Morgunblaðið - 27.11.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 27.11.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993 17 Guðrúnar var fjárhagur Óskars oft- ast bágur og stundum mjög bágur. Þeim hjónum fæddust sjö börn á tíu árum (hið áttunda fæddist ekki fyrr en fimm árum á eftir því sjö- unda). Öll vinna á heimilinu var Guðrúnar. Hún hafði aldrei hús- hjálp. Hún saumaði og pijónaði fatnað barna sinna og svo var hún mikil iðjukona og vel að sér til hand- anna að hún gat selt hannyrðir og fyrir kom, að það voru einu matar- peningar heimilisins. Guðrún heyrð- ist aldrei biðja mann sinn um pen- inga. Hann sá henni fyrir úttekt í búð til nauðsynja eftir því sem lánstraustið leyfði, en sjálf sá hún um að viða að sér mat að haustinu úr sveitinni sinni. Hún fyllti hirzlur sínar í sláturtíðinni. Auðvitað naut hún þess, að menn vissu að Óskar Halldórsson borgaði, þó það gæti dregist og Guðrúnu vildu allir greiða gera. En þetta gat samt komið uppá að smátt væri matar á heimilinu. Ólafur, sonur Óskars seldi blöð, og hann minnist, að þeir peningar fóru fyrir mat líkt og hannyrðir móður hans. Þá bjó heim- ilið jafnan við þröngan húsakost, þar til þau hjón fluttu í Ingólfs- stræti 21 árið 1934. Þegar maður Guðrúnar var að reisa liafskipa- bryggju í Keflavík, reisti hann sér og fjölskyldu sinni lítið hús, alln- okkru ofan við hafnarstæðið. í hús- inu var einnig skrifstofa hafnar- stjórans og tók hún mest af plássi kofans. Húsnæði hjónanna með öll börnin nema eitt, voru tvær her- bergiskytrur og eldhús, sem var svo lítið, að skilgóður maður sagði, að ef Óskari yrði gengið þar inn þyrfti hann að ganga afturábak út aftur. Engin vatnslögn var í húsinu og þá ekkert salerni, og rafmagn að- eins til Ijósa. Óskar byggði ári síðar við húsið. Óskar Halldórsson var óhlífin við sjálfan sig, svo að undrun sætti, þegar hann var að fást við eitt- hvað, sem honum var kappsmál að gengi hratt fyrir sig, og eigin að- búnaður virtist ekki skipta hann sjálfan máli, verkið var honum allt. Hann var heldur ekki vorkunnsam- ur við aðra, hvorki í verkum né aðbúnaði. Þótt fjárhagur hans væri oft bág- ur, þá sýnist eðlilegt að spyija þess í sögu hans. Hafði hann aldrei ráð á að búa betur í haginn fyrir konu sína í heimilishaldinu en hann gerði? En jafnframt þessu er að spyija; olli ekki kona hans nokkru um þetta? Hún kvartaði aldrei og það var ekki aðeins að hún kvartaði aldrei, heldur var hún alltaf jafn glöð í sinni og ástúðleg við mann sinn. Hún vissi mann sinn eiga erf- itt og kom ekki til hugar að angra hann með því að gera til hans kröf- ur um bættan hag sinn í heimilis- haldi. Það getur orðið um of eftir- læti konunnar þegar góðmennska og ást fara saman. Óskari var áreiðanlega ekki ljóst, hvað hann lagði á konu sína í hjóna- bandinu. Hvernig átt hann líka að skilja það, maður, sem lifði í öðrum heimi og hún aldrei nema glöð og ánægð. Óskar Halldórsson elskaði konu sína. Þegar Halldór Laxness skrifar það sem hér verður vitnað til í Guðsgjafaraþulu, þá er hann með Guðrúnu í huga. Laxness var kunn- ugri á heimilinu en hann gerir grein fyrir. Fólk man þó nokkrum sinnum eftir skáldinu þar í mat, enda taldi Islandsbersi skáldið vin sinn fyrir „lífstíð", og ætlaði því að skrifa sögu sína. Laxness lætur Bersa segja svo gamlan: „Og mundu hvar ævisagan byij- ar: gulrófur, það er mín byijun. Það er og. Og mundu, að ég elskaði aldrei nema þessa einu konu. Hún var í himnaríki hvar sem hún var og ég í helvíti hvar sem ég var. Veiztu að hún er dáin?