Morgunblaðið - 23.12.1993, Side 12

Morgunblaðið - 23.12.1993, Side 12
12 C dagskrq MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 1993 MYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson DRÝSILDJÖFL- AR DREPA ÁDYR HROLLVEKJA Drýsildjöflar - Tommyknockers kVi Leikstjóri John Power. Handrit Lawrebce D. Cohen, byggt á samnefndri skáldsögu Stephens Kings. Aðalleikendur Jimmy Smits, Marg Helgenberger, Jo- anna Cassidy, Traci Lord, John Astin, Cliff De Young, E.G. Marshall. Bandarísk stuttþátta- röð. Koningsberg/Sanitsky 1993. Warner myndir 1993. U.þ.b. 145 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Myndin Tommyknoc- kers reynist sannkallaður langhundur, rétt eins og bók- in sem hún er gerð eftir og talsvert lengri en þær 115 mín. sem gefnar eru upp á kápu. Annars segir hér (sem oftar í sögum Stephens Kings) af friðsælum smábæ í Maine. En svo gerast undrin. Rit- höfundurinn Helgenberger rekst á torkennilegan hlut, grafinn í jörð rétt utan við bæjarmörkin. Meira að segja indíánar til forna litu á staðinn sem „óhreinan". Helgenberger hefur rannsóknir og uppgröft og hlýtur einkennilegan styrk og útsjónarsemi í umbun. Smám saman dragast flestallir þorpsbúar inní atburðarásina og ganga í gegnum furðulegar, and- legar breytingar sem fljótlega fara að taka sinn toll. Einn er þó sá sem ekkert bítur á, Jimmy Smits, hinn drykkfelldi sambýlismaður (og skáld) Helgenbergers. Aðrir sjá ekki hættuna sem er yfirvof- andi. Alltof löng, einsog áður er get- ið og Smits er afar ósannfærandi í hlutverki blauta skáldsins, svo ekki sé meira sagt. Sagan, sem minnir nokkuð á Innrás líkams- þjófanna og fleiri vísindaskáldsög- ur, er ekki sem verst en það er teygt og aftur teygt á atburðarás- inni svo spennan dettur niður langtímum saman. Margar auka- persónur koma að litlu gagni og næsta óþarfar. Ekki verða slakir leikarar eins og Cliff De Young og Jimmy Smits til að bæta upp á sakirnar. Vonbrigði, líkt og sag- an, þó finnur þolinmóður áhorf- andi örfáa, þokkalega spretti. EIIMA NÓTT MEÐ ÞÉR... SPENNUMYND Stay the Night ★ ★ Leikstjóri Harry Winer. Aðal- leikendur Barbara Hershey, Jane Alexander, Morgan Wiss- er, Fred Dalton Thomson, Dor- an Clark, Heather Fairfield, Melissa Slayton, Matthew Pos- ey. Bandarísk sjónarpsmynd. New World International. Bíó- myndir 1993. 143 mín. Bönnuð yngri en 12 ára. Afar löng sakamálamynd um sakleysingja sem lendir í afar vondum félags- skap. Morgan Weisser leikur nema sem er á síðasta ári í framhaldsskóla er hann kynnist giftri og kyn- þokkafullri, sér mun eldri konu (Barbara Hershey). Hún vefur drengnum um fingur sér, sem gerir allt til að fá að þóknast henni. Og þar að kemur að hún tælir piltinn til voðaverka, hann myrðir bónda hennar og útlitið svart uns móðir hans (Alexander) kemur til skjalanna. Stay the Night er ein margra mynda sem byggð eru á sönnum glæpamálum og verða forvitni- legri fyrir. Prýðisleikkonan Bar- bara Hershey leikur hið munaðar- fulla háskakvendi af innlifun og gerir þann hluta trúverðugan. Sama er að segja um Jane Alex- ander, aðrir leikarar eru