Morgunblaðið - 09.11.1993, Side 47

Morgunblaðið - 09.11.1993, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993 47 Tvær sjoppur rænd- ar með stuttu millibili ÓVÍST er hvort sömu mennirnir hafi verið að verki við tvö rán sem framin voru með 40 mínútna millibili í söluturnum í Reykjavík síðdegis á laugardag. A söluturninum Njálsgötu 1 ógnuðu tveir unglingspiltar starfsstúlku .ógnað með skammbyssu en þeir hlupu á brott þegar hún gangsetti viðvörunarkerfi. I söluturninum Tindaseli 3 var táragasi sprautað framan í afgreiðslustúlku og þannig komust tveir unglingar burt með um 15 þúsund krónur úr sjóðsvél söluturnsins. Um klukkan fímm mínútur fyrir sex komu tveir piltar inn í sölutuminn Njálsgötu 1. Að sögn starfsstúlku sem þar var við störf miðaði annar pilt- anna að henni skambyssu, sagðist vera að fremja vopnað rán og heimt- aði alla peningana. Konan ýtti á hnapp í söluturninum sem ræsti við- vömnarkerfí og við svo búið hlupu piltarnir á dyr án þeSs að hafa haft nokkuð upp úr krafsinu. þeim er lýst þannig að annar hafí verið í rauðum en hinn í gráum hettubol og báðir hávaxnir. Um klukkan hálfsjö, meðanlögrgla var enn að störfum við Njálsgötu og við leit að ræningjunum í nágrenni sölutumsins, komu tveir piltar inn í sölutuminn Tindaseli 3 og keypti annar þeirra sér samloku og gos- drykk. Þeir vom nokkrar mínútur inni í sölutuminum og á þeim tíma vom viðskiptavinir afgreiddir. Þegar þeir vom famir og afgreiðslustúlkan var að stimpla inn í sjóðsvél sölutums- ins sprautaði annar þeirra úr táragas- Morgunblaðið/Kristinn íslensk hljóðfæri í Geysishúsi SÝNING á gömlum og nýjum íslenskum hljóðfærum hefur verið opnuð í Geysishúsinu við Vesturgötu. Sýningin ber yfírskriftina Hrosshár í strengjum og holað innan tré og er haldin fyrir tilstilli borgarinnar í samvinnu við Félag íslenskra hljómlistarmanna. Þar er margt sögu- frægra, merkra hljóðfæra og sagði Ólafur Jensson umsjónarmaður Geysishúss í samtali við Morgunblaðið að sér væri ekki kunnugt um að slík sýning hefði verið haldin hérlendis áður. Borgarstjórinn, Mark- ús Öm Antonsson, opnaði sýninguna. Einnig var frú Vigdís Finnboga- dóttir forseti Islands viðstödd opnunina. A sýningunni er meðal annars fíðla í eigu forsetans sem smíðuð var á 19. öld. Var fíðlan keypt árið 1902 og gefín föður forsetans, Finnboga Rúti Þorvaldssyni, sem þá var 11 ára gamall. Ferðaharmóníum Jóns Leifs er einnig til sýnis. Mun hann hafa keypt hljóðfærið árið 1921 og notað við þjóðlagasöfnun hérlendis. Loks ber að geta hljóðfærasafns Jans Moravéks, í skápi sem hann smíðaði sjálfur, en hann lék á öll hljóðfæri. Sýningin stendur til 12. desember. A myndinni eru borgarstjórinn í Reykjavík, Markús Öm Antonsson, og forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, við opnun sýning- arinnar. brúsa í andlit stúlkunnar, teygði sig inn fyrir borðið og hrifsaði um 15 þúsund krónur úr kassanum. Af- greiðslustúlkan fleygði 2 lítra gos- flösku í ræningjann og hljóp hann þá á dyr ásamt félaga sínum. Eftir að lögregla kom á staðinn var farið með afgreiðslustúlkuna á slysadeild til at- hugunar en hún kenndi til óþæginda undan gasinu sem sprautað hafði verið í andht hennar. Annar pilturinn var sagður um 180 sm en hinn lægri. ítarleg leit Lögregla gerði ítarlega leit að ræn- ingjunum en án árangurs. Aðfaranótt súnnudagsins handtók lögregla tvo pilta á Laugaveginum sem sveifluðu um sig leikfangabyssu. Þeir vom látn- ir lausir á sunnudag enda þótti ljóst að þeir tengdust málunum á engan hátt'. Hjá RLR fékkst í gær upplýst að engir hefðu verið handteknir vegna málanna. Hvorki væri ljóst né unnt að útiloka að sömu menn hefðu verið að verki á báðum stöðum. Alþýðubandalags- félögin í Reykjavík Undirbún- ingur haf- inn að fram- , boðiG-lista Á haustþingi kjördæmisráðs Alþýðubandalagsfélaganna í | Reykjavík um helgina var sam- þykkt ályktun um að hefja þegar undirbúning að framboði Alþýðu- | bandalagsins vegna borgarstjóm- arkosninganna í mai á næsta ári. Siguijón Pétursson borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins lýsti því yfir á þinginu að hann myndi ekki sækjast eftir því að vera í kjöri til borgarsljómar og segist með því vera að leggja sitt að mörkum svo flokkurinn standi heill og óskiptur að framboði til borgar- stjórnar. Sigurjón