Morgunblaðið - 27.11.1993, Side 44
44
MORtíUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
„ Ís S kcLpur-inn cr biLc&Ur—
s>/o 'eg setLl frostLög i nijoltino,!'
Með
morgnnkaffinu
týri fyrir lilla sinn.
Það lítur út fyrir að slóðin
endi hér, herra lögreglusljóri.
HÖGNI HREKKVÍSI
BREF HL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Hjólað í strætó!
Frá Óskari D. Ólafssyni:
Sumarið er að kveðja og með
svalandi haustblænum búum við
okkur undir veturinn. Veturinn í
Reykjavík þykir oft einstakur. Hann
er mildur, samt síbreytilegur, og
getur eins og við öll þekkjum kom-
ið okkur skemmtilega á óvart. Þeg-
ar við förum út á morgnana getur
verið logn, brakandi frost og gull-
falleg hádegissóí gleður morgun-
fúla. Þegar við ætlum heim þá er
aleg eins víst að það sé komið rok
með slyddu beint í fangið.
En þó að það sé á sinn hátt upp-
lifun að hjóla slyddublautur með
vindinn í fangið þá væri oft ágætt
ef hægt væri að snúa á veðíið. Til
dæmis með því að bregða sér í
strætó og koma þurr heim. En má
það? Nei, eins og allir vita þá má
ekki taka hjól með sér í strætó.
Umferðarsamtök almennings
ákváðu því fyrir skömmu að stinga
upp á lausn á þessu. Lausnin feist
í sérstökum hjólagrindum sem sett-
ar yrðu aftan á nokkra strætis-
vagna. Tillagan sem verður skýrð
út að neðan var hafnað á gagnrýnis-
lausan hátt. Efnisleg umfjöllun til-
lögunnar var engin í svari stjórnar
SVR. Þar með var verið að lítils-
virða þann úrbótavilja sem fjölda-
samtök á borð við Umferðarsamtök
almennings vilja sýna í þágu al-
menningsheilla. Munu ófagmannleg
vinnubrögð frá opinberum aðilum
alltaf koma undirrituðum á óvart.
Af hverju nei?
Bætt þjónusta í almenningssam-
göngum þykir vera til almennings-
heilla. Samt er eins og vilji stjómar
SVR hneigist ekki í þá áttina. Em
aðstæður í Reykjavík ef til vill það
sérstakar og séríslenskar að einföld
úrbótatillaga eins og þessi nær ekki
einu sinni að fá efnislega umfjöllun
á fundum hjá stjórn SVR? Getur
verið að ofríki sjálfstæðismanna í
rekstri SVR hafi svona neikvæð
áhrif á umbætur fyrir notendur
strætisvagnanna?
Svo að við takmörkum ekki um-
ræðuna við Reykjavík og þær sér-
stöku aðstæður sem þar eru þá
skulum við lita yfir hafið og þá með
fyrrnefnda tillögu í huga. Það er í
raun sama hvert við lítum, alls stað-
ar er gert ráð fyrir hjólreiðafólki.
Meira að segja í bílaborgum Banda-
ríkjanna. í San Fransisco em stræt-
isvagnarnir með mjög aðgengilegar
hjólagrindur festar aftan á vagninn,
grindur sem skemma ekki hjólin
eins og er reyndin með hjólagrindur
á íslenskum rútum! Víða í Evrópu
taka vagnar hjól. Þar sem þeir gera
það ekki, taka lestar hjólreiðamönn-
um opnum örmum.
Hvernig er svo ástandið á ís-
landi. Hátt í 4.000 erlendir ferða-
menn koma á ári hveiju til íslands
á reiðhjólum til að skoða landið og
fer hjólatúristum fjölgandi frekar
en hitt. Sama er uppá teningnum
með okkur eyjarskeggjana. Að
minnsta kosti 15.000 reiðhjól em
flutt til landsins á ári hveiju og
notkun hérlendis eykst stöðugt. Að
setja almennilegar hjólagrindur aft-
aná strætisvagna borgarinnar
myndi vera lítið en mjög mikilvægt.
skref í þá átt að bæta þjónustuna
við sístækkandi hóp erlendra og
innlendra hjólreiðamanna. Tillagan
sem send var til SVR gerði ráð
fyrir að leið 3, 111 og 115 myndu
bjóða uppá slíka þjónustu. Þar með
væri komin tenging milli Seltjarnar-
Frá Einari P. Guðmundssyni:
ÉG VARÐ alveg bit þegar ég las í
Morgunblaðinu föstudaginn 12.
nóvember sl. frétt þess efnis að
Bjarni Kr. Grímsson, fyrrverandi
bæjarstjóri í Ólafsfirði, færi fram á
laun í 18 mánuði til viðbótar 6
mánaða biðlaunum sem hann hefur
þegar fengið greidd frá Ólafsijarð-
arbæ. Samtals er um að ræða 8,3
milljónir kr., þar af 1,7 milljónir
vegna biðlauna. Þessa upphæð fer
Bjarni fram á fyrir enga framlagða
vinnu. Litlu bæjarfélagi munar mik-
ið um slíka fjármuni. Þessi krafa
er að mínu mati ótrúleg ósvífni og
dæmi um siðferði á lágu stigi. Það
er verið að ræða um óhófleg bíla-
nes, Árbæjar, Grafarvogs og Breið-
holts. Hækkun sem nemur um 100
metrum yfir sjávarmáli væri yfir-
stigin og útivistarsvæði eins og
Heiðmörk, væru orðin aðgengileg
þeim sem vilja komast á hættulítinn
hátt út fyrir iðandi bílaþvöguna.