reynslu- litlir og það sést. Myndin er sóma- samlega gerð í flesta staði og á leikstjórinn a.m.k. eina kvikmynd að baki, Spacecamp, sem var ágætlega lukkuð gamanmynd, vel að merkja. Auðgleymd en í góðu meðallagi. ÁSTIN VAKNAR DRAMA Karlinn í tunglinu - Man in the Moon it-kit Leikstjóri Robert Mulligan. Handrit Jenny Wingfield. Kvik- myndatökusljóri Freddie Francis. Tónlist James Newton Howard. Aðalleikendur Sam Waterston, Tess Harper, Jason London, Emily Warfield, Reese Witherspoon, Gail Strickland. Bandarísk. MGM 1991. SAM- myndbönd 1993. Sögusviðið er dreifbýlishérað í Louisianafylki rétt eftir miðj- an, sjötta ára- tugin. Nánar til- tekið heimili Sam Waterston, konu hans Tess Harper og dætr- anna tveggja; hinnar 14 ára Witherspoon og 17 ára gömlu Warfield. Litla syst- ir er fyrir alvöru farin að velta fyrir sér ráðgátum lífsins og leitar gjarnan til hinnar eldri með spurn- ingar sínar um'leyndardóma nátt- úrunnar. Og svo flyst hinn 17 ára London á næsta bæ. Og brjóstið springur af ást á hinni saklausu Witherspoon. En eins og við mátti búast verður hann hinsvegar stóra ástin í lífi eldri systurinnar. Hér er afburða vel farið með viðkvæmt efni. Mulligan, sem hér er með sína bestu mynd um langt árabil, sneiðir faglega hjá væmni og velluskap og það er erfitt að varast slíkt því sagan er hádrama- tísk. Hún krefst líka góðra leikara og hér sprettur fram eitt besta leikkonuefni síðan Emily Lloyd kom fram á sjónarsviðið. Það er Reese Witherspoon, sem tekst á eftirminnilegan hátt að laða fram stórleik og túlkar ekki síst afburða vel hugarangur fjórtán ára telpu- hnokka sem veit að hún á við ofurefli að etja í ástarmálum, þar sem er hin þroskaða stóra systir. Þetta er mynd um mikla lífs- reynslu sem lætur engan ósnort- inn. BÍÓMYNDBÖND Sæbjörn Valdimarsson Við árbakkann ■k-k'kir Tvímælalaust ein besta mynd ársins um tvo bræður í Montana á þriðja áratugnum og strangt uppeldi þeirra en fluguveiði sam- einar feðgana. Það breytir þó engu um að sá færasti á árbakkanum má sín minnst í lífsbaráttunni. Afar vel leikstýrð af Robert Red- ford og leikin af Brad Pitt, Craig Shaffer og Tom Skerritt. Grænir tómatar í Suðurríkjunum Veitinga- húsiö Whistle Stop Cafe var fyrst búiðtil fyrir kvikmynd- ina Steiktir, grænir tómatar. Nú er hins vegar búið að opna alvöru Whistle Stop Cafe í bænum Juliette í Georgíu-ríki LITLA veitingahúsið Whistle Stop Cafe, sem er þungamiðja kvikmyndarinnar Steiktir, grænir tómatar, en myndin verður -sýnd í Sjón- varpinu á annan í jólum, lifir enn í Suðurríkjum Bandaríkjanna og nýlega birti bandaríska tíma- ritið People grein um staðinn. Myndin var tekin upp í smábænum Juliette í Georgíu þar sem um 550 manns búa. Hún á hins vegar að gerast í bænum Whistle Stop í Alabama- ríki og segir frá miðaldra húsmóður sem kynnist aldraðri konu á elliheimili bæjarins og kemst að því að gamla konan býr yfir hræðilegu leyndarmáli. Flutningalestin gerði útslagið Þegar verið var að leita að hentugum stað til að taka myndina upp árið 1990, komu menn frá Hollywood við í Juliette og litu inn í fornmunaversl- un