Morgunblaðið - 23.12.1993, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.12.1993, Blaðsíða 4
4 C dagskró MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 JÓLADAGUR Sjónvarpið 10.30 ►Morgunsjónvarp barnanna Kynnir er Rannveig Jóhannsdóttir. Heims um ból Börn syngja í Sjónvarps- sal. Teikningar: Olöf Knudsen. Jóli og Jóla Jólasveinafjölskylda kemur í bæinn. Leikendur: Helga Thorberg, Jón Jútíusson, Kolfínna Baldvinsdótt- ir og Halldór Helgason. Snæfinnur snjókarl Ævintýrið um snjó- karlinn sem var gæddur lífi. Þýð- andi: Edda Kristjánsdóttir. Sögu- menn: Vilborg Gunnarsdóttir og Þór- hallur Sigurðsson. Litla, bogna jólatréð Bogna jólatréð lang- aði til að vera ljósum prýtt inni í stofu? Þýðandi: Hallgrímur Helga- son. Sögumaður: Jóhannes Ágúst Stefánsson. Tuskudúkkurnar Þessar geðþekku persón- ur fara nú á kreik. Þýðandi: Eva Hallvarðsdóttir. Leikraddir: Sigrún Edda Bjömsdóttir. (1:13) Jóli og Jóla Jólasveinaíjölskyldan kemur í Sjónvarpssal og hittir Bryndísi Schram og krakkafans. 12.00 ►Hlé 12.50 I CltfpiT ►ÓteHó Leikrit Will- LLInlll I jams Shakespeares í uppfærslu BBC. í þessum harmleik segir frá því hvernig öfund, afbrýði og hefndarþorsti ráða örlögum Ótell- ós, márans frá Feneyjum. Leikstjóri: Jonathan Miller. Aðalhlutverk: Anth- ony Hopkins og Bob Hoskins. Skjá- textar: Veturliði Guðnason. 16,15 KVIIfMYIIIl ►Jólafákurinn nvlnnllnU (Jf]c Christmas Stallion) Bandarísk fjölskyldumynd. Ung stúlka nýtur lífsins við hrossa- rækt. Leikstjóri: Peter Edwards. Aðalhlutverk: Daniel J. Travanti. Þýðandi; Guðni Kolbeinsson. 17.50 Þ-Táknmálsfréttir 18.00 RADNAFFNI ►Jó|astundin DHHIIHCrill okkar Það verður íjör á jólaballi Stundarinnar okkar. Þar verða meðal annarra Galdri, Bóla og Gáttaþefur og Páll Óskar Hjálmtýsson sem syngur með Þvotta- bandinu. Bjöllukór Laugameskirkju leikur og sýnt verður leikrit um spari- föt jólasveinanna. Þá lesa Mosi og Lilla sögu sem heitir Jóladraumur og sýnt verður atriði úr leikritinu Skilaboðaskjóðunni. Umsjón: Helga Steffensen. 19.00 rnjrnQI ■ ►Jólastjarnan (The rllfLUOLH Christmas Star) Bresk heimildarmynd um jólastjöm- una sem vísaði forðum vitringunum þremur á fæðingarstað Krists. Þýð- andi: Jón 0. Edwald. Þulur: Halldór Björnsson. 20.00 ►Fréttir 20.20 ►Veður 20.25 k JCTTID ►Stjörnur vísa veginn rfLl IIH (By Way of the Stars) Fyrsti þáttur af flórum í myndaflokki sem sýndur verður nú um jólin. Sag- an hefst í Prússlandi á síðustu öld. Aðalhlutverk: Zachary Bennett, Gema Zamprogna, Dietmar Schön- herr og Christian Kohlund. Þýðandi: Reynir Harðarson. (1:4) 21.15 ►Stillt vakir Ijósið Þáttur um Jón úr Vör og skáldskap hans. Nokkur kvæða Jóns eru myndskreytt og heimsóttir staðirnir þar sem fæddist og ólst upp, Patreksíjörður og Flat- eyri. Ólöf Rún Skúladóttir ræðir við Jón og spyr fólk á götum úti hvort það þekki til Jóns og skáldskapar hans. Umsjónarmaður þáttarins er Eyvindur Erlendsson, Einar Melax samdi tónlistina. 22.15 VVIVMYNn ►Dansinn (Ðansen n ¥ Inltl 11111 medRegitze) Dönsk bíómynd frá 1989. Þetta er ástarsaga um gleði og sorgir, sigra og ósigra og ævarandi ást fólks í farsælu hjónabandi. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda myndin. Leikstjóri: Kaspar Rostrup. Aðalhlutverk: Ghita Norby og Frits Helmuth. Þýðandi: Ólöf Pétursdóttir. 23.45 Tf|k|| |QT ►Jos® Carreras syng- I URLIu I ur jólalög (Silent Night With José Carreras) Spænski óperu- söngvarinn José Carreras syngur þekkt jólalög. 