Morgunblaðið - 27.11.1993, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
9
Sýning íHafnarfirði
Astrid Ellingsen, prjónahönnuður, og Bjarni
Jónsson, listmálari, sýna í matsal Hvaleyrar
dagana 13.-28. nóvember.
Sýningin er opin á rúmhelgum dögum kl. 16-22
og um helgar kl. 14-19. Þetta er sölusýning.
DentogMed-föt
fyrir heilbrigðisstéttirnar
Sloppar - „T-shirt“ - blússur og buxur úr
kínabðmull ó hreint ótrúlega lógu verði.
GK-HÖNIMUM S/F
Snorrabraut 29, sími 13133.
BORÐSTOFUHUSGOGN
- mikið úrval
Teg. GARDA, dökk, bæsuð eik.
Borð + 6 stólar kr. 114.750 stgr.
Teg. BALI, svartur askur.
Borð + 6 stólar kr. 93.600 stgr.
Visa—Euro raógreióslur
OPIÐ í DAG TIL KL. 16
SUNNUDAG FRÁ KL. 14-17
HUSGAGNAVERSLUN
REYKJAVÍKURVEGI 66, HAFNARFIRÐI, SÍMI 654 100
Sérstæður
vinnutímiá
sjúkrahúsum
Lára Margrét Ragnars-
dóttír, þingmaður Sjálf-
stæðisflokks, komst þann-
ig að orði í þingræðu 22.
nóvember sl.:
„Fyrir rúmum 6 vikum
ræddum við utan dag-
skrár um málefni leik-
skóla sjúkrahúsanna og
bentí ég í þeirri umræðu
á þá sérstöðu sem þessar
stofnanir hafa. Bentí ég
meðal annars á sveigjan-
lega vistun bama sem
færi eftir vinnutima for-
eldra og að slíka þjónustu
væri ekki hægt að fá á
öðrum sambærilegum
stofnunum. Enn fremur
benti ég á það að þessi
þjónusta sjúkrahúsanna
við starfsmenn væru
hlunnindi tíl starfsfólks
og færu þessi hlunnindi
eftir ákveðnum reglum
þar sem forgangur væri
m.a. veittur því starfs-
fólki sem kæmi til starfa
á deildum þar sem mann-
ekla væri.
Við getum stöðugt deilt
um það hvort hiunnindi í
þessu formi eigi rétt á sér
og ég tek undir með þeim
sem ræða um skyldur
sveitarfélaga í þessu efni,
en ég vil jafnframt benda
á hlunnindi annarra ríkis-
starfsmanna, svo sem
þeirra sem hafa fasta yf-
irvinnu, og hlunnindi í
einkageiranum, eins og
t.d. hjá flugfélögum í
formi farmiðaafsláttar og
fleira mættí telja til.“
Hefur reynzt
sjúkrahúsun-
um vel
„Eg vil árétta að þetta
Lára Margrét Ragnarsdóttir
Leikskólar
sjúkrahúsanna
Umræður hafa farið fram á þingi um leik-
skóla sem sjúkrahúsin hafa rekið fyrir
börn starfsfólks. Sjúkrahúsunum var gert
að hætta þessari starfsemi til að draga
úr kostnaði, enda væri það hlutverk sveit-
arfélaga að sjá um þjónustu af þessu
tagi. Frá þessari ákvörðun hefur nú verið
horfið.
fyrirkomulag hefur
reynzt sjúkrahúsunum
afar vel og ieyst mýmörg
vandamál við ráðningar
starfsfólks til spítalanna.
Mun minni hreyfing hef-
ur reynzt vera á starfs-
fólki og vinnuveitandinn
hefur getað sett fi-am
ákveðnar kröfur um
vinnuskyldu tíl að sem
mest hagræðing næðist i
starfsmannahaldinu og
jafnvægi jafnframt.
Stjómir sjúkrahúsaiuia
hafa einnig sýnt vilja sinn
fyrir áframhaldandi fyr-
irkomulagi. Vinnuhópur,
sem heilbrigðisráðuneyt-
ið skipaði í október síðast-
liðnum og skilaði álití 5.
nóvember, segir í álití
sínu mikilvægt að sjúkra-
húsin reyni að standa
þannig að málum að
rekstur ieikskóla sjúkra-
húsamia haldi áfram og
reynt verði með sam-
komulagi að tryggja
áframhaldandi hami og
að ráðuneytið beití sér í
viðræðum við viðkomandi
sveitarfélög ...