bæjarins. Á meðan þeir voru staddir þar fór flutningalest framhjá bænum með tilheyrandi lát- um. Mennirnir urðu yfir sig hrifnir og ákváðu þá á stundinni að taka myndina upp í bænum. Sviðsmyndin fyrir veitingahúsið var svo sett upp í fornmunabúðinni. Þegar upptökum lauk fóru eig- endur búðarinnar, þau Jerie Lynn Williams og Robert Williams að athuga hvort ekki væri hægt að búa til alvöru veitingahús í húsnæðinu, enda vantaði aðfinnanlega einhvern slíkan stað þar sem eina veitingahús bæjarins var nýfarið á hausinn. í fyrstu fannst íbúum í Juliette hugmyndin vera hin mesta fjarstæða og jafnvel heilbrigðisfulltrúinn lýsti undrun sinni og vantrú að dæmið myndin ganga upp. Whistle Stop Cafe opnaði í apríl síðastliðnum og hefur verið fullt út úr dyrum síðan og segir í People að fólk komi víða að úr veröldinni til að borða þar, jafnvel alla leið frá íslandi! Matseðillinn samanstendur af grillmat ýmiskon- ar, sætum kartöflum, ferskjutertu og svo er auðvit- að boðið upp á steikta, græna tómata sem mat- reiddir eru samkvæmt uppskrift ömmu Jerie Lynn. Eigendurnir — Jerie Lynn Williams matar meðeigenda sinn, Robert Williams, á steiktum, græmum tómötum. I baksýn sést veitingastaður- inn. BÍÓIN í BORGINNI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN Skytturnar 3 ★ ★ 'h Dæmigerð Hollywoodútgáfa á sögu Dumas með þekktum leikurum af yngri kynslóðinni. Ungu skyttumar eru aldrei leiðinlegar enda góður hasar í frásögninni. Aftur á vaktinni ★ ★ Vi Um flest lík fyrri myndinni um lögg- urnar seinheppnu. Engu að síður fram- bærileg afþreying. Fanturinn ★ ★ 'h Hið illa og góða togast á í tveimur drengjum með vof- eifilegum afleiðingum. Góð afþreying þótt hún risti grunnt. BÍÓHÖLLIN Rísandi sól ★ ★ Vi Philip Kaufman breytir metsölubók Michaels Criehtons í of veigamiklum atriðum til að myndin hans verði spennandi en ekkert er til sparað og hún er ágætlega kvikmynduð og leik- urinn er góður. Dave ★★★ Tvífari forsetans gerist umsvifamikill í Hvita húsinu. Lengst af vel skrifuð, bráðfyndin gamanmynd með ádeilu- broddi. Kevin Kline og Frank Langella í toppformi. Nýliði ársins ★ ★ Vi Lítil og notaleg fjölskyldumynd um dáðadreng í hafnarbolta. Flóttamaðurinn ★★★ Dr. Kimble, flóttamaðurinn frægi frá árdögum sjónvarpsins, mættur til leiks í nýjum búningi. Tekst enn á ný eink- ar vel að hafa ofanaf fyrir áhorfend- um. Strákapör ★ ★ Vi Skemmtileg drengjamynd um stráka sem leika hornabolta allan liðlangan daginn og lenda í ævintýrum þegar boltinn fer inn í garð nágrannanns. Einu sinni var skógur ★ ★ Falleg teiknimynd með umhverfis- vænu yfirbragði um lítil skógardýr sem takast á hendur langt ferðalag. Skógarlíf ★ ★ ★ Ein af gömlu Disneyperlunum segir frá ævintýraferð drengsins Mógla úr frumskóginum til mannabyggða. Gamansemi og fjör allan tímann. Skytturnar 3 Sjá Bíóborgina HÁSKÓLABÍÓ Krummarnir ★★ Ósköp snotur en tilþrifalítil dönsk barna- og unglingamynd. Leikurinn skammlaus en íslenska talsetningin upp og ofan. Addamsfjölskyldugildin ★ ★ ★ Addamsfjölskyldan er engri lík. Frum- leg, kolrugluð en umfram allt bráð- skemmtileg. Framhaldið