Látum í okkur heyra
Við borgarbúar sem eigum
Strætisvagna Reykjavíkur, ennþá,
og viljum umbætur eigum að láta
heyra í okkur um þessi mál. Hvern-
ig væri að skrifa til SVR, kvarta
og færa fram úrbótatillögur, skrifa
borgarfulltrúum okkar og láta vita
hvort að við kærum okkur um
einkavæðingu, hvort við viljum
borga meira í strætó, fækka ferð-
um, okra á unglingum og hvort að
framtíðarsamgöngur felist í einka-
bílunum eins og Þróunarfélag
Reykjavíkur hefur t.d. haldið fram.
Undirritaður hvetur fólk einnig til
að skrifa Umferðarsamtökum al-
mennings eða gerast félagar (Póst-
hólf 5193, 125 Rvík.), en samtökin
voru stofnuð til að „vinna að bætt-
um almenningssamgöngum, bættri
aðstöðu fyrir gangandi vegfarendur
og hjólreiðafólk" (úr lögum samfé-
lagsins).
ÓSKAR D. ÓLAFSSON,
meðlimur í Umferðarsamtökum
almennings og áhugamaður um
bættar samgöngur í Reykjavík.
kaup og ferðapeninga ráðherra og
bankastjóra. Það eru smámunir i
samanburði við þetta framferði. Ég
ætla að leyfa mér að vona að dóms-
kerfið í landinu gefi ekki kost á að
svona siðferði fái brautargengi. Það
er ekki hægt að bjóða almennu
launafólki í landinu að horfa upp á
svona mismunum. Er eðlilegt að
einhveijir hafi aðstöðu til að afla
sér margfaldra árslauna launafólks
með þeim hætti sem að framan
greinir?
Virðingarfyllst,
EINAR P. GUÐMUNDSSON,
Ásbúðartröð 3,
Hafnarfirði.
Siðferði á lágn stigi
Yíkyeqi skrifar
Greiðslukortanotkun landans er
fyrir löngu orðin almennari
og útbreiddari en víðast hvar ann-
ars staðar. Margir eru orðnir svo
háðir þessum kortum að þeir kom-
ast ekki út úr hringnum, greiðslu-
kortin eru einfaldlega orðin hluti
af þeirra lifsstíl og á vissan hátt
farin að stjórna. Hérlendis eru kort-
in af mörgum notuð við flest inn-
kaup og er þá sama hvort um er
að ræða tannkrem eða tannviðgerð-
ir, húsgögn eða heilhveitihorn með
morgunkaffinu, fisk í matinn, fatn-
að eða ferðagjaldeyri. P’ramundan
er desembermánuður með öllum
þeim innkaupum sem jólamánuðin-
um fylgja og ef að líkum lætur
verða margir að borga jólin langt
fram á næsta ár með samningum
við banka og greiðslukortafyrir-
tæki. Þetta kom í huga skrifara er
hann sá litla frétt frá félagi sem
um helgina gengst fyrir árlegum
jólabasar sínum. Verði er þar stillt
í hóf eins og yfirleitt á bösurum
og handavinna og heimabakstur
félagsmanna eru í mörgum tilvikum
seld undir kostnaðarverði. Til að
vera með í slagnum þarf félagið
að bjóða vöru sína gegn borgun
með greiðslukorti, lágt verð og göf-
ugur tilgangur starfsemi félagsins
er ekki nóg til að ná að selja.
XXX
Nokkrir íþróttamenn íslenskir
eru, auk þess að vera af-
burðamenn i íþrótt sinni, þeim eig-
inleikum búnir að þeir óafvitandi
eru stöðugt að skemmta og gleðja
áhorfendur með tækni sinni og
framkomu. í hugann koma nöfn
eins og handboltamannanna Sig-
urðar Sveinssonar og Bjarka Sig-
urðssonar, og knattspyrnumannsins
Karls Þórðarsonar, sem því miður
hefur lagt skóna á hilluna. Víkveija
var bent á að þessir kappar ættu
að fara á listamannalaun því þeir
væru meira en „bara“ íþróttamenn.
• xxx
*
Ifrétt í Degi fyrir nokkru kom
fram að samkvæmt könnun sem
samtökin Barnaheill á Norðurlandi
unnu eru foreldrar hræddir við að
taka á málum unglinga, þeir þori
ekki að beita aga og foreldrar gefi
sér ekki tíma til að ræða við börn-
in. í vikunni barst svo inn á borð
skrifara frétt um fund Foreldrasam-
takanna í Fjörgyn næsta þriðjudag.
Þar verður fjallað um áhrif fjöl-
miðla, sérstaklega sjónvarps, á
börn. Samkvæmt fréttinni sýna er-
lendar kannanir að börn eyða allt
að 20% af vökutíma sínum fyrir
framan sjónvarp. Með lengdum út-
sendingartíma íslenskra sjónvarps-
stöðva megi ætla að þróun hériend-
is stefni í sömu átt. „Hvaða áhrif
hefur þetta á börnin? Má rekja vax-
andi ofbeldi meðal barna og ungl-
inga til sjónvarpsgláps? Getum við
skellt allri skuldinni á ijölmiðla eða
hafa foreldrar kannski einhver áhrif
líka,“ _er spurt í fréttatilkynning-
unni. í dag efna Foreldrasamtökin,
Heimdallur og Æskulýðssamband
kirkjunnar til ráðstefnu um svipað
efni, ofbeldi í íslensku þjóðfélagi
og rætt verður um leiðir til úrbóta.
Þegar svo þessar línur hafa verið
settar á blað og Morgunlaði gær-
dagsins er flett blasir eftirfarandi
fyrirsögn við á erlendri fréttasíðu
blaðsins: „Dómur í máli morðingja
James Bulgers hefur eftirmál innan
Bretlands sem utan - Deilur rísa
um áhrif ofbeldismynda.“