Morgunblaðið - 27.11.1993, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
33
<
i
í
Í
i
í
i
i
í
4
4
4
4
4
4
H
Minning
Jónmundur Eiiíksson
sérlega þróttmikið hljóð, hímdi ég á
rúmstokknum og grét mínum gleð-
itárum." Ef til vill hefur þessi sam-
eiginlegi grátkór „Steinu litlu“ og
Unnar á fyrstu stundum lífs þeirrar
fyrrnefndu lagt grunninn að því sem
síðar varð að einlægri vináttu.
Unnur var létt á fæti og létt í
lund. í minningu minni hleypur hún
við fót, jafnt inni sem úti og brosir
og gerir að gamni sínu, hvort heldur
var við matseld eða mjaltir.
Unnur hafði einstakt viðmót.
Þegar hún breiddi út faðminn staf-
aði frá henni yl og mannlegri hlýju
og aidrei efaðist ég um að hún
væri óendanlega glöð að sjá mig.
Unni tókst að láta mig fínna að ég
skipaði alveg sérstakan sess í hjarta
sér. Alveg frá því að ég man fyrst
eftir Unni vissi ég þetta og fannst
það fullkomlega eðlilegt. En svona
var Unnur, hún hafði stórt og hlýtt
hjarta og ég þykist vita að henni
hafi á sama hátt tekist að miðla
kærleika sínum til annarra vina
sinna og vandamanna.
Það var mikil gæfa að fá að
þekkja Unni og fyrir það ber a.ð
þakka nú þegar leiðir skiljast. Eg
bið öllum ættingjum og vinum Unn-
ar blessunar. Megi allt hið góða
umvefja ykkur og milda sorg ykkar.
Steinunn H. Lárusdóttir.
Amma Unnur er dáin. Það er
erfitt að sætta sig við að þessi
kraftmikla og hraustlega kona, sem
alltaf var svo ung í okkar augum,
hafi kvatt okkur eftir að hafa barist
svo hetjulega við þann þrautseiga
sjúkdóm, krabbamein, sem að lokum
hafði betur.
í vor og sumar vann hún af mikl-
um krafti í garðinum sínum enda
hefur hann aldrei verið fallegri.
það er svo tómlegt að koma niður
í „gamla bæ“ núna, þegar engin
amma er til að taka á móti manni
með ástúð sinni og hlýju. En minn-
ingarnar eru margar sem koma upp
í hugann og þær er dýrmætt að eiga.
Nú þegar desember, jólamánuð-
urinn, fer í hönd verður margs að
minnast og margs að sakna. Það
var fastur liður í jólaundirbúningn-
um að amma bauð okkur í konfekt-
gerð og oft var líka eitthvert föndur
með. Hún hafði allta mikla gleði af
öllum samverustundum með fjöl-
skyldunni.
Jólamaturinn var alltaf borðaður
á aðfangadagskvöld niðurfrá hjá
ömmu og það var alltaf svolítið sér-
stök jólastemmning og hátíðleiki í
bænum hennar.
Alltaf studdi hún okkur heilshug-
ar í því sem við tókum okkur fyrir
hendur og var ævinlega stolt af
okkur ef vel gekk.
Við vonum að ömmu líði vel núna
og við vitum að afi hefur tekið vel
á móti henni.
Við viljum þakka þeim fyrir allt
sem þau voru okkur og biðjum Guð
að blessa minningu þeirra.
Unnur Elfa, Eva Dögg
og Gunnar Þormar.
Fæddur 9. janúar 1914
Dáinn 13. nóvember 1993
„Takk fyrir í dag og Guð veri
með þér.“ Þetta voru síðustu orð
afa við mig. Hann var svo hress
og kátur þennan dag að ekki gat
ég ímyndað mér að hann yrði far-
inn frá okkur aðeins tveimur dög-
um seinna. Við ætluðum að hittast
í afmælinu hennar Ingiríðar þenn-
an dag en það varð aldrei. Það er
sárt að missa einhvern sem manni
þykir vænt um. Maður gerir sér
ekki grein fyrir því hvað manni
þykir vænt um einhvern fyrr en
hann er farinn. „Enginn veit hvað
átt hefur fyrr en misst hefur.“
Einhvers staðar er þetta ritað og
eru sannarlega orð að sönnu.
Það eru ótal minningar sem
þyrlast, upp í hugann og allar eru
þær góðar um hann afa minn.
