Morgunblaðið - 05.01.1994, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
VOCES THULES
_________Tónlist____________
Ragnar Björnsson
Hátíðartónleika kallaði hópurinn
tónleika sína í Kristskirkju 29. des.
sl. og í framhaldi „William Byrd
1543-1623, 450 ár“. Víst má til
sanns vegar færa að um hátíðartón-
leika hafi verið að ræða þar sem
jólahátíðin teygir sig út yfir myrkr-
ið í heila þrettán daga eða nokkuð
fram á næsta ár og lýkur um líkt
leyti og síðasti jólasveinninn hefur
yfírgefið mannheima. Hópurinn
Voces Thules vill auðsjáanlega
minnast þess merka organleikara
og tónskálds Williams Byrds.
Kannski er svolítið ónákvæmt að
tala um 450 ára afmæli hans, þar
sem ekki er vitað með vissu hvenær
hann fæddist, skakkar þó ekki
meira en ári sem deilt er um, og
hvað er eitt ár í hafi milljóna. Byrd
var vissulega merkilegt tónskáld,
en svo var um ótal marga á þessum
tímum, bæði breska og mið-evr-
ópska, sem vert er að minnast og
munu fimmmenningarnir Sverrir
Guðjónsson, Sigurður Halldórsson,
Guðlaugur Viktorsson, Eggert
Pálsson og Ragnar Davíðsson ekki
þurfa að kvíða verkefnaskorti í
framtíðinni ef þeir ætla að minnast
merku miðaldatónskáldanna, eins
og heitið Thules bendir nokkuð til.
En fimmmenningarnir eru til alls
vísir, því hér er um vel menntaða
tónlistarmenn að ræða, vel tón-
næmir og raddir góðar. Þó er það
hér sem mér fannst dálítið á vanta.
Raddirnar eru mismikið skólaðar
og á því ber einstaka sinnum þegar
sérstaklega reynir á röddina, hún
verður svolítið hás og mött líkt og
hjá lítt skóluðum röddum í ungl-
ingakórum. Þetta er reynt að bæta
upp með góðri „músiseringu" en
góð viðbót væri að bæta úr hinu.
Ragnar Davíðsson sýndi ágætlega,
bæði í hæð og dýpt, þann stuðning
og vald yfir röddinni sem til þarf.
Hópurinn byijaði á verki eftir nú-
tímahöfund, Arvo Párt, efnið tekið
úr 130. Davíðssálmi, fyrir söng-
raddir, ásláttarhljóðfæri og orgel
sem Hilmar Örn Agnarsson lék á,
einföld tónsmíð, sem hreyfðist mik-
ið innan fimmundartónbils. Þessi
fyrsti hluti var fiuttur frá orgelpall-
inum og gaf fallegan upptakt að
því sem á eftir kom. Á eins konar
milliþáttamúsík, Terra Tremuit eft-
ir Byrd, gengu þeir félagar niður
og fram í kór kirkjunnar og fluttu
þaðan þijá þætti úr Þorlákstíðum
og gerðu það fallega mjög. Gloría
Tíbí, íslenskt þjóðlag í útsetningu
Jóns Ásgeirssonar, var ágætlega
flutt, en eitthvað fannst mér útsetn-
ingin um of á rómantískum og
hómófónískum nótum, meiri
kontrapunktísk útfærsla hefði
þarna átt betur heima. Hið mjög
svo fallega þjóðlag Hátíð fer að
höndum ein kom næst, en þar
fannst mér svolítið á vanta í flutn-
ingnum, eða öllu heldur, að kannski
var um of að ræða. Þessi fallega
tónsmíð nýtur sín best aðeins hæg-
ari og einfaldar sungin, að ætla að
bætá einhveiju við hreinleika þess-
arar tónsmíðar verður yfirhlaðið.
Messa fyrir þijár raddir og Ave
verum corpus eftir Byrd var hvoru-
tveggja mjög vel flutt. Messan er
tónsmíð í nokkrum þáttum og reyn-
ir víða mjög á flytjendur. Þeir félag-
ar sýndu þarna mjög fína tilfinn-
ingu fyrir þessari tegund tónlistar,
og pólifónískur skilningur þeirra er
sérlega skýr.
Aftur kom Terra Tremuit eftir
Byrd og þessum fallegu tónleikum
lauk á Adesi festum úr Þorlákstíð-
um.
JAPAN - ISLAND
Hanayagi Suketaroh hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir dans sinn.
