Morgunblaðið - 09.11.1993, Síða 1

Morgunblaðið - 09.11.1993, Síða 1
56 SIÐURB 255. tbl. 81. árg. ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Lík Stal- íns verði flutt heim Moskvu. Reuter. ÆTTINGJAR Jósefs Stalín, fyrrum leiðtoga Sovétríkj- anna, hafa óskað eftir því að líkamsleifar hans verði flutt- ar í grafreit fjölskyldunnár i suðurhluta Rússlands. Hann hvílir nú í Krémlarmúrum. Ástæðan fyrir kröfu ættingj- anna eru þær hugmyndir sem eru uppi um að flytja lík Leníns úr grafhýsinu í Kreml í kirkju- garð í Leníngrad og að flytja lík þeirra sem grafnir eru í Kreml á brott. Hefur ekki verið hugað að því hvert eigi að flytja Stalín og því settu ættingjar hans fram óskir um að lík hans verði flutt til Norður-Ossetíu, sem er við landamæri Georgíu. Stalín, réttu nafni Josef Dzug- ashvili, var fæddur í Georgíu. Ættingar hans eru hins vegar Rússar, búsettir í Norður-Osse- tíu. Segja þeir föður Stalíns hafa verið Ossetíumann, sem hafí lagað nafn sitt að georg- ískum nafnareglum. Fyrir ættingjunum fer Avr- am Dzitsoyev, en hann hefur boðið sig fram í kosningunum sem fram fara í desember. n* Keuter Sarajevo yfirgefm KRÓATAR yfirgefa Sarajevo í flýti, eftir að Sameinuðu þjóðirnar fengu leyfi til að flytja alls um 1.500 Króata, Serba og múslima frá borginni. Króatarnir verða fluttir til Split og Dubrovnik við Adría- haf, en Serbarnir fara flestir til Belgrad. Margaretha af Ugglas á Norðurlandaráðsþingi Vera bandarískra hersveita forsenda stöðugieika í Evrópu MARGARETHA af Ugglas utanríkisráðherra Svíþjóðar sagði i fram- sögu um utanríkis- og varnarmál á þingi Norðurlandaráðs, sem hófst í Maríuhöfn á Álandseyjum í gær, að vera bandarískra hersveita í Evrópu og aukin viðskipti við ríki í Austur-Evrópu væru forsenda stöðugleika í álfunni. Umræður um utanríkis- og varn- armál svo og umræður um atvinnu- mál eru megin viðfangsefni þingsins að þessu sinni, að sögn Geirs H. Haarde alþingismanns, en hann er varaformaður íslensku sendinefndar- innar. Hann mun tala fyrir hönd hægriflokka í umræðum um atvinnu- málin á morgun, miðvikudag. Sænski utanríkisráðherrann sagði að ríki Vestur-Evrópu yrðu að sýna samstöðu með íbúum fyrrum Var- sjárbandalagsríkja. „Það er af hinu góða að veita þeim tækniþekkingu en áríðandi er að efla og auka við- skipti og samstarf á sviði efnahags- mála,“ sagði Ugglas. Ráðherrann vék sérstaklega að mikilvægi þess að bandarískar her- sveitir yrðu áfram í Evrópu. „Ég vildi segja í þessu samhengi að sú ósk að Bandaríkjamenn viðhaldi skuld- bindingum sínum gagnvart Evrópu er grundvallarforsenda þess áhuga sem er á Atlantshafsbandalaginu (NATO). Undir þessa ósk taka Norð- urlönd," sagði Margaretha af Uggl- as. Hún sagði að ekki mætti setja Rússa hjá garði við framtíðarskipan öryggismála í Evrópu. „Öryggi Evr- ópu í framtíðinni verður að byggjast á lausnum sem leiða til aukins örygg- is allra. Af þessu leiðir að aðlögun Rússa að Evrópu ræður úrslitum. Stuðla verður að öryggi Evrópu með Rússum en ekki með því að útiloka þá,“ sagði ráðherrann. Sjá „Stytting vinnuvikunnar ekki ráð við ...“ á bls. 22. -------» ♦ ♦--- Liechtenstein Furstimi hót- ar að flytj- ast úr landi Sáttatillaga utanríkisráðherra Frakklands og Þýskalands í stríðinu í Bosníu Viðskiptabanni verði af- létt í skiptum fyrir land Brussel, Sar^jevo, Vitez. Reuter. FRAKKAR og Þjóðveijar lögðu í gær til við aðildarþjóðir Evrópubandalagsins (EB) að viðskiptaþvingunum á Serba yrði aflétt, gegn því að þeir samþykki að múslimar fái stærri svæði í Bosníu við skiptingu landsins milli Serba, Króata og Bosníu- manna. Er tillagan tilraun til að binda enda á stríðið í land- inu, sem hefur staðið í 18 mánuði. Samþykkti EB að fundað yrði um málið 22. nóvember nk. framhaldi af því ræða við Mate Boban, leiðtoga Bosníu-Króata, en ætlun hans er að reyna að hefja friðarviðræður að nýju. Hafa músl- imar ásakað Stoltenberg og Owen lávarð um að hafa ekki haft frum- kvæði að friðarviðræðum í heilan mánuð. ZUrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttarit- ara Morgunblaðsins. HANS-ADAM II fursti í Liecht- enstein setti nýtt þing í Vaduz á laugardag. í setningarræðu sinni hótaði hann að flytja úr landi ef þingið semur og meirihluti lands- manna samþykkir nýja stjórnar- skrá sem dregur úr völdum furst- ans. Stjórnmálamenn í Liechtenstein eru óánægðir með afskipti furstans af innan- og utanríkismálum en furstinn sjálfur hefur í hyggju að auka frekar afskipti sín en draga úr þeim í framtíðinni. Franz Josef, faðir Hans-Adams, hafði sig lítið í frammi í furstadæm- inu. Hans-Adam fer hins vegar ekki í launkofa með skoðanir sínar og hefur lent upp á kant við stjórnmála- menn í Liechtenstein. í bréfi Alain Juppe, utanríkisráð- herra Frakklands, og Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, til samráðherra þeirra hjá EB segir að ef bandalagið grípi ekki í taum- ana, sé mikill mannlegur harmleik- ur óumflýjanlegur í Bosníu í vetur. Er lagt til að reynt verði að opna leiðir fyrir matvæli og lyf á ný. í tillögunum er gert ráð fyrir að Serbar láti af hendi þau 3% lands í Bosníu, sem múslimar hafa krafist í sáttaumleitunum, en þær strönduðu fyrst og fremst á þess- ari kröfu múslima. Samþykki Serb- ar, beiti Evrópubandalagið sér fyr- ir því að Sameinuðu þjóðirnar af- létti viðskiptabanni á landið í áföngum. Segir í bréfi utanríkis- ráðherranna að Slobodan Mil- osevic, leiðtogi Bosníu-Serba, virð- ist reiðubúinn til að ganga til samn- inga. I bréfinu kveður við nýjan tón, þar sem hugmyndin er að EB geri ekki eingöngu kröfur til Serba um eftirgjöf, heldur bjóði í fyrsta sinn eitthvað til skiptanna. Douglas Hurd, utanríkisráðherra Breta, var í gær lítt hrifinn af tillögu Kinkels og Juppe og sagði það fyrst og fremst vera hlutverk Sameinuðu þjóðanna að aflétta viðskiptabanni, ekki EB. Múslimar skjóta á flóttaf ólk Leyniskyttur múslima skutu á bílalest Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem flutti flóttafólk frá Sarajevo í gær en enginn særðist. Gera SÞ ráð fyrir að flytja alls 642 Króata, 850 Serb'a og nokkra múslima frá Sarajevo. Það eru einkum eldra fólk, sjúklingar og ungar konur með börn sem fá leyfi til að yfirgefa borgina. Thorvald Stoltenberg, sáttasemj- ari Sameinuðu þjóðanna, hefur í dag viðræður við Alija Izetbegovic, forseta Bosníu. Mun Stoltenberg í Stálu verkum eftir Picasso og Braque úr sænsku listasafni Kvikmynd fyrir- mynd innbrotsins Stokkhólmi. Reuter. SEX listaverkum eftir Picasso og tveim eftir Braque var stolið úr Nútímalistasafninu í Stokkhólmi aðfaranótt mánudags. Björn Springfeldt safnvörður sagði að þjófurinn eða þjófarnir hefðu gert gat á þak hússins nákvæmlega yfir staðnum þar sem verkin voru. Þjófavarnabúnaður mun ekki hafa farið í gang. Innbrotið nú er nákvæm eftirlíking skartgripaþjófnaðar í frönsku kvikmynd- inni Rififi-ránið sem gerð var á sjötta áratugnum „Lögreglan og öryggisþjónustan til að koma í veg fyrir að hlutar úr þakinu féllu á gólfið. Meðal Picasso-verkanna eru málverkin La Source og La Demoiselle, einnig skúlptúrinn Femme Boisgeloup og tvö máiverk eftir Braque, Le Chateau de La Roche-Guyon og La Nappe Blanc- he. Verkin eru metin á rúma fjóra milljarða ísl. króna samanlagt og eru að reyna að komast að því hvernig þetta gat gerst,“ sagði Springfeldt. „Við erum furðu lostn- ir, við vitum ekki hvernig þjófarnir fóru að því að komast fram hjá varnarbúnaðinum." Þjófarnir rufu gat á 20 sm þykkt þakið og er talið að þeir hafi notað regnhlíf, eins og þjófarnir í kvikmyndinni, Reuter Hluti þýfisins EIN mynda Picassos, sem stolið var á sunnudag, „La Femme aux yeux noirs" frá 1941. er þetta mesti listaverkaþjófnaður í sögu landsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.