Morgunblaðið - 27.11.1993, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
Ekki um frekari sameiningartilraunir á höfuðborgarsvæðinu að ræða
Áliug’i fyrir sanieiningii á
nokkrum stöðum á landinu
UMDÆMANEFND höfuðborgarsvæðisins samþykkti á fundi sem hald-
inn var í gær að leggja ekki til aðra tillögu um sameiningu sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu. Telur nefndin úrslit atkvæðagreiðslunnar
20. nóvember siðastliðinn lýsa ótvíræðum vilja íbúanna og því ekki
raunhæft að búast við stuðningi við aðrar sameiningartillögur en þær
sem þá voru greidd atkvæði um. Að sögn Braga Guðbrandssonar, for-
manns samráðsnefndar um sameiningu sveitarfélaga, er þessa dagana
verið að kanna möguleika á sameiningu sveitarfélaga á nokkrum stöð-
um á Iandinu, og sagði hann að til dæmis væri mikill áhugi fyrir því
þjá sveitarsljórnarmönnum á norðanverðum Vestfjörðum að sameina
Isafjörð, Suðureyri, Flateyri og Mosvallahrepp í eitt sveitarfélag, en
íbúar þessara sveitarfélaga lýstu yfir vilja til sameiningar í atkvæða-
greiðslunni.
Bragi sagði í samtali við Morgun-
blaðið að sveitarstjómarmenn á
Vestfjörðum væru nú að vega það
og meta hvaða leiðir best væri að
fara í sameiningarmálununT, og þá
hvort rétt væri að leggja fram tillögu
um sameiningu þessara sveitarfélaga
sem greidd yrðu atkvæði um, eða
hvort heija eigi vinnu við samninga
milli sveitarfélaganna og greiða at-
kvæði að þeirri vinnu lokinni. í grein-
argerð frá umdæmanefnd Vestfjarða
kemur fram að nefndin mun ekki
gera aðrar tillögur um sameiningu
sveitarfélaga í Strandasýslu og held-
ur ekki í Vestur-Barðastrandarsýslu.
Nefndin bendir á að það liggi ljóst
fyrir að viðræður um sameiningu
Drög að stjómmálaályktun Alþýðubandalagsins
Frjálst framsal
kvóta takmarkað
markað verulega
Tillaga um afnotagjald af fiskimiðum
LAGT er til að fijálst framsal aflaheimilda verði takmarkað verulega
með reglum meðan endurskoðun fiskveiðistefnunnar stendur yfir, í
drögum að stjórnmálaályktun landsfundar Alþýðubandalagsins sem lögð
voru fram á fundinum í gær. Lýst er fullri samstöðu með sjómönnum
í baráttu þeirra gegn viðskiptum með aflaheimildir sem fari fram á
þeirra kostnað og telur flokkurinn að banna eigi með lögum að sjó-
menn taki þátt í kostnaði sem tengist viðskiptum með veiðiheimildir.
Þá hafa Mörður Arnason og Jóhann Antonsson lagt fram tillögu á lands-
fundinum um að þjóðareign fiskimiðanna verði tryggð með sérstöku
afnotagjaldi sem útgerðin greiði í rikissjóð og/eða sjóði sveitarfélaga.
„Með slíku afnotagjaldi er einnig hægast að mæta sveiflum í afkomu
sjávarútvegsins," segir í tiilögunni.
Á landsfundinum í gær kom einnig
fram tillaga frá Bimi Guðbrandi Jóns-
syni, Reykjavík, um að hluti fiskveið-
ikvótans verði seldur hæstbjóðendum
af ríkissjóði og hluta verði úthlutað
til byggðarlaga eftir reglum sem al-
þingi kveði nánar um. Einstök byggð-
arlög hafi síðan sjálfdæmi um hvem-
ig úthlutuðum kvóta verði varið. „Þær
tekjur sm ríkissjóður aflar af kvóta-
sölu verði notaðar til að lækka virðis-
aukaskatt á vöru og þjónustu og
Tillaga á landsfundi
Alþýðubandalags
Endurnýjun-
arregla nái til
þingmanna
TVEIR fulltrúar Birtingar, Gísli
Gunnarsson og Mörður Árnason,
lögðu fram breytingartillögu við
endumýjunarreglu í lögum Al-
þýðubandalagsins á iandsfundi
flokksins í gær. Leggja þeir til að
í fulltrúastöðum, ráðum og nefnd-
um utan Alþýðubandalagsins,
hvort heldur á alþingi eða í
sveitarstjórnum, skuli fulltrúar
flokksins ekki gegna sömu trúnað-
arstörfum Iengur en fjórum sinn-
um í röð.
Nokkuð var deilt um meðferð til-
lögunnar á landsfundinum í gær en
málinu var síðan vísað til úrskurðar
laganefndar. Einnig kom fram um-
deild tillaga þriggja fulltrúa frá
Reykjanesi um að endumýjunarregla
flokkslaganna gildi ekki um formenn
og gjaldkera flokksfélaga. Afgreiðsla
lagabreytinga fer fram á landsfund-
inum í dag.
lækka þannig verðlag í landinu," seg-
ir í tillögu Bjöms.
