Morgunblaðið - 05.01.1994, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1994
SAMEIGINLEG BOKUN ISLANDS OG BANDARIKJANNA
Viðbrögð forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna
Atburðir dagsins stað-
festa að fréttir Morgun-
blaðsins voru hárréttar
- segir Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins
„ATBURÐIR dagsins hafa sýnt að fréttir Morgunblaðsins
af tillögum Bandaríkjamanna fyrir nokkrum mánuðum
hafa reynst vera hárréttar. Þótt bæði ráðherrar og ýmsir
aðrir ábyrgir aðilar hér á íslandi hafi neitað á sínum tíma
að kannast við að þær fréttir væru réttar hefur komið í ljós
í dag að þær voru alveg réttar,“ segir Olafur Ragnar Gríms-
son, formaður Alþýðubandalagsins. Steingrímur Her-
mannsson, formaðúr Framsóknarflokksins, segir Ijóst af
bókuninni sem var undirrituð í gær, að Bandaríkjamenn
viljifara með alla flugsveitina á Keflavíkurflugvelli úr landi
og íslendingar hafi tvö ár til að undirbúa sig undir að
þurfa að taka við rekstri Keflavíkurflugvallar.
„Utanríkisráðhérra staðfestir nú
að Bandaríkjamenn hafi fyrir
mörgum mánuðum komið fram
með formlegar tillögur um að flytja
alla starfsemi flughersins brott frá
íslandi," sagði Ólafur Ragnar.
„Það eru merkileg tíðindi, að nú
skuli það loks fást staðfest að
Bandaríkin höfðu fyrir mörgum
mánuðum lagt fram slíkar tillögur.
Því miður er það hins vegar þann-
ig, að hvorki utanríkisráðherra né
aðrir hafa lagt fram neina sann-
færandi lýsingu á því hvers vegna
utanríkisráðherra og viðræðunefnd
hans hafnaði þessari ðsk Banda-
ríkjamanna um að hverfa á brott
með orrustusveitimar," sagði Ólaf-
ur.
Hann sagði nú ljóst orðið að
Bandaríkjamenn hefðu fremur vilj-
að draga úr hemaðarumsvifum á
íslandi en íslenska viðræðunefndin
hefði verið reiðubúin að sam-
þykkja. „Það er ámælisvert, að sú
afstaða íslensku viðræðunefndar-
innar er mótuð án þess að hafa
samráð við utanríkismálanefnd
Alþingis og án þess að ræða það
á nokkrum formlegum vettvangi á
íslandi, hvort hér eigi að vera
meiri hemaðarumsvif heldur en
Bandaríkjamenn óska eftir. Það
er líka mjög lærdómsríkt fyrir okk-
ur, og ég lýsti þeirri skoðun í utan-
ríkismálanefnd í dag [þriðjudag],
að upplifa að fréttaflutningur
Morgunblaðsins af þessum málum
sé áreiðanlegri heldur en yfirlýs-
ingar íslenskra ráðamanna gagn-
vart utanríkismálanefnd og Al-
þingi,“ sagði Ólafur Ragnar.
Sagði hann það einnig sæta tíð-
indum að utanríkisráðherra íslands
og varavamarmálaráðherra
Bandaríkjanna hefðu nú formlega
undirritað sáttargjörð um að kalda
stríðinu væri lokið, en Jón Baldvin
þyrfti að svara þeirri spumingu
hver væri þá óvinurinn í dag og
hvaða ríki væri líklegt til að gera
loftárás á ísland.
Ólafur sagði ennfremur að þótt
Bandaríkjamenn féllust Á kröfu
íslensku viðræðunefndarinnar um
áframhaldandi hemaðarumsvif,
neituðu þeir að gera það lengur
en til tveggja ára og sagði, að Jón
Baldvin hefði greinilega orðið fyrir
vonbrigðum með ,að fá ékki varan-
lega viðurkenningu á vera banda-
rískra orrastuflugvéla á íslandi því
Bandaríkin áskildu sér rétt til að
geta farið með alla starfsemi flug-
hersins brott frá íslandi eftir tvö
ár.
Ólafur Ragnar sagði að nýlegir
atburðir í Rússlandi hefðu engin
áhrif haft á viðræður íslensku við-
ræðunefndarinnar og fulltrúa
Bandaríkjastjórnar. „Ögnin sem
Zhírínovskíj hefur sett fram, felst
fyrst og fremst í yfirlýsingum um
að beita kjarnorkuvopnum bæði í
Evrópu og Asíu. Viðbúnaður ann-
arra ríkja gagnvart þeirri ógn
snertir ekki með neinum hætti þá
starfsemi sem Bandaríkin hafa
haft hér á íslandi," sagði Ólafur.
