Morgunblaðið - 05.01.1994, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
Erlingur Arnarson sjávarútvegsfræðingur
Atvinnulífið tekur
okkur opnum örmum
ERLINGUR Arnarson, sem fyrstur var brautskráður við athöfnina
í gær, sagði í viðtali við Morgunblaðið fyrir fjórum árum þegar
hann hóf nám í sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri, að hann
væri viss um að námið yrði erfitt og að lokinni brautskráningu í
gær sagði hann, að það hefði staðist, „en þetta er gott nám og á
framtíð fyrir sér.“
Erlingur sagði að þeir sem til-
heyrðu þessum fyrsta hópi sjávarút-
vegsfræðinga sem brautskráðir eru
á Islandi væru vissulega frumherjar
og margt hefði breyst á þeim árum
frá því starfsemi deildarinnar hófst.
„Það má segja að atvinnulífið hafi
tekið okkur opnum örmum. Við erum
Flugeldar lýstu
upp byggðina
Björk, Mývatnssveit.
HÉR í Mývatnssveit var meinhægt
veður um hátíðarnