmenn þeirra hafa notað mismunandi röksemdir til þess að réttlæta vaxtastigið eftir því sem hentað hefur hveiju sinni. Þó hefur meiri festa einkennt málflutning bankanna á undanförnum mánuðum, þ.e. tilvísun til eftirmarkaðar og lánsfjárþarfar ríkissjóðs. Engu að síður hefur verið sýnt fram á ákveðna vaxtaþró- un á hinum opna markaði að undanförnu sem álitamál er hvort bankarnir hafi fylgt eftir. Jón Sigurðsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, tilgreindi á blaðamanna- fundi ríkisstjórnarinnar í gær, föstudag, nokkrar ástæður fyrir hinu háa raunvaxta- stigi og sagði m.a.: „Loks væri erfið af- koma bankakerfísins ástæða fyrir háum vöxtum.“ Hér er auðvitað komið að lykil- atriði í þessum umræðum. Bankarnir hafa þurft að leggja gífurlegar fjárhæðir í af- skriftasjóði til þess að standa undir töpuð- um útlánum. Til þess að geta það hafa þeir þurft á ákveðnum vaxtamun að halda Þeir keppa m.a. við spariskírteini ríkissjóðs um innlánsfé og hafa af skiljanlegum ástæðum ekki geta boðið verri innlánskjör en ríkissjóður. Það er svo önnur saga, eins og margoft hefur komið fram á þessum vettvangi, að standi valið á milli banka kreppu eins og orðið hefur á öðrum Norð- urlöndum utan Danmerkur, og þá ekki sízt í Færeyjum, og hás raunvaxtastigs, hlýtur hið síðarnefnda að verða ofan á. Pólitísk áhrif yfirlýsingar ríkisstjórnar- innar um aðgerðir í vaxtamálum verða gífurleg. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks hefur átt undir högg að sækja undanfarin misseri. Hún hefur ekki náð nægilegum árangri í nokkrum mikil- vægum málaflokkum. Alveg sérstaklega á það við um ríkisfjármálin. Ráðherrum hef- ur gengið erfiðlega að ná tökum á útgjöld- um hins opinbera, þótt ekki skuli úr því dregið að nokkur árangur hefur náðst. Ríkisstjórnin hefur hækkað skatta veru- lega á einstaklinga, sem hún hefur rétt- lætt með því að hún hafí lækkað skatta á fyrirtæki og að skatttekjur ríkissjóðs hafi ekki aukizt. Auðvitað hafa skatttekjur rík- issjóðs ekki aukizt á þessum krepputímum en staðhæfíngar ráðherra um að heildar- skattbyrðin í landinu hafí ekki aukizt eru rangar. Fyrir rúmri viku kom skýrt fram hér í blaðinu skv. upplýsingum frá fjár- málaráðuneytinu sjálfu að viðbótarskattar sem lagðir hafa verið á nema um einum og hálfum milljarði króna og þar að auki hafa þjónustugjöldin komið til sögunnar. Allt hefur þetta orðið til þess að þyngja róðurinn fyrir ríkisstjórnina. Þá er augljóst að hún hefur enn ekki tekið á grundvallarvanda sjávarútvegsins og frumvarp um þróunarsjóðinn, sem er kjarninn í stefnu hennar að þessu leyti, hefur enn ekki verið lagt fram á Alþingi, þótt liðið sé tæpt ár frá því að samkomu- lag var gert á milli stjórnarflokkanna um það mál. Loks hafa opinberar deilur milli ráðherra verið svo miklar, að fremur hefur minnt á vinstri stjórnir en viðreisnarstjórn. Þessar deilur hafa gengið svo langt að jafnvel forsætisráðherra sjálfur hafði orð á því í útvarpsviðtali fyrir nokkrum dögum að slíkar deilur ráðherra í hans eigin ríkis- stjórn minntu um of á vinstri stjórnar sam- starf. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar í vaxtamál- um sýna hins vegar að enn er mikill veigur í samstarfi flokkanna tveggja. Nái þessar aðgerðir tilætluðum árangri er alveg ljóst að pólitísk staða ríkisstjórnarinnar gjör- breytist. Hið pólitíska andrúm í landinu gjörbreytist. Ríkisstjómin hefur með þess- um aðgerðum náð mikilsverðu fmmkvæði. Hún hefur með þeim vakið vonir hjá fyrir- tækjum og heimilum um að komast út úr skuldafjötrum. Veruleg raunvaxtalækkun mun losa mikla fjármuni sem væntanlega ganga til lækkunar skulda en ekki nýrrar eyðslu vegna þess að bæði fyrirtæki og heimili eru reynslunni ríkari. Báðir stjórnarflokkarnir ganga sterkari til sveitarstjórnakosninga næsta vor en útlit hefur verið fyrir. Stjórnarandstaðan sem verið hefur í sókn er skyndilega kom- in í vörn. Þótt framundan sé erfíður vetur vegna mikils niðurskurðar