Eg ætla ekki að fara
nánar út í tilboð ráðu-
neytisins til sjúkrahús-
anna um kostnaðarhlut-
deild ríkisins í þessum
rekstri sem enn er deilt
um. Hins vegar vil ég lýsa
vonbrigðum minum yfír
því að enn hafi ekki tek-
izt að koma þessu máli á
hreint Foreldrum hefur
verið haldið í óvissu um
vistun barna sinna, fóstr-
um þessara stofnana er
haldið í óvissu um starf
sitt og bömin fá sinn
skammt Það þarf að ná
sátt um þetta mál strax.“
Kynningu
ábótavant
„Það hafa orðið miklar
framfarir í heilbrigðis-
þjónustu ... Það hafa líka
orðið auknar kröfur hjá
sjúklingum um meira ör-
yggi í læknismeðferð ...
Samhliða þessu hafa orð-
ið breytingar í heilbrigð-
isþjónustu í landinu. Sér-
hæfð þjónusta hefrn- vax-
ið hratt ...
Þessvegna er það orðið
löngu tímabært að skoða
skipulagningu sjúkra-
hússþjónustu í landinu
með það fyrir augum að
tryggja öllum landsmönn-
um beztu, öruggustu og
ódýrustu þjónustu sem
völ er á ásamt með því
að ná fram hagræðingu.
Hins vegar tel ég afar
óheppilegt hvemig að
kynningu vinnuhóps um
þessi mál er staðið. Svo
gat litið út sem niðurstöð-
ur skýrslunnar væra póli-
tískar skoðanir og jafnvel
áform ráðherrans en ekki
skýrsla nefndar sem eftir
er að meta pólitískt og á
enn fremur eftir að fá
víðtækari faglega um-
fjöllum, bæði frá sjónar-
miði starfsfólks í heil-
brigðisþjónustu og hag-
ræðingar- og stjórnunar-
legum sjónarmiðum ..."
Deilt um ljósaskilti Kringlunnar
Laugavegssamtökin hafa
snúið sér til Samkeppnisstofn-
unar eftir að ljóst er að þeim
verður ekki heimilað að auglýsa
á ljósaskilti við Kringluna í des-
ember. Að sögn Bjarna Frið-
rikssonar framkvæmdasljóra
Kviksýn, sem samdi við Lauga-
vegssamtökin, var auglýsinga-
tíminn sem fyrirtækið hafði
heimild fyrir uppseldur í jóla-
mánuðinum.
Bjarni sagði, að Kviksýn sem á
auglýsingaskiltið í miðbænum sjái
einnig um sölu auglýsinga á skilt-
ið í Kringlunni. „Það er ákveðinn
samningur okkar á milli um að
ef ekki er laus tími á skiltinu þá
fara engar auglýsingar frá okkur
þar inn,“ sagði hann. „Það vildi
þannig til að þegar við sömdum
við Laugavegssamtökin þá voru
Kringlumenn að fylla sitt skilti.
Þetta er fyrst og fremst þeirra
skilti, sem fyrirtækin í Kringlunni
eiga.“
Ekkí staðið við samning
Laugavegssamtökin segja, að
fyrirtækið Kviksýn hafi boðið sam-
tökunum pakkatilboð í einn mánuð
á auglýsingum við Lækjargötu og
á bílageymslunni við Kringluna.
Skrifað var undir auglýsingapakk-
ann og átti hann að gilda frá 20.
nóvember til 24. desember. Byrjað
hafi vérið á tilsettum tíma í
Lækjargötu en Kringlumenn neit-
að samtökunum um birtingu
keyptra auglýsinga og sé ekki séð
að staðið verði við þann hluta
samningsins. Laugavegssamtökin
hafi því haft samband við Sam-
keppnisstöfnun varðandi réttar-
stöðu í málinu, þar sem svo virðist
sem brotið sé gegn samkeppnis-
lögum.
ÁLAGAELDUR EFTIR AÐALSTEIN ÁSBERG SIGURÐSSON
Það er bannaö að hrófla við Skiphólnum því þó brennur bærinn í Litluvík. Óðinn og
Logi heillast af sögu Kobba gamla um fjórsjóS og skip víkingsins sem grafiS var í
Skiphól. Drengirnir hefja leit aS fjórsjóSnum og dragast um leiS inn í spennandi
atburðarós þar sem þeir kljóst viS dularfull örlög og eiga
í höggi við hættulegan afbrotamann.
Álagae\du
tyrir börn á afdrinum 8 ^
ALMENNA BOKAFELAGIÐ HF