Morgunblaðið - 27.11.1993, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
7
Athugnn
á lífrænt
fram-
leiddum
búvörum
BÆNDASAMTÖKIN og fieiri aðil-
ar hafa sett á fót starfshóp til
þess að safna saman upplýsingum
um rannsóknir á gæðum íslenskra
landbúnaðarvara. Jafnfraint er
ætiunin að athuga markað fyrir
vörur sem framleiddar eru á líf-
rænan eða vistvænan hátt.
Hvítabirnir
í Hafnarfirði
ÞAÐ tilheyrir í mörgum fram-
haldsskólum að bregða sér í
skrautlega búninga þegar
námið er að baki og lokaprófin
framundan. Stúdentsefnin í
Flensborgarskóla spókuðu sig
í gær í þessum hvítabjarnar-
búningum sem vissulega voru
í takt við veðrið.
í starfshópnum sem er að hefja
störf um þessar mundir eru fulltrúar
frá Stéttarsambandi bænda, Búnað-
arfélagi íslands, Framleiðsluráði
landbúnaðarins og Upplýsingaþjón-
ustu landbúnaðarins. Arnaldur Mar
Bjarnason, atvinnumálafulltrúi
Stéttarsambandsins, segir að hlut-
verk hópsins verði að afla upplýsinga
um stöðu rannsókna á íslenskum
búvörum og hvaða niðurstöður liggi
fyrir. Einnig að afla upplýsinga um
hvaða kröfur seú gerðar erlendis og
hvaða markaður sé fyrir hendi. Hann
segir að vaxandi áhugi sé erlendis
fyrir heilsusamlegum matvælum.
Þegar upplýsingarnar hafi verið
metnar verði hægt að hefja mark-
visst markaðsstarf.
Langtímamarkmið
Arnaldur segir að ætlunin sé fyrst
að leggja áherslu á að efla þá mark-
aði sem fyrir hendi séu en það lang-
tímamarkmið væri sett að athuga
einnig markað fyrir búvörur sem
framleiddar væru á lífrænan eða vist-
vænan hátt því vitað væri að áhugi
væri sífellt að aukast á slíkri fram-
leiðslu.
------♦ ♦ ♦------
Sífellt fleiri
leggja stund
á ólöglegan
leiguakstur
FÆRST hefur í vöxt að menn
stundi ólöglegan leiguakstur í
Reykjavík um helgar. Harkararn-
ir, sem svo eru nefndir, bjóðast
til að aka fólki heim á einkabílum
og segja leigubílsljórar að stund-
aður sé leiguakstur með sendibíl-
um í auknum mæli. Formaður
Frama, félags leigubílsstjóra, seg-
ir þetta koma illa niður á leigubíl-
stjórum og auðvelt sé fyrir misind-
ismenn að notfæra sér þetta
ástand.
Að sögn Sigfúsar Bjarnasonar,
formanns Frama, hefur verið um
vaxandi vandamál að ræða. Hann
sagði að skólastrákar og sendiferða-
bílstjórar á greiðabílum séu að harka
um helgar, sérsaklega um það leyti
sem skemmtistaðir loka. Undanfar-
inn mánuð hefðu nýbúar svo orðið
áberandi.
Harðar tekið á málum
Sigfús ságði að leigubílstjórar
hefðu kært þá sem stunda ólöglegan
leiguakstur og væri tekið harðar á
slíkum málum en áður. Hann sagðist
þó ekki vita til þess að neinn hefði
verið dæmdur fyrir afbrot af þessu
tagi.
„Það alvarlegasta við þetta er að
þegar þessi starfsemi er orðin svona
algeng er auðvelt fyrir misindismenn
að notfæra sér ástandið. Leigubíl-
stjóri hefur fuilyrt við mig að hann
hafí séð sveðju í bíl hjá einum harkar-
anum og grunur leikur á að sumir
reyni að tæla ómynduga unglinga
upp í bíla hjá sér“, sagði Sigfús.
Hann sagði að það hefði sýnt sig
erlendist að starfsemi harkara leiði
auðveldlega til glæpa af ýmsu tagi
og því væri full ástæða til að taka
harðar á þessu en gert hefur verið.
Bóm
KRIN<