0.15 ►Dagskrárlok STÖÐ tvö ■I4.00 ninUMrryi ►Bangsimon og DHItnflLrnl jólin Tvær teikni- myndir með íslensku tali um Bang- simon og vini hans. í fýrri myndinni se'gir frá því þegar Bangsimon skrif- ar bréf til jólasveinsins, en gleymir alveg að óska sér einhvers í jólagjöf. Á síðustu stundu tekst honum þó að næla í bréfíð og endurskrifa það. 14.45 ►Mikki mús og jólin Jólateikni- mynd með Mikka mús og félögum. 15.20 ifviifuvun ►Allt sem ®9vi| > AYIIVmlllU jólagjöf (All I Want For Christmas) Gamansöm kvikmynd fyrir alla ijölskylduna um tvo krakka í New York sem eiga sér aðeins eina ósk fyrir jólin. Þau þrá að sameina fjölskylduna þegar hátíð gengur í garð. Mamma þeirra og pabbi eru skilin en systkinin beita sniðugum brögðum og útsjónarsemi til að geta verið með þeim báðum og ömmu sinni um jólin. Aðalhlutverk: Harley Jane Kozak, Jamey Sheridan, Ethan Randall, Kevin Nealon, Thora Birch og Lauren Bacall. Leikstjóri: Robert Lieberman. 1991. Maltin gefur 'h 16.50 ►Coppelía Uppfærsla hins heims- fræga rússneska Kirov ballets á ævintýrinu um Coppelíu. Sagan ger- ist í pólsku þorpi og fjallar um brúðu- smiðinn Coppelíus og brúðuna hans Coppelíu. Dansarar: Mikhail Za- vialov, Irina Shapchits, Petr Rusl- anov og Elvira Tarasova. Leikstjóri: Oleg Vinogradov. 18.20 TfÍUI IQT ►Jolatonar (Send ’Ro- I URLIu I und the Song) Þáttur þar sem Placido Domingo, Jose Carreras og Luciano Pavarotti syngja nokkur gullfalleg jólalög. Þátturinn er einnig sendur út á Bylgjunni. 19.19 ► Hátíðafréttir Stuttar fréttir frá fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 19.45 ►Heims um ból íslenskir kórar flytja falleg jólalög. 20.30 IfUllf IIVUniD ►Krókur (Hook) nVUVIYIIRUIn Kvikmynd Spiel- bergs byggir á leikriti J.M. Barries um hetjuna Pétur Pan og aðrar fræg- ar persónur. Pétur er nú loksins vax- inn úr grasi en kann ekki lengur að fljúga. Hann hefur í raun gleymt því hver hann er en verður að horfast í augu við sjálfan sig til að geta bjarg- að börnunum úr klóm Króksins hræðilega. Hann heldur aftur til Ævintýralandsins ásamt bjölludísinni Gling-gló og saman mæta þau Króki kapteini án þess að blikna. Aðalhlut- verk: Dustin Hoffman, Robin Will- iams, Julia Roberts, Bob Hoskins og Maggie Smith. Leikstjóri: Steven Spielberg. 1991. Maltin gefur ★ ★ 22.55 ►Wall Street Bud Fox á sér stóra drauma en honum gengur illa að fóta sig í kauphallarbraskinu á Wall Street. Hann kynnist stórlaxinum Gordon Gekko og er staðráðinn í að grípa gæsina á meðan hún gefst. En til þess að þóknast Gekko verður hann að selja mammoni sálu sína og temja sér algjört siðleysi. Michael Douglas hlaut Óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í þessaridæmisögu um pen- ingahyggju og græðgi. Aðalhlutverk: Michael Douglas, Charlie Sheen, Daryl Hannah og Martin Sheen. Leikstjóri: Oliver Stone. 1987. Maltin gefur ★ ★ ★Kvikmyndahandbókin gefur ★★★ 0.55 ►Hudson Hawk Bruce Willis leikur Eddie Hawkins, afburða snjallan inn- brotsþjóf, í þessari gamanmynd. Eddie er nýbúinn að afplána tíu ára fangelsisdóm og hefur ekki hugsað sér að heimsækja betrunarhúsið aft- ur. Það eina sem Eddie þráir er smá friður og sæmilegt cappuchino-kaffi en þá gera glæpamenn meistara- þjófnum tilboð sem hann getur ekki hafnað: Annað hvort rænir Eddie þremur gripum sem Leonard da Vinci bjó til eða þeir drepa besta vin hans, Tommy. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Danny Aiello, Andie MacDowell, Ja- mes Coburn og Richard E. Grant. Handrit: BrQce Willis og Robert Kraft. Leikstjóri: Michael Lehmann. 