á þorskveiðum hefur ýmislegt gerzt í sjávarútvegi sem kemur á móti því áfalli sem niðurskurður á þorskveiðum er. Veiðarnar í Smugunni gefa umtalsverðar tekjur. Úthafskarfa- veiðar gefa umtalsverðar tekjur. Veiðar á rækju fjarri heimaslóðum gefa umtalsverð- ar tekjur. En fyrst og fremst mun lækkun raun- vaxta, sem legið hafa eins og þungt farg á atvinnulífi og heimilum, leysa úr læðingi nýja krafta sem munu skila sér í efna- hags- og atvinnulífí landsmanna. Þess vegna má telja víst, þegar horft verður til baka, að þessi djarfa ákvörðun núverandi ríkisstjómar hafí skipt sköpum um feril hennar. Hvað gera bankarnir? YFIRLÝSING ER eitt. Framkvæmd hennar er annað. Raunvextir lækka ekki til frambúðar nema með samræmdum aðgerðum ríkis- stjórnar og Seðlabanka og með því að fjár- málastofnanir bregðist við með réttum hætti en tregðist ekki við. Þess vegna skiptir miklu máli hver viðbrögð viðskipta- banka og sparisjóða verða á næstu dögum. Æskilegt hefði verið að þeir hefðu fylgt í kjölfar yfirlýsingar ríkisstjórnar með raun- vaxtalækkun þegar á mánudag. Sam- kvæmtum fréttum Morgunblaðsins í gær var Búnaðarbankinn tilbúinn til þess, en REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 30. október Landsbanki og íslandsbanki ekki. Ætla verður að bankarnir allir og sparisjóðirnir taki þessar ákvarðanir fyrir 10. nóvember nk. Það er mikið í húfí fyrir bankana sjálfa. Þeir njóta trausts og það hefur verið tekið mark á málflutningi forráðamanna þeirra varðandi vaxtastigið, þótt hnökrar hafí verið á röksemdafærslunnni, eins og áður hefur verið vikið að. Nú hefur ríkisstjórnin gert ákveðnar ráðstafanir sem samkvæmt fyrri yfírlýsingum bankanna eiga að gera þeim kleift að lækka vexti. Þá þarf það að gerast og ekki síðar en á næstu 10 dögum. í annan stað er ljóst að ríkisstjórn- in ætlar sér að ná fram raunvaxtalækkun hvað sem tautar. Eða hvernig á að skilja eftirfarandi kafla í yfirlýsingu ríkisstjóm- arinnar:„Ákveðið hefur verið að ákvæði laga um verðtryggingu og vexti verði tek- in til heildarendurskoðunar í ljósi reynsh unnar og breytinga á lánsfjármarkaði. í því skyni hefur viðskiptaráðherra ákveðið að skipa nefnd til að endurskoða lög nr. 25 frá 1987, vaxtalög, og VII. kafla laga nr. 13 frá 1979 um efnahagsmál og fleira (Ólafslög). Nefndin verður skipuð fímm mönnum: Einum skv. tilnefningu Seðla- banka íslands, einum skv. tilnefningu við- skiptabanka og sparisjóða, einum frá hvor- um stjórnarflokki og einum frá viðskipta- ráðuneyti, sem jafnframt er formaður nefndarinnar. Viðskiptaráðherra mun m.a. beina því til nefndarinnar að hún kanni hvort vænlegt sé að miða ávöxtun verð- tryggðra fjárskuldbindinga við ávöxtun ríkisskuldabréfa til lengri tíma með álagi. Lögð er áherzla á að nefndin hraði störfum þannig að Alþingi geti tekið málið til af- greiðslu sem allra fyrst.“ Þessi kafli í yfírlýsingu ríkisstjómarinn- ar verður tæpast skilinn á annan veg en þann að hér sé á ferðinni orðsending til bankakerfísins um grundvallarbreytingar á vaxta- og verðtryggingakerfinu, ef ríkis- stjórnin nær ekki tilætluðum árangri með aðgerðum sínum nú. Viðbrögð talsmanna banka og spari- sjóða hafa hins vegar verið á þann veg að enginn ástæða er til að ætla annað en þeir muni fylgja aðgerðum ríkisstjórnar- innar fast eftir. Þannig sagði Sverrir Her- mannsson, bankastjóri Landsbanka Is- lands, í samtali við Morgunblaðið í dag, laugardag: „Við höfum greint Seðlabank- anum frá því að Landsbankinn muni að sjálfsögðu laga sig að og taka fullan þátt í þeim tilraunum sem hér er verið að ýta á flot með. Við verðum að sjá hvernig við- brögð markaðarins verða, áður en við segj- um nokkuð um það hver okkar næsta vaxtaákvörðun verður. Það liggur í hlutar- ins eðli. Ég tel þetta fyrstu alvörutilraun- ina til þess að hafa áhrif á vaxtastig með markaðsaðgerðum en ekki handafli." Valur Valsson, bankastjóri íslands- banka, sagði: „Með þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin