Morgunblaðið - 05.01.1994, Page 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
Fasteignaskattar á
atvinnuhúsnæði 1
Reykjavík hækka
FASTEIGNASKATTAR á allt atvinnuhúsnæði í Reykjavík hækka úr
1,19% i 1,4% á árinu 1994 og á skrifstofu- og verslunarhúsnæði verður
að auki lagður 1,25% skattur sem reiknast af fasteignamati. Þetta er
gert til að mæta missi útsvarstekna og landsútsvars. Alagningarreglur
vegna fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði breytast ekki og verða því
ekki breytingar á þeim gjöldum 'nema þær sem breytingar á fasteigna-
mati gefa tilefni til.
Að sögn Jóns G. Tómassonar borg-
arritara breytast álagningarreglur
fasteignagjalda íbúðarhúsnæðis ekk-
ert en fyrir borgarstjóm iiggur tillaga
um að fasteignagjöld á atvinnuhús-
næði hækki úr 1,19% af fasteignmati
í 1,40%. Auk þess liggur fyrir tillaga
sem borgarstjóm kemur til með að
Ijalla um 6. janúar nk. um að nýta
heimild í lögum, sem samþykkt voru
á Alþingi 20. desember sl., til að
leggja sérstakan skatt á verslunar-
og skrifstofuhúsnæði. Hann verður
1,25% af fasteignamati. Lögin vom
sett til þess að bæta sveitarfélögum
missi aðstöðugjalda.
„Áætlað er að þessi hækkun færi
borgarsjóði 175 milljónir króna á
árinu 1994. Hinn skatturinn sem
áður var innheimtur hjá ríkinu og
var 1,5% á að færa borgarsjóði 245
milljónir. Samtals eru þetta 420 millj-
ónir. Þetta er sú skattlagning sem
við getum sagt að stefnt sé að leggja
á atvinnureksturinn á móti því að
hann losni við aðstöðugjöld. Þau vom
í síðustu fjárhagsáætlun 2.195 millj-
ónir króna og er það 80% af álagn-
ingu. Á þessu ári fékk borgin að-
stöðugjöldin greidd í formi bóta-
greiðslna frá ríkinu þannig að at-.
vinnureksturinn hefur losnað undan
gjöldum til borgarinnar að upphæð
vel á/’þriðja milljarð króna. Borgin
hyggst nota áðurnefndar lagaheim-
ildir til að bæta upp þennan missi
með 420 milljónum.
Að öðm leyti er missirinn bættur
upp með hækkun á útsvarsprósentu
sem er í samræmi við það lágmark
sem sett var í lögin sem samþykkt
vom 20. desember, eða 8,4% í stað
6,7% sem það verið hefur hjá Reykja-
vík síðan 1988,“ sagði Jón.
Arðgreiðslur hækkaðar
„Einnig liggur fyrir tillaga um að
hækka arðgreiðslu borgarfyrirtækja
til borgarsjóðs til að mæta hluta af
þessum missi. Það em stofnanir
borgarinnar eins og orkufyrirtækin
þijú, rafmagnsveita, hitaveita og
vatnsveita og einnig stofnanir sem
hafa sjálfstæðan fjárhag eins og
malbikunarstöð og gijótnám, vélam-
iðstöð og trésmiðja. Fyrir liggur til-
laga um að hækka kröfu um greiðslu
arðs af hreinu fé til eiganda til að
mæta þeim missi sem borgarsjóður
verður fyrir umfram flest önnur
sveitarfélög á landinu vegna missis
aðstöðugjalda og reyndar landsút-
svars núna einnig,“ sagði Jón G.
Tómasson.
Inneignir gjaldþrota fyrirtækja í Verðjöfnunarsjóði
Samtök íðnaðar-
ins taka til starfa
UM ÁRAMÓTIN tóku Samtök iðnaðarins til starfa og taka
við hlutverki sex eldri samtaka iðnaðarins og löggiltra iðn-
greina. Innan vébanda Samtakanna eru um 2.500 rekstraraðil-
ar sem veita 25 þúsund manns atvinnu og er velta aðildarfyr-
irtækjanna um 75 milljarðar króna. Við sameininguna næst
hagræðing sem nemur milli 30 og 40 milljónum á ári.
Samtök iðnaðarins taka við
hlutverkum Félags íslenskra iðn-
rekenda, Landssambands iðnaðar-
manna, Félags íslenska prentiðn-
aðarins, Verktakasambands ís-
lands, Sambands málm- og skipa-
smiðja og Meistara- og verktaka-
sambands byggingarmanna. Sam-
tök iðnaðarins eru aðilar að Vinnu-
veitendasambandinu og eru aðilar
samtakanna um 40% af VSI.
