Morgunblaðið - 09.11.1993, Page 23

Morgunblaðið - 09.11.1993, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993 23 Hörð viðbrögð við myndum af Díönu í breskum blöðum Ihugar málshöfðun gegn útgefendunum Myndbirtingin gæti flýtt löggjöf um friðhelgi einkalífsins Lundúnum. Reuter. BRESKA sunnudagsblaðið Sunday Mirror birti um helgina myndir af Díönu prinsessu sem teknar voru af henni með falinni myndavél í líkamsræktarstöð í Lundúnum. Díana, sem var léttklædd og með útglennta fætur á myndunum, kvaðst í gær vera að íhuga málshöfðun gegn útgefendum blaðsins. Talsmerm Bretadrottningar, siðanefnd breskra blaðamanna og stjórnmálamenn fordæmdu mynd- birtinguna en systurblaðið Daily Mirror lét það sem vind um eyru þjóta og birti samskonar myndir af prinsessunni daginn eftir. Frelsi blaðanna takmarkað? Öll önnur dagblöð fóru hins vegar hörðum orðum um mynd- birtingarnar og sögðu að þær gætu orðið til þess að flýta lög- gjöf sem takmarkaði frelsi fjöl- miðla til að fjalla um konungsfjöl- skylduna og annað þekkt fólk. Fast er nú lagt að John Major forsætisráðherra að setja lög til að vernda friðhelgi einkalífsins fyrir aðgangshörðum dagblöðum, sem hafa ítrekað beitt öflugum aðdráttarlinsum og hlerunartækj- um til að afla frétta af konungs- fjölskyldunni. „Þetta beinir at- hyglinni að valdi siðanefndarinnar og því hversu árangursríkar regl- ur dagblaðanna sjálfra eru,“ sagði talsmaður Majors. Michael How- ard innanríkisráðherra sagði að stjórnin væri að íhuga að leggja fram frumvarp til að vernda frið- helgi einkalífsins fyrir fjölmiðlum. Brot á siðareglum? MCGREGOR lávarður, formaður siðanefndar breskra blaða- manna, gluggar í Daily Mirror. Dagblöðin hafa sett eigin siða- reglur og hægt er að kæra brot á þeim til siðanefndar blaðanna. Formaður nefndarinnar, McGreg- br lávarður, fordæmdi útgefendur Mirror-blaðanna og hvatti lesend- ur til að kaupa ekki blöðin og auglýsendur til að auglýsa ekki í þeim. Konunglegi bílaklúbburinn, sem var með auglýsingu við hlið myndanna, kvaðst ætla að hætta að auglýsa í blöðunum. McGregor kvað myndbirting- arnar mikið áfall fyrir siðanefnd- ina og skaða tilraunir blaðamanna til að koma í veg fyrir löggjöf sem takmarkaði prentfrelsið. „Ég tel að slíkt yrði mikið áfall fýrir lýð- ræðið.“ Eigandi stöðvarinnar seldi myndirnar Eigandi líkamsræktarstöðvar- innar, Nýsjálendingurinn Bryce Taylor, kom myndavélinni fyrir í kassa fyrir rafmagnsleiðslur í loft- inu beint fyrir ofan fótapressu sem prinsessan notaði. Hermt er að Taylor hafi þegið 100.000 pund (rúmar 10 milljónir króna) fyrir myndirnar. „Ég skammast mín ekki fyrir þá staðreynd að ég á eftir að græða mikla peninga á þessu,“ sagði hann. „í hinum harða og kalda viðskiptaheimi eru peningar eini mælikvarðinn á vel- gengni.“ í grein sem fylgir myndunum hreykir Taylor sér af því hvernig honum tókst að gabba öryggis- verði prinsessunnar með því að fela myndavélina. Talið er að prinsessan íhugi að höfða einnig mál gegn líkamsræktarstöðinni. Ritstjóri Daily Mirror segir í ritstjórnargrein að myndirnar séu „yndislegar" og „vegsami seið- magn Díönu meðal alþýðu“. Blað- ið fer hörðum orðum um „skin- helga hræsni“ annarra dagblaða og kallar McGregor „trúð“. Á kjörfundi JÓRDÖNSK kona greiðir at- kvæði í