Morgunblaðið - 27.11.1993, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NOVEMBER 1993
37
hlutina með hangandi haus heldur
var vaðið í verkið. Hann réðst að
rifunum, sveiflaði garninu til og frá,
hélt á vasahnífnum í munninum og
tuldraði í barminn um leið: „Þetta
passar hér og þetta hér.“ Síðan
hefti hann saman og fékk öðrum á
dekkinu verkefnin og lét einn sauma
hér og annan þar þangað til allir
voru komnir að verki. Þannig vannst
verkið fljótt og örugglega undir
hans stjórn enda var ekkert gefið
eftir. Hann vissi að tíminn var dýr-
mætur og tafir frá veiðum máttu
aldrei verða miklar.
Það var skap í honum og hann
vildi að menn héldu sig að vinnu
og oft flugu smá skot og athuga-
semdir af vörum hans, svona rétt
til að ná upp rétta andanum við
vinnuna. Þó heyrðum við hann sjald-
an æsa sig upp og skipta verulega
skapi en ef svo bar undir þá var
vissara að hafa hægt um sig því
hann var vanur að eiga síðasta orð-
ið enda vissi hann oftast hvað hann
söng.
Tommi var tryggur og góður vin-
ur og skipsfélagi. Hann var sam-
kvæmur sjálfum sér og lá ekkert á
skoðunum sínum. Það vissu allir
hvaða skoðun hann hafði og til hvers
hann ætlaðist af skipsfélögum sín-
um. Hann var hörkuduglegur til
vinnu og ætlaðist til að allir aðrir
skiluðu sínu starfi vel enda líkaði
honum vel við þá sem honum fannst
leggja sig fram við vinnuna og fengu
þeir að njóta þess. Aftur á móti
leyndi hann því ekkert ef honum
þóttu menn vera latir og hlífa sér
við vinnuna og fengu þeir alveg að
heyra það frá honum. Það var ekki
hans persónuleiki að liggja á hlutun-
um og hann kom bara alltaf til dyr-
anna eins og hann var klæddur,
sama hver átti í hlut.
Þegar frítími gafst frá vinnunni
var Tommi oft í hringiðu gáskans
og gleðinnar. Þegar setið var í borð-
salnum var hann fljótur að taka til
spilastokkinn. Ef hann var einn
lagði hann kapal en um leið og
færi gafst á að fá einhverja til að
taka í spil var hann fljótur til og
var þá sama hvort um var að ræða
kasínu eða brids. Oft var fjör við
spilaborðið, þegar hart var tekist á
í bridsinu, og flugu þá setningar á
milli í hita leiksins og oft skapaðist
hlátur í borðsalnum þegar athuga-
semdir komu frá Tomma. Hann var
einstaklega orðheppinn maður og
það eru mörg gullkomin sem hrotið
hafa af vörum hans í gegnum tíðina.
Tommi var mikill matmaður og
hafði ánægju af að borða góðan
mat enda var oft gaman að fylgjast
með honum þegar hann kom í borð-
salinn og einhver veislan var á borð-
um. Þá leit hann yfir borðið með
bros á vör og sagði: „Það er bara
veisla."
Skarð það sem Tommi skilur eft-
ir sig í áhöfn Hugins verður vand-
fyllt. Hann var eiginlega hjartað um
borð í Hugin. Vissi hvar allir hlutir
voru og hvernig bregðast ætti við í
hinum ýmsu tilvikum og þó elstur
væri í áhöfninni var ekki hægt að
sjá það þegar verið var við vinnu á
dekkinu, hvort sem var verið að
draga nótina, bæta eða gera að.
Við fráfall Tomma sjáum við á
eftir ógleymanlegum persónuleika,
góðum samstarfsmanni og traustum
félaga og vini. Við erum þakklátir
fyrir að hafa fengið að kynnast
honum og eiga með honum sam-
fylgd sem var okkur öllum bæði
gleðileg og lærdómsrík. I hugum
okkar geymist minningin um góðan
og einlægan vin og við trúum því
að honum farnist vel í nýjum heim-
kynnum. Þar mun hann róa á ný
og fengsæl mið og við efumst ekki
um að þar muni gusta af honum á
dekkinu eins og hefur gert á þeim
miðum sem við höfum róið með
honum á.