Þegar við Styrmir vorum hjá afa
og ömmu í Aspó og afi leyfði okk-
ur að tala og syngja inn á segul-
bandið. Þegar hann tók spóluna
og sagðist ætla að geyma hana
og leyfa okkur að hlusta á hana
þegar við yrðum eldri því að við
hefðum áreiðanlega gaman af því.
Þar hafði hann svo sannarlega rétt
fyrir sér, enda þótt við værum
svolítið svekkt að fá ekki að taka
meira upp.
Nú verður enginn sem hrópar
„ó ó ó“ þegar ég kem á fimmtudög-
um og hjálpa ömmu að þrífa. Afi
byrjaði alltaf á að segja að nú
væri friðurinn úti því að skassið
Fæddur 7. júní 1924
Dáinn 31. október 1993
Elsku pabbi!
Þig sem ! fjarlægð fjöllin bak við dvelur
og fagrar vonir tengir líf mitt við,
minn hugur þráir, þjartað ákaft saknar,
er horfnum stundum ljúfum dvel ég hjá.
Heyrirðu ei hvern hjartað kallar á?
Heyrirðu storminn kveðju mína ber?
Þú fagra minning eftir skildir eina,
sem aldrei gleymi meðan lífs ég er.
(Cæsar)
Að morgni sunnudagsins 31.
október hringdi síminn, það var
mágkona mín að láta mig vita að
elsku pabbi minn væri dáinn. Það
er erfitt að lýsa með orðum því
mikla tómi sem yfir mig hvolfdist
við svo hörmulega frétt. Pabbi, sem
var svo nýbúinn að vera hér hjá
okkur í Vík, svo hress, kátur og
ungur í anda. Væri nú búinn að
skilja við lífið hér á jarðríkinu og
kominn á annað og æðra tilverustig.
Það er erfitt að sætta sig við
væri komið og svo talaði hann allt-
af um hvað það væri gaman að
sjá mig. Nú er enginn sem talar
um hvað kvenfólk sé nú óæðri
verur en karlmenn, eins og afi tal-
aði um og alltaf vorum við sam-
mála, en svo sagði hann að við
værum nú ekkert svo vitlausar.
Það verður tómlegt án afa á
jólunum núna. Nú vantar einn við
matborðið á aðfangadagskvöld og
gamlárskvöld. Afi hefði orðið átt-
ræður hinn 9. janúar og við ætluð-
um að halda veislu fyrir hann og
ömmu því að þau áttu afmæli sama
dag og voru jafngömul. Afi sagðist
ekki vilja veislu því hann ætlaði á
Hjálpræðisherinn og sitja þar á
afmælisdaginn, en við vissum öll
að þetta var bara grín hjá honum,
hann ætlaði auðvitað að koma í
veisluna sína hjá okkur.
Við erum eigingjörn og viljum
fá afa aftur inn í líf okkar því að
það er tómlegt án hans. Við vitum
að einhvern tímann munum við öll
deyja, en erum samt aldrei tilbúin
undir það. Ég er þakklát fyrir að
hafa fengið að hafa afa í öll þessi
ár enda þótt ég hefði viljað hafa
hann lengur, en afi lifir í minning-
unni og á alltaf stað í hjarta mínu.
Elsku amma mín, þinn missir
er mikill og megi Guð vera með
þér og styrkja þig.
Dagbjört.
Mig langar að minnast afa míns,
Jónmundar Eiríkssonar, í örfáum
það, en tíminn læknar öll sár, þó
að við skiljum j)að oft ekki fyrr en
miklu seinna. Eg var þó svo heppin
að eiga þig að í tæp 28 ár hér á
jörð o'g efalaust á ég þig alltaf að
þó að ég fái þig ekki snert, faðmað
né kysst. En minningar lifa um alla
eilífð og þær getur enginn, nei,
enginn, numið á brott.
Af mörgu er að taka þegar minn-
ingar um þig eru annars vegar. Ég
man svo vel þegar við vorum á leið
að ná í þig, þegar þú komst af sjón-
um, man eftir gleðinni og spenn-
ingnum sem því fylgdi. Líka sökn-
uðinum þegar þú fórst aftur. Öllum
símhringingunum utan af sjó og
svörunum ef ég spurði um aflann,
alltaf fékk ég sama svarið: „Ekki
upp á hund.“ Oft vissi ég betur.