þingkosningunum í gær. Kosningar í Jórdaníu Amman. Reuter. FYRSTU frjálsu þingkosningarn- ar í tæpa fjóra áratugi fóru fram í Jórdaníu í gær. Ættartengsl voru almennt talin ráða meiru í hugum kjósenda en hugmyndafræði þeirra sem í framboði voru. Kosn- ingabarátta var lítil sem engin í samræmi við ákvörðun stjórn- valda þar að lútandi. Talsmenn stjórnvalda kváðust vænta þess að kosningaþátttaka yrði allt að 80% en um 1.200 þúsund manns voru á kjörskránni. í fram- boði voru 536 manns þar af þrjár konur. Þess er vænst að úrslit liggi fyrir í dag, þriðjudag, en fastlega var búist við því að „Islamska fylk- ingin“, hinn pólitíski armur stærstu samtaka múhameðstrúarmanna, myndi fá 15 til 18 sæti í neðri deild þingsins. í síðustu kosningum sem fram fóru 1989 fékk fylkingin 22 menn kjöma. Frambjóðendur lögðu einkum áherslu á lýðræðisumbætur og einingu þjóðarinnar í ræðum sín- um en efnahagsmálin virtust efst í hugum kjósenda. 22 flokkar fengu viðurkenningu stjórnvalda fyrir kosningarnar nú en fæstum þeirra tókst að byggja upp grasrótarfylgi. s^mxmmrmrw f^sFyrir nútíma eldhúsiö (7) Ida- ^vélar fyrir nútíma eldhúsið Þýskar úrvalsvélar sem metnaöur er lagöur í. endingagóðar og þægilegar i alla staði. Eigum fyrirliggjandi vélar 50-60 sm. breiöar meö eöa án blástursofni Verð frá kr. A1-705,- . ^ I stgr. Heimilistæki hf SÆTÚNI 8 SÍMI 69 15 00 • FAX 69 15 55 Síðustu BMW árgerð 1993 seldir á óvæntu **£M$!w* ^ W'*\t - -; \ '' m & . .SS I* £3 ^ Árgerö 1993 af BMW 3 -línunni er á veröi frá kr. 1.895.000,- og 5-línan er á veröi frá kr. 2.459.000,- Aukabúnaöur á mynd er m.a. sportfelgur, en hægt er aö velja um mikiö úrvaI af fjölbreyttum aukabúnaöi á alla BMW fólksbíla. BMW ráöleggur -akiö varlega BMW framleiðir hágæða fólksbíla fyrir kröfuharða notendur. Hver gerð hefur sína kosti og sérkenni, en allir BMW bílar eru framleiddir með hámarksöryggi, gæði og tækni að leiðarljósi. Að baki hverjum BMW liggur mikil reynslafærustu bílasérfræðinga sem með þekkingu sinni hafa búið til bíl sem er einstakur í sinni röð. BMW er vinsæll og eftirsóttur fólksbíll meðal vandlátra kaupenda um allan heim. Stærsta bílatímarit Evrópu "auto, motor und sport" hefur með árekstraprófunum staðf est að BMW fólksbílar taka öðrum bílum fram hvað snertir öryggi ökumanns og farþega. BMW vekur athygli hvar sem hann fer og nýtur virðingar í umferðinni. Við eigum nokkra BMW 316i, 318i, 518i og 520i til afgreiðslu strax á verði sem kemur þægilega á óvart. Þetta er einstakt tæki- færi til að eignast nýjan BMW áfrábæru verði. Eigendur BMW hugsa með tilhlökkun JÖFN ÞYNGDARDREIFING TRYGGIR ÖRUGGAN AKSTUR ti! hverrar okuferðar, Bæöi BMW3- og 5-línan hafa hina eftirsóttu 50% þyngdardreifingu á milli þyf ökugleði Og Öryggi fram og afturöxla. Jöln þyngdardreifing tryggirgóöa rásfeslu, örugga sþyrnu, bestu stýriseiginleika og öruggan og þægiiegan akstur I snjó og hálku að vetrarlagi. er vart að finna í sama mæli í öðrum tegundum. Hafðu samband við sölumenn okkar sem fyrst því fjöldi þessara bíla er mjög takmarkaður. Söludeild okkar er opin alla virka daga frá kl. 08-18 og laugardaga kl. 12-16. BMW er engum líkur. Bílaumboðið hf. Engum KróKhálsi 1, sími 686633, 110 Reykjavík 11 kU T

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.