Á skrifstofu Samtaka iðnaðar-
ins verða 18 stöðugildi og fækkar
starfsfólki um 13 frá því sem var
á skrifstofum stofnendanna. Að
sögn Haraldar Sumarliðasonar,
formanns Samtaka iðnaðarins, er
veruleg hagræðing að sameining-
unni, bæði hvað varðar mannahald
og betri nýtingu á húsnæði. Sam-
tök iðnaðarins verða tii húsa á
tveimur efstu hæðum húss iðnað-
armanna við Hallveigarstíg 1 í
Reykjavík.
„Ýmsir töldu að þetta yrði erfitt
og sögðu að það væri kraftaverk
ef sameiningin tækist," sagði Har-
aldur Sumarliðason. „Starfsfólkið
hefur staðið sig óskaplega vel í
að vinna að sameiningunni." Hann
sagði að reynslan yrði að skera
úr um framhaldið en kvaðst sann-
færður um ágæti sameiningarinn-
ar.
í stjórn Samtaka iðnaðarins eru,
auk Haraldar, Gunnar Svavarsson,
Hampiðjunni, varaformaður, Öm
Jóhannsson, Árvakri, ritari, Agúst
Einarsson, Lýsi, Friðrik Ándrés-
son, múrarameistari, Skúli Jóns-
son, Stáismiðjunni, Vilmundur
Jósefsson, Meistaranum, og Öm
Kjæmested, Álftarósi. Fram-
kvæmdastjóri samtakanna er
Sveinn Hannesson og skrifstofu-
stjóri Þórarinn Gunnarsson.
Fjörutíu og fjórir nemend-
ur brautskráðir á Akranesi
FJÖLBRAUTASKÓLI Vesturlands á Akranesi brautskráði fjörutíu
og fjóra nemendur á haustönn og voru í þeim hópi tuttugu og fimm
sem luku stúdentsprófi. Eilefu luku prófum á tæknisviði, fimm luku
sjúkraliðanámi, tveir verslunarprófi og einn nemandi á sérkennslu-
braut. Skólaslit á haustönn fóru fram 18. desember sl.
Eins og venja er hlutu nemendur
sem náðu góðum námsárangri við-
urkenningu.
Flest verðlaun hlutu nýtstúdent-
amir Sigurbjörg Þrastardóttir og
Helga Bára Bragadóttir sem hlaut
jafnframt viðurkenningu fyrir best-
an árangur stúdenta að þessu sinni.
Sigmar Svavarsson fékk viðurkenn-
ingu Landssambands iðnaðarmanna
fyrir ágætan árangur í iðnnámi.
Nýstúdentamir Sigurbjörg Þrastar-
dóttir og Jóhann Kristjánsson fengu
verðlaun Rótarýklúbbs Akraness
fyrir góð störf að félagsmálum nem-
enda. Þau fluttu jafnframt ávarp
fyrir hönd brautskráðra nemenda.
Athygli vakti að ellefu af stúdent-
unum tuttugu og fimm luku námi
sínu á sjö önnum.
í annál skólastarfsins sem Þórir
Ólafsson skólameistari flutti kom
fram að um sjö hundmð nemendur
voru skráðir til náms við upphaf
haustannarinnar í dagskóla, öld-
ungadeild og meistaraskóla. Kennt
var á Akranesi, Ólafsvík og í Stykk-
ishólmi. Fjórir skiptinemar komu í
skólann frá Alaska, Costa Rica, ítal-
íu og Noregi.
Til viðbótar reglulegum nemend-
um eru þeir sem stunduðu nám á
ýmis konar námskeiðum á vegum
Farskóla Vesturlands. Hefur þeim
flölgað mikið undanfarin misseri
sem sækja fræðslu til Farskólans.
Stærsta verkefni haustsins var
námskeið sem haldið var fyrir
Starfsmannafélag Akraneskaup-
staðar og sextíu og fimm manns
luku í nóvember.
í þessum mánuði voru lögð fram
drög að þróunaráætlun fyrir Fjöl-
brautaskóla Vesturlands. Áætlunin
tekur til flestra þátta í starfí skól-
ans, námsframboðs, samstarfs á
Vesturlandi, fullorðinsfræðslu,
starfsmannahalds, húsnæðis og að-
stöðu, metur stöðu mála og gerir
tillögur til úrbóta. Einnig er reynt
að spá fyrir um væntanlega aðsókn
að skólanum fram til ársins 2007.
Fer nú fram umræða um áætlunina
og er ætlunin að hún verði gefin út
í endanlegri gerð á næstu önn þeg-
ar leitað hefur verið umsagnar og
ábendinga víða utan skólans sem
innan.
Á önninni var nemendum boðið
á röð tónleika sem skipulögð var
af Jónasi Ingimundarsyni og flytj-
endur voru ýmsir kunnir tónlistar-
menn. Tókst þessi nýbreytni vel og
undirtektir nemenda góðar.
