Morgunblaðið - 27.11.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
45
Norrænn leikja- og
íþróttadagur vel heppnaður
Frá Þorsteini Einarssyni:
FYRIR nokkru var haldið upp á
Norrænan leikja- og íþróttadag
aldraðra.
í hinn stóra sal Hallarinnar
mættu til þess að leika sér, iðka
leikfími, syngja og dansa, öll í senn,
um 300 aldraðir.
Söng leiddu feðgarnir Sigurður
Guðmundsson og Guðmundur. Sýn-
ingarflokkar tveir komu frá félags-
málastofnunum aldraðra. Öðrum
stýrði Soffía Stefánsdóttir. Lék
fólkið sér að knöttum og beitti
kröftum á teygjubönd. Hinum
flokknum stjórnaði Sigvaldi Þor-
gilsson danskennari. Voru konur
sem karlar klædd viðhafnarfötum
karla, báru hvíta trefla, pípuhatta
og hvíta stafi. Flokkurinn sýndi
„stepp“ af frábærri leikni.
Það var marsérað og þeir öldruðu
brugðu sér í „svensk maskeraði".
Elísabet Hannesdóttir leiddi hóp-
leikfimi. Dans- og söngleikjum
stjómaði Guðrún Nielsen. Að lokum
var stiginn almennur dans, sem
Sigvaldi danskennari sagði fyrir í.
Öllum var svo boðið að þiggja veit-
ingar.
Félag áhugafólks um íþróttir
aldraðra (FÁÍA) stóð fyrir þessum
leikjum, söng, dansi og kaffí-
drykkju, en naut aðstoðar Félags-
málastofnunar borgarinnar við að
aka þátttakendunum. Léleg hefði
sóknin orðið, ef eigi hefði notið
velvilja forstöðukvenna og þeirra
sem stjórna líkamsæfíngum í stofn-
unum. Frá Hafnarfirði og Keflavík
komu flokkar með leiðbeinendum
sínum. Iðkendumir nutu þess sýni-
lega að hittast svo margir og fá
að hreyfa sig á góðu gólfi stórs
rýmis.
Þegar kvaðst var tóku sumir
fram að líkir leikdagar innivið í stór-
um sölum þyrftu í framtiðinni að
verða nokkrir árlega.
Úr því að við lögðum áherslu á
að auglýsa þennan Leikja- og
íþróttdag aldraðra þá þykir okkur
rétt að fá frá því sé skýrt, að fyrir-
ætlunin tókst. Sérstakt þakklæti
viljum við bera fram til forstöðu-
manns íþróttahallarinnar og starfs-
fólks til að geta veitt okkur aðstöðu
í svo umsetnu húsi, svo og öllum
þeim öðram sem lögðu hönd á plóg-
inn.
Fyrir hönd stjórnar FÁÍA,
ÞORSTEINN EINARSSON.
Stór stafur í Héraðsdómi
Frá Friðgeiri Björnssyni:
Tryggvi Agnarsson hdl. ritar les-
endabréf í Morgunblaðið 24. nóv-
I ember sl. og vekur athygli á því
' að mismunandi sé hvernig nöfn ís-
lenskra stofnana eru rituð. Er þetta
þakkarvert. Tryggvi tekur sem
dæmi að nafn Héraðsdóms Reykja-
víkur sé ýmist ritað með stóra eða
litlu h og telur að starfsmenn dóm-
stólsins noti almennt lítinn staf við
ritun heitis dómstólsins. Ég kannast
ekki við að svo sé nú, en rétt er
að heiti dómstólsins var í fyrstu
ritað ýmist með litlum eða stórum
staf. Átti það m.a. rót sína að rekja
til þess að í lagatextum kom fyrir
að lítill stafur var notaður. Þetta
varð til þess að leitað var álits ís-
lenskrar málstöðvar á því hvemig
heitið bæri að rita. Málstöðin lét í
ljósi álit sitt í bréfí dagsettu 11.
janúar sl. og er efni þes birt hér
með leyfí hennar.
„Vísað er til fyrirspumar í bréfí
yðar, dags. 6. þ.m.
Þær stafsetningarreglur sem nú
I er farið eftir styðjast við „Auglýs-
ingu um íslenska stafsetningu" nr.
132/1974 og yngri auglýsingu (nr.
261/1977) um breytingu á hinni
fyrri.
Samkvæmt ákvæði í d-lið 5. gr.
3. kafla í fyrri auglýsingunni skal
rita nöfn stofnana með stórum staf.
Ég geri ráð fyrir að Héraðsdómur
Reykjavíkur teljist vera heiti á
stofnun, og ber þá að rita það svo.
Um heiti á húsum er ekkert sagt
berum orðum í auglýsingunum, ein-
ungis að bein sérnöfn skuli rita með
stórum staf. Heiti húsa geta auðvit-
að fallið undir það ákvæði jafnvel
þótt ekki sé um lögformlega opin-
bera nafngift að ræða. Til dæmis
er nokkur hefð að rita stóran upp-
hafsstaf í þessum heitum: Alþingis-
húsið, Dómkirkjan, Fríkirkjan,
Höfði, Seðlabankahúsið, Stjórnar-
ráðshúsið. Með hliðsjón af þessu
Frá Þórði E. Halldórssyni:
VEGNA sjónvarpsviðtals er Eiríkur
Jónsson á Stöð 2 átti við Hilmar
Kristjánsson að kvöldi 18. nóvem-
ber sl. um ástand mála í Suður-Afr-
íku. Einnig um viðtal er Eiríkur
átti við færeyskan ungan mann.
