Morgunblaðið - 05.01.1994, Side 2
2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1994
Bretar o g
Þjóðverj-
ar fá mest
af karfa
EKKI er búið að skipta veiðiheim-
ildum sem ísland og Evrópu-
bandalagið skiptast á sámkvæmt
samstarfssamningi um sjávarút-
vegsmál sem tók gildi um áramót-
in samhliða EES-samningnum.
íslendingar fá samkvæmt samn-
ingnum að veiða 30 þúsund tonn af
loðnukvótanum sem Evrópubanda-
lagið fær hjá Grænlendingum og er
gert ráð fyrir að veiðarnar fari fram
á tímabilinu janúar til apríl. Ekki
er búið að ákveða hvernig þessum
kvóta verður skipt milli íslenskra
skipa.
Þá fær Evrópubandalagið að veiða
3.000 tonn af karfa á tveimur svæð-
um innan íslensku landhelginnar.
Þessar veiðar hefjast ekki fyrr en
eftir 1. júlí og kvótinn getur breyst
eftir því hvernig loðnuveiðar íslend-
inga ganga. Ekki er heldur búið að
skipta þessum kvóta miili aðildar-
þjóða EB, en talið er líklegt að Bret-
ar og Þjóðverjar skipti bróðurpartin-
um á milli sín, enda hafa þessar
þjóðir mesta veiðihefð hér við land.
Auk þess fái Belgar einhvern kvóta.
Mjög strangar reglur gilda um
veiðar EB-skipanna hér við land.
Eftirlitsmaður verður um borð í
hveiju skipi og greiða útgerðir skip-
anna kostnað við eftirlitið. Veiðun-
um í íslenskri landhelgi verður að
halda aðskildum frá öðrum veiðum
og fjöldi skipa á veiðisvæðunum
verður takmarkaður.
Sjálfstæðis
minnst í
Aðalstræti 6
SAMEIGINLEG sýning Þjóð-
minjasafns og Þjóðskjalasafns um
sjálfstæðisbaráttu íslendinga
verður haldin í Morgunblaðshús-
inu Aðalstræti 6, næsta vor, vegna
viðamikilla viðgerða sem fyrir-
hugaðar eru á safnahúsinu við
Suðurgötu.
Guðmundur Magnússon þjóð-
minjavörður sagði í samtali við Morg-
unblaðið að sýningin yrði tileinkuð
sjálfstæðisbaráttu íslendinga frá
1830-1944 og á henni yrðu minjar,
munir og fræg skjöl sem henni tengd-
ust og hefði meirihluti sýningargrip-
anna aldrei komið fyrir sjónir al-
mennings áður. Að sögn þjóðminja-
varðar fékkst gamla Morgunblaðs-
húsið að láni tímabundið þar eð ekki
var fyrirhugað hjá borginni að hefja
aðrar framkvæmdir við væntánlegt
Borgarbókasafn en hönnun og
tæknilegan undirbúning á næsta ári.
Sýningin verður m.a. hönnuð inn í
hluta húsnæðisins með leiktjöldum
og er fyrirhugað að henni verði kom-
ið fyrir þar sem auglýsingadeild og
tæknideild höfðu aðstöðu.
í dag
Skattabreytingar um áramót
Fjármálaráðuneytið álítur að
álagning skatta lækki um 1,1 millj-
arð króna á ári 19
Veröum skólanum til sóma
Fyrstu sjá varút vegsfræðinga rnir
brautskráðir frá Háskólanum á
Akureyri 22
Fjölgun fyrirtækja i PóUahdi
Hagvöxtur hvergi meiri í Evrópu
en í nýfijálsu Póllandi 24
Leiðari
Samkomulag um varnarstöðina 26
Tvær stúlkur tilkynntu um torkennilegan hlut utan við Landsímahúsið
Morgunblaðið/Júlíus
Símaklefinn skoðáður
TÆKNIMENN iögreglunnar fínkembdu klefann í leit að sönnunar-
gögnum eftir að vélmennið hafði skotið eftirlíkinguna í tætlur.
Sprengjueftirlík-
ingu í símaklefa
eytt með véhnenni
SPRENGJUSÉRFRÆÐINGAR eyddu í gærmorgun með þar til
gerðu vélmenni allnákvæmri eftirlíkingu af sprengju sem komið
hafði verið fyrir í símaklefa utan við Landsímahúsið við Kirkju-
stræti. Sprengjan fannst klukkan tæplega tíu í gærmorgun þegar
tvær stúlkur sem hugðust hringja úr símaklefanum sáu hvers
kyns var og létu starfsmenn Landsímans vita. Á fimmta tímanum
í fyrrinótt hafði lögreglu verið tilkynnt um sprengju í Landsíma-
húsinu, þá hafði sprengju verið leitað innandyra án árangurs.