Bráðabirgðafyrirkomulag
„Þetta er tveggja ára samningur
og mér sýnist í raun alveg ljós sá
vilji Bandaríkjamanna að fara með
flugsveitina héðan að öllu leyti,“
segir Steingrímur Hermannsson.
„Þama virðist vera gengið til móts
við kröfur íslendinga til bráða-
birgða, að hafa einhveija flugsveit
hér. Ég hef nokkra samúð með
sjónarmiði Bandaríkjamanna, því
það hefur orðið slík breyting í
heiminum og því hljótum við að
treysta á aðild okkar að NATO í
vaxandi mæli,“ sagði hann.
Steingrímur sagði íslendinga
hafa sofíð á verðinum því Iöngu
væri tímabært að huga að hvemig
við ætluðum að kosta rekstur
Keflavíkurflugvallar og þyrftum
að huga að því að fá þar í gegn
vaxandi vöra- og fólksflutninga,
sem væri forsenda þess að íslend-
ingar hefðu nægar tekjur af flug-
vellinum. „Ég vona að menn taki
á honum stóra sínum og noti þessi
tvö ár til að skipuleggja Kefla-
víkurflugvöll sem alþjóðlegt fyrir-
tæki sem skapi atvinnu og fjár-
streymi inn í landið,“ sagði Stein-
grímur.
„Niðurstaðan kemur ekki á
óvart. það lá alltaf fyrir að utanrík-
isráðherra og fulltrúar hans lögðu
áherslu á að hér yrði áfram stað-
sett flugsveit og ég held að þar
eigi hlut að máli að þeir gerðu sér
ljóst að rekstur vallarins yrði mjög
erfiður fyrir okkur eina. Það kem-
ur því ekkert á óvart, að Banda-
ríkjamenn veita þama tveggja ára
frest. Svo er spumingin hvort við
getum aftur tekið upp þá samninga
sem við höfðum einu sinni við Atl-
antshafsbandalagið, um að fið
sjáum um viðhald á vellinum og
fáum greitt fyrir. Ég held að menn
eigi þó ekki að treysta á það,“
sagði Steingrímur.
Átak í atvinnumálum á
Suðumesjum
„Það er greinilegt, að Banda-
ríkjamenn hafa náð fram miklum
samdrætti og að þeir hafa jafnvel
viljað leggja loftvamimar niður,
en það hefur augljóslega verið
þrýstingur frá íslenskum stjóm-
völdum um að halda þeim hér á
landi,“ segir Anna Ólafsdóttir
Bjömsson, þingmaður Kvennalist-
ans, sem á sæti í utanríkismála-
nefnd.
Anna sagðist gagnrýna þessa
afstöðu íslenskra stjómvalda og
sagði hvað alvarlegast að stjórn-
völd hefðu ekki horfst í augu við
samdráttinn á Keflavíkurflugvelli,
sem hefði mjög alvarlegar afleið-
ingar í för með sér á Suðumesjum
og lítið hefði verið aðhafst við að
byggja þar upp atvinnulífið.
„Nú er röðin komin að okkur,
að hugsa um atvinnumálin á
Suðurnesjum og einnig verðum við
að horfast í augu við, að við þurf-
um að sjá um okkar björgunar-
störf sjálf. Því ættum við fyrir
löngu að hafa tekið á af fullum
styrk og sóma. Ég vona að íslensk
stjómvöld noti þessi tvö ár sem
rætt er um skynsamlega til að
byggja þetta tvennt upp, en eyða
ekki tímanum í að reyna að halda
í það sem að mínu mati er ónauð-
synlegt og er orðið úrelt," sagði
hún.
Anna sagði að það hefði verið
niðurlægjandi að íslendingar hefðu
í viðræðunum við Bandaríkjamenn
beðið um að sem minnst yrði dreg-
ið úr umsvifunum á Keflavíkur-
flugvelli og sagði að hlutverki ut-
anríkismálanefndar hefði verið
sýnd lítilsvirðing vegna þess
hversu treglega hefði gengið að fá
upplýsingar um gang viðræðn-
anna.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Fundur með forsætisráðherra
William Perry varavamamálaráðherra Bandaríkjanna á fundi með
Davíð Oddssyni forsætisráðherra í stjómarráðshúsinu í gær. Davíð
Oddsson forsætsisráðherra segir m.a. í viðtali við Morgunblaðið á
miðopnu blaðsins í dag að hann sé mjög ánægður með að með
samkomulaginu hafí staðfestst, að jafnræði sé með þjóðunum í
ákvarðanatöku um vamarsamninginn. Ennfremur kvað hann at-
hyglivert að með samningnum séu Bandaríkjamenn reiðubúnir til
þess að ræða þann möguleika að íslendingar taki að sér rekstur
þyrlubjörgunarsveitarinnar með aðstoð og atbeina Bandaríkja-
manna.