Virtist það samtal eiga að vera
mótvægi við ummæli Hilmars. Pilt-
urinn var þeldökkur (ekki svartur)
og ættleiddur sem bam til Færeyja,
en hefur aldrei stigið á land í Suður-
Afríku. Viðtalið við hann fór fram
á Stöð 22. s.m.
Þar sem ég bjó og starfaði sem
verkstjóri í Suður-Afríku í eitt og
hálft ár fínnst mér skylt að stað-
festa að hvert orð í frásögn Hilm-
ars var fyllilega sannleikanum sam-
kvæmt. Ég harma að Eiríkur, sem
er afbragðs útvarpsmaður, skuli
ekki gæta fóta sinna betur en það
að taka þátt í áralöngum áróðri á
stjórnarfar ríkis, sem aldrei hefur
verður að telja bæði rétt og eðlilegt
að rita Dómhúsið við Lækjartorg. “
Álit íslenskrar málstöðvar er
ótvírætt og éra það tilmæli mín til
þeirra sem rita þurfa nafn Héraðs-
dóms Reykjavíkur eða dómhússins
að fara eftir því.
FRIÐGEIR BJÖRNSSON,
dómstjóri.
reynt að hafa neikvæð áhrif á
stjórnarfar íslendinga.
ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON,
Sólheimum 25,
Reykjavík.
Pennavinir
Þýskur frímerkjasafnari vill
skiptast á merkjum:
Thomas Stuckert,
Lessingstrasse 13,
D-64407 Fr-Crumbach,
Germany.
Frá Ghana skrifar 23 ára stúlka
með áhuga á matargerð, tónlist,
sjónvarpi o.fl.:
Josephine Galton Helm,
P.O. box 1192,
Oguaa,
Ghana.
Sextán ára írsk stúlka með áhuga
á tónlist, kvikmyndum og frímerkj-
um:
Michelle Pollard,
2 Elm Mount Heights,
Beaumont,
Dublin 9,
Ireland.
LEIÐRÉTTIN G AR
Svanhildur fyrst
Blaðinu hefur verið bent á það
að Svanhildur Ólafsdóttir hafi verið
fyrst kvenna til að útskrifast úr
stærðfrteðideild MR, en ekki þær
Halldóra Briem og Ingibjörg Böð-
varsdóttir, eins og frá var skýrt í
blaðinu s.l. þriðjudag. Svanhildur
var dóttir dr. Ólafs Daníelssonar
stærðfræðikennara og útskrifaðist
árið 1924.
Þátttakendur
ekki boðendur
í fréttatilkynningu í Morgunblað-
inu í gær um ráðstefnu um ofbeldi
var sagt að Æskulýðssamband
kirkjunnar í Reykjavikurprófasts-
dæmum væra boðendur ráðstefn-
unnar. Þetta er ekki rétt heldur era
þeir þátttakendur. Á eftir fram-
söguerindum á ráðstefnunni verða
pallborðsumræður og gleymdist að
geta eins þátttákendans, en það er
Andri Heide, Æskulýðssambandi
kirkjunnar í Reykjavíkur.
VELVAKANDI
LOTTOKASSA
VANTARÍ
HLÍÐARNAR
KONA hringdi til Velvakanda
og kvartaði yfir því að það
væri enginn lottókassi í Sölu-
tuminum, Barmahlíð 8. Hún
segir að rætt hafi verið við for-
svarsmenn lottósins og þeir
borið því við að enginn kassi
væri til. Hún vill fá úr þessu
bætt sem fyrst.
GÆLUDÝR
Kettlingar
ÁTTA vikna, kassavanir kett-
lingar fást á gott heimili. Upp-
lýsingar í síma 620080.
Læða fæst gefins
FALLEG og blíð þriggja og
hálfs mánaða gömul læða fæst
gefíns af sérstökum ástæðum.
Upplýsingar í síma 811481.
TAPAÐ/FUNDIÐ
Bíllykill tapaðist
BÍLLYKILL með fjarstýringu
tapaðist líklega í Elliðaárdal í
októbermánuði. Lyklakippan er
með kringlótta koparplötu sem
á stendur „Power of London".
Finnandi vinsamlega hringi í
síma 654013.
Úr fannst
KARLMANNSÚR með leðuról
fannst á mótum Snorrabrautar
og Vífílsgötu. Eigandi má
liringja í síma 18613 eftir kl.
19.
Handtaska tapaðist
LITIL svört handtaska með
handfangi og axlaról tapaðist
í áhorfendastúku í sjónvarps-
salnum við upptökur á þættin-
um „Á tali hjá Hemma Gunn“
sl. miðvikudag. Finnandi vin-
samlega hringi í síma 75619.
Leiðrétting að
gefnu tilefni
i irmiii .... i i i i i i i i i i i i i i-rrr
n L i i
—
PLANHVÍTT
ELDHÚSINNRÉTTING
BÆJARHRAUNI 8. HAFNARFIRÐI, SlMI 651499
STUTTUR AFGREIÐSLUTÍMI
GOÐ GREIÐSLUKJOR
4-
'y
er kominn í
hiýSegon jóiabúning.
Aðventukransar
iK
og skreytingarefni.
Stakir engiar
og jólaskraut
í miklu órvali.
Opiö: Mánudaga - taugardaga 10.00-22.00.
Sunnudaga 11.00-19.00.
Vesturgötu 4,101 Reykjavík.
Sími622707.
CHATEAU D AX
TEG. 871
3ja sæta sófi og tveir
= stólar í leðri
©
5 kr. 239.800 stgr.
Opið laugardaga kl. 10-16. Síðumúla 20, sími 688799.
Mest seldu amerísku dýnurnar
Marco
HÚSGAGNAVERSLUN
Langholtsvegi 111, sími 680 690.