Morgunblaðið - 05.01.1994, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.01.1994, Qupperneq 1
64 SIÐURB/C 2. tbl. 82. árg. MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994 Prentsmiðja Morgunblaðsins F-15 -þ oturnar úr 12 í 4 og þyrlusveitin hér áfram Bandaríkjamenn opna fyrir möguleik- ann á að Islendingar taki að sér rekst- ur þyrluflugbj örgunars veitarinnar F-15C EAGLE-orrustuþotum á Keflavíkurflugvelli verður í áföng- um fækkað á næstu 12 mánuðum úr 12 í 4, í því skyni að tryggja áfram virkar loftvarnir á íslandi, segir í sameiginlegri bókun dr. Williams J. Perrys varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna og Jóns Baldvins Hannibalssonar utanríkisráðherra, sem undirrituð var laust eftir hádegi í gær, í kjölfar samningaviðræðna fulltrúa bandarískra og islenskra sljórnvalda, sem var formlega lokið á hádegi í gær. Báðir ráðherrarnir, svo og Davíð Oddsson forsætis- ráðherra, lýstu í gær yfir ánægju sinni með það samkomulag sem nú er í höfn. Samkomulagið gerir jafnframt ráð fyrir áframhald- andi veru þyrluflugbjörgunarsveitarinnar hér á landi, og verða að tillögu Bandaríkjamanna teknar upp viðræður um það á milli íslenskra og bandarískra stjórnvalda, hvort Islendingar geti yfir- tekið rekstur flugbjörgunarsveitarinnar, á grunni verktöku, með aðstoð og þjálfun Bandaríkjamanna. Samkomulagið tekur einnig til þess að á Keflavíkurflugvelli verður áfram viðhaldið þeirri aðstöðu sem fyrir hendi er, til að halda úti orr- ustuþotum; flotaflugstöðin verður áfram starfrækt, sem felur það í sér að 7 P-3C Orion-kafbátaleitar- flugvélar verða áfram á Keflavíkur- flugvelli, ásamt Lockheed KC-135 R Hercules-eldsneytisbirgðavél, Lockheed KC-130 Hercules-björg- unarflugvél og P-3 Orion-flutninga- flugvél, að ótöldum 4 Sikorsky HH-60 G-björgunarþyrlum. Þá er samkomulag um að ís- lenska ratsjárkerfinu verði viðhald- ið, að heræfingunum „Norður-Vík- ingur“ sem fram fara annað hvert ár, verði framhaldið og að tvær af smærri deildum flotans hætti starf- semi, en það er sérstök hlustunar- stöð, sern gengur undir heitinu SOSUS, þar sem 140 hermenn starfa og fjarskipta- og miðunar- stöð í Rockville þar sem 90 her- menn starfa. Sú síðari hættir strax í marsmánuði á þessu ári, en hin fyrri hættir í áföngum til ársins 1997. Auk þess verður um fækkun hermanna að ræða vegna fækkunar F-15-orrustuþotnæma, þannig að samtals er áætlað að varnarliðs- mönnum fækki í áföngum um 380 til ársins 1997. Á fundi þeirra Perrys og Jóns Baldvins með fréttamönnum í gær, kom m.a. fram að hvor aðili um sig áréttar þær skuldbindingar sem rík- in tókust á hendur, víð gerð tvíhliða varnarsamnings landanna frá árinu 1951. Þeir Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra sögðu í samtölum við Morgunblaðið í gær, að þeir litu þannig á að þessi stað- festing samningsaðilanna á skuld- bindingum, fæli það í sér að viður- kennt væri, að báðar þjóðirnar tækju á jafnréttisgrundvelli ákvarð- anir um varnir Islands. Það sögðu þeir vera grundvallaratriði þess merka samkomulags sem innsiglað hefði verið í gær, með sameigin- legri bókun ráðherranna. Sjá ennfremur fréttir á bls. 20 og miðopnu. . Morgunblaðið/Árni Sæberg Bj orgunarpyrla EIN björgunarþyrlanna, sem unnið verður að að íslendingar taki við rekstri á innan tveggja ára sam- kvæmt yfirlýsingunni. Myndin er tekin er þyrlan var á flugi yfir vesturbænum í Reykjavík í fyrrasumar. Kapp lagt á friðarsamninga í Bosníu á næstu mánuðum Vonir bundnar við milligöngu Grikkja Sarajevo, Vín, London. Reuter. MIKIÐ sprengjuregn dundi á Sarajevo, höfuðborg Bosníu, í gær og hafa að minnsta kosti 22 