Morgunblaðið - 27.11.1993, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR LAUGARDAGUR 27. NÓVEMBER 1993
47
KNATTSPYRNA
Gamlir refir
hverfa af braut
ÞAÐ er alltaf eftirsjá þegar snjallir leikmenn ákveða að leggja
skóna á hilluna, eða þá að leikmenn fari úr 1. deildarslagnum
og gerast þjálfarar í neðri deildunum. Þá hafa knattspyrnuunn-
endur horft á eftir mörgum góðum leikmönnum halda í víking.
íslensk knattspyrna stendur fátækari eftir. Aldrei eins og nú,
hverfa jafn margir snjallir knattspyrnumenn af braut í 1. deildar-
keppninni. Ellefu kunnir leikmenn hafa yfirgefið deildina, eða sem
svarar heilu 1. deildarliði — 10% af leikmönnum byrjunarliða
deildarinnar.
Leikmennirnir ellefu hafa allir
nema einn, Lúkas Kostic,
leikið með landsliðinu á undan-
fömum árum. Þrír hafa lagt skóna
á hilluna — Vals-
mennimir Sævar
Jónsson og Bjami
Sigurðsson og Pét-
ur Ormslev, leik-
maður Fram, sem hefur átt við
Sigmundur Ó.
Steinarsson
skrifar
Komnir og farnir
Akranes
Franir: Lúkas Kostic, Grindavík,
Kristján Finnbogason, KR, Þórður
Guðjónsson, Bochum, Brandur Sig-
uijónsson, Fylki, Sigurður Sig-
steinsson, Grindavík.
FH
Komnir: Jón Sveinsson, Fram.
Famir: Andri Marteinsson, Lyn,
Hilmar Bjömsson, KR.
Kefiavík
Komnir: Ólafu'r Gottskálksson, KR,
Ragnar Margeirsson, KR, Ámi Vil-
hjálmsson, Danmörku.
Farnir: Ólafur Pétursson, Þór.
Fram
Komnir: Kristinn Hafliðason, Vík-
ingi, Haukur Pálmason, Stjömunni,
Anton Björn Markússon, ÍBV, Guð-
mundur Steinsson, Víkingi, Hólm-
steinn Jónsson, Víkingi.
Famir: Ingólfur Ingólfsson, Stjam-
an, Kristinn R. Jónsson, Haukar,
Kristján Jónsson, Bodö, Pétur Am-
þórsson, Leiknir, Valdimar Kristó-
fersson, Stjarnan, Jón Sveinsson,
FH.
Valur »
Komnir: Lárus Sigurðsson, Þór,
Guðni Bergsson, Tottenham, Atli
Helgason, Víkingi.
Farnir: Sævar Jónsson og Bjami
Sigurðsson, hættir. Anthony Karl
Gregory, Bodö.
KR
Komnir: Hilmar Björnsson, FH,
Kristján Finnbogason, Akranesi,
Tryggvi Guðmundsson, ÍBV, Salih
Heimir Porca, Fylki.
Famir: Atli Eðvaldsson, HK, Ólaf-
ur Gottskálksson, Keflavík, Ragnar
Margeirsson, Keflavík. Steinar
Ingimundarson og Gunnar Skúla-
son á förum.
Þór
Komnir: Bjami Sveinbjömsson,
ÍBV, Ólafur Pétursson, Keflavík,
Ormarr Örlygsson, KA.
Farair: Sveinbjöm Hákonarson,
Þróttur Nes.
ÍBV
Komnir: Zoran Ljubicic, HK.
Famir: Tryggvi Guðmundsson,
KR, Anton Bjöm Markússon, Fram,
Bjami Sveinbjömsson, Þór, Ingi
Sigurðsson, Grindavík.
BreiðaMík
Komnir: Einar Páll Tómasson, Sví-
þjóð/Noregur, Guðmundur Þ. Guð-
mundsson, Víkingi.
Stjaman
Komnir: Valdimar Kristófersson,
Fram, Ingólfur Ingólfsson, Fram,
Goran Micic, Þróttur Nes.
Farair: Haukur Pálmason, Fram.
