Morgunblaðið - 09.11.1993, Blaðsíða 48
SÍMI eaUOofsÍMBKÉFæ'ífsí, PÓSTHÓLFJ3040Í/ AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 ÞRIÐJUDAGUR 9. NÓVEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Þingkosningarn-
ar í Rússlandi
Borgarlög-
maður fer
til eftirlits
RÍKISSTJÓRNIN hefur tilnefnt
Magnús Óskarsson borgarlög-
mann til að taka þátt í að fylgjast
með framkvæmd þingkosning-
anna í Rússlandi 12. desember
næstkomandi. Til umræðu er að
Alþingi sendi annan fulltrúa,
væntanlega þingmann, en það
mun enn vera óljóst hvort af því
verður.
Magnús sagði í samtali við Morg-
unblaðið að þetta mál hefði borið
brátt að hjá sér og ekki búið að
skipuleggja vinnuna. Hann taldi þó
eðlilegt að vera í Rússlandi í að
minnsta kosti viku fyrir kosningarn-
ar. Mikið verk væri fyrir höndum
því þetta væri í fyrsta skipti í sög-
unni sem Rússar fengju að kjósa
menn til þings í lýðræðislegum kosn-
ingum o g skyndilega væru þar starf-
andi tugir flokka og kosningabanda-
laga. Magnús sagði að Rússar hefðu
sjálfir beðið um alþjóðlegt eftirlit
með kosningunum og yrði hann því
í hópi fulltrúa frá mörgum löndum.
Breyttir tímar
Magnús sagði að tímarnir væru
breyttir og þetta væri pólitíska
landslagið í dag. Sagðist hann reikna
með að hafa orðið fyrir valinu vegna
áratuga reynslu sinnar í kosninga-
vinnu af ýmsu tagi.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Tvennir tvíburar samtímis á FSA
ÞAÐ er ekki oft sem tvennir tvíburar eru samtímis á fæðingardeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, en svo
er einmitt nú. Erla Þórunn Ásgeirsdóttir, til hægri á myndinni, og eiginmaður hennar, Hallgrímur Hallsson,
sem eru frá Húsavík, eignuðust dreng og telpu 26. október síðastliðinn. Strákurinn var rúmar 12 merkur
en stelpan nokkru minni eða um 9 merkur. Um viku síðar eignuðust Sigríður Kjartansdóttir og Kristján
Halldórsson á Kópaskeri tvær ellefu marka stúlkur. Öllum hópnum heilsast vel en tvíburamæður eru að jafn-
aði lengur á fæðingardeildinni eða á aðra viku.
Rýmkun gjaldeyris-
reglna um áramót
Erlend
skamm-
tímalán
heimil
FRÁ NÆSTU áramótum verð-
ur fólki og fyrirtækjum heimilt
að taka peningalán til skamms
tima hjá erlendum bönkum.
Einnig verða heimildir til verð-
bréfakaupa rýmkaðar.
Lög og reglugérðir um gjaldeyr-
ismál gera ráð fyrir rýmkun gjald-
eyrisreglnanna í áföngum. Nú
þegar er búið að afnema hömlur
á kaupum á fasteignum erlendis,
beinum fjárfestingum í atvinnu-
rekstri og lántökum erlendis vegna
milliríkjaviðskipta. Frekari tilslak-
anir verða um næstu og þarnæstu
áramót.
Verðbréfaviðskipti frjálsari
Um áramót fellur úr gildi tak-
mörkun á kaupum á langtíma-
verðbréfum erlendis, svo sem
skuldabréfum og hlutabréfum, en
núna eru þau takmörkuð við lægri
fjárhæð en 750 þúsund krónur.
Jafnframt verður stigið fyrsta
skrefið í afnámi hamla á kaupum
Seðlabankinn stórbætir viðskiptakjör viðskiptabanka og sparisjóða
Seðlabankinn losar
um 8,4 milljarða kr.
Afkoma banka og sparisjóða batnar um 400 milljónir króna á árinu
ÁKVÖRÐUN Seðlabanka íslands um að lækka bindiskyldu viðskipta-
banka og sparisjóða í Seðlabanka og rýmkun lausafjárkvaða gerir
það að verkum að Seðlabankinn losar samtals um 8,4 milljarða króna,
fyrir banka og sparisjóði, sem þar með hafa betri ávöxtunarmögu-
leika á þeim fjármunum hér eftir en hingað til, auk þess sem bank-
arnir fá nú heimild til þess að telja húsbréfaeign að ákveðnu marki
til lausafjár.
inga,“ sagði Jón, „það er augljóslega
ekki heppilegt að valda óvissu og
óróa á íjármagnsmarkaðinum ef
stjórnvöld setja það mjög ofarlega á
sína verkefnaskrá að lækka vextina."
Sjá nánar á miðopnu.