Þak á aflahlutdeild
Á fundi miðstjómar Alþýðubanda-
lagsins í júní sl. var hart deilt um
hvort afnema bæri framsal aflaheim-
ilda og var tillögu Kristins H. Gunn-
arssonar alþingismanns þar um vísað
frá til frekari umfjöllunar. í þeirri
tillögu sem nú er komin fram sem
tillaga að stjómmálaályktun á lands-
fundi flokksins segir að tryggja verði
að arðurinn af sameiginlegri auðlind
þjóðarinnar renni til íbúa byggðanna
og landsmanna allra en ekki til fá-
einna útgerðaraðila. Stöðva verði þá
eignarmyndun á óveiddum fiski, sem
þegar eigi sér stað í núverandi kerfi,
þrátt fyrir sameignarákvæði físk-
veiðistjómarlaganna.
Takmarka eigi frjálst framsal
kvóta verulega m.a. þannig að fram-
vegis verði fyrst og fremst um að
ræða skipti á jafngildum veiðiheimild-
um og sveigjanleika ef bilanir eða
óviðráðanlegar orsakir valda umtals-
verðri röskun á útgerð. Athuga beri
hvort setja eigi þak á aflahlutdeild
úr einstökum fískistofnum, þannig
að ljóst sé fyrirfram að núverandi
útgerðir eigi ekki sjálfkrafa rétt á
fastri hlutdeild í aukinni veiði þegar
stofnar stækka og veiði vex.
Lagt er til að forkaupsréttur sveit-
arfélaga verði látinn ná til aflaheim-
ilda en ekki einungis skipa á umþótt-
unartímabilinu. Er þess krafist að
krókaveiðileyfí haldist áfram og að
eigendum smábáta gefíst kostur á
að velja milli aflamarks og króka-
veiða sem lúti almennum sóknartak-
mörkunum. þá er lýst andstöðu við
útfærslu hugmynda um þróunarsjóð
sjávarútvegsins og vísað í staðinn í
tillögur flokksins um nýsköpunarsjóð.
Umræður um stjórnmálaályktun
munu standa fram á sunnudag þegar
tillagan verður tekin til afgreiðslu.
hefjist fljótlega mjlli þeirra fjögurra
sveitarstjórna í V-Barðastrandar-
sýslu sem fengu umboð til slíkra við-
ræðna, og ekki sé talin ástæða til
að óttast að landfræðilegar ástæður
hindri sameiningu þótt Tálknafjarð-
arhreppur komi í milli þessara fjög-
urra sveitarfélaga. Þá mun um-
dæmanefndin ekki gera nýja tillögu
um sameiningu milli sveitarfélaga í
N-ísafjarðarsýslu, Bolungarvík eða
Dýrafírði, en hvetur sveitarstjómir á
Vestfjörðum til viðræðna um samein-
ingu.
Engar tillögur lagðar fram
gegn vilja
sveitarstjórnarmanna
Bragi Guðbrandsson sagði að á
Suðumesjum væri einnig verið að
íj'alla um ýmsar hugmyndir um sam-
einingu. Hann sagði að viðræður
væri einnig hafnar milli sveitar-
stjóma Hafnar í Hornafirði, Nesja-
hrepps og Mýrahreppi, en íbúar þess-
ara sveitarfélaga vom samþykkir
sameiningu í kosningunum, og í
Mýrasýslu þar sem fímm hreppar af
átta samþykktu sameiningu er hafín
athugun á því hvemig best unnið
verði að málinu í framhaldi af kosn-
ingunum. Þá hefði umdæmanefndin
á Norðuriandi eystra skrifað öllum
sveitarstjómum í kjördæminu bréf
þar sem óskað er eftir hugmyndum
þeirra um möguleika á annars konar
sameiningu en fólst í þeim tillögum
sem kosið var um.
„Ég held að reynslan kenni okkur
það að það verður ekki lögð fram
tillaga um sameiningu sveitarfélaga
f annarri umferð nema þar sem ljóst
þykir að viðkomandi sveitarstjómir
muni styðja þær eindregið. Það kom
í ljós í kosningunum 20. nóvember
að nánast alls staðar-hafa íbúarnir
greitt atkvæði í samræmi við það sem
forystumenn sveitarfélagsins lögðu
til. Þar sem þeir vom andvígir var
tillagan felld en samþykkt þar sem
þeir vom fylgjandi. Menn vilja draga
ályktanir af þessu og era sammála
um að gera engar þær tillögur sem
fælu það í sér að þær gengju í ber-
högg við viðkomandi sveitarstjómar-
menn á svæðinu," sagði Bragi.
Móta á heild-
arstefnu í
málefnum
útlendinga
RÍKISSTJÓRNIN hefur að til-
lögu Ólafs G. Einarssonar
menntamálaráðherra sam-
þykkt að mótuð verði heildar-
stefna í málefnum útlendinga.
Þegar hefur verið unnið
dijúgt starf í menntamála-
ráðuneytinu að málefnum
nýbúa, en að mati mennta-
málaráðherra þykir nauðsyn-
legt að ríkisstjórnin móti
heildarstefnu um málefni út-
lendinga sem flytjast búferl-
um hingað til lands.
Menntamálaráðherra hefur
lagt til að skipuð verði nefnd
með fulltrúm forsætisráðuneyt-
is, utanríkisráðuneytis, félags-
málaráðuneytis, dómsmálaráðu-
neytis og menntamálaráðuneytis
svo og fulltrúa frá Sambandi
íslenskra sveitarfélaga til að
koma með tillögur varðandi
málefni þeirra sem flytjast bú-
ferlum til landsins. Skal nefndin
meðal annars kynna sér aðstöðu
nýbúa hér á landi svo og stefnu
í málefnum útlendinga í ná-
grannalöndunum og leggja til
hvemig tekið skuli á þeim mál-
um hér á landi.
Kjörið
FRÁ kjörinu á „konu ársins“ f.v. Gullveig Sæmunsdóttir, ritstjóri Nýs Lífs, Inga Elín Kristinsdótt-
ir, gler- og leirlistakona, Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, og Magnús Hreggviðsson,
stjómarformaður Fróða.
Jóhanna valin kona ársins
TILKYNNT var í hófi á vegum tímaritsins Nýs Lífs, fimmtu-
dagskvöldið sl., hver hefði að þessu sinni verið kjörin „kona
ársins" 1993. Það var Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráð-
herra, sem í ár fékk flestar tilnefningar lesenda og velunnara
blaðsins.
í ráeðu sinni í hófinu sagði Gull-
veig Sæmundsdóttir, ritstjóri Nýs
Lífs m.a. að á erfíðleikatímum
kæmi best í Ijós hvort þeir sem
þjóðin hefur kosið til þess að fara
með fjöregg sitt, séu vandanum
vaxnir. Samkvæmt nýlegri skoð-
anakönnun Gallup og íslenskra
markaðsrannsókna njóti aðeins
einn ráðherra núverandi ríkis-
stjómar almenns fylgis meðal þjóð-
arinnar. Það væri Jóhanna Sigurð-
ardóttir, félagsmálaráðherra og
kæmi því varla á óvart að hún
skyldi hafa orðið fyrir valinu þegar
kom að því að kjósa „konu ársins"
á íslandi.
„Kona ársins hlýtur jafnan að
gjöf verk eftir íslenska listakonu
og var Jóhönnu Sigurðardóttur
færð veggmynd eftir Ingu Elínu
Kristinsdóttur, gler- og leirlista-
konu.
Þær konur sem áður hafa borið
titilinn „kona ársins" era frá Vig-
dís Finnbogadóttir, forseti íslands,
og Sophia Hansen.
11 dýralæknar sækja
um embættí í Mýrasýslu
Hvannatúni í Andakíl.
AUs bárust 11 umsóknir um stöðu héraðsdýralæknis' í Mýrasýslu.
Umsækjendur eru Dagmar Vala Hjörleifsdóttir, Innri-Akraneshreppi,
Guðbjörg Þorvarðardóttir, Húsavík, Gunnar Gauti Gunnarsson, Andak-
ílshreppi, Hildur Edda Þórarinsdóttir, Blönduósi, Kjartan Hreinsson,
Reyðarfírði, Gunnar Gíslason, Stykkishólmi, Sigurbjörg Ó. Bergsdótt-
ir, Þórshöfn, Vilhjálmur Svansson, Hofsósi og að auki þrír ' sem óska
nafnleyndar.
Landbúnaðaráðherra veitir stöð-
una að fengnum tillögum stöðuveit-
inganefndar Dýralæknafélags ís-
lands. Sverrir Markússon lætur af
störfum um áramót og hefur þá ver-
ið dýralæknir í Mýrasýsluumdæmi í
tæpt 21 ár.
Aðeins tveir dýralæknar hafa
þjónað í Mýrasýslu frá upphafi. Árið
1928 hóf Ásgeir Þ. Ólafsson þar
störfum og er nú aftur fluttur í Borg-
arnes, á 92. aldursári.
- D.J.
■ MÁLÞING um um daggæslu
barna í heimahúsum verður haldið
í dag, laugardaginn 27. nóvember
í Borgartúni 6 og hefst kl. 10.
Málþingið hefst með ávarpi félags-
málaráðherra, Jóhönnu Sigurðar-
dóttur. Starf dagmóður og starf-
semi samtakanna verða kynnt og
íjallað verður um félagsþjónustu
sveitarfélaga og bamaverndarlögg-
jöfina og reglugerð um daggæslu
barna í heimahúsum verður kynnt
sérstaklega. Starfsmenn frá dag-
vist bama í Reykjavík og frá Akur-
eyri og Selfossi kynna með hvaða
hætti þessi sveitarfélög styðja við
bakið á dagmæðrum og hafa eftir-
lit með starfsemi þeirra. Sérstak-
lega verður fjallað um sjónarmið
og ábyrgð foreldra.