Morgunblaðið - 09.11.1993, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993
35
nokkrum dögum fyrir andlát Einars.
Þannig höfðu þau hjónin hafið bú-
skap áður en námi Einars í Versló
lauk og enn sem fyrr var hann fyrst-
ur í hópnum. íbúðin þeirra á Holts-
götunni varð m.a. þess vegna mið-
punktur ýmiss þess sem hópurinn tók
sér fyrir hendur jafnframt því að við
hin fylgdumst með fjölskyldunni
stækka. Okkur er ölium í fersku
minni sú eljusemi og dugnaður sem
Einar sýndi á þessum árum, því það
var svo sannarlega ekki auðvelt að
eignast eigin íbúð hvað þá fýrir
námsmenn með litlar sem engar
fastar tekjur.
Atvikin höguðu því þannig að leið-
ir Einars og stórs hluta hópsins lágu
áfram saman í háskólanámi, en Ein-
ar lauk prófí frá viðskiptadeild HÍ á
árinu 1978. Enn síðar lágu leiðir
sumra okkar á vinnumarkaði saman
við leiðir Einars, en starfsvettvangur
hans var lengst af Rörsteypan hf. í
Kópavogi og síðar Ós hf. í Garðabæ.
í starfinu nýttust eljusemi og þraut-
seigja Einars vel og einnig útsjónar-
semi hans og fijótt hugmyndaflug
við uppbyggingu nýrrar verksmiðju
og rekstur hennar við aðstæður sem
oftar en ekki voru erfiðar. Má segja
að enn sem fyrr hafi Einar verið í
hlutverki brautryðjandans, oftast
erfiðu og stundum vanmetnu. En
þrátt fyrir allt er viðhorfi Einars lýst
best þannig að hann sá ekki vanda-
mál, 'heldur verkefni sem þurfti að
leysa og í það gekk hann af sínum
venjuiega krafti.
Þau samskipti okkar við Einar sem
hafa þó verið með reglubundnustum
hætti eru þau að fimm úr hópnum
hittust vikulega yfir vetrartímann í
rúmlega tuttugu ár og spiluðu brids.
Fyrir okkur alla hefur þetta verið
fastur punktur í tilverunni og aldrei
hefur það brugðist að þegar sumri
tekur að halla hefur tilhlökkunin
vaknað að byija aftur að spila. Ekki
var þó megintilgangurinn að þróa
með sér spilahæfileikana, heldur var
tilgangurinn fyrst og fremst að hitta
félagana og eiga með þeim góða
kvöldstund. Vildi það jafnvel brenna
við að lítið væri spilað ef mörg mikil-
væg mál þurfti að ræða „á milli
spila". í þessum hópi verður Einars
sárt saknað og ekki síður af hálfu
barnanna sem alltaf höfðu gaman
af því þegar „kallinn sem hlær svo
hátt“ kom í heimsókn.
Það er erfitt að sætta sig við það
þegar menn eins og Einar falla frá
í blóma lífsins. Við hljótum að spyija
okkur ýmissa áleitinna spuminga um
tilgang jarðvistarinnar og ýmislegt
fleira sem tengist dauðanum. Á okk-
ar aldri reiknum við ósjálfrátt með
að fá að eiga allmörg ár í viðbót
með vinum okkar og vandamönnum
og leiðum hugann ekki mikið að
dauðanum nema þegar við rekum
okkur á afleiðingar hans með illyrm-
islegum hætti. Sorgin sækir að okkur
en minningarnar eru tæki okkar til
að vinna á sorginni. Minningin um
hressan félaga, fullan af lífsorku,
geislandi af lífsgleði og ekki síst full-
an af góðvild og hlýju létta okkur
leiðina. Minningar um einstaka at-
burði og atvik eru ljóslifandi í hug-
skotum okkar. Án þess að ætlunin
sé að tíunda þau nánar í grein þess-
ari verður ekki hjá því komist að
minnast með ánægju fimm daga
ferðalags flestra okkar ásamt fjöl-
skyldum um Vestfirði á síðastliðnu
sumri til að sækja fertugsafmæli eins
úr hópnum.