á skammtímaverðbréfum. Ein-
staklingum og fyrirtækjum verð-
ur heimilt að kaupa bréf fyrir
allt að eina milljón og verðbréfa-
sjóðum fyrir 175 milljónir kr. Þá
fá erlendir aðilar heimildir til að
versla hér með innlend skamm-
tímaverðbréf. Þessi takmörkun
fellur úr gildi að ári.
Um áramótin verður fólki og
fyrirtækjum fijálst að taka erlend
peningalán til skamms tíma, þótt
þau tengist ekki milliríkjavið-
skiptum. Fyrsta áríð verður þessi
heimild takmörkuð við fimm millj-
ónir kr. Nú er hveijum íslendingi
heimilt að eiga samtals 3.750
þúsund kr. í erlendum bönkum
en frá áramótum verður fólki
heimilt að eiga ótakmarkaðan
gjaldeyri erlendis, svo fremi að
gerð hafi verið grein fyrir því
hvernig hans var aflað.
Tilraun til samninga um þjónustugjöld vegna debetkorta
Kaupmannasamtök og sam-
starfsaðilar slitu viðræðum
FULLTRÚAR Kaupmannasamtakanna og samstarfsaðila þeirra
slitu í gær samningaviðræðum við banka og sparisjóði um þjón-
ustugjöld á debetkort. Bjarni Finnsson, formaður Kaupmanna-
samtakanna, sagði að mjög lítið hefði mjakast í viðræðunum
að undanförnu og því hefðu þeir ekki talið ástæðu til að halda
þeim áfram.
Áætla má að afkoma banka og
sparisjóða á þessu ári batni samtals
um 400 milljónir króna, við þessar
breytingar, sem Jón Sigurðsson,
bankastjóri Seðlabankans og for-
maður bankastjórnar, kynnti ásamt
nokkrum yfirmönnum bankans á
fundi með fréttamönnum í gær.
Þessar aðgerðir Seðlabankans eru
ákveðnar til þess að auðvelda bönk-
um að taka ákvarðanir um raun-
vaxtalækkun.
2% raunvaxtalækkun
Samkvæmt upplýsingum Morg-
unblaðsins munu Islandsbanki og
Búnaðarbanki tiikynna um 2% raun-
vaxtalækkun fyrir næsta vaxta-
breytingardag, sem er á fimmtudag-
inn kemur, en enn er ekki ljóst hvort
Landsbankinn og sparisjóðirnir
ákveða jafnmikla vaxtalækkun, og
er jafnvel talið koma til greina að
þeir lækki um 1,7% eða 1,8%. Þó
er ekki útilokað að báðir aðilar lækki
einnig um 2%.
Bindiskylda í Seðlabanka er lækk-
uð um 20%, þannig að hún fer úr 5%
í 4%, sem losar um 2,9 milljarða
fyrir bankakerfíð, sem það getur þar
með nýtt til betri ávöxtunar, en þeir
hafa notið á 3,5% vöxtum í Seðla-
banka. Bankinn greiðir einnig vaxta-
bót fyrir allt þetta ár á bindiskyld-
una, samtals 1,5%, sem er um 150
milljónir króna. Þar er um ein-
greiðslu að ræða.
Jón Sigurðsson greindi frá því að
fulltniar banka og sparisjóða hefðu
haft uppi varnaðarorð um upptöku
vaxtaskatts á sama tíma og stjóm-
völd beita sér fyrir lækkun vaxta.
Hann sagði Seðlabankann geta tekið
undir þetta sjónarmið. „Fyrst ög
fremst tökum við undir þetta, hvað
varðar tímasetningu slíkra breyt-
Bjarni sagði að það hefði verið
sjónarmið aðildarfyrirtækjanna,
þegar farið var út í viðræðurnar, að
verslun og þjónusta ætti ekki að
taka á sig neinn aukakostnað við
notkun kortanna. Á fundinum í gær
hefðu þeir svo metið stöðuna svo að
ástæðulaust væri að halda viðræðum
áfram.
0,25% almenn verðhækkun?
Bankamir hafa stefnt að almennri
útgáfu debetkortanna um miðjan
þennan mánuð en að sögn Bjarna
er mjög breiður hópur fyrirtækja í
samstarfi við Kaupmannasamtökin,
sem hafa sjálf 500-600 aðildarfyrir-
tæki á sínum snæmm en auk þeirra
er þar m.a. um að ræða stórmark-
aði, Samband veitinga- og gistihúsa,
Flugleiðir, Bílgreinasambandið, olíu-
félög og fleiri aðila, sem em saman-
lagt með um 90% af verslun og þjón-
ustu í landinu, að sögn Bjarna.
Hann sagði greinilegt að útgáfa
kortsins væri dýr en kaupmenn teldu
að bankarnir myndu ná hagræðingu
og sparnaði vegna notkunar þess og
spurningin snérist um hver ætti að
borga kostnaðinn. „Við teljum að
ef við borgum það sem upp er sett,
þýði það að um 0,25% almenn verð-
hækkun muni leiða í kjölfarið,“ sagði
hann.