_________Tónlist_____________
Jón Ásgeirsson
Japanskir menningardagar
standa yfir í Reykjavík fyrstu
daga afmælisárs íslenska lýð-
veldisins og 2. janúar sl. var hald-
in japönsk-íslensk menningar-
dagskrá í íslensku óperunni. Jap-
anir eru ein af elstu mehningar-
þjóðum heims og á sviði tónlist-
ar, bæði er varðar söng og hljóð-
færaslátt, hafa þeir varðveitt eld-
fornar venjur og er þar margt
að finna, sem mjög líklega er
samstofna upprunalegri tónlist-
ariðkun mannsins, sem á þó um
leið margt sameiginlegt með nú-
tírnatónlist Vesturlanda.
Á þessari menningarhátíð gat
að heyra og sjá Goro-kai lista-
menn dansa, syngja og leika á
hljóðfæri. Fyrst voru fluttir tveir
japanskir tvídansar, Gamla furu-
tréð og Litbrigði haustsins, sem
dansaður var af mæðgunum
Hanyagi Tomiyuki og Yuki Ohta.
Þetta var fallegur og stílhreinn
dans og á eftir fylgdi hefðbund-
inn söngur við undirleik á þriggja
strengja lútu (sjamisen). Bæði
söngur Kineyja Goyoh og Noriko
Yumita og leikur Kineya Gosetsu
og Hisai Okuda var gæddur seið-
andi þokka.
Hápunktur hátíðarinnar var
dans Hanaygai Suketaroh, fyrst
í stuttum dansi er nefnist Sverð-
liljan og síðan í löngum og áhrifa-
miklum dansi, er nefnist Smá-
stirnið og fjallar um „frásögn iít-
illar stjörnu, sem truflar kær-
leiksfund Fjósamannsins og
Fjósakonunnar (stjarnheitin),
sem hittast bara einu sinni á
ári, með sögu af heimiliseijum
Þrumuguðsins". Smástirnið býr
yfir miklu leikhúsi og var sam-
spil dansarans við litríka tónlist-
ina blátt áfram stórkostlegt.
Undirritaður gat ekki heyrt betur
en að bæði undirleikurinn við
fyrstu dansana og síðustu tvo
dansana hafi verið leikinn á Koto,
sem er sérlega 'skemmtilegt
hljóðfæri, en bæði undirleikurinn
og söngurinn var í þessum tilfell-
um leikinn af segulbandi eða
hljómdiski. Síðasta japanska atr-
iðið var söngur og gítarleikur í
suðuramerískum stíl og var það
eitthvað svo ótrúlega fjarlægt
japanskri menningu og tónlistin,
eftir gítarleikarann, Shiro
Ohtake, var sérlega ófrumleg.
íslenski þátturinn hófst á fiðlu-
leik Sigrúnar Eðvaldsdóttur með
samleik Þorsteins Gauta Sigurðs-
sonar píanóleikara. Viðfangsefn-
in voru Draumalandið, eftir Sig-
fús Einarsson, Rómansa op. 6,
eftir Árna Björnsson, Humor-
eska, eftir Þórarin Jónsson og
Melodía, eftir Tsjajkovskíj. Ás-
hildur Haraldsdóttir flautuleikari
lék þar næst, ásamt Þorsteini
Gauta, fjórar þjóðlagaútsetning-
ar eftir Árna Björnsson og Fant-
asie, eftir Faure. Sigrún, Áshild-
ur og Þorsteinn Gauti standa í
fremstu röð okkar tónlistar-
manna og var leikur þeirra mjög
vel fram færður. Saman léku þær
Sigrún og Áshildur dúósónötu
eftir Telemann. Eitthvað voru
áheyrendur ekki með á nótunum,
því klappað var á milli allra þátta
verksins.
Íslenska þættinum lauk með
söng Karlakórsins Fóstbræðra,
undir stjórn Árna Harðarsonar
(stjórnanda ekki getið í efnis-
skrá). Viðfangsefni þeirra var
ísland farsælda frón, Ár var alda,
raddsetning eftir Þórarin Jóns-
son, Kváll, eftir Atla Heimi
Sveinsson og japanskt lag, Ja-
nagawa-fljót, eftir Hakushu
Kitahara. Kórinn söng þessi lög
mjög vel, sérstaklega þó lag Atla
Heimis, sem er drungaleg kvöld-
stemmning. Japanska lagið er
mjög evrópskt í gerð, hvort sem
það er vegna útsetningarinnar
eða söngmátans og hljómaði því
eins og hefðbundið karlakórslag
og var ágætlega sungið undir
stjórn Árna.
Það er vandasamt verk að setja
saman slíka dagskrá, eins og hér
um ræðir og vel hefði mátt hafa
hana að öllu leyti japanska, án
þess að móðga nokkurn, því list
þeirra er mönnum hér á Iandi
mikið nýnæmi, auk þess sem
mikill áhugi er almennt á austur-
lenskri list. Líklega hefur bæði
dansinn og tónlistin veríð minnst
kynnt hér á landi en kvikmynda-
gerð, myndlist og bókmenntir
hafa verið í miklum metum, enda
hafa Japanir átt stórkostlega
heimslistamenn í öllum þessum
greinum.
