Morgunblaðið - 31.10.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.1993, Blaðsíða 29
29 finna nálægð hennar eða heyra röddina í gegnum símann og ræða um málefni líðandi stundar. Söngurinn átti ennþá stóran þátt í hjarta hennar, það fann ég vel hve henni veittist erfitt að hugsa til þess að geta ekki sungið með Samkór Kópavogs, sem hún hafði starfað með í mörg ár. Barátta hennar við dauðann, sem allra bíður, var stutt en ströng. Fjölskylda hennar, eiginmaður og börn, báru gæfu til þess að hafa hana heima og veita henni alla þá ást og umönnun sem þau eru svo rík að og vera hjá henni síðustu stundirnar. Lofa henni að sofna síð- asta blundinn á heimili sínu. Valgerður mín, ég sakna þín mikið, en við hittumst aftur eins og ég sagði við þig í síðustu kveðj- unni. Ég veit að við söknum hennar öll, sem þekktum hana. Við Olafur sendum eiginmanni og börnum ásamt öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur og þökkum fyrir samfylgd góðrar konu. Guð geymi ykkur öll. Sólveig. En er það ekki mesta gæfa manns að milda skopi slys og þráutir unnar, að finna kímni í krðfum skaparans og kankvís bros í augum tilverunnar? (Om Amarson) Móðursystir okkar, Valgerður Jónsdóttir, lést á heimili sínu að Melgerði 44 í Kópavogi, eftir nokk- urra mánaða erfitt veikindastríð. Hún var fædd að Kollafjarðar- nesi í Steingrímsfirði 29. júlí 1918, dóttir hjónanna Guðnýjar Magnús- dóttur frá Miðhúsum í Hrútafírði og Jóns Brandssonar frá Prest- bakka í sömu sveit, prófasts á Kollafjarðarnesi. Börn þeirra Jóns og Guðnýjar urðu níu og komust átta til fullorð- insára. Eru fjögur systkinanna á lífi. Valgerður var fjórða yngst og ólst því upp í stórum systkinahópi, þar sem ríkti glaðværð og ást á söng og tónlist. Hún hlaut sína uppfræðslu eins og gerðist til sveita á þessum árum og stundaði síðan vinnu í nokkur ár hjá skyldum og vandalausum. Um tvítugt var hún við nám í Kvennaskólanum á Blönduósi og taldi sig ætíð hafa haft gagn og ánægju af þeirri dvöl. Valgerður giftist árið 1943 Guð- mundi Eiríkssyni frá Dröngum í Strandasýslu, en hann var sonur hjónanna Ragnheiðar Pétursdóttur frá Ófeigsfirði og Eiríks Guðmunds- sonar frá Dröngum. Drangar voru þá nyrsta byggða býli í Stranda- sýslu og engum aukvisum hent að búa við svo óblíð skilyrði og sam- gönguleysi. Börn þeirra Dranga- hjóna vöndust því fljótt mikilli vinnu, enda öll harðduglegt fólk. Guðmundur var því vel undir það búinn að framfleyta konu og börn- um og hefur alla tíð verið mikill atorkumaður. Bjuggu þau Valla og hann fyrst á Hólmavík, síðan Akra- nesi, en fluttist svo til Reykjavíkur. Arið 1950 byggðu þau einbýlishús í Kópavoginum og ílentust þar. Börn þeirra hjóna eru fjögur, elst Guðný Hanna, sjúkraliði, Heiðrún, skrifstofumaður, Sigríður Erla leir- listakona og Jón Eiríkur tæknifræð- ingur. Barnabörnin eru sjö og stolt og yndi afa og ömmu í Melgerðinu. En það voru ekki einungis eigin börn og barnabörn sem nutu um- hyggju Völlu frænku, heldur hændi hún að sér öll börn sem hún um- gekkst. í mörg vann hún á barnaheimil- inu Kópasteini og naut sín vel að vera samvistum við börnin þar. Var hún oft kölluð til vinnu á barna- heimilinu eftir að hún var í raun- inni hætt vinnu enda efumst við um að starfsfólk bamaheimilisins hafí alltaf gert sér ljóst hve gömul hún var, svo ung var hún í anda og útliti. Síðastliðinn vetur fór að bera á veikindum hjá henni, sem