Morgunblaðið - 05.01.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1994
17
Sagan endurtekur sig
eftir Tómas Grétar
*
Olason
Afstaða Jóhönnu Sigurðardóttur
félagsmálaráðherra til starfsemi
Sólheima í Grímsnesi er vægast
sagt illskiljanleg. Ráðherrann hefur
í 14 ár verið með stöðuga áreitni í
garð heimilisins og stjórnenda þess.
Sólheimar eiga merkilegan feril að
baki sem fyrsta heimili sinnar teg-
undar á Norðurlöndum og elsta
starfandi heimili að mannúðar- og
líknarmálum á íslandi. Ofsóknir
framkvæmdavaldsins á hendur
stofnanda þess, Sesselju Sigmunds-
dóttur, eru alþjóð kunnar þegar
framkvæmdavaldið svipti hana
starfsleyfi og sett voru bráða-
birgðalög er heimiluðu eignaupp-
töku og yfirtöku ríkisins. Sem betur
fer hlutu þessi bráðbirgðalög ekki
staðfestingu.
Samskipti fatlaðra og ófatlaðra
voru opinberum aðilum stöðugt
umkvörtunarefni. Eitt alvarlegasta
ágreiningsefnið var mataræði á
Sólheimum, en þar hefur frá upp-
hafi vega verið stunduð lífræn
ræktun og var því grænmeti veru-
legur hluti af mataræði heimilis-
fólks. Frá því um 1950 og fram til
1980 var góður friður um Sólheima
og þar dafnaði samfélag í leik og
starfi.
Friðurinn úti
En sagt er að sagan endurtaki
sig og á tímbilinu 1980 til 1994
hafa enn orðið deilur og togstreita
milli framkvæmdavaldsins og Sól-
heima. 1. janúar 1980 tóku gildi
ný lög. um aðstöðu þroskaheftra og
sett var á stofn stjórnarnefnd um
málefni þroskaheftra undir forystu
Jóhönnu Sigurðardóttur. Friðurinn
var úti líkt og 1934 þegar að barna-
verndarlögin voru sett og barna-
verndarráð hóf afskipti af heimil-
inu. Nú var það hið nýja svæðisráð
undir forystu frú Jóhönnu sem hóf
afskipti af heimilinu. Stjórnar-
nefndin veitti styrk til framkvæmda
en ákvað að útboð og samninga-
gerð skyldi vera í höndum Svæðis-
stjórnar Suðurlands en ekki stjórnar
Sólheima. Stjórnin taldi hinsvegar
bæði sjálfsagt og eðlilegt að það
væri í verkahring stjórnar heimilis-
ins að annast þar framkvæmdir.
1982 lét forstöðumaður Sólheima
af störfum og var starfið auglýst
laust til umsóknar. Stjórnarnefnd
um málefni þroskaheftra undir for-
ystu Jóhönnu vildi fá að hlutast til
um ráðninguna. Stjórn Sólheima
taldi það ekki í verkahring stjórnar-
nefndar sem opinbers ráðs að hafa
afskipti af því hver yrði ráðinn for-
stöðumaður fyrir sjálfseignarstofn-
unina að Sólheimum. Hér eru að-
eins tvö dæmi nefnd. Virðist sem
Jóhanna Sigurðardóttir hafi átt erf-
itt með að sætta sig við það að
þurfa að láta undan í báðum þessum
málum og ekki getað litið starfsem-
ina á Sólheimum réttum augum
síðan. í ráðherratíð Alexanders
Stefánssonar félagsmálaráðherra
voru samskipti Sólheima og hans
sem félagsmálaráðherra mjög já-
kvæð og gagnkvæmur skilningur
ríkti milli aðila.
Nýtt erfiðleikatímabil
Eftir að Jóhanna Sigurðardóttir
varð félagsmálaráðherra fyrir tæp-
um sjö árum hófst nýtt erfiðleika-
tímabil sem staðið hefur síðan.