hefur verið borgarfulltrúi síðan 1970. „Eg lýsti því yfir að ég myndi ekki sækjast eftir því að vera í kjöri til borgarstjómar Reykjavíkur. Ég lýsti því einnig yfír á fundinum, að það hefði orðið veruleg sundrung í okkar liði við síðustu kosningar þar f sem veruiegur hluti gekk til liðs við Nýjan vettvang. Ég tel að nú verði að neyta allra bragða til að ná þess- íj um hóp saman í heila fylkingu aftur og ég legg mitt að mörkum með því að sækjast ekki eftir sæti í borgar- ^ stjórn,“ sagði Siguijón. Dyrum ekki lokað Ályktunin sem samþykkt var á þinginu er um að þegar skuli hefja undirbúning að framboði Alþýðu- bandalagsfélaganna vegna borgar- stjórnarkosninganna í maí á næsta ári. Er stjórn kjördæmisráðsins falið að annast undirbúning og leggja til- lögur sínar um skipan framboðsmála fyrir ráðið sem fyrst. Þegar Siguijón var spurður hvort þessi ál.yktun þýddi ekki, að Alþýðubandalagið væri búið að ákveða að taka ekki þátt í sameig- inilegu framboði minnihlutaflokka í borgarstjóm, sagði hann að engum dyrum hefði verið iokað í því efni. á „Hins vegar eru um þetta skiptar " skoðanir og ég held að meirihluti fundarmanna sem tjáðu sig séu þeirr- 4 ar skoðunar að flokkurinn eigi að i vera með sitt eigið framboð," sagði Siguijón. Hann sagði það sína skoð- . un að flokkurinn eigi að bjóða fram ( G-lista við kosningarnar. Siguijón Pétursson hefur setið sex kjörtímabil í borgarstjórn Reykjavík- ur fyrir Alþýðubandalagið og var áður varafulltrúi í borgastjórn eitt -j kjörtímabik - - “ R Þú greiðir aðeins 778 kr. í eitt skipti fyrir öll - ef síminn þinn er tengdur stafræna símakerfinu SÉRÞJÓNUSTA SÍMANS PÓSTUR OG SiMI Já, það er rétt, því skráningargjald fyrir aðgang að sérþjónustu símans er 778 krónur og þú greiðir það aðeins einu sinni. Þá færðu aðgang að margskonar þjónustu og þegar þú notar hana er kostnaðurinn sá sami og við venjulega símanotkun. Einfalt og ódýrt. Fyrir 778 krónur getur þú notfært þér*: • Vakningu/áminningu • Símtalsflutning • Þriggja manna tal • Símtal bíður *Ef þú pantar alla þessa þjónustu, en annars greiðir þú 778 krónur f hvert skipti sem þú pantar aðgang. Þú færð allar nánari upplýsingar um sérþjónustu símans á bls. 16 og 17 í símaskránni. Hafðu samband við okkur hjá Pósti og síma í grænu númeri 99 6363 og láttu skrá þig í sérþjónustuna. Það er meira spunnið í símann þinn en þú heldur. 44. leikvika , 6. nóvember 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Örebro - Vasalund - X - 2. Arsenal - Aston Villa - - 2 3. Coventry - Everton i - - 4. Ipswich - Shcff. Wed - - 2 5. Leeds - Chelsea 1 - - 6. Oldham - Newcastle - X - 7. QPR - Blackbum 1 - - 8. Sheff. Utd - Norwich - - 2 9. Southampton - Toltenha 1 - - 10. Birmingham - Nott'm Fo - - 2 11. Notts Cnty-C. Palace 1 - - 12. Peterborough - Tranmet - X - 13. Sunderland - Portsmoutl - - 2 Heildarvinningsupphæðin: 96 milljón krónur 13 réttir: 4.272.850 kr. 12 réttir: 90.680 kr. 11 réttir: 6.940 | kr. 10 réttir: 1.750 kr. ÍTALSi rojR ^BOLMN 44. leikvika - 7. nóvember 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Atalanta - Piacenza - X - 2. Cremoncse - Lecce 1 - - 3. Inter - Milan - - 2 4. Napoli - Lazio - - 2 5. Roma - Foggia - X - 6. Sampdoria - Cagliari - - 2 7. Torino- Reggiana 1 - - 8. Udincse - Genoa - - 2 9. Como - Bologna 1 - - 10. Empoli Palazolo 1 - - 11. Prato - Spczia 1 - - 12. Spal - Carrarese 1 - - 13. Triestina - Fiorenzuola - - 2 Hcildarvinningsupphæðin: 4,6 milljónir króna 13 réttir: 1.710.500 □ kr 12 réttir: 53.840 □ kF' 11 réttir: 6.780 J kr. 10 réttir: 1.210 1 kr' * * ý EURO ^TIl PS 44. leikvika , 3. nóv. 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Austr. Wien - Barcelona - - 2 2. Feycnoord - Porto - X - 3. St. Bukarcst - Monaco 1 - - 4. Galat. Istanb.- Man. Utd - X - 5. Werder B. - Levsld Solia 1 - - 6. Servctte - Bordeaux - - 2 7. Norwich - Bayem M. - X - 8. Sp. Lissabon - Celtic 1 - - 9. Aston Villa - La Cortina - - 2 10. CSKA Sofia - Bcnfica - - 2 11. Budapest - Mechelen i - - 12. R. Madríd - Innsbruck i - - 13. Abcrdeen - Torino - - 2 14. Stand. Liegc - Arsenal - - 2 Heildarvinningsupphæðin: 6,2 milljón krónur 14 réttir: 6.030.720 | 13 réttir: 35.490 | 12 réttir: 4.170 11 réttir: 750

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.