lengi vel virtust ekki vera alvarlegs eðlis. En með vorinu, eftir erfiðar rannsóknir, kom í ljós að hún var miklu veikari en haldið var og hún þurfti að undirgangast erfiða lyfja- meðferð, sem þó reyndist árangurs- laus. MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 31. OKTÓBER 1993 Það dró smátt og smátt af þrek- inu, og aðfaranótt 25. okt. sl. lést hún á heimili sínu umkringd ástvin- um sínum. Guðmundur stóð sem klettur við hlið Völlu og gerði allt sem í hans valdi stóð til að gera henni stríðið léttbærara og það verður lengi minnisstætt, hve náin þau voru síðustu stundir hennar. Saman stóð fjölskyldan öll í erfið- leikum og Guðbjörg systir hennar hjálpaði þeim svo sem hún gat. Þau voru öll þakklát hjúkrunar- fólki og læknum sem gerðu þeim kleift að hafa hana heima uns yfir lauk. Þetta er í mjög stuttu máli lífsfer- ill Völlu frænku. En allir sem sakna hennar nú hafa í huga sér ítarlegri og fullkomnari mynd en þetta ágrip gefur til kynna. Segja má að hún hafi verið húmoristi af Guðs náð, allt að því æringi. Það var varla svo lítilfjörlegt atvik að hún gæti ekki brugðið fyrir það kímilegu ljósi né svo hátíðlegt fólk, að hún gæti ekki komið því til að brosa. Þegar við litum til hennar daginn fyrir sjötíu og fimm ára afmælið hennar í sumar, þá orðin fársjúk, sat hún í góðviðrinu á sloppnum sínum úti í garði og reytti af sér brandarana, svo að enn sem fyrr gaf hún okkur af sjálfri sér, laus við alla æðru og sjálfsvorkunn. Engu að síður var grunnt á alvör- unni og sterkbyggð var hún ekki. Hún hafði djúpan skilning á ástæð- um og líðan annarra og gaf samúð sína ómælda, án þess að leggja dóm á viðmælandann. Hún var félagslynd og starfaði í mörg ár í Samkór Kópavogs, enda hafði hún góða söngrödd og hafði alla tíð mikið yndi af söng. Hefur eflaust búið að uppvextinum í hópn- um glaðværa sem forðum tíð söng sjálfum sér og öðrum til yndis á Kollafjarðarnesi. Að leiðarlokum þökkum við elsku frænku okkar allar samverustund- irnar jafnt í blíðu og stríðu. Megi Drottinn veita viðtöku yndislegri sál hennar og leiða hana móti birt- unni. Syrgjendum vottum við inni- legustu samúð. Þuríður og Guðný Skeggjadætur. Kveðja frá Samkór Kópavogs Fallinn er í valinn einn dyggasti félagi okkar í Samkór Kópavogs, eftir harða en stutta baráttu við illvígan sjúkdóm. Valgerður var einn af stofnend- um kórsins árið 1966 og hefur starfað óslitið með honum þar til nú í haust enda þá orðin mikið veik, hún var góður félagi og hafði bjarta sópranrödd, gaf sér yngri konum ekkert eftir og fór í flestar söng- ferðir kórsins bæði innanlands og utan. Hún var mjög létt í lund og hlýj- an streymdi frá henni. Hún hafði mikið dáiæti á börnum og lumaði oft á góðum dæmisögum um þau enda átti hún fjögur börn sjálf og mörg ömmubörn. Valgerður vann í fjöldamörg ár á dagheimilinu Hábraut í Kópavogi. Kvöldið sem fregnin um andlát hennar barst var kórinn að byrja að æfa nýtt lag sem henni hefði líkað og með þessum ljóðlínum vilj- um við þakka Valgerði hjartanlega fyrir gott og ánægjulegt samstarf liðinna ára. Nú lýkur degi sól er sest. Nú svefnfrið þráir jörðin mest. Nú blóm og fuglar blunda rótt, en blærinn hvislar góða nótt. Guðs friður signi foldarrann, guðs friður blessi sérhvem mann. Kom, engill svefnsins undurhljótt og öllum bjóð þú góða nótt. Hvíl hjarta rótt. Hvíl höndin þreytt, þér himins styrk fær svefninn veitt. Hann gefur lúnum þrek og þrótt. Ó, þreytti maður - sof nú rótt. (Valdimar V. Snævar) Megi algóður Guð styrkja fjöl- skyldu hennar, því missirinn er mikill. Elsku Valgerður. Góða nótt. Félagar úr Samkór Kópavogs. