Morgunblaðið - 09.11.1993, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993
RAÐ/\ UGL YSINGAR
¥Ap% HEWLETT
mLH!Æ PACKARD
Framtíðarstarf
Við óskurn eftir að ráða starfskraft í þjónustu-
deild okkar.
Starfssvið er almenn skrifstofuvinna í þjón-
ustudeild, þ.á m. utanumhald viðhaldssamn-
inga og verkbeiðna ásamt símavörslu.
Hér er um spennandi framtíðarstarf að ræða
hjá traustu fyrirtæki.
Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi góða
samstarfshæfileika og góða almenna tölvu-
kunnáttu (ritvinnsla/töflureiknir).
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
okkar fyrir 15. nóvember nk.
HPáíslandihf.,
Höfðabakka 9,
112 Reykjavík.
Bens-jeppi
óskasttil kaups
árgerð 1986 eða yngri.
Upplýsingar í síma 97-31665.
Varaaflstöð
Höfum til sölu og afhendingar alsjálfvirka
varaaflstöð, 510 KVA, 408 kW, 3x380/220V,
50Hz.
Stöðin afhendist með öllum búnaði, tilbúin
til tengingar og gangsetningar.
Mjög hagstætt verð.
MAN-B&W dísilvélar sf., sími 91-11280/81.
Greiðsluáskorun
Sýslumaðurinn í Keflavík skorar hér með á
gjaldendur, sem ekki hafa staðið skil á gjöld-
um, sem voru álögð 1990, 1991, 1992 og
1993 og féllu í gjalddaga til og með 1. nóvem-
ber 1993 og eru til innheimtu hjá ofangreind-
um innheimtumanni, að greiða þau nú þegar
og ekki síðar en innan 15 daga frá dagsetn-
ingu áskorunar þessarar. Gjöldin eru þessi:
Launaskattur, bifreiðaskattur, slysatrygg-
ingagjald ökumanna, þungaskattur fast gjald
og skv. ökumælum, viðbótar- og aukaálagn-
ing söluskatts vegna fyrri tímabila, skemmt-
anaskattur, miðagjald, tryggingagjald af
skipshöfnum ásamt skráningargjöldum,
lestagjald, vitagjald, vinnueftirlitsgjald, vöru-
gjald af innlendri framleiðslu, aðflutnings-
gjöld, útflutningsgjöld, virðisaukaskattur,
tryggingagjald og vangreiddur erfðafjárskattur.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara
fyrir vangoidnum eftirstöðvum gjaldanna að
liðnum 15 dögum frá dagsetningu áskorunar
þessarar.
Athygli er vakin á því, að auk óþæginda
hefur fjárnámsgerð í för með sér verulegan
kostnað fyrir gjaldanda. Fjárnámsgjald í ríkis-
sjóð er allt að 10.000 fyrir hverja gerð. Þing-
lýsingargjald er kr. 1.000 og stimpilgjald
1,5% af heildarskuldinni, auk útlagðs kostn-
aðar eftir atvikum. Eru gjaldendur hvattir til
að gera full skil sem fyrst til að forðast óþæg-
indi og kostnað. Jafnframt mega þeir, sem
skulda virðisaukaskatt og tryggingagjald,
búast við að starfsstöð verði innsigluð nú
þegar.
Keflavík, 8. nóvember 1993.
Sýslumaðurinn í Keflavík.
Myndbandagerö
Námskeið f framhaldsskólanum Reykholti
fyrir almenning næstu helgi 22.-24. nóvember.
Kari Jeppsen og Oddur Albertsson kenna.
Námskeiðsgjald er aðeins kr. 10.000 með
fæði og gistingu.
Upplýsingar og innritun í símum 93-51200,
51201 og 51210.
VÉLSKÓLI
ISLANDS
Innritun á vorönn 1993
Umsóknir ásamt gögnum um fyrra nám verða
að hafa borist skrifstofu skólans fyrir 15. nóv.
Kennsla fer fram eftir áfangakerfi. Nemend-
ur, sem hafa stundað nám við aðra skóla,
fá nám sitt metið að svo miklu leyti sem það
fellur að námi í Vélskóla íslands.
Inntökuskilyrði: Umsækjandi hafi lokið
grunnskólaprófi eða sé 18 ára.
Vélfræðingur
Nemandi sem lýkur námi í skólanum er braut-
skráður sem vélfræðingur. Námið tekur
10 annir og veitir fyllstu vélstjóraréttindi.
Endurmenntunarnám-
skeið í desember 1993
Athygli vélstjóra og vélfræðinga er vakin á
auglýsingu sem birtist í fréttabréfi Vélstjóra-
félags íslands 4. tölublaði.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu skólans kl. 8.00-16.00 alla
virka daga. Sími 19755.
Póstfang: Vélskóli íslands Sjómannaskól-
anum v/Háteigsveg, 105 Reykjavík.
Skólameistari.
Fundarboð
Almennur félagsfundur í Félagi matreiðslu-
manna verður haldinn í dag, þriðjudaginn
9. nóvember, kl. 15.00 í Þarabakka 3.
Dagskrá:
Kjaramál.
Atvinnumál.
Meistaranám.
Úrsögn úr ÞSÍ.
Matreiðsluskólinn okkar og önnur mál.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin.
Laxveiðimenn -
stangveiðifélög
Nú er tækifærið! Krossá á Skarðsströnd er
laus veiðitímabilið 1994. Falleg veiðiá ífögru
umhverfi. Góð veiðihús og vegir með ánni.
Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem
er eða hafna öllum.
Tilboðum sé skilað til undirritaðs fyrir
27. nóvember kl. 14.00, en þá verða tilboð
opnuð.