Ernu, eiginkonu hans, börnum
og öðrum ástvinum sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur og
vonum að góður Guð styrki þau í
þeirra miklu sorg.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem)
Guð blessi minningu Tómasar
Guðmundssonar.
Skipsfélagar
af Hugin VE 55.
Minning
Jón Þ. Einarsson
Fæddur 18. janúar 1916
Dáinn 5. nóvember 1993
Sumir dagar eru minnisstæðari
en aðrir. Það var vor í lofti, ekki
bara árstíðin, vor í víðum skilningi.
Það var fermingardagur okkar tví-
burasystra á hvítasunnu 1942.
Biðin eftir að messan í Miðdals-
kirkju hæfist veitti nægan tíma til
umhugsunar um þá nýstárlegu hluti
sem í vændum voru. Það átti einnig
að vera hjónavígsla. Næstelsta syst-
ir mín, Aðalheiður, myndi giftast í
dag. Viltu setja þig inn í hugarheim
fermingarbarnsins sem hugsaði
margt og um fleira en fermingarat-
höfnina sjálfa.
Þá rifjaði ég upp er fundum okk-
ar, mín og tilvonandi eiginmanns
Heiðu systur, bar fyrst saman. Þá
var hún í fangi hans á afviknum
stað í bænum heima.
Trúlegt er að þá hafi ég verið
skömmustuleg og lagt á flótta. En
inn í hugsanir mínar þennan dag
blandaðist þetta rómantíska ívaf
um riddarann á hvíta hestinum, er
sótti brúði sína.
Öll athöfnin í Miðdalskirkju fór
fram með hefðbundnum hætti. Að
henni lokinni var stigið um borð í
vörubílspall og ekið sem leið lá út
Laugardalinn, niður um Grímsnes,
þá upp um Biskupstungur að
Neðra-Dal, bæ brúðgumans, Jóns
Þ. Einarssonar. Þar var haldin brúð-
kaupsveisla að mikilli rausn í þröng-
um húsakynnum sem ég minnist
ekki að bagaði neitt.
Já, þetta var upphaf hjúskapar
Jóns í Neðra-Dal, en svo vil ég
nefna hann, og systur minnar Aðal-
heiðar. Þetta var líka fyrsta ferð
mín á þennan stað sem er að mér
finnst fegursta bæjarstæðið í Bisk-
upstungum.
Mikið starf hófst nú hjá þeim
ungu hjónum, því að víða þurfti að
taka til hendinni fyrir ungan mann
hlaðinn hugsjónum, búfræðings-
menntaðan frá Hvanneyri. Því
starfi er best lýst með því að líta
heim að Neðri-Dal nú að hálfri öld
liðinni.
Það er skemmst frá að segja að
táningsárum mínum eyddi ég á
þessum stað hjá systur minni og
mági. En þá þótti það við hæfi að
vinnan tæki við að fermingu lok-
inni. Neðri-Dalur var mitt annað
heimili fyrstu hjúskaparár Jóns og
Heiðu.
Margt væri hægt að rifja upp frá
þeim tíma en minnisstæðust hlýtur
samt að vera glaðværðin og ham-
ingjan er drengirnir þeirra komu í
heiminn, það er sagan um sigrana
stóru.
Hægt væri að bregða upp mynd
af heimilinu þegar risið er nýtt íbúð-
arhús, holsteinsbygging með
valmaþaki sem mjög var i tísku þá.
Miðstöðvarhitun, koksvél.
Oft á kvöldin las Jón upphátt
einhveq'a spennandi ástarsögu fyrir
heimilisfólkið því að útvarpið bauð
ekki oft upp á mikið skemmtiefni.
Strákamir misjafnlega færir á leik-
velli lífsins í þá daga, því að þegar
einn þurfti að skríða gat annar
sprett úr spori og sá elsti jafnvel
svarað fyrir sig. Já, þetta var í
gamla daga, það var gaman að lifa
og sjá framvindu lífsins.