MENNING/LISTIR
Tónlist
Söngtónleikar í
Ytri-Njarðvíkur-
kirkju
Jóhann Smári og Sigurður Sævars-
synir halda söngtónleika í Ytri-Njarð-
víkurkirkju í kvöld, miðvikudagskvöld,
kl. 20.30. Á efnisskránni eru sönglög
og aríur eftir Karl O. Runólfsson,
Sveinbjöm Sveinbjömsson, Mozart,
Schumann, Verdi, Tsjajkovskíj, Ravel
og fleiri. Undirleikarar eru Ragnheiður
Skúladóttir, Sigrún Sævarsdóttir og
Elín Halldórsdóttir.
Sigurður er að ljúka söngnámi við
Nýja tónlistarskólann nú í vor undir
leiðsögn Alinu Dubik. Jóhann lauk ein-
söngvaraprófi við framhaldsdeild The
Royal College of Music nú í haust og
stundar nú nám við sameiginlega
óperudeild The Royal College og Royal
Academy of Music í London. Ragnheið-
ur er yfirkennari Tónlistarskólans í
Keflavík. Sigrún stundar píanó- og
básúnunám við Tónlistarskóla Kefla-
víkur og Eiín stundar söng- og píanó-
nám við The London College of Music.
Kammertónleikar í
Seltj arnarneskirkj u
Kammertónleikar verða í Seltjamar-
neskirkju í kvöid, miðvikudagskvöld,
Aðstandendur söngtónleikanna I Ytri-Njarðvíkurkirkju í kvöld.
Elín Anna ísaksdóttir, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Kristín Guð-
mundsdóttir og Örnólfur Kristjánsson.
kl. 20.30. Samsetning kammerhópsins
er óvenjuleg, en hann skipa Elín Ánna
Isaksdóttir píanóleikari, Guðrún Edda
Gunnarsdóttir mezzósópran, Kristín
Guðmundsdóttir flautuleikari og Öm-
ólfur Kristjánsson sellóleikari. A efnis-
skrá er verkið Söngvar frá Madagask-
ar eftir Ravel ásamt tríói, dúettum og
Ijóasöngvum eftir Brahms, Danzi,
Sancan, Hindemith og Wolf. Miðaverð
er 800 krónur.
Myndlist
Ingibjörg Jóhanns-
dóttir sjnir í Gallerí
Umbru
. Ingjbjörg Jóhannsdóttir opnar
myndlistarsýningu í Galierí Úmbru,
Amtmannsstíg 1, á morgun, fimmtu-
daginn 6. janúar. Þetta er fyrsta einka-
sýning Ingibjargar, en hún útskrifaðist
úr Myndlista- og handíðaskóla Sslands
árið 1992 og er nú að ljúka framhalds-
námi við Pratt Institute í New York.
Á sýningunni, sem kallast „Heima-
lands mót“, eru ellefu myndir unnar
með blandaðri tækni á pappír. Mynd-
efnið er ísland í íjarlægð; minningar
og hugmyndir um landið sem var lofað
af þjóðskáldum, landið með sínum
órofna sjóndeildarhring og endalausa
bláma.
Sýning Ingibjargar Jóhannesdóttur
stendur til 26. janúar og er opin alla
daga nema mánudaga frá kl. 13-18.
Gerðuberg
Sýning á
verkum ungl-
inga og bama
MYNDLISTARSÝNINGIN
„Mennesker mödes — mannleg
samskipti“, sem er sýning á verk-
um barna og unglinga frá Norð-
urlöndunum, verður opnuð laug-
ardaginn 8. janúar kl. 15. í
Gerðubergi. Sýningin er skipu-
lögð af samtökum norrænna
myndlistarkennara.
Sýningin lýsir hvernig norræn
börn og unglingar upplifa mannleg
samskipti. Viðfangsefnin eru ást,
íjölskylda, hefðir, leikur, vinátta,
dauði, sorg og skemmtun — þau
lýsa mannlegu samfélagi, haming-
justundum jafnt og eininanaleik.
Sýningin kemur hingað til lands
frá Danmörku og fer frá Gerðu-
bergi til Akureyrar þar sem hún
verður dagana 26. febrúar til 13.
mars. Sýningin er styrkt af Nordisk
Kulturfond.
Sýningin verður opin mánudaga
til fimmtudaga kl. 10-22 og föstu-
daga til sunnudaga kl. 13-16. Við
opnunina mun Kór Langholtskirkju
syngja og boðið verður upp á
„barnahanastél“.