er betra en fyrri myndin. Ungu ameríkanarnir ★★ Nýir og verri tímar í undirheimaveröld Lundúna aðallega vegna áhrifa frá Bandaríkjunum. Einfeldingsleg heims- mynd í stílfærðri breskri hasarmynd með lagi Bjarkar Guðmundsdóttur. Hetjan ★ Vi Basinger misráðin í bankaræningja- hlutverk í linkulegri hasar- og spennu- mynd. Terence Stamp og Val Kilmer bjarga engu. Indókína ★ ★ ★ Falleg, hádramatísk, frönsk stórmynd um miklar ástir og umbrot í Indókína undir Frökkum. Catherine Deneuve ógleymanleg. Rauði lampinn ★ ★ ★ Fínleg, döpur en minnisstæð mynd um tilgangslitla jafnréttisbaráttu kvenna gegn karlaveldinu í Kína. Jurassic Park ★ ★ ★ ‘A Ein af eftirminnilegu myndunum hans Stevens Spielbergs hefur átt geysileg- um vinsældum að fagna erlendis og byijaði með látum hér heima. Stór- kostleg ævintýramynd og ein af fáum í seinni tíð sem er virkilega nauðsyn- legt að sjá. LAUGARÁSBÍÓ Fullkomin áætlun ★★ Ef ekki hefði verið fyrir margumtalað- „hraðbrautaratriði“ hefði þessi meðal- unglingamynd um félaga í háskólaliði í ruðningi fljótlega fallið í gleymskunn- ar dá. Þriðji þátturinn ágætur og Caan er góður sem þjálfarinn. Launráð ★★ Heldur daufleg frönsk mynd um tvo leigumorðingja með tveimur af þekkt- ustu leikurum Frakka í aðalhlutverk- um. Philippe Noiret ber ægishjálm yfir Christopher Lambert. Hættulegt skotmark ★ ★ Vi Ofbeldið er sett ofar öllu í andstyggi- legri en spennandi drápsmynd. REGNBOGINN Til vesturs ★ ★ Mjög misjofn mynd á mörkum ævin- týris og veruleika um frelsi og ánauð á írlandi. Börn og dýr leika best. Spilaborg ★★ Ung stúlka bregst undarlega við ári eftir að hún missir föður sinn. Athygl- isvert efni fær alvöruþungna með- höndlun en máttlitla. Svik ★ Áströlsk della um tryggingarsvik og vafasama kraktera. Myndin er nánast svik við kröfuharða áhorfendur. Hin helgu vé ★ ★ Vi Lítil og ljúf mynd um fyrstu reynslu sjö ára drengs af ástinni og afbrýð- inni. Yngstu leikararnir fara á kostum. Óvenjuleg mynd frá Hrafni. Píanóið ★★★ Einkar vel gerð og leikin nýsjálensk verðlaunamynd um mállausa konu sem kynnist ástinni í óbyggðum og píanóið sem verður örlagavaldurinn í lífí hennar. Gott mál. SAGABÍÓ Addamsfjölskyldugildin ★ ★ ★ Addamsfjölskyldan er engri lík. Frum- leg, kolrugluð en umfram allt bráð- skemmtileg. Framhaldið er betra en fyrri myndin. Aftur á vaktinni ★★’A Um flest lík fyrri myndinni um lögg- umar seinheppnu. Engu að síður fram- bærileg afþreying. STJÖRNUBÍÓ Old sakleysisins ★★★★ Stórkostleg bíómynd eftir Martin Scorsese um ást í meinum á meðal broddborgara New York á síðustu öld. Leikurinn frábær. Nú hlýtur Scorsese að vinna til Óskarsins, það er löngu orðið tímabært. Hrói höttur: Karlmenn í sokkabux- um ★★ Mel Brooks virðist fallinn fyrir ofur- borð meðalmennskunnar en hér tekur hann á goðsögninni um Hróa hött, sem vissulega á það skilið. Svefnlaus í Seattle ★ ★ ★ Einkar aðlaðandi rómantísk gaman- mynd um samdrátt manns og konu sem teygir sig þvert yfir Bandaríkin. Full af húmor og skemmtilegheitum varðandi ástina og hjónalífið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.