Arin hafa liðið. Drengirnir í
Neðra-Dal hlusta ekki lengur á sög-
ur frænkunnar, sögur um skessuna
í fjallinu sem reyndi stundum að
góma óþæga stráka. Eða um stelp-
una í pappakjólnum sem grét perlu-
tárum.
Alvara lífsins kveður dyra hjá
okkur öllum, hjá mér og þér. Þótt
vistum mínum lyki hjá þeim Neðra-
Dalshjónum var ég þar mjög hand-
gengin. Þau björguðu mér og mín-
um á erfiðum stundum og voru
boðin og búin að hlaupa til þegar
með þurfti, það er of langt mál að
rekja.
Fyrir okkur sem eftir stöndum
voru umskiptin of snögg. En þetta
er framvinda lífsins og allt æsku-
fólkið, sorgbitna, sem fylgdi afa
sínum seinasta spölinn það á minn-
inguna um hann, traustan og ráð-
hollan. En það er eins og Davíð
segir í einu kvæða sinna „Sorgin
gleymir engum“. En sorgin þroskar
okkur líka, unga æskufólk.
Elsku Heiða mín, ég veit að þú
hefur misst mikið, en þú ert rík,
rík að góðum minningum um góðan
mann. Ég votta mági mínum virð-
ingu mína og við hjónin biðjum Guð
að blessa ykkur öll.
Lilja Guðmundsdóttir.
Mér barst sú fregn hinn 5. nóv-
ember sl. að hann Jón í Neðra-Dal
væri dáinn, að hann hefði dáið þá
um morguninn.
Hann var búinn að eiga við veik-
indi að stríða í nokkur ár og fór
ástandið versnandi, en hvorki mig
né aðra óraði fyrir að kallið væri
komið.
Ég var smábarn þegar ég dvald-
ist fyrst hjá Jóni og Heiðu frænku
í Neðra-Dal. Það var ekki ósjaldan
sem ég fékk að sofa í millinu hjá
þeim og kallaði ég þau lengi vel
„himnapabba og himnamömmu"
enda voru þau mér sem slík. Ég
man að oft sofnaði ég undir sögu-
lestri himnapabba míns.
Ég átti svo mikið heima í Neðra-
Dal að ég hélt því statt og stöðugt
fram að þar ætti ég átta bræður.
Þegar ég lít til baka og fer að
hugsa um fortíðina þá sé ég hve
góðan vin ég hef átt þar sem Jón
var og þá ekki síður eftir að ég
fullorðnaðist og kynntist honum
sem jafningja.
Jón var fastur fyrir og stóð eins
og klettur með þeim sem honum
voru kærir. Hann var glaðvær og
gamansamur og vildi helst hafa létt
í kringum sig.
Það var örugglega þessi kátína
sem létti honum lífíð í hans miklu
Mig langar í fáeinum orðum að
koma minni hinstu kveðju til
Andrésar Þórarinssonar, sem lést í
Landspítalanum hinn 12. nóvember
síðastliðinn. Andrés var faðir bestu
vinkonu minnar, Sonju, og í gegn-
um hana kynntist ég þessum dug-
mikla manni sem alltaf var til taks
þegar einhver þarfnaðist hans.
Elsku Sonja, ég veit að söknuður
þinn er mikill, og mér finnst eins
go ég hafi ekki gert nógu mikið til
að aðstoða þig og styrkja á þessum
erfiðu tímum. En þú veist að ég á
erfitt með að opna mig fyrir þessu
alvarlega, en mig langar til að þú
veikindum og gerði honum kleift
að halda reisn sinni til hinstu stund-
ar.
Elsku Heiða mín, „himnabræð-
urnir mínir 8“ og fjölskyldur ykkar.
Ykkur sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur á þessari sorgar-
stundu.
Fjóla Ingimundardóttir.
Nú er hann elsku afi okkar farinn
og kemur hann aldrei aftur. En við
eigum þó margar góðar minningar
um hann og þær gleymast aldrei.