1991. Bönnuö börnum. Maltin gefur ★ ★ 2.30 ►Dagskrárlok Stjömur vísa Lúkasi veginn Lúkas býr í Prússlandi en skyndileg breyting verður á lífi hans þegar móðir hans deyr og faðir hans er ranglega sakaðurum glæp SJÓNVARPIÐ KL. 20.25 Frá laugardegi til þriðjudags verður sýndur nýr framhaldsmyndaflokk- ur í fjórum hlutum sem ber heitið Stjörnur vísa veginn. Þar er sagt frá ungum dreng, Lúkasi, sem elst upp í Prússlandi um miðja 19. öld- ina. Það verða skyndilegar breyt- ingar á lífi hans þegar mamma hans fellur frá og faðir hans er ranglega sakaður um glæp. Faðir Lúkasar flýr Astur um haf til Kanada þar sem móðurafi drengsins býr. Lúkas ákveður að fara á eftir hon- um og gerist laumufarþegi á stóru farþegaskipi. í Kanada - Lúkas eltir föður sinn til Kanada. Þar kynnist hann ungri barónessu, Úrsúlu, og saman lenda þau í margvís- legum ævintýrum og háska. Þetta er myndaflokkur fyrir alla fjölskylduna. í Prússlandí - Þættirnir gerast um miðja 19. öld. Fyrstu upptökur Hauks Morthens Leikar verða lakkplötuupp- tökur frá árunum 1947-1958 sem margar hverjar hafa ekki heyrst opinberlega í 40 ár RÁS 2 KL. 13.00 í þættinum um Hauk Morthens verða leiknar lakk- plötuupptökur frá árunum 1947- 1958. Engin þeirra var gefin út á sín- um tíma og flestar hafa ekki heyrst opinberlega í 40 ár. Með Hauki ieika þekktar hljómsveitir frá þessum tíma, m.a. danshljómsveit Bjarna Böðvarsson- ar, hljómsveit Björns R. Einarsson- ar, bæði sextett sem og stórband undir stjóm Kristjáns Kristjánsson- ar og einnig hljómsveit Gunnars Ormslevs í einu lagi. Upptökurnar gefa góða mynd af því sem um var að vera í dægurlagageiranum á ís- landi um 1950. Umsjón með þættin- um hefur Trausti Jónsson. Rættvið Jón úr Vör Jón vakti athygli með bók sinni Þorpinu SJÓNVARPIÐ KL. 21.15 Skáldið Jón úr Vör fæddist árið 1917 og vakti þjóðarat- hygli árið 1946 með bók sinni Þorpinu þar sem segir frá upp- vexti ljóðmælandans í sjávar- þorpi á kreppuárunum. I bók- inni þótti kveða við nýjan tón í íslenskri ljóðagerð og allar götur síðan hefur Jón haft áhrif á íslensk skáld. Eyvindur Erlendsson leikstjóri hefur nú gert þátt um Jón úr Vör og skáldskap hans. Þar eru nokk- ur kvæða Jóns myndskreytt og heimsóttir staðirnir þar sem hann fæddist og ólst upp. Krókur á móti bragði - Það er Charlie Sheen sem leikur nýgræðinginn á Wall Street en Dustin Hoffman fer með hlutverk Króks. Mammon á Wall Street og Pétur Pan berst við Krók Pétur Banning breytist í Pétur Pan til að bjarga börnum sínum tveim en Bud Fox neyðist til að ganga peningaguðin- um á hönd STÖÐ 2 KL. 20.30 OG 22.55 í kvöld eru á dagskrá kvikmyndirnar Krókur og Wall Street. Ævintýra- myndin Krókur, eða „Hook“ er gerð af Steven Spielberg og fjallar um um lögmanninn Pétur Banning sem er hamingjusamlega giftur tveggja barna faðir. Honum gengur allt í haginn en hann hefur þó gleymt barninu í sjálfum sér. Þegar fornir fjendur ræna börnum hans og hverfa með þau til Ævintýralands- ins neyðist hann til að horfast í augu við sjalfan sig og veita þeim eftirför. í Ævintýralandinu kemur síðan í ljós að hann er Pétur Pan og þar mætir hann erkióvini sínum Króki. Með aðalhlutverk fara Dust- in Hoffman og Robin Williams. Kvikmyndin Wall Street hefst svo kl. 22.55 en Michael Douglas hlaut Oskarsverðlaunin fyrir túlkun sína á Gordon Gekko í myndinni. Mynd- in fjaliar um Bud Fox sem leikinn er af Charlie Sheen. Hann er ungur og lítt reyndur kauphallarmiðlari og kynni hans af klækjarefnum Gekko. Miðlarinn ungi vinnur traust fjármálakóngsins, en verður um leið að brjóta odd af oflæti sínu og ganga peningaguðinum mammoni á hönd. Leikstjóri er Oliver Stone.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.