Ráðherrann hefur stöðugt sótt á
um að fá fulltrúa i stjórn heimilis-
ins, fulltrúi hennar hefur gengið á
fund biskups og gert kröfu um að
heimilið yrði aflient ráðherranum
og félagsmálaráðuneytið hefur sent
stjórn heimilisins erindi þar sem
óskað er tilnefningar um einn full-
trúa í sam-starfsráð sem fara ætti
með stjórn heimilisins. Eftir að Jó-
hanna Sigurðardóttir varð félags-
málaráðherra var með öllu skrúfað
fyrir fjárveitingar til nýfram-
kvæmda á Sólheimum. Það var
fyrst í mars á síðasta ári að Fram-
kvæmdasjóður fatlaðra greiddi 4,5
milljónir í framlag vegna íbúða-
bygginga fyrir fatlaða á Sólheim-
um. Erfítt virtist vera fyrir ráðherra
að sætta sig við þá ákvörðun sjóð-
stjórnarinnar því þrátt fyrir loforð
ráðuneytisins um að inna greiðsluna
af hendi frestaði ráðherrann af-
greiðslu málsins í marga mánuði.
Aukafjárveiting skert
í desember 1989 ákvað Alþingi
að veita Sólheimum aukaíjárveit-
ingu að upphæð 3,5 millj. kr. Fjár-
veitingin var veitt til þess að greiða
halla sem myndast hafði þegar Sól-
heimar voru settir á föst fjárlög án
samráðs við stjórn heimilisins. Þeg-
ar fjárveitingin barst Sólheimum
29. desember hafði hún verið skert
um 2.738 þús. kr. Félagsmálaráð-
herra gaf þá skýringu að samsvar-
andi halli í krónum talið hefði verið
á launalið heimilisins í árslok 1989
og hefði það verið leiðrétt með þessu
móti. Halli á launalið var þannig
orðinn að laun hækkuðu umfram
almennar kauphækkanir vegna
kjarasamninga er fjármálaráðu-
neytið gerði við starfsfólk Sólheima
21. júlí 1983 og stjórn heimilisins
átti þá enga aðild. Félagsmála-
ráðuneytinu hafði þá ítrekað verið
bent á vaxandi halla á launalið
Sólheima af þessum sökum og ósk-
að hafði verið eftir leiðréttingu svo
ekki kæmi til halla um áramót.
Þessu erindi var ekki sinnt. Stjórn
Sólheima taldi að ráðuneytið hefði
ekki heimild til þess að ráðstafa fé
þar sem um sérstaka fjárveitingu
frá Alþingi hefði verið að ræða.
Eftir itrekuð mótmæli greiddi ríkis-
sjóður heimilinu 900 þús. kr. til
baka 9. febrúar 1990.
Stefnið okkur ef þið þorið
Ekki var undan því vikist að leita
álits umboðsmanns Alþingis. Hann
mæltist til þess að félagsmálaráðu-
neytið tæki málið til meðferðar að
nýju. „Hafi það verið ætlun fjárveit-
ingavaldsins að þessi fjárveiting
gengi óskert til Sólheima til að
greiða rekstrarhalla fyrri ára í sam-
ræmi við beiðni stjórnar Sólheima
... tel ég að ráðuneytinu hafi ekki
verið heimilt að ráðstafa hluta af
fjárveitingu til greiðslu á dvaiar-
kostnaði heimilismanna árið 1989
umfram fjárveitingu á íjárlögum
þess árs.“ Umboðsmaður Alþingis
lagði áherslu á að stjórnvöldum
bæri að virða ákvarðanir þingsins.
Þrátt fyrir þetta álit umboðsmanns
Alþingis hefur fjármálaráðuneytið
ekki enn boðið fram uppgjör á fjár-
veitingu Alþingis samkvæmt aukaf-
járlögum 1989. Hinsvegar barst
stjórn Sólheima, 25. febrúar 1992,
bréf frá félagsmálaráðherra sem er
þá enn í árásarham. Krafa Sólheima
hafði verið send til innheimtu. í
bréfi ráðherrans kom fram að hann
teldi það afar athyglisvert, bæði
fyrir félagsmálaráðuneytið og þá
ekki siður fjármálaráðuneytið, að
dómstólar íjölluðu um þetta mál.
Grétar Ólason
„Eftir að Jóhanna Sig-
urðardóttir varð félags-
málaráðherra fyrir
tæpum sjö árum hófst
nýtt erfiðleikatímabil
sem staðið hefur síð-
an.“
Ráðuneytið telur hinsvegar með öllu
óviðunandi að á sama tíma og mála-
ferli ættu sér stað færu fram við-
ræður Sólheima og ráðuneytis um
sérstakt afgjald til Sólheima til að
mæta viðhaldi og afskriftum
fastaljármuna annars vegar og
söluafgjaldi fyrir heitt vatn hinsveg-
ar. A mannamáli er hér verið að
segja: Stefnið okkur ef þið þorið
en þá verður heldur ekkert samið
við ykkur á meðan. Spurningin hlýt-
ur að vera hvort ráðherra geti hag-
að sér á þennan hátt, dregið fyrst
mál úr hömlu og síðan borið fram
hótanir á rósamáli.