Ahrif samkomulagsins fyrir atvinnulíf á Suðumesjum
Tiltölulega gott fyr-
ir vimmmarkaðiim
- segir Kristján Pálsson bæjarsljóri Njarðvíkur
KRISTJÁN Pálsson, bæjarstjóri Njarðvíkurbæjar, segist telja
að samkomulag íslenskra og bandarískra stjórnvalda um aðlög-
un í skipan varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli tryggi þá atvinnu
sem íslenskir starfsmenn hafa á Keflavíkurflugvelli, og að því
leytinu til sé samkomulagið tiltölulega góð úrslit fyrir vinnu-
markaðinn á Suðurnesjum. Jóhann Geirdal, formaður Verslunar-
mannafélags Suðurnesja, segist telja samkomulagið vera gálga-
frest til tveggja ára og þann tima verði að nýta vel til þess að
hugsanlega breyttar aðstæður að þeim tima liðnum komi ekki
í bakið á mönnum.
Kristján Pálsson sagðist ánægð-
ur með það hversu vel hefði tekist
til í samningaviðræðunum við
bandarísk stjómvöld.
„Ég hef reyndar ekki séð þetta
samkomulag en mér heyrist að það
verði einhveijar flugvélar hérna
sem þýðir að starfsliðið í kringum
flugvöllinn og viðhald hans verði
með svipuðum hætti og yerið hef-
ur. Að þyrlusveitin verði jafnvel
meira á höndum íslendinga fínnst
mér kannski þýða að við ættum
að geta komið meira inn í þann
rekstur með okkar fólki í framtíð-
inni, en Bandaríkjamenn taki þátt
í kostnaðinum, sem ætti þá
kannski að auka störf á sérhæfð-
um sviðum. Þrátt fyrir þetta verða
menn alltaf að vera með það á bak
við eyrað að vera varnarliðsins
getur verið breytingum háð með
skömmum fyrirvara, og með frið-
vænlegri heimi sjá allir að það eru
minni líkur fyrir því að slík varnar-
starfsemi geti orðið til frambúðar.
Menn ættu því ekki að líta á þetta
sem neina allsheijar- og endanlega
lausn á þeim vandamálum sem
gætu orðið í kringum brotthvarf
hersins þegar þar að kemur,“ sagði
Kristján,
Ákveðin skilaboð
Jóhann Geirdal, formaður
Verslunarmannafélags Suður-
nesja, sagði að niðurstaða samn-
ingaviðræðna íslenskra og banda-
rískra stjórnvalda væri jákvæð
fyrir atvinnulífið á Suðumesjum,
en hins vegar væri samningaferlið
einnig mjög ákveðin skilaboð um
það hvað væri í vændum.
„Ég held áð það sé alveg ljóst '
að þó þetta hafi verið fest tíl
tveggja ára núna þá þurfum við
að búa okkur undir það að taka
bæði meira af starfseminni í okkar
hendur og byggja upp atvinnu
fyrir það fólk sem þarna hefur
verið í vinnu. Þó það fækki ekki
um marga núna í þessum niður-
skurði þá er þetta það sem fram-
undan er. Þetta er. því einhver
gálgafrestur sem við fáum með
þessu móti og við megum ekki
sofna á verðinum," sagði.hann.
„Maður var snemma farinn að
skynja það í þessum umræðum að
eitthvað af flughemum yrði eftir
og þá væntanlega fyrst og fremst
til að festa björgunarsveitina. Ég
sé því ekki að þetta hafi í för með
sér fækkun íslenskra starfsmanna
á Keflavíkurflugvelli, en það era
tiltölulega fáir íslendingar sem
vinna beint hjá flughernum. Stöðin
er rekin af flotanum og það sem
meira er þá er atvinnuþátttaka
flughermanna utan hermennsku í
þjónustustörfum meiri en flotaher-
manna, þannig að brottför þeirra
kemur til með að rýma einhver
störf en um leið að draga úr eftir-
spurn,“ sagði Jóhann.
Óvissu eytt
Stefán Friðfínnsson, forstjóri
íslenskra aðalverktaka, sagðist
ekki telja að það samkomulag sem
gert hefur verið hefði nein áþrif
varðandi starfsemi íslenskra aðal-
verktaka í nánustu framtíð, en
hann vissi ekki til þess að neitt
af því sem hugsanlega hefði verið
á verkefnaskrá fyrirtækisins væri
tengt vera flugsveitarinnar.
„Út af fyrir sig erum við fegnir
að það skuli vera komin niðurstaða
í þetta mál og það eyðir þeirri
óvissu sem var. En þegar það kem-
ur í ljós um hvað var verið að
ræða og hvað er samið um þá
hefur það í sjálfu sér aldrei skipt
neinu máli fyrir starfsemi okkar.
Hvað varðar starfsfólk okkar og
starfsemi eram við þó fegnir að
þeirri óvissu sem var hefur verið
eytt,“ sagði Stefán.