Fjölmennt lögreglulið ásamt
sprengjusérfræðingum lögreglu
og Landhelgisgæslu voru kvaddir
á staðinn. Umferð um nærliggj-
andi götur var lokað meðan sérút-
búið vélmenni var látið aka að
klefanum og skjóta háþrýstivatns-
hleðslu til þess að eyðileggja
sprengjuna.
Að sögn lögreglunnar var
sprengjan þannig útbúin að tveir
20-30 sm sívalningar úr málmi
höfðu verið límdir saman með ein-
angrunarbandi og vafið um ál-
pappír og komið fyrir á plötu.
Rafmagnsvír stóð út úr vafningn-
um. Eftir að vélmennið hafði skot-
ið á sívalningana kom í ljós að
einungis hafði verið um eftirlík-
ingu að ræða.
Ekki er vitað hver kom sprengj-
unni fyrir en lögreglan tók því
líklega að tengsl væru milli henn-
ar og hótunarinnar sem barst í
fyrrinótt og hafði þá verið af-
greidd sem símagabb.
Engín lausn í sjónmálí
í kjaradeilu sjómanna
ENGIN lausn er í sjónmáli í kjaradeilu útgerðarmanna og sjó-
manna, en deiluaðilar funduðu í allan gærdág hjá ríkissáttasemjara
og fundað verður áfram í dag. Verkfall sjómanna hófst á miðnætti
á nýársdag. Guðjón A. Krisljánsson, formaður Farmanna- og fiski-
mannasambands íslands, og Kristján Ragnarsson, formaður Lands-
sambands íslenskra útvegsmanna, segja að ýmsir möguleikar hafi
verið skoðaðir en eins og mál standi sé þar ekkert sem hönd sé á
festandi.
Kristján sagði aðspurður að út-
vegsmönnum fyndust hugmyndir
viðsemjenda um að allur afli fari á
markað eða að samið verði um lág-
marksverð ekki raunhæfar. Hér
færu menn ekkert auðveldlega með
fisk á milli staða á markaði auk
þess sem hér hefðu verið byggðar
upp veiðar og vinnsla sameiginlega
og það yrði ekki aðskilið ‘með því
að einhver eigi rétt á að kaupa físk-
inn hveijar sem aðstæður séu. „Við
ætlum ekki að ijúfa áratuga og þess-
arar aldar hefð að veiðar og vinnsla
séu í höndum sömu aðila, sem er
auðvitað mjög mikið um,“ sagði
Kristján.
Nefnd um ágreiningsefni
Hann sagði útvegsmenn ætluðu
sér ekki að standa að því að rústa
fiskveiðistjórnunarkerfið, þannig að
það hagræði sem það gæti gefið
glataðist, sem fælist í framsali veiði-
heimilda. Um það væri algjör sam-
staða meðal útgerðarmanna.
Kristján sagði að sjómenn hefðu
verið að boða málaferli vegna kvóta-
viðskipta en þau hefðu ekki litið
dagsins ljós. Eitt af því sem borið
hefði á góma í samningaviðræðum
í gær væri að sett yrði á fót sameig-
inleg nefnd aðila sem fjailaði um
slík ágreiningsefni þar sem menn
teldu að um brot á samningum væri
að ræða og þetta með öðru gæti
verið atriði sem þyrfti að skoða bet-
ur. Þá snerist umræðan mikið um
fískverð en sjómenn hefðu sjálfir átt
stærstan þátt í að leggja niður verð-
lagsráð í þeirri mynd sem var og
viljað fá fijálst fiskverð. Úgerðar-
menn hefðu setið við hlið sjómanna
og samið við fiskkaupendur um fisk-
verð og það væri ekki á færi útgerð-
armanna að semja við sjómenn um
þetta.
30% af kaupinu gufað upp
Guðjón A. Kristjánsson sagði að
ræddar hefðu verið ýmsar hugmynd-
ir á fundinum í gær en engin lausn
Myndasögur
► Getraun - Dýrin - Sagaum
tvær svartar mýs - Þrautir -
Myndir sigurvegara í samkeppni
um teiknimyndapersónuna
Aladdín
Úr verinu
► Markaðir í hættu standi verk-
fall sjómanna lengi - Frysting
hrogna lofar góðu - Portúgalir
salta rússaþorskinn - Fáir á sjó
- Aðalvélin í nýju Gugguna
Vc-rdur dýrið
þitt va!W
gæJudýr
vlkunnnr?
verkfall sjónwumn lengí
væri í sjónmáli. Aðalmarkmiðið væri
að koma í veg fyrir kvótabraskið
þannig að kjarasamningurinn væri
ekki rifinn niður, Það væri óásættan-
legt að horfa upp á það að 30% af
kaupi mannanna gufaði upp og öll
kjaravinna síðustu 20 ára væri horf-
in út í veður og vind. Það væri al-
gjör samstaða um þetta meðal sam-
taka sjómanna og flotinn myndi ekki
láta úr höfn fyrr en lausn fyndist.