Sex ára bið eftir ákvörðun
Ákvörðun um að setja Sólheima
á „föst ljárlög" varð þess valdandi
að verulega dró úr stuðningi ein-
staklinga og félagasamtaka við
heimilið. Margir aðilar töldu að
búið væri að gera heimilið að ríkis-
stofnun og þar með þyrfti það ekki
lengur stuðnings við. Sólheimar
urðu fyrir verulegu fjárhagslegu
AIHLB3A TOLVUKHRFI
HUGBUNAÐUR
FYRIR WINDOWS
glKERFISÞRÓUNHF.
FÁKAFEN111 - SÍMl 688055
Gestaíbúðin
Villa Bergshyddan
í Stokkhólmi
íbúðin (3 herbergi og eldhús í endurbyggðu 18.
aldar húsi), er léð án endurgjalds þeim, sem
fást við listir og önnur menningarstörf í Helsing-
fors, Kaupmannahöfn, Ósló eða Reykjavík, til
dvalar á tímabilinu 15. apríl til 1. nóvember.
Umsóknir um dvöl í Villa Bergshyddan, þar sem
fram komi tilgangur dvalarinnar og hvaða tíma
sé óskað, svo og upplýsingar um umsækjanda,
skal senda til Hásselby Slott, Box 520, S-162
15 Vállingby, fyrir 28. febrúar nk.
Ekki eru notuð sérstök umsóknareyðublöð.
Nánari upplýsingar fást hjá skrifstofu borgar-
stjóra, sími 632000.
tjóni vegna þessa. Ákvörðun félags-
mála- og fjármálaráðuneytisins
1983 um að yfirtaka launagreiðslur
og samningamál starfsmanna olli
erfiðleikum í rekstri. í raun var
heimilið að verulegu leyti svipt for-
ræði í fjármálum. Var beiðni stjórn-
ar Sólheima margítrekuð ár eftir
ár um að fá forræði þessara mála
að nýju. Það var svo Ioks 1990 að
nýr ráðuneytisstjóri kom til starfa
í ijármálaráðuneytinu að málið var
afgreitt á einni klukkustund og yf-
irtóku Sólheimar 1. febrúar 1991
launagreiðslur og samningamál
starfsmanna. Málið hafði verið til
meðferðar í tæp sex ár.
Söfnunarfé yfir 100 milljónir
Þrátt fyrir að Sólheimar, svo ein-
kennilegt sem þa_ð er, sem elsta
stofnun fatlaðra á íslandi, hafi enga
fjárveitingu fengið til nýfram-
kvæmda úr Framkvæmdasjóði fatl-
aðra í ráðherratíð Jóhönnu Sigurð-
ardóttur fyrr en í marsmánuði
1993, hefur myndarlega verið stað-
ið að framkvæmdum á Sólheimum.
Staðurinn hefur verið endurbyggð-
ur, aðstaða fatlaðra er eins og hún
gerist best, glæsilegt íþróttahús
byggt og nýjar vinnustofur teknar
í notkun. Virðist sem þessar fram-
kvæmdir, sem allar miða að bættum
aðbúnaði hinna fötluðu, hafí farið
sérstaklega fyrir brjóstið á ráðherr-
anum. Hundruð fólks, ef ekki þús-
undir, hafa stutt þessa uppbygg-
ingu og hefur Styrktarsjóður Sól-
heima lagt heimilinu til yfir 100
milljónir frá 1986 en að öðru leyti
hafa framkvæmdir verið fjármagn-
aðar með lánum frá Húsnæðisstofn-
un. Með þessum hætti hefur verið
sparað stórfé úr opinberum sjóðum.
I stað þess að fagna þessu fram-
taki, og að verið sé í raun að greiða
götu annarra framkvæmda með
eigin söfnunarfé Sólheima, hefur
ráðherrann verið með stöðugar
dylgjur undanfarin ár um fram-
kvæmdir á Sólheimum.