Stundum fékk ég að fara með
þér í veiðiferð á Ljósafellinu SU 70.
Alltaf varð ég jafn sjóveik en fór
samt. Þú ýmist bjóst um mig í koj-
orðum, en hann lést í Borgarspítal-
anum 13. nóvember, á fjögurra ára
afmæli'sdegi Ingiríðar dóttur
minnar.
Afi var fæddur í Ljótshólum í
Austur-Húnavatnssýslu 9. janúar
1914. Foreldrar hans voru Éiríkur
Grímsson og Ingiríður Jónsdóttir.
Átti hann einn bróður, Grím. Eftir-
lifandi kona afa er Þorbjörg Þor-
steinsdóttir og eiga þau þijú börn,
átta barnabörn og fimm barna-
barnabörn.
Þau hjón byijuðu búskap í Ljóts-
hólum og bjuggu þar til 1952 er
þau fluttust að Auðkúlu og bjuggu
þar þar til þau fluttust til Reykja-
víkur 1967.
unni þinni eða uppi í brú á gólfinu
hjá þér, færðir mér eitthvað að
borða eða sjóveiki-kók eins og við
systumar kölluðum það, svo hjúkr-
aðir þú mér af þinni einstöku um-
hyggju.
Fyrstu utanlandsferðina fór ég
Fyrst áttu þau heima á Rauð-
arárstíg, síðan í Asparfelli. Afi hóf
þá störf hjá Fasteignamati ríkisins
og starfaði þar allt þar til hann
settist í helgan stein.
Ég minnist þess er ég var krakki
og von var á afa og ömmu norður
í heimsókn. Spenningurinn og til-
hlökkunin var slík að spurt var í
sífellu hvenær þau kæmu. Svo
þegar þau renndu í hlaðið fóru
allir til að taka á móti þeim og
bjóða þau velkomin. Komu þau öll
sumur allt til 1990 er afi hætti að
treysta sér, en þá kom bara amma.
Veturinn 1985 bjó ég hjá þeim
og var það yndislegur vetur sem
ég mun geyma í huga mér. Með
23. Davíðssálmi kveð ég afa minn
og þakka honum fyrir öll árin sem
við áttum saman.
Elsku amma, megi Guð vera
með þér á þessari erfiðu stundu.
Drottínn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis njóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns síns.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert hjá mér,
sproti þinn og stafur hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir ijendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
Kristin Hanna.
líka með þér, elsku pabbi minn, til
Færeyja á Ljósafellinu og þú gafst
mér peninga til að kaupa gjafir
handa mömmu og Benný Sif sem
biðu okkar heima, því að aldrei
gleymdir þú þeim sem heima voru.
Alltaf hringdir þú á afmælinu
mínu og síðar meir í syni mína af
sama tilefni og sendir þeim sokka
sem þú pijónaðir og eiga eftir að
verma litlar tær i kulda um langa
tíð.
Það hringir víst enginn pabbi í
mig 5. desember oftar, en efalaust
ertu ekki langt í burtu frá okkur.
Rjúpnaferðirnar voru líka ófáar
sem við fórum í saman, ekki man
ég hvað við fengum margar hveiju
sinni en notalegt var að vera með
þér, það man ég.
Elsku pabbi, minningin um góðan
mann, elskandi föður, tengdaföður
og afa lifír í huga okkar og hjarta
um alla tíð.
Elsku mamma, systkini mín og
fjölskyldur þeirra, megi guð gefa
okkur styrk og trú í okkar miklu
sorg.
Elsku pabbi minn, hafðu þakkir
fyrir allt og allt, guð geymi þig.
Þín elskandi dóttir,
Sóley Rut.
Guðmundur ísleifur
Gíslason — Minning
Björgvin Amar Valdi-
marsson — Minning
Fæddur 9. mars 1946
Dáinn 20. nóvember 1993
Þegar ég frétti sl. sunnudags-
morguninn að Addi frændi væri
dáinn, setti mig hljóðan um stund.
Það var ekki liðinn nema tæpur
mánuður síðan hann fylgdi bróður
sínum til hinstu hvíldar. Báðir dán-
ir fyrir aldur fram. Það er á svona
stundum sem margir hugsa: „Hver
er tilgangurinn, hvað er það sem
veldur því að svo ungur maður er
hrifsaður frá okkur svo snöggt og
fyrirvaralaust?" Okkur finnst það
svo óréttlátt að höggvið sé í sama
knérunn með svo stuttu millibili.