þrálát meiðsli að stríða. Fjórir
hafa ákveðið að halda í víking —
þrír til Noregs, Andri Marteinsson,
Kristján Jónsson og Anthony Karl
Gregoiy og einn til Þýskalands,
Þórður Guðjónsson.
Fjórir gamalkunnir leikmenn
hafa snúið sér að þjálfun liða í
neðri deildunum, eins og oft vill
gerast þegar leikmenn sem eru
að fara að hætta — gera, til að
öðlast reynslu sem þjálfarar, jafn-
framt því að leika með. Þessir fjór-
ir leikkmenn eru Lúkas Kostic,
Atli Eðvaldsson, Pétur Arnþórsson
og Kristinn R. Jónsson.
Það er eftirsjá í þessum snjöllu
leikmönnum, en knattspyrnuunn-
endur geta huggað sér við, að
maður kemur í manns stað. Breið-
fylking ungra leikmanna eru á
leiðinni inn á knattspyrnusviðið —
leikmenn sem eiga eftir að vera í
sviðsljósinu á næstu árum. Fyrir
eru hópur ungra leikmanna, sem
hafa verið að öðlast þroska og
reynslu til að takast á við hina
hörðu baráttu í 1. deild.
Eins og undanfarin ár hafa þó
nokkuð verið um félagaskipti leik-
manna á þessum árstíma. Mestu
breytingamar hafa orðið hjá Fram
af 1. deildarfélögunum, eins og
sést á listanum hér á síðunni.
Atli
Eðvaldsson
KR-HK
Lúkas Kostic
ÍA -Grindavík
Sævar
Jónsson
Val-HÆTTUR
Kristján
Jónsson
Fram - Bodö
Andri
Marteinsson
FH - Lyn
Pétur Pétur
Amþórsson Ormslev
Fram - Leikni Fram. HÆTTUR
Kristinn R.
Jónsson
Fram-
Haukar
Anthony Kari
Gregory
Val-Bodö
Þórður
Guðjónsson
ÍA - Bochum
HÆTTIR I 1. DEILD
KORFUKNATTLEIKUR/URVALSDEIL
Morgunblaðið/Bjami
„Nú er komiA að þér að taka vlA stöAu mfnni hjá Val, eins og
þú gerðir hjá landsliðinu...“ getur Sævar Jónsson, miðvörðurinn sterki,
verið að segja við félaga sinn Guðna Bergsson, sem er aftur kominn í herbúð-
ir Vals eftir að hafa leikið með Tottenham undanfarin ár.
Erlingur og Stein-
grímur með KA
Erlingur Kristjánsson og Steingrímur Birgisson voru í gær ráðnir
þjálfarar 2. deildarliðs KA. „Við erum mjög ánægðir með að fá
þá félaga til starfa. Þeir þekkja bæði félagið og leikmenn þess út í
gegn. Við erum með ungt lið og horfum björtum augum á framtíð-
ina,“ sagði Þórarinn E. Sveinsson, formaður knattspyrnudeildar KA í
viðtali við Morgunblaðið í gærkvöldi.
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Ólafur ekki með
Olafur Stefánsson, vinstrihand-
arskytta úr Val, getur ekki
farið með íandsliðinu til Krótatíu, en
landsliðið leikur gegn Króötum í
Evrópukeppni landsliða í Zagreb á
miðvikudaginn kemur.
Þorbergur Aðalsteinsson, lands-
liðsþjálfari, mun tilkynna landsliðs-
Njardvíkingar í ham
gegn Gríndvíkingum
Njarðvíkingar áttu alskostar við nágranna sína og frá Grindavík
í „Ljónagryfjunni11 í Njarðvík í gærkvöldi. Grindvíkingar sem hafa
leikið vel í síðust leikjum voru ákaflega slakir í fyrri hálfleik þeg-
ar þeir settu aðeins 25 stig gegn 42 stigum Njarðvíkinga sem
þó léku án þjálfara síns Vals Ingimundarsonar, sem enn á við
meiðsli að stríða. „Tölurnar tala sínu máli. Sóknarleikurinn brást
algjörlega hjá okkur ífyrri hálfleik, við lékum eins og fimm ein-
staklingar og það vantaði alla liðsheild," sagði Guðmundur
Bragason, þjálfari og leikmaður Grindvíkinga. Lokatölur urðu
83:63.