Sorg okkar er þó léttvæg miðað
við það áfall sem fjölskylda Einars
hefur orðið fyrir. Þeirra sorg er mest
og kannski er erfiðast af öllu að fá
engin tækifæri til að kveðja. Enginn
skilur hvers vegna lífið þarf að vera
svona óréttlátt. En vonandi geta
minningarnar sem eftir lifa um
ástríkan eiginmann, föður, son og
tengdason gefið fjölskyldunni styrk
til að sætta sig við óréttlætið með
tíð og tíma.
Elsku Jóhanna, megi æðri máttar-
völd gefa þér, börnunum, móður og
tengdamóður styrk til að fást við
andstreymið sem þið hafið mætt og
sorgina sem því fylgir. Okkar dýpsta
samúð fylgir ykkur öllum.
Blessuð sé minning Einars Þórs
Vilhjálmssonar.
Vinir úr Versló.
Fleiri minningargreinar uni
Einar Þór Vilhjálmsson bíða
birtingar og munu birtast
næstu daga.
Alfheiður Einars
dóttir — Minning
Mér er það ljúft og skylt að
minnast tengdamóður minnar Álf-
heiðar Einarsdóttur frá Bolungar-
vík sem andaðist á Borgarspítalan-
um 31. október sl. Hún fæddist 18
apríl 1914 að Hesti í ísafjarðar-
djúpi. Hún var næstelst barna Jó-
hönnu Einarsdóttur og Einars Hálf-
dánarsonar, elst er Þorgerður, þá
Álfheiður, Hálfdán, Daðey og Guð-
rún. Föður sinn missti Álfheiður
ung en hann drukknaði þegar Sig-
urfari fórst árið 1921. Þá bjuggu
foreldrar hennar í Bolungarvík þar
sem Álfheiður ólst upp. Árið 1933
giftist hún Jóni Sturlu Þórarinssyni
frá Bolungarvík og eignuðust þau
fimm börn: Jóhönnu, f. 1934, gifta
Sveini Kristinssyni, Jón Rafnar, f.
1939, kvæntan Guðrúnu Sæ-
mundsdóttur, Bergþóru, f. 1945,
gifta Gunnari Gunnarssyni, og Þór-
unni Jónínu, f. 1957, gifta Sigur-
leifi Kristjánssyni._
Kynni okkar Álfheiðar hófust
árið 1961 þegar hún var um fimm-
tugt. Er mér sérstaklega minnis-
stætt hvað mér fannst hún falleg
og elskuleg kona. Hún hafði ein-
staklega fallegar hreyfingar og allt
yfirbragð sannrar dömu. Hvort það
stafaði af áhrifum sem hún varð
fyrir þegar hún sem ung stúlka
dvaldist í boði frænda síns, Jóns
Helgasonar biskups, á meðan hún
stundaði nám í Kvennaskólanum í
Reykjavík, eða hvort þetta fágaða
fas var meðfætt er ekki gott að
segja, en eitt er víst að álla ævi
hélt hún reisn sinni.
Álfheiður var fagurkeri og þráði
ætíð hið fagra og góða. Illmælgi
var henni svo fjarlæg að ef hún
þurfti að segja eitthvað sem henni
fannst ekki gott um samferðamenn
sína bætti hún ætíð við í afsökunar-
tón_ „blessunin".