Allar nánari upplýsingar gefur
Trausti Bjarnason,
Á, 371 Búðardal,
símar 93-41420 og 985-21318.
Aðalfundur
Félags sjálfstæðismanna
í Laugarneshverfi
verður haldinn í Valhöll þriðjudaginn 16. nóvember kl. 20.30.
Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf.
Gestur fundarins verður Júlíus Hafstein, borgarfulltrúi.
Stjórnin.
Seltjarnarnes - Prófkjör
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna á Seltjarnarnesi hefur ákveðið sam-
hljóða að frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórnarkosning-
um næsta vor verði valdir í opnu prófkjöri.
Ákveðið hefur verið að prófkjörið fari fram 22. janúar 1994.
Prófkjörið er opið öllum fullgildum félögum sjálfstæðisfélaganna á
Seltjarnarnesi, sem þar eru búsettir og þeim stuðningsmönnum
flokksins, sem eiga munu kosningarétt í bæjarstjórnarkosningunum
og undirrita stuðningsyfirlýsingu við Sjálfstæðisflokkinn samhliða
þátttöku í prófkjöri.
Hér með auglýsir kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi
eftir tillögum til framboðs í prófkjöri. Tillögurnar þurfa að vera born-
ar fram af minnst 20 flokksmönnum, búsettum á Seltjarnarnesi.
Hver flokksmaður getur mælt með mest 5 frambjóðendum, sem er
lágmarkstala, sem merkja þarf við í prófkjörinu. Kjörnefnd hefur
heimild til að tilnefna prófkjörsframbjóðendur til viðbótar ef ástæða
þykir til.
Framboðum skal skila til kjörnefndar Sjálfstæðisflokksins, Aust-
urströnd 3, Seltjarnarnesi, milli kl. 14.00 og 16.00, laugardaginn
11. desember 1993, en þann dag rennur framboðsfrestur út.
Nánari upplýsingar veitir Hjörtur Nielsen, Seltjarnarnesi, í vs. 689123
eða hs. 618064.
auglýsingar
FEIAGSLIF
□ FJÖLNIR 5993110919 I
1 Atk. Frl.
I.O.O.F. Rb. 1 = 1431198 - E.T. 1
□ HLÍN 5993110919 VI 1 Frl.
ADKFUK
Holtavegi
Fundur í kvöld ki. 20.30 í umsjá
Helgu Steinunnar Hróbjartsdótt-
ur. Efni: „Ólafía Jóhannsdóttir,
íslensk trúkona í sinni samtíð."
Allar konur velkomnar.
■c >»
Frá Sálarrannsókna-
félagi íslands
iGuðmundur Mýr-
Idal, huglæknir,
| starfar á vegum
Ifélagsins frá og
Jmeð 5. nóv.
JEinnig tekur Guð-
Imundur einkatíma
iíleiðbeiningum um
Iráðningu drauma.
Bókanir í símum 18130 og
618130.
Stjórnin.
Volkstrauertag 1993
Liebe Landsleute,
die Deutsche Botschaft ládt Sie
herzlich ein, am diesjáhrigen.
Volkstrauertag am Sonntag,
den 14.11. 1993,
teilzunehemen. Wir treffen uns
auf dem Parkplatz des Fried-
hofes Fossvogur um 10.45 Uhr.
Ihre Botschaft.
Volkstrauertag 1993
Kæru landar.
Þýska sendiráðið býður ykkur til
þess að minnast látinna her-
mannasunnudaginn 14.11. '93.
Við munum hittast á bifreiða-
stæðinu við Fossvogskirkju
kl. 10.45.
Pýska sendiráðið.
Miðilsfundir
Miðillinn Colin Kingschot verður
með áruteikningar, miðilsfundi,
kristalsheilun og rafsegulheilun
til 21. nóvember.
Upplýsingar í síma 688704.
Silfurkrossinn.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 ■ SÍMI 682533
Miðvikud. 10. nóv. kl. 20.30
Myndakvöld
Myndakvöldið er f Sóknarsaln-
um, Skipholti 50a, og hefst
stundvíslega kl. 20.30. Fjölbreytt
myndefni úrferðum F.(. Fyrirhlé
sýnir Skúli Gunnarsson m.a. úr
sumarleyfisferð um Austur-
strandir, þ.e. gönguferð úr Ing-
ólfsfirði í Reykjafjörð og einnig
frá siglingu með Ströndum. Eftir
hlé sýnir Ólafur Sigurgeirsson
m.a. frá sumarleyfisferð í Skaga-
fjörð. Þessar ferðir voru farnar
síðastliðið sumar. Góðar kaffi-
veitingar í hléi. Aðgangseyrir
500 kr., kaffi og meðlæti innifal-
ið. Allir velkomnir meðan hús-
rými leyfir. Fjölmennið!
Arbókin 1993
Við rætur Vatnajökuis
Byggðir, fjöll og jöklar
Allir ættu að eignast þessa bók.
Þetta er afbragðs landlýsing eft-
ir Hjörleif Guttormsson á svæð-
inu frá Lómagnúpi að Lónsheiði
(Austur-Skaftafellssýsla). 80 lit-
myndir og fjöldi stærðfræðilegra
uppdrátta og skýringarmynda
prýða bókina. Hún er innifalin i
árgjaldi kr. 3.100. Félagar geta
allir orðið. Kynntu þér einnig
önnur fríðindi sem fylgja árgjald-
inu.
Upplýsingar á skrifstofunni,
Mörkinni 6, 108 Reykjavík,
sími 682533.
Ferðafélag Islands,
félag allra landsmanna.
IðfrÍfe
Metsölublad á hverjum degi!