Njarðvíkingar léku vel í gær-
kvöldi og það var fyrst og
fremst góður varnarleikur Jjeirra
^■■1 sem setti Grindvík-
Bjöm inga út af laginu.
Blöndal Friðrik Ragnarsson
skrifarfrá lék þó mann best og
tók Banaríkjamann-
inn Wayne Casey í liði UMFN nán-
ast úr umferð. Þá var Rondey með
enn einn stórleikinn og Teitur gerði
margt laglegt. Lið Grindvíkinga var
slakt og í stað þess að bíta á jaxl-
inn þegar illa gekk fóru leikmenn
að láta dómarana og úrskurð þeirra
fara í skapið á sér.
„Þetta var ótrúlega auðveldur
sigur og það kom mér á óvart
hversu slakir Grindvíkingar voru
að þessu sinni, því ég átti svo sann-
arlega von á hörkuleik. En við lék-
um líka einn okkar besta leik og
þá sérstaklega í vöminni í fyrri
hálfleik eins og tölurnar gefa til
kynna," sagði Valur Ingimundar-
son, þjálfari Njarðvíkinga.
UMFIM-UMFG 83:63
íþróttahúsið í Njarðvík:
Gangur leiksins: 3:0, 3:2, 15:10, 22.T7,
29:24, 42:25, 51:31, 64:41, 73:48, 79:56,
83:63.
Stig UMFN: Rondey Robinson 29, Teitur
Örlygsson 20, Jóhannes Kristbjömsson
14, Isak Tómasson 7, Eysteinn Skarphéð-
insson 5, Rúnar Ámason 4, Jón Júlíus
Ámason 2, Friðrik Ragnarsson 2.
Stig UMFG: Guðmundur Bragason 17,
Wayne Casey 11, Undór Sigurðsson 9,
Pétur Guðmundsson 8, Bergur Hinriks-
son 8, Nökkvi Már Jónsson 4, Hjörtur
Harðarson 3, Ingi Ingólfsson 2, Bergur
Eðvarðsson 1.
Dómarar: Bergur Steingrímsson og
Kristinn Óskarsson.
Áhorfendur: Um 250.
Knattspyrna
ÞÝSKALAND:
Kaiserslautem - Kiiin...........3:0
Schalke - Wattenscheid..........4:1
Dynamo Dresden - Leipzig........1:0
HEnn fagnar Siegfried Hcld og strák-
arnir hans hjá Dresden sigri.
hópinn á morgun, en hann verður
væntanlega þannig skipaður: Guð-
mundur Hrafnkelsson, Bergsveinn
Bergsveinsson, Geir Sveinsson, Júl-
íus Jónasson, Konráð Olavson, Gunn-
ar Beinteinsson, Patrekur Jóhannes-
son, Gústaf Bjamason, Einar Gunnar
Sigurðsson, Héðinn Gilsson, Valdi-
mar Grímsson og Dagur Sigurðsson.
Allir vilja
sjá þær
Heimsmeistarakeppni kvenna
standur nú yfir í Noregi og
fylgjast heimamenn spenntir með
árangri norska liðsins. 6.600 áhorf-
endur sáu Noreg vinna Ungveija-
land, 18:15, í Ósló og í gærkvöldi
mættu 6.800 áhorfendur til að sjá
stúlkurnar leggja Spánveija að velli
20:16 í Þrándheimi. Norðmenn
hvíidu þrjá bestu leikmenn sína.
Reiknað er með að 9.000 áhorfendur
sjái leik norska liðsins á morgun í
leik gegn Pólveijum í Bergen. Ahug-
inn er mikill fyrir stúlkunum, en
þess má geta að aðeins um 2000
áhorfendur sjá leiki karlalandsliðsins.
Aðrir leikir í A-riðlinum hafa farið
þannig:
Pólland - Spánn Ungveijaland - Pólland 20:19 25:25
B-RIÐILL: Rússland - S-Kórea 28:25
Danmörk - Látháen 25:23
C-RIÐILL: Þýskaland - Svíþjóð Rúmenia - Angóla 17:15 26:16
D-RIÐILL: Tékkó/Slóvakía - Austurríki 16:13
Bandaríkin - Kína 27:26
EJ, Noregi