Álfheiður fékk sinn skammt af
erfiðleikum í lífinu eins og flestir,
og mættu margir gjarnan taka sér
til fyrirmyndar hvernig hún brást
við þeim. Aldrei kvartaði hún þrátt
fyrir erfið og langvarandi veikindi
og hún forðaðist að tala um erfið-
leika sína og tók því sem að hönd-
um bar með æðruleysi. í vöggugjöf
hafði hún erft létta lund sem ein-
kennir svo marga af ættingjum
hennar. Ég man hvað ég dáðist að
því hvað þær systurnar gátu hlegið
tímunum saman og gert að gamni
sínu. Og mikið var gaman að heyra
hana og Jón manninn hennar segja
sögur af skrýtnum körlum og kerl-
ingum sem þau höfðu þekkt. Það
hefði verið vel þess virði ef einhver
hefði skráð þær niður með því
málfari sem þær voru sagðar á því
að Álfheiður og Jón höfðu sérkenni-
legan orðaforða eins og fleiri Bol-
víkingar af þeirra kynslóð, notuðu
tíðum orð sem óðum eru að hverfa.
Álfheiður var mikil félagsmála-
kona og tók virkan' þátt í þeim fé-
lögum sem henni stóðu til boða í
Bolungarvík og Hafnarfirði eftir
að hún fluttist þangað. Þegar hún
var ung kona þá störfuðu hún og
Jón mikið með leikfélagi Bolungar-
víkur auk þess að syngja í kór.
Hún hafði alla tíð unun af góðri
tónlist og sótti leikhús þegar hún
gat.
Ég er ætíð stolt þegar ég get
sagt með sanni að þegar við bjugg-
um saman í fimm ár í Köldukirin
í Hafnarfirði varð okkur aldrei
sundurorða og aldrei síðar. Þrátt
fyrir aldursmuninn vorum við vin-
konur.
Elskulegri ömmu en Álfheiði var
vart hægt að hugsa sér. Hún var
þessi amma sem mundi alla afmæl-
isdaga alla tíð og þegar hún var
og hét vildi hún allt fyrir barna-
börnin sín gera. Það eru einkum
þau elstu sem muna hana eins og
hún var þegar hún var upp á sitt
besta. Þeim sem yngri eru og
kynntust henni eftir að hún var
farin að tapa heilsu sýndi hún blíðu
og elsku sem öll börn þrá að fá.
Nú að leiðarlokum minnumst við
vinir og ættingjar góðrar og göf-
ugrar konu sem setti mark sitt á
alla sem kynntust henni. Minningin
um hana mun lifa. Megi hún hvíla
í friði.
Guðrún Sæmundsdóttir.
Tengdamóðir mín, Álfheiður
Einarsdóttir, andaðist á Borgar-
spítalanum 31. október sl. 79 ára
að aldri.
Hún fæddist á Hesti í Hestfirði
við ísafjarðardjúp 18. apríl 1914,
en fluttist með foreldrum sínum til
Bolungarvíkur kornung, og átti þar
síðan heimili til fímmtugs aldurs.
Hún var næstelst fimm systkina,
sem upp komust. Foreldrar hennar
voru hjónin Jóhanna Einarsdóttir
og Einar Hálfdánarson skipstjóri,
bæði vestfirsk að ætt.
Árið 1921 fórst Einar við fjórða
mann á ísafjarðardjúpi. Yngsta
barnið var þá á fyrsta árinu, en
það elsta átta ára. Þijú þau elstu
ólust eftir það upp með móður sinni,
en tvö þau yngstu hjá skyldfólki.
Hófu þau systkini snemma nám í
hörðum skóla lífsins, þótt bót væri,
ef satt er, að næst því að missa
móður sína sé fátt hollara ungum
börnum en að missa föður sinn
(Laxness).
Hvað sem um það er, þá munu
öll systkinin hafa notið sæmilegs
atlætis í uppvextinum. Öll voru þau
hin mannvænlegustu, duleg og vel
greind, svo sem þau áttu kyn til,
en hér verða ættir lítt raktar.