boðar ættu raunvextir að lækka. Merkilegast í því sambandi er til- kynning fjármálaráðherra um að hann muni leita á erlendan lánamarkað, ef vext- ir lækka ekki á innlendum markaði. Þegar þurftarfrekasti lántakinn á markaðnum boðar þannig að hann muni draga sig í hlé hlýtur það að hafa áhrif á vextina." Jón Adolf Guðjónsson, bankastjóri Bún- aðarbanka íslands, sagði: „Búnaðarbank- inn styður þá tilraun ríkisstjórnarinnar til lækkunar raunvaxta sem nú er á döfínni og metur aðstæður þannig að nú sé lag til þess að árangur náist. Bankastjórnin hefur þegar lýst því yfír við viðskiptaráð- herra og Seðlabanka að hún er fyrir sitt leyti tilbúin að endurmeta vaxtastigið út frá nýjum forsendum. Það liggur að sjálf- sögðu í hlutarins eðli að miklu máli skipt- ir að um þessi nýju viðhorf náist samstaða meðal samkeppnisaðila." Baldvin Tryggvason, sparisjóðsstjóri, sagði: „Við viljum með öllu móti geta lækk- að vaxtastigið í þjóðfélaginu og höfum reynt að stuðla að því að vextir hækki ekki úr hófí fram.“ Með hliðsjón af þessum ummælum helztu forráðamanna fjármálastofnana verður að ætla, að bankakerfið fylgi á eftir ákvörðunum ríkisstjórnarinnar með sambærilegri raunvaxtalækkun fyrir 10. nóvember nk. Það verður ekki aðeins ríkis- stjómin sem fylgist með því hvort svo verður, heldur einnig verkalýðshreyfíng og samtök atvinnulífsins svo og allur al- menningur. Það er mikið í húfi að allir aðilar bregðist við með réttum hætti til þess að sá árangur náist sem stefnt er að. Erlendar lántökur LYKILÞÁTTUR I aðgerðum ríkis- stjórnarinnar er sá að fái hún ekki það lánsfé sem hún þarf á að halda á innlendum lánamarkaði með þeim kjörum sem hún sættir sig við, muni hún leita á erlenda lánamarkaði. Það er ekkert óeðlilegt að fólk spyrji spurninga í þvi sambandi í ljósi þess að menn hafa haft verulegar áhyggjur af lántökum okk- ar í útlöndum og ekki að ástæðulausu. Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráð- herra, sem er einn helzti hvatamaður þess- ara aðgerða ásamt forsætisráðherra varp- aði fram eftirfarandi spurningu á blaða- mannafundinum í gær, föstudag: „Ef ríkis- sjóður er ekki reiðubúinn til að taka lán innanlands með þeim háu ávöxtunarkröf- um sem eru þar og leitar í staðinn til er- lendra lánardrottna, hvar ætla þá lífeyris- sjóðirnir að fá lántakanda til að eiga við- skipti við miðað við jafn háa ávöxtunar- kröfu og er núna? Sá aðili væri vandfund- inn en ef hann fínnst erlendis og ríkið gæti jafnframt fengið lán með lágum vöxt- um þá er það ágóði fyrir þjóðina sem heild.“ Þetta er góð spurning hjá viðskiptaráð- herra og hefði kannski mátt bera hana fram mun fyrr. En jafnframt felst auðvit- að í henni von um að ekki þurfí að koma til þess að ríkissjóður leiti eftir lánsfé í útlöndum til að fjármagna hallarekstur sinn. Það er óæsídlegt svo að ekki sé meira sagt að auka lántökur okkar erlend- is. Hins vegar er ljóst að einhveija áhættu þarf að taka til þess að bijótast út úr þeim fjötrum kreppu, samdráttar og stöðn- unar sem þjóðin hefur verið í um nokkurt árabil. Þess vegna standa nú helztu fjár- magnseigendur í landinu, sem eru aðallega lífeyrissjóðir, frammi fyrir þessari spurn ingu: eigum við að kaupa ríkisskuldabréf með mun lægri ávöxtun eða taka þá áhættu að finna ekki nægilega traustan lántakanda? Það verður fróðlegt að sjá hvert svar fjármagnseigenda verður. Á næstu dögum kemur í ljós hver við- brögð fjármagnsmarkaðarins hér við að gerðum ríkisstjórnarinnar verða. Ekki fer á milli mála að þeir sem kunna að reyna að bregða fæti fyrir þessar aðgerðir eða tregðast við að fylgja þeim eftir á einn eða annan veg taka mikla áhættu. Morgunblaðið/RAX „Nái þessar að- gerðir tilætluðum árangri er alveg ljóst að pólitísk staða ríkisstjórn- arinnar gjör- breytist. Hið póli- tíska andrúm í landinu gjör- breytist. Ríkis- stjórnin hefur með þessum að- gerðum náð mik- ilsverðu frum- kvæði.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.