“ „Nýlega?" spyr ég, en hann mundi ekki nákvæmlega hvort það voru tíu eða tuttugu ár síðan hún dó. „Kannski dó hún í gær. Hún er alltaf nýdáin síðan hún dó,“ sagði hann. „Viltu skrifa að ég elskaði ekki nema þessa einu konu og börn- in mín ... Dragðu. Ég á að gefa. Hvar er viskíið?" Efni þessarar greinar var ekki ætlað nema það eitt að minnast konu Óskars Halldórssonar, og gefa einfalda mynd af ástum þeirra hjóna og þá einkum ást Guðrúnar á manni sínum, börnum og heimili. Annað á ekki heima hér. í fórum Óskars fannst bréfslitur, sem sýnir hug hans til konu sinnar og mat hans á lífsstarfi hennar. Bréf þetta hafði hann skrifað Theodóri; syni sínum við andlát móður hans, en hún lézt af slysför- um 22. nóvember 1939. í bréfslitr- inu eru þessar línur: „Við dauða mömmu koma ýmsir erfiðleikar fram. Hún hefur verið okkur svo góð og ofrað lífi sínu fyrir mig og börnin sín alla sína ævi, sem við höfum búið saman. Okkur bregður mikið við, þegar hún er kölluð burt frá okkur og fáum ekki að njóta hennar og umhyggju hennar ... Nú átt þú Theodór við dauða mömmu að minnast hennar með því að vera reglusamur og duglegur piltur, þá enga eins mikla ánægju í lífinu, eftir dauða sinn myndi mömmu þykja eins og börnin reynd- ust góð, vel hugsandi og dugleg að koma sér áfram í lífinu. Nú skaltu muna þetta Theodór og biðja Guð að vera með mömmu og hún fái að vera hjá Guði og þú skalt þakka henni fyrir allt, sem hún gerði fyrir þig og blessa minn- ingu hennar.“ Ekki er við hæfi að hafa orðin fleiri um þessa konu, sem lifði í ást og enginn sá nema glaða og sæla, og sannaði hið fornkveðna: Sá, sem lifir í ást er alltaf glaður. Höfundur er rithöfundur. HAMAX snjóþotumar komnar GOTT VERÐl Pantanir óskast sóttar. ALSPORT Faxafeni 5, sími 688075 TILBODA BARNABOXUM i ¥ larUnn V F I T I M tz A C T n F A . Jóladagatal meó súkkulabi fylgir hverju barnaboxi. Verb kr. 480 VflTINGASTOFA Sprengisandi - Kringlunni FERÐAMALASKOLI ÍSLANDS MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI NYIR MOGULEIKAR FYRIR ÞIG Menntaskólinn í Kópavogi, sem er viðurkenndur móðurskóli í ferðafræðum, býður öflugt ferðamálanám í öldungadeild við skólann. BOÐIÐ ER UPP Á TVEGGJA ANNA NÁM EÐA STÖK NÁMSKEIÐ VORÖNN Fjarbókunarkerfi Ferðaskrifstofur Jarðfræði íslands f/ferðaþj. Markaðsfræði ferðaþjónustu II Ferðalandafræði íslands Rekstur ferðaþjónustu Ferðalandafræði útlanda Stjórnun KENNSLUTÍMI mánud.-fös. frá kl. 17.30-21.40. Kennsla hefst 10.01'94. Nánari upplýsingar í síma 643033 frá kl. 9.00-14.00. ATH.: SKRÁNINGU LÝKUR 10. DESEMBER. FERÐAMÁLASKÓLI ÍSLANDS MENNTASKÓLINN í KÓPAVOGI fjlgjP _ :•*: J, -j’i. Opnunartími: virka daga kl. 12-19 helgardaga kl. 11-17 Jólasveinar koma í heimsókn um helgina Gjafamarkaður jólanna Grensásvegi 16. Sími 811984

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.