Að hans mati væri besta og eðlileg-
asta lausnin að þróa áfram það kerfí
fijáls fiskverðs sem menn hefðu ver-
ið að feta sig inn á á undanförnum
árum og að sett yrði upp tenging
við markaðsverð sem ákveðið lág-
mark. Fiskverð erlendis réðist alls
staðar á fiskmörkuðum.
Guðjón sagði að yfirlýsing eins
og útgerðin Akkur hefði gefíð sjó-
mönnum á Fáskrúðsfírði um að þeir
myndu aldrei þurfa að taka þátt í
kvótakaupum dygði ekki að sínu
mati eins og ástandið væri í atvinnu-
málum. Ef menn misstu plássin
væri ekki aðra vinnu að fá. Að auki
væri yfirlýsing í kjarasamninguiji
um þetta sem ekki hefði haldið. *
Hann sagði að þeim bæri skylda
til að reyna alla möguleika á lausn-
um á deilunni. Ef ekki finnist'lausn
með viðsemjendum geti svo farið að
sjómenn þurfi að benda stjórnvöldum
á leiðir til þess að leysa deiluna.
Stjórnvöld verði síðan að meta það
hvort þau treysti sér til að ganga
þann veg og það sé ekki víst að
neinn aðila verði fyllilega sáttur við
slíka lausn. Auk þessa væri ýmislegt
sem þyrfti að ræða vegna breyttra
aðstæðna og nýrra veiðiaðferða.
Bankakort verða
ekki endurnýjuð
BANKAKORT verða ekki gefin út, nú eftir að debetkort eru komin
til sögunnar, en bankakort hafa verið gefin út til tékkaábyrgðar fyr-
ir viðskiptavini bankanna. Þeir sem vilja halda áfram að nota tékk-
hefti en vilja ekki debetkort eru því í vanda staddir. Hanna Pálsdótt-
ir, aðalféhirðir Búnaðarbankans, segir að í langan tíma hafi Kaup-
mannasamtökin og rannsóknarlögregla þrýst á bankana að taka upp
tékkaábyrgðarkort með mynd vegna þess hve ávísanamisferli sé al-
gengt og það sé ekkert vit fyrir bankana að vera með margfalda
kortaútgáfu.
„Það er með ólíkindum hversu
algengt er að tékkheftum og banka-
kortum sé stolið, rithöndin stæld og
tékkar gefnir út í verslunum. Það
er því gífurlegt öryggi í því að hafa
rithandarsýnishorn og mynd á
tékkaábyrgðarkorti og ég held að
fólk verði mjög ánægt þegar það fer
að nota kortin,“ sagði Hanna.
Bankakort falla úr gildi l.júlí
Hanna segir að öll bankakort falli
úr gildi 1. júlí nk. en fram til þess
tíma verði debetkort gefín út við-
skiptavinum að kostnaðarlausu. Eft-
ir það muni þeir greiða upphæð sem
samsvarar kostnaði við útgáfu þeirra
sem hún segir að sé talsverður, kort-
in séu vönduð og þau eigi ekki að
vera hægt að falsa.
Hanna segir að nú fari sá tími
að líða undir lok að bankarnir veiti
ókeypis ýmsa þjónustu. „Við verðum
að átta okkur á því að bankarnir
hafa staðið undir kostnaði við þessa
þjónustu með vaxtamun sem hefur
verið óæskilega mikill. Við erum t.d.
með starfsmenn sem gera lítið ánnað
en að veita upplýsingar um stöðu á
tékkareikningum og prenta út yfirlit
yfír þá. Fyrir þessa þjónustu taka
bankarnir ekki neitt en þeir þurfa
að greiða Reiknistofnun bankanna
upphæð fyrir hveija færslu sem flett
er upp. Nú fara þessir sæludagar
að líða undir lok og viðskiptavinir
að greiða fyrir þá þjónustu sem þeir
fá. Vonandi verður þá um leið hægt
að minnka þann mikla vaxtamun
sem nú ríkir,“ sagði Hanna.