Engan grunaði að hann færi svona
fljótt frá okkur. Á meðan hann var
á sjúkrahúsinu hugsaði hann heim
til sín, eins og pabbi hans segir í
ljóðinu Undir Bjarnarfelli:
Ó, fjallið mitt hið fríða,
sem faldað er stundum með snjó
og barið í hamfórum hríða
mér hugstæð er einatt þin ró.
Þar Biskupstungna byggð ég sá,
sú byggð er stór og fögur.
Þar á sér margur ósk og þrá
og einnig Ijóð og sögur.
í birkihlíð er brekkan kær
og bros með þíða strengi
og svanavötnin silfurtær
og sumarskrúðgræn engi.
(Einar Grímsson.)
Guð blessi þig og styrki í sorg-
inni, elsku amma okkar.
Hanna Björk og
Eva Lillý Einarsdætur.
vitir að pabbi þinn mun alltaf vera
í minningu minni og sama hvað
bjátar á þá getur þú leitað til mín.
Ég mun gera mitt besta.
Kæri Andrés, ég vona og ég veit
að þín bíður eitthvað betra þarna
fyrir handan og ég trúi því að þú
munir vaka yfir okkur sem eftir
sitjum og þú mátt trúa því að við
munum geyma minningu þína í
hjarta stað, því að það áttu svo
sannarlega skilið. Þú átt yndislega
sterka fjölskyldu sem saknar þín
sárt.
Guð geymi þig.
Sæunn.
Minning
Andrés Þórarinsson
Bróður minn, +
JENS JÓNATAN BJÖRNSSON,
Njálsgötu 28,
lést þann 25. nóvember.
Guðmundina Björnsdóttir.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
GUÐRUNAR SOFFÍU ÞORLÁKSDÓTTUR,
Seljahlíð,
Hjallaseli 55.
Sævar Halldórsson, Sigrún Erla Skúladóttir,
Þorbergur Halldórsson, Ingibjörg Bergmann,
Steinar Halldórsson, Lillian Nielsen,
barnabörn og barnabarnabörn.
Þökkum af alhug öllum þeim, er sýndu okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og langafa,
BJÖRGVINS ABELS MÁRUSSONAR
frá Fyrirbarði í Fljótum.
Guð blessi ykkur öll.
Sigurlína Jónsdóttir,
Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Haukur Hannibalsson,
Erlendur Jón Björgvinsson,
Sigurjóna Björgvinsdóttir,
Freysteinn Björgvinsson,
Gylfi Björgvinsson,
Guðjón Björgvinsson,
Þröstur Már Björgvinsson,
Guðrún Fjóla Björgvinsdóttir, Sigurður V. Bachmann,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elisabet Guðmundsdóttir,
Gunnar Guðmundsson,
Guðbjörg Hermannsdóttir,
Þuríður St. Þórólfsdóttir,
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð
og vinarhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengda-
móður og ömmu,
HELGU VILBORGAR VALTÝSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Reykjavík.
Grímur Pálsson,
Valtýr Grímsson, Auður Þórhallsdóttir,
Helga Valtýsdóttir, Hugrún Valtýsdóttir,
Grímur Helgi Pálsson, Kristjana Sigurðardóttir.
Alúðar þakkir til allra þeirra, sem sýndu
okkur vinarhug við andlát og útför
PÉTURS ÞORSTEINSSONAR
fyrrverandi sýslumarins.
Sérstakar þakkir eru færðar
Dalamönnum.
Björg Ríkarðsdóttir,
Jóna Lára Pétursdóttir, Ríkarður Már Pétursson,
Þorsteinn Pétursson, Þórhildur Pétursdóttir,
tengdasynir og barnabörn.
Niójamót
Olafur Jónsson, dbrm. og þingmaður Húnvefninga, og kona
hans, Oddný Olafsdóttir, fædd órið 1811, fluttu að Sveinsstöð-
um i Þingi árið 1844. I athugun er að efna til niðjamóts þeirra
í sumar. Afkomendur, sem áhuga hafa á slíku móti, eru beðnir
að hafa samband við undirritaða:
fytagnús Olafsson, bóndi, Sveinsstöðum, simi 95-24495,
Asrún Olafssdóttir, hótelstjóri, Blönduósi, sími 95-24126
eða 95-24545.