Snemma munu þau systkini hafa
orðið að taka til hendinni í veröld-
inni. Nálægt fermingaraldri var
Álfheiður t.d. um hríð afgreiðslu-
stúlka í verslun frænda síns, Ein-
ars Guðfinnssonar. (Einar Guð-
finnsson og Einar Hálfdánarson
voru bræðrasynir). Var Álfheiður
fyrsta afgreiðslustúlka í verslun
Éinars. Síðar lá leið hennar í
Kvennaskólann í Reykjavík, en þar
lauk hún námi á tveimur vetrum.
Hélt hún þá til á heimili annars
frænda síns, Jóns Helgasonar bisk-
ups, og minntist hún þeirrar vistar
jafnan með ánægju og kannski
nokkru stolti. Hefur hún eflaust
orðið fyrir all sterkum áhrifum frá
þessu myndarlega menningarheim-
ili.
Álfheiður stundaði um hríð
kennslu vestra, einkum í heimahús-
um. Kenndi hún m.a. bæði ensku
Minning
Svanhvít Smith
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið.
(V. Briem.)
í dag fer fram útför Svanhvítar
Smith, sem andaðist á Borgar-
spítalanum 30. október síðastliðinn.
Svanhvít, eða Svana eins og hún
var kölluð, var okkur sem kynnt-
umst henni einstök kona, okkur
yngri sem jafnaldra, en um leið
móðir og amma, allt í senn.
Árið 1946 fluttust foreldrar mín-
ir í sama hús og í bjuggu Axel
Smith pípulagningameistari og
Svana með sinn barnahóp. Tvær
fjölskyldur með níu börn voru eins
og ein stór fjölskylda. Með þeim
fjölskyldum ríkti alla tíð einlæg
vinátta og kærleikur, í leik og
starfi, í sorg og gleði.
Árið 1975 lést Axel Smith langt
um aldur fram og voru þær þá
báðar orðnar ekkjur, móðir mín og
Svana. Þær studdu hvor aðra og
veittu hvor annarri mikið traust og
öryggi. Þær höfðu báðar svo mikið
að gefa börnum sínum og bama-
börnum.
Þegar móðir mín féll frá 1978
reyndi mikið á Svönu, sem hafði
verið hennar besta vinkona. Þær
voru orðnar samrýmdar sem systur
og hvor annarri allt. Þá sagði Svana
þessi orð: „Ég skil ekki af hveiju
ég sit ein eftir.“ En eftir stutta
stund svaraði hún því sjálf: „Jú,
það er til þess að þið getið haldið
áfram að koma á Éiríksgötuna og
einhver fylgist með ykkur.“
Það var svo sannarlega satt og
þau orð lýsa Svönu því að þegar
við systurnar fjórar höfðum misst
foreldra okkar svo skyndilega,
langt um aldur fram, fundum við
það traust og þá hlýju og þann
mikla kærleika, sem hún gat gefíð
frá sér og hvað það var að geta
komið á Eiríksgötu 11 til Svönu
sem fagnaði okkur sem sínum eig-
in börnum.
Við þökkum Svönu fyrir allan
þann stuðning og þær ánægjulegu
samverustundir, sem hún gaf okkur
og ég þá síðustu nú í sumar á brúð-
kaupsdegi sonar míns.
Árið 1988 missti Svana yngsta
son sinn, Axel Smith, eftir erfið
veikindi frá eiginkonu og þremur
börnum, og þremur árum síðar
tengdason sinn, Stefán Siguijóns-
son, sem allan sinn búskap hafði
búið á Eiríksgötu 11. Þetta voru
Svönu mikil og erfið áföli.
Svana hélt heimili sínu óbreyttu
af miklum myndarskap allt til
dauðadags og hún gat, þrátt fyrir
allt, gefið öðrum styrk og hlýju.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ríkey Ríkarðsdóttir.
og dönsku. Nítján ára að aldri gerði
hún sér lítið fyrir og giftist einum
nemenda sínum, Jóni S. Þórarins-
syni sjómanni, smið og síðar skóla-
umsjónarmanni í Bolungarvík
(1902-1973). Varð hjónaband
þeirra hið ástríkasta. Þau eignuð-
ust fjögur mannvænleg börn og eru
þau talin eftir aldursröð: Jóhanna,
gift undirrituðum, Jón Rafnar, -
kvæntur Guðrúnu Sæmundsdóttur,
Bergþóra, gift Gunnari Gunnars-
syni og Þórunn Jónína, gift Sigur-
leifi Kristjánssyni.