En vegir guðs eru órannsakanlegir
og lífsgátan okkur hulin eftir sem
áður.
Addi frændi fæddist á Eskifirði
og ólst þar upp, ásamt systrum sín-
um, hjá móður sinni Aðalheiði og
fósturföður Georg (móðurbróður
mínum). Hann var alltaf kallaður
„frændi“ af okkur systkinunum
þrátt fyrir það að ekki væri um
blóðskyldleika að ræða.
Faðir hans dó þegar Addi var
mjög ungur. Heiða og Goggi frændi
bjuggu á neðri hæðinni í húsinu sem
ég ólst upp í. Samgangur á milli
hæða var mikill og enda þótt nokk-
ur aidursmunur væri á okkur Adda,
tókst með okkur vinátta sem hélst
til enda og þó að sambandið minnk-
aði síðustu árin fylgdist ég með
honum og fjölskyldu hans úr íjar-
, lægð.
Það eru margar ljúfar minningar
sem leita á hugann þegar ég lít til
baka. Efstir eru mér í huga bíltúr-
arnir sem við fórum um Eskifjörð
og nágrenni og allar samræðurnar
sem fram fóru í þeim ferðum. Addi
var feiminn maður að eðlisfari, en
hlýjan sem frá honum stafaði sveik
engan. Hann var prakkari inn við
beinið og gerði mönnum stundum
grikk, en aldrei var um illgirni að
ræða í þeim prakkarastrikum.
Ógleymanlegt er það þegar hann
sat í farþegasætinu á fólksvagnin-
um sínum og keyrði hann þannig
um bæinn í Eskifirði.
Þegar móðir hans dó bjó hann
lengi einn eða þartil hann kynntist
eftirlifandi eiginkonu sinni Helgu
Hauksdóttur. Þau eignuðust tvær
dætur, Aðalheiði Erlu og Ingu Val-
borgu. Helga átti dreng fyrir, Heið-
ar Agúst, sem Addi gekk í föður
stað. Þau hófu fyrst búskap á Eski-
fírði en fluttust þaðan til Reyðar-
fjarðar og bjuggu þar í nokkur ár.
Síðustu árin bjuggu þau á Suður-
nesjum.
Það má segja um Adda að hann
hafi verið leitandi alla sína ævf.
Hann bar ekki tilfinningar sínar á
torg og gat því oft verið erfitt að
átta sig á því hvað hann var að
hugsa. í mannlegum samskiptum
var hann einstaklega ljúfur og börn
hændust að honum svo að eftir var
tekið. í vinnu var hann ákaflega
duglegur og samviskusamur og sem
verkstjóri þótti hann réttsýnn og
kom vel fram við undirmenn sína,
en hann var m.a. verkstjóri hjá
Eskifjarðarbæ og Vegagerð rikisins
á Reyðarfirði.
Þá stundaði hann verslunarstörf
bæði á Eskifirði og Reyðarfirði og
var tekið til þess hve lipur og þjón-
ustugóður Áddi var. Snyrtimenni
var hann með afbrigðum og báru
híbýli hans og bílar því glöggt vitni.
Það þóttu heppnir menn sem keyptu
af honum bíla. Allar vélar léku í
höndunum á honum, ýtur, gröfur
vörubílar og fleira.
Minnisstæður er sá tími er hann
ruddi snjó af leiðinni yfir Oddskarð,
en það var stoltur frændi sem sagði
félögum sínum frá því að á tveimur
sólarhringum stanslaust hefði Addi
rutt leiðina á lítilli ýtu, en þá hafði
snjóað óvenju mikið.
Nú þegar ég kveð frænda minn
í hinsta sinn þá er mér efst i huga
þakklæti til hans fyrir þann tíma
sem ég var með honum.
Elsku Inga og Ella, ég veit að
sorg ykkar er mikil. Nú á stuttum
tíma sjáið þið á bak bræðrum ykk-
ar, en ég veit að sá sem öllu ræður
mun styrkja ykkur og leiða.
Helga, Heiðar Ágúst, Aðalheiður
og Inga, ykkur sendi ég fyrir hönd
systkina minna og föður innilegar
samúðarkveðjur og bið guð að
styrkja ykkur í sorginni.
Góðs drengs er sárt saknað.
Helgi Ilalldórsson.