Ráðherrann verður að axla
ábyrgð
Ráðherra félagsmála kaus þá leið
að fara í ljölmiðlastríð sem enginn
vinnur og skaðar Sólheima. Ráð-
herra er reiður þegar sannleikur
kemur upp á yfirborðið en telur
sennilega í lagi að ausa út óhróðri
og ósannindum um stjórnendur
Sóiheima og virðist ekki gera sér
grein fyrir að þeir hafa líka rétt til
að reiðast. Til glöggvunar lesendum
skal tekið fram að það er Alþingi
sem setur lög um umönnun fatlaðra
en félagsmálaráðuneytið sér um
framkvæmdina og ber ábyrgð á
heimilisfólki á Sólheimum. Ráð-
herra getur ekki skýlt sér á bak
við stjórn Sólheima gagnvart
ábyrgðarhlutverkinu.
Opinberar tölur og skýrslur um
kostnað vegna búsetu, vinnu og
frítímastarfs 40 heimilismanna eru
Sólheimum mjög í hag á undanförn-
um árum borið saman við ríkisrekin
úrræði. Er því óskiljanlegt að ráð-
herra sjái ekki svo um að heimilis-
fólk á Sólheimum njóti sömu rétt-
inda og aðrir fatlaðir á landinu og
meti að verðleikum gjafir og sjálf-
boðastörf sem fjöldi manna og
kvenna leggja Sólheimum til ár
hvert og allt miðast við að blómlegt
og gott mannlíf dafni á Sólheimum
eins og verið hefur frá upphafi.
Höfundur hefur starfað að
málefnum Sóllwima síðastíiðin 30
ár ogernú varaformaður
framkvæmdastjórnar Sólheima.
Mímir
Hraðnámstækni
Skemmtu þér og vertu mörgum sinn-
um fljótari að læra. Nýjustu kennslu-
aðferðir auðvelda þér námið.
Enska - þýska - spænska.
10 vikna námskeið hefjast 24. jan.
Sum stéttarfélög taka þátt í kostnaði.
Sfmar 10004 og 21655.
Macintosh f. byrjendur
17.-2«. jan. kl. 9-12 e«a 17.-26. jan. kl. 19:30-22:3«
Windows og PC grunnur
13. - 20. janúar kl. 19:30-22:30
FileMaker Pro
24.-28.janúarkl. 16-19
Unglinganám byrj. & frh.
12 vikur, 2 klst í viku, hefjast lau 29. janúar
Umsjón tölvuneta
Novell, 16 vikur, 3 klst í viku, hefjast 25. jan. =
Stýrikerfið og System 7 °
Macintosh: 19.-21. janúar kl. 16-19
Windows kerfisstjórn
31.jan-3.feb kl.9-12
Word námskeið
Macintosh og Windows: 17.-21.jan kl. 13-16
eða 24.-28.jan kl. 16-19
Fáðu senda námsskrá
Tölvu- og verkfræöiþjónustan
Grensásvegi16
Sími 68 80 90
NYTT FRA BANDARÍKJUNUM
FIGURFORM USA(
®
/ Befri liðan, \
/betra litlitog
lallogra likamslotfn
tneð/FIGURFORM,
' I USÁ®
(rá Svérisson
Þriggja vikna skammtur á
sirstöku kynnlngarverði
aöeins kr. 1.990,-
Lífrænt krómefnasamband (Chromium picolinate)
sem oft er kallað „fitubrennarinn"
(a Super Fat Burner) og var þróað af
vfsindamönnum vlð Bandaríska
landbúnaðarráðuneytið, sem fékk á þvi einkaleyfi
(Us. patent. no. 4.315.927).
Rannsóknir bandarísku vísindamannanna
dr. Muriel Gilmann og Gary W. Evans,
en niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli,
fjölluðu m.a. um getu FIGURFORM USA® til að:
★ Sefa hungurkenndina og minnka ásókn (sætindi.
★ Byggja upp vöðvana og auka þrekið.
★ Brenna líkamsfitu.
FIGURF0RM USA®:
■* Hefur verið rannsakað og þróað í samvinnu við
bandarísk yfirföld (USDA).
★ Milljónir Bandaríkjamanna hafa hagnýtt sér þessa
merkilegu upþgötvun fyrir heilsu sína og útlit.
★ Inniheldur réttan dagskammt af Chromium picolinate,
1600 míkrógrömm.
★ Aukaávinningur fyrir íþróttafólk við uppbyggingu
likamans.
★ Samfelld sigurganga í Bandaríkjunum.
Þitt tækifæri núna!
★ FIGURFORM USA® eraðelns selt hjá SVENSSON
með einkaleyfi.
Belis
Heilsuvörur hf.
Póstverslun sími 667580.
Opin kl. 9-18, símsv. e. lokun
Svensson®
Heilsubúðin í Mjódd,
sími 74602.
Opið mánud. -
föstud. kl. 13-18,