Öll eru systkinin búsett í Hafnar-
firði, nema Jóhanna, sem búsett er
í Reykjavík.
Árið 1964 fluttust þau Álfheiður
og Jón frá Bolungarvík til Hafnar-
fjarðar. Starfaði Jón þar um hríð
sem skólaumsjónarmaður við Öldu-
túnsskóla, en áður hafði ’ hann
gegnt svipuðu starfi í Bolungarvík.
Heilsu Jóns tók um þetta leyti að
hnigna, enda var hann mjög ósér-
hlífinn við störf og kunni lítt að
draga af sér, þótt aldur færðist
yfir. Eigi veit ég heldur, hvort vista-
skiptin áttu að öllu leyti vel við
hann, en hann er kominn á sjötugs-
aldur, þegar hann flyst frá Bolung-
arvík. Jón varð bráðkvaddur 18.
maí 1973.
Hjónaband þeirra Álfheiðar og
Jóns var eins og áður greinir, hið
ástríkasta. Eftir missi Jóns fór líka
fljótlega að halla undan fæti
heilsufarslega fyrir Álfheiði, þótt
eigi væri hún nema 59 ára, þegar
hann lést. Hélt hún þó heimili
næstu 10 árin, lengst af með
yngstu dóttur sinni, Þórunni Jón-
ínu. Varð hún þó annað kastið að
dveljast á sjúkrahúsum. Síðustu tíu
æviárin var hún vistmaður á hjúkr-
unarheimilinu Sólvangi í Hafnar-
firði. Árið 1987 fékk hún slag og
gat eftir það lítt borið sig um nema
í hjólastól.
Viku af október síðstliðnum
hrakaði heilsu hennar skyndilega.
Var hún flutt á Borgarspítalann til
að freista læknisaðgerða, sem þó
komu fyrir ekki. Hún lést á því
sjúkrahúsi sem áður greinir 31.
október sl.
Ég kynntist Álfheiði heitinni
ekki fyrr en hún var komin um
fimmtugt, er ég kvæntist elstu
dóttur þeirra hjóna. Mér fannst hún
alltaf tíguleg kona og höfðingleg í
fasi og jafnvel hjólastólnum auðn-
aðist aldrei að uppræta það. Hún
var líka höfðingi heim að sækja,
meðan hún hélt heimili, og raunar
entist henni höfðingslundin til ævi-
loka. En óneitanlega var sárt að
sjá slíka konu verða að lúta svo
lengi fábreytilegum kostum sjúkra-
stofnana.
Oftast látum við skammsýnir
menn, okkur nægja að þakka það,
sem okkur er best gert, þegar við
þykjumst geta treyst því af nokkru
öryggi, að velgerðarmaðurinn heyri
ekki né sjái orð okkar lengur. Ég
fylgi og þeirri venju að þessu sinni.
Ég þakka hinni látnu tengda-
móður minni kynnin, höfðingsskap-
inn og hlýjuna. En þakklátastur er
ég henni fyrir það að bregða aðeins
út af bókstafnum við tungumála-
kennsluna í Bolungarvík vestur
fyrir 60 árum.
Blessuð sé minning Álfheiðar
Einarsdóttur.
Sveinn Kristinsson.
Ertidnkkjur
(ílæsilcg kalii-
hlaðborð tallegir
salir og mjög
ííóð þjónusfcL
Dpplýsingar
ísíma 22322
m
FLUGLEIDIR
oHtel lsftleidir