Tímamót urðu í starfsemi skólans
sl. haust er hann fékk nýtt húsnæði
undir starfsemi sína í Stykkishólmi
en þar hefur undanfarin ár verið
boðið upp á tveggja ára framhalds-
nám í Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Kór skólans söng við athöfnina
undir stjóm Gunnars Kristmanns-
sonar og þær Heiðrún Hámundar-
dóttir og Anna Snæbjömsdóttir léku
fyrir gesti á klarinett og píanó. Þá
var flutt dagskrá tengd jólahaldi.
Að athöfninni lokinni var gestum
boðið til kaffidrykkju í skólanum.
Alls sóttu samkomuna um fjögur
hundrað manns.
- J.G.
200 milljónir sem
nýtast útveginum
„ÞESSAR 200 milljónir, sem hafa myndast í Verðjöfnunarsjóði sjávar-
útvegsins, koma auðvitað útveginum til góða, því þær verða notaðar
til að standa undir rekstri Hafrannsóknarstofnunar," sagði Þorsteinn
Pálsson, sjávarútvegsráðherra, í samtali við Morgunblaðið.
I grein í Morgunblaðinu á gaml-
ársdag segir Arnar Sigurmundsson,
Forsvarsmenn
ÞÓRARINN Gunnarsson skrifstofustjóri (t.v) og Sveinn Hannesson
framkvæmdastjóri stýra daglegum störfum á skrifstofu nýstofnaðra
Samtaka iðnaðarins.
formaður Samtaka fiskvinnslu-
stöðva, að ríkið ætli sér að yfirtaka
og þjóðnýta allt að 200 milljóna
króna inneignir gjaldþrota fyrir-
tækja í Verðjöfnunarsjóði. Þar vísar
hann til framvarps um afnám sjóðs-
ins og ráðstöfun eigna hans.
„Þessar 200 milljónir era inni-
stæður, sem ekki er hægt að heim-
færa á tiltekna framleiðendur og
hafa myndast þegar fyrirtæki hafa
hætt rekstri eða orðið gjaldþrota,“
sagði sjávarútvegsráðherra. „Sjóð-
urinn var ekki séreignasjóður, svo
ekki var hægt að greiða úr honum
til ákveðinna aðila og lögin kváðu
einnig skýrt á um að það sem greitt
hafði verið í sjóðinn kom ekki til
álita sem eign þegar þrotabú vora
gerð upp. Peningamir voru því ekki
séreign fyrirtækja, heldur eign
sjóðsins. Síðar var farið að halda
greiðslum í sjóðinn sérgreindum, en
samt sem áður mynduðu þær aldrei
neina inneign," sagði Þorsteinn Páls-
son sjávarútvegsráðherra.
30 sveitarfélög ræða samemingu
ALLT bendir til að aðeins verði kosið í seinni umferð kosninga um sam-
einingu sveitarfélaga um sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna.
Forráðamenn meira en 30 sveitarfélaga viða um land eiga nú i formleg-
um og óformlegum sameiningarviðræðum, að sögn Braga Guðbrandsson-
ar, formanns samráðsnefndar um sameiningu sveitarfélaga.
Bragi segir að fjögur sveitarfélög
í Vestur-Barðastrandarsýslu hafi
samþykkt sameiningu og séu í form-
legum viðræðum og búist sé við að
Tálknfirðingar fái að fylgjast með
þeim, þannig að þeir geti slegist í
hópinn ef þeim sýnist svo. Á norðan-
verðum Vestfjörðum eru hafnar við-
ræður milli Mosvallahrepps, Suður-
eyrarhrepps, ísafjarðar og Flateyrar-
hrepps. Bæjarstjóm Bolungarvíkur
hefur óskað eftir aðild að þessum
viðræðum og sömuleiðis Þingeyrar-
hreppur og Mýrarhreppur í Dýra-
firði, en sameining var felld í þessum
þremur sveitarfélögum. Ef niður-
stöður viðræðnanna verða samein-
ingu í vil verður hún borin undir íbú-
ana eftir almennum ákvæðum sveit-
arstjómarlaga.
í Dalasýslu eru fimm sveitarfélög
í viðræðum og einhveijar þreifingar
í gangi í Mýrasýslu. Á utanverðu
Snæfellsnesi samþykktu fjögur sveit-
arfélög sameiningu og þar er unnið
af krafti, að sögn Braga.
Í Þistilfirði era þreifingar í gangi
milli sveitarfélaga, fundir eru hafnir
með Norðfjarðarhreppi og Neskaup-
stað. Nesjahreppur, Mýrarhreppur
og Höfn í Hornafirði samþykktu
sameiningu og líklegt að formlegar
viðræður hefjist innan skamms, að
sögn Braga.
Nýstúdentar
NÝSTÚDENTAR frá Fjölbrautaskóla Vesturlands.
Ljósmyndastofa Akraness