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐJÓN INGÓLFSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, áður Hraunbrún 5, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Aðalheiður Frfmannsdóttir, Ármann Guðjónsson, Jórunn Ólafsdóttir, Lilja Guðjónsdóttir, Árni Guðjónsson, Jóna Ósk Guðjónsdóttir, Lárus S. Guðjónsson, Guörún Magnúsdóttir, Ólafur Valgeir Guðjónsson, Guðborg Halldórsdóttir, Ingi H. Guðjónsson, Inga Dóra Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Faðir minn og bróðir, STEFNIR ÓLAFSSON bóndi, Reykjaborg við Múlaveg, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 1. nóvember kl. 15.00. Rósa Stefnisdóttir, Inga Ragnhildur Ólafsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ERLU GUNNARDÓTTUR. Ragnheiður Jósúadóttir, Ingi Þ. Gunnarsson, Borghildur Jósúadóttir, Sveinn Kristinsson og barnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður okkar, SIGRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR, + Elskuleg móðir okkar, HELGA HELGADÓTTIR, Keldulandi 5, lést í Borgarspítalanum þann 29. október. Kristín Eiríksdóttir, Margrét Helga Eiríksdóttir, Einar Eiríksson, Helgi Eiríksson. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS SIGURGEIRSSON, Efstasundi 34, verður jarðsunginn frá Áskirkju þriðju- daginn 2. nóvember kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á orgelsjóð Áskirkju. Elfn Ágústsdóttir, Inga Magnúsdóttir, Ólafur Böðvarsson, Helga Magnúsdóttir, Njörður Svansson, Arndís Magnúsdóttir, Þórður Þórðarson, Björn Magnússon, Þór Magnússon og barnabörn. + Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓLAFUR BJÖRN ÞORSTEINSSON, Njálsgötu 17, sem andaðist á hjartadeild Landspítal- ans að kvöldi 25. október, verður jarð- sunginn frá Bústaðakirkju þriðjudaginn 2. nóvember kl. 13.30. María Ólafsdóttir, Sigurður H. Ólafsson, Ingibjörg Ólafsdóttir, Kristfn Olafsdóttir, Ester Ólafsdóttir, Anna Ójafsdóttir, Unnur Ólafsdóttir, Hanna Ólafsdóttir, barnabörn og Sigurður Ásgeirsson, Kristín Þorvaldsdóttir, Vilhjálmur Hendriksson, Sigurður Guðjónsson, Karl Steingrimsson, Arnar H. Gestsson, Sigurmundur Einarsson, Matthías Ægisson, barnabarnabörn. Stigahlíð 34, Reykjavík. Árni Jakob Garðarsson, Jón Ingvar Garðarsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og bálför föður okkar, tengdaföður og afa, HENRIKS KNUDSENS gullsmiðs. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki gjörgæsludeildar Borgarspítalans. Hans Knudsen, Laufey Ármannsdóttir, Sif Knudsen, Stefán Ásgrímsson og barnabörn. + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför THORBERGS PÁLS JÓNASSONAR. Sérstakar þakkir til starfsfólks öldrunardeildar 5B Borgarspítalans. Elfsabet Selma Karlsdóttir, Jóhanna Pálsdóttir, Óskar Pálsson, Erla Guðmundsdóttir, María Pálsdóttir, barnabörn, Ketill Hlíðdal Jónasson. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar móður okkar, SÓLVEIGAR KRISTJÖNU HRÓBJARTSDÓTTUR frá Hellisholti, Vestmanneyjum, sfðast til heimilis í Hvannhólma 2, Kópavogi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks deildar 13 G og 13 D Landspítalans. Fyrir hönd aðstandenda. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.