manns fallið þar síðustu tvo daga, þar á meðal sex manna fjölskylda, sem lét öll lífið fyrir einni sprengikúlu. Fulltrúar Króata og múslima settust að samninga- borði í Vín í gær en nokkrar vonir eru bundnar við að árangur geti orðið af friðarviðræðum þjóðar- brotanna í Bosníu á þessu nýbyrjaða ári. Er ástæð- an meðal annars sú, að Grikkir verða í forsæti inn- an Evrópubandalagsins, EB, næsta misserið en þeir eru bandamenn Serba frá fornu fari og eiga því auðveldara með að leggja að þeim en flestir aðrir. Fallast grænfriðungar í Þýskalandi á hvalveiðar? MIKIL umræða á sér nú stað meðal þýskra grænfriðunga um hvort þeir eigi í framtíðinni að fallast á takmarkaðar hvalveiðar eða halda kröfunni um algjört hvalveiðibann til streitu. Margir franimáinenn þýskra grænfriðunga telja ekki lengur stætt á því að halda fram þeirri kröfu í ljósi þess að flestar hvalategundir eru ekki lengur í neinni útrýmingarhættu. Verður málið rætt á opinskáan hátt á al- þjóðlegum fundi Greenpeace-samtakanna, sem haldinn verður í Þýskalandi í haust. Kemur þetta fram í grein í nýjasta tölublaði þýska vikuritsins Die Zeit í greininni, sem birtist á forsíðu eins aukablaða vikuritsins, er fjall- að um hvalveiðar Norðmanna og þær aðgerðir, sem gripið hefur verið til í Þýskalandi vegna þeirra. Haft er eftir Thomas Henningsen, hvalasérfræðingi hjá Greenpeace, að hann sé ekki fyllilega sáttur við aðgerðirnar gegn norskum vörum en þær séu eftir sem áður neyðar- úrræði. Ef Norðmönnum verði leyft að veiða nokkur hundruð hrefnur setji Isiendingar og Japanir einnig fram kröfur um hrefnuveiði og brátt verði þá einnig farið að veiða stórhveli. I greininni er síðan rakin saga livalveiða og helstu goðsagnirnar í sambandi við hvali. Kemst grein- arhöfundur að þeirri niðurstöðu að í raun séu engin haldbær rök fyrir hendi til að banna hvalveiðar. Hvalastofnar séu flestir í mjög góðu ástandi. Segir vikuritið að jafnvel Thom- as Henningsen hjá Greenpeace við- urkenni að hrefnustofninn sé ekki í neinni hættu. Andstaðan við veið- ar snúist einungis um hið tákn- ræna. Hins vegar segir Die Zeit að ólíkt alþjóðasamtökum Green- peace geti þýskir grænfriðungar nú margir hveijir sætt sig við til- hugsunina um takmarkaðar hval- veiðar í einhverri óskilgreindri framtíð. „Við viljum engar goð- sagnir og engin „æðri“ dýr,“ sagði Birgit Radow, talsmaður þýskra grænfriðunga. Særð kona flutt á sjúkrahús í Sarajevo. Serbar liafa haldið uppi stanslausum sprengjuárásum á Sarajevo síð- ustu daga og hef- ur mannfallið verið óvenju mik- ið. Frá því Serbar settust um Sarajevo í apríl 1992 hafa rúm- iega 50.000 borgarbúar fallið eða særst. Mate Granic, utanríkisráðherra Króatíu, og Haris Silajdzic, forsæt- isráðherra Bosniu, hófu viðræður í Vín í gær um friðarsamninga milli þjóðarbrotanna en nokkru áður hafði Owen lávarður, sáttasemjari í deilu þjóðanna í Júgóslavíu, lýst yfir, að gæslulið Sameinuðu þjóðanna í Bosníu yrði hugsanlega kallað burt að vori yrði enginn árangur af við- ræðum stríðandi fylkinga á næstu tveimur mánuðum. Grikkir verða í forsæti fyrir EB næsta hálfa árið og vitað er, að grísku stjórninni er mikið í mun að ná árangri í Bosníudeilunni á þeim tíma. Vegna trúarlegs skyldleika meðal annars hafa Serbar og Grikk- ir löngum litið á sig sem bandamenn og því ætti Grikkjum að veitast bet- ur en öðrum að knýja Serba til samn- ingagerðar. „Við verðum að leysa þetta mál fyrir vorið. Að öðrum kosti munu stríðsæsingamennirnir efna til nýrra hernaðaraðgerða," sagði Theodoros Pangalos, Evrópumála- ráðherra í grísku stjórninni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.