Morgunblaðið - 27.11.1993, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
Afmælismót Soffíu Guðmundsdóttur hefst í dag
Um 80pörtaka
þáttímótinu
AFMÆLISMÓT Soffíu Guðmundsdóttur hefst í Verkmenntaskólanum
á Akureyri kl. 11 í dag, laugardag. Soffía varð 75 ára í vikunni, 23.
nóvember síðastliðinn, en hún heldur upp á afmæli sitt með því að
efna til opins bridsmóts.
Greinilegt er að áhugi er mikill á
mótinu því um 80 pör hafa skráð
sig til þátttöku. Um helmingur þátt-
takenda eru heimamenn, en aðrir
koma víða af Norðurlandi, úr Húna-
vatnssýslu, Þingeyjarsýslum, Fljót-
um og íslandsmeistararnir siglfirsku
mæta einnig til leiks, Soffía er sjálf
alin upp á Siglufirði, en.hún fæddist
að Syðsta-Mói í Fljótum. Þá koma
um 20 pör eða 40 manns til mótsins
úr Reykjavík.
Sest / verður- að spilaborðum
skömmu fyrir hádegi í dag, laugar-
dag og að lokinni fyrri lotu býður
Soffía spilurum upp á afmæliskaffi
áður en seinni lotan hefst, en áætlað
er að spilamennsku verði lokið um
kl. 21 í kvöld. Á morgun, sunnudag
verður byijað að spila kl. 10 og er
áætlað að mótinu ljúki um kl. 14,
en þá tekur við verðiaunaafhending
og síðan verður að nýju boðið í kaffi.
Ásprent með litgreiningu
ÁSPRENT hefur keypt fullkomin
litgreiningartæki og þá keypti
fyrirtækið nýlega nýja tveggja lita
Roland prentvél sem er sú þriðja
sem prentsmiðjan eignast.
Litgreiningartækin sem Ásprent
keypti eru dönsk, frá Scanview, en
með tilkomu þeirra verður hægt að
bjóða viðskiptavinum upp á litgrein-
ingu á litskyggnum og negatívum
og pósitívum Reflex myndum. Lit-
greiningakerfíð byggir á svokallaðri
tromlutækni, glertromla snýst á ógn-
arhraða og skannar inn upplýs-
ingamar.
Þar sem litgreiningar taka geysi-
legt diskapláss þurfti að stækka net-
kerfi prentsmiðjunnar og stórauka
diskapláss og fjölga tölvum. Unnið
er bæði í PC og Macintosh umhverfi
og fer öll filmuútkeyrsla á fullkomna
litaútkeyrslu frá Linotype-Hell.
Næg verkefni eru hjá Ásprenti og
að sögn Rósu Guðmundsdóttur fram-
kvæmdastjóra er mikið prentað fyrir
fyrirtæki og stofnanir á Reykjavíkur-
svæðinu. Þá hefur fyrirtækið um
árabil gefið út íj'órar bækur á mán-
uði auk þess sem 'útgáfa tímarits
hófst í vor, en það er gefíð út mánað-
arlega.
Góða tíðin notuð
til hins ýtrasta
TÍÐ hefur verið góð undanfarnar vikur og fátt sem
minnir á að vetur sé genginn í garð fýrir alllöngu.
Norðanlands hefur vart fest snjó svo heitið geti á
þessu hausti. Byggingaframkvæmdir ganga eins og
að sumarlagi og menn keppast við að nota þessa
góðu tíð því skjótt geta veður skipast í lofti. Á stærri
myndinni sjást smiðirnir Már Axfjörð, Eiríkur Sig-
urðsson og Friðgeir Vilhjálmsson uppi á þaki ný-
byggingar í Giljahverfi. Á innfelldu myndinni er
Ingólfur Ingólfsson að skipta um perur í umferðar-
ljósum bæjarins.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Messur
■ HVÍTASUNNUKIRKJAN
Samkoma fyrir ungt fólk í
kvöld, laugardagkvöld kl.
20.30. Sunnudagur 28. nóv-
ember, barnakirkjan kl. 11. Öll
börn velkomin. Samkoma kl.
15.30, ræðumaður Vörður
Traustason, samskot til tækja-
kaupa. Boðið upp á barna-
gæslu á sunnudagssamko-
munum. Mánudagur 29. nóv-
ember, brauðsbrotning.
Verðstríðið milli matvöruverslana er hreinasta geggjun að mati heildsala
Heildsöluverð á sósubréfi
44 krónur en er selt á 16
Félagsmenn KEA og ríkið greiða herkostnaðinn, segir Hólmgeir Valdimarsson
■AKUREYRARPRESTA-
KALL: Sunnudagaskóli á morgun
kl. 11. Guðsþjónusta verður 1.
sunnudag í aðventu kl. 11. Félagar
í kór Akureyrarkirkju syngja og einn-
ig barnakór kirkjunnar undir stjórn
Hólmfríðar Benediktsdóttur. Guðs-
þjónusta á hjúkrunardeild aldraðra,
Seli, kl. 14. og á dvalarheimilinu
Hlíð kl. 16.
■GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur
og bænastund kl. 13 í dag. Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11 á morgun.
Fundur æskulýðsfélagsins verður kl.
17.30. ■KAÞÓLSKA KIRKJAN
við Eyrarlandsveg 26: Messa kl, 18
laugardag og á sunnudag kl. 11.
■HJÁLPRÆÐISHERINN: Helg-
unarsamkoma kl. 11 á morgun.
Sunnudagaskóli kl. 13.30, bæn kl.
19.30 og almenn samkoma kl. 20.
Flokksforinginn í Reylg'avík, Sven
Fosse, talar á samkomum dagsins.
„ÞETTA er hrein geggjun," segir
Hólmgeir Valdimarsson, einn eig-
enda heildverslunar Valdimars
Baldvinssonar, um verðstríðið sem
háð hefur verið milli KEA-Nettó
og Bónuss síðustu þrjár vikur eða
frá þvi siðarnefnda verslunin var
opnuð á Akureyri. Hann fullyrðir
að báðar verslanir tapi stórum
fjárhæðum á hveijum degi og seg-
ir það spurningu hvort félags-
menn í Kaupfélagi Eyfirðinga séu
tilbúnir að taka þátt í þessum
herkostnaði og eins segir hann
hluta hans lenda á ríkinu í formi
endurgreiðslu á virðisaukaskatti.
Hólmgeir nefndi í samtali við
Morgunblaðið eitt dæmi til að styðja
þá skoðun sína að verðstríðið væri
orðið hrein geggjun, eins og hann
orðar það. Heildsöluverð á Toro-ber-
nessósu í verslun hans er 44 krónur
en bemessósubréfið kostaði að hans
sögn 16 krónur í KEA-Nettó á
fímmtudaginn. Samskonar bréf með
piparsósu var selt á 22 krónur í versl-
uninni eða með 50% afslætti frá
heildsöluverði.
„Þar sem varan er seld undir inn-
kaupsverði fær verslunin endur-
greiddan virðisaukaskatt. Þessir aðil-
ar eru að borga með svo mörgum
vörutegundum að þeir hljóta að fá
virðisaukann endurgreiddan,“ sagði
Hólmeir. „Ruglið er svo ótrúlegt orð-
ið í þessu. Það mun enginn standa
uppi sem sigurvegari í þessu stríð,
en öll verslun á Norðurlandi mun
hins vegar hljóta skaða af,“ sagði
Hólmgeir. Hann sagðist þess fullviss
að báðar búðirnar væru reknar með
stórtapi á hveijum degi. „Hvað segja
þessir aðilar við fólkið sem á Kaupfé-
lag Eyfírðinga, þeir borga milljónir
með þessu dæmi. Maður spyr sig
hvort félagsmenn séu tilbúnir að
borga þennan kostnað."
Bændur hagnast á að kaupa
mjólk í stórmörkuðunum
BÆNDUR í Eyjafirði létu sér detta í hug nú í vikunni að kaupa mjólk
í stórmörkuðum KEA-Nettó og Bónus, en lægst fór verð á mjólk
niður í 52 krónur lítrinn. Þar sem bændur fá nú greidda vetrarupp-
bót á mjólk fá þeir 64 krónur borgaðar fyrir hvem lítra sem þeir
leggja inn.
Verðstríð verslananna tveggja
hefur staðið í þijár vikur, en í gær
fór að bera á hækkunum. Sem
dæmi má nefna mjólkina. Að und-
anfömu hafa verið víxllækkanir á
þessum vörum milli verslananna og
hjá Nettó fengust þær upplýsingar
að í upphafi vikunnar hefði mjólkur-
lítrinn verið seldur á 52 krónur, en
í gær var hann kominn í .62 krónur.
Bændur fá svokallaða C-bein-
greiðslu fyrir mjólkina á tímabilinu
frá nóvember til loka febrúar, en
það er vetraruppbót sem greidd er
í þeim tilgangi að fá bændur til að
jafna út mjólkurframleiðsluna yfír
árið. Á þessu tímabili fá bændur
64 krónur fyrir mjólkurlítrann, en
52,85 krónur á öðrum tíma.
Á meðan mjólkurverðstríð versl-
ananna stóð sem hæst fyrstu daga
vikunnar ræddu bændur á samlags-
svæðinu möguleikann á því að
kaupa mjólk í þessum verslunum á
rúmar 50 kr., hella í tankana hjá
sér aftur og selja hana aftur á 64
krónur, en þannig hefðu þeir hagn-
ast á viðskiptunum. Til að sleppa
við að greiða flutningskostnaðinn
hefði verið best að skila mjólkinni
beint í samlagið í femunum.
Þú færð mikið fyrir íítið hjá okkur
Úrval af búsáhöldum og gjafavörum á ótrúlegu veröi.
Verðdæmi: 18 glös í pk. kr. 910,- Eldföst form kr. 650,-
Ávaxtasett kr. 690,- 1 2 manna matar- og kaffistell kr. 7.320,-
Opið mánudaga tii föstudaga frá kl. 12-19. Laugardaga kl. 10-17 og sunnudaga kl. 13-17.
BÚSÁHALDAMARKADURIM, SMIÐJUVEGI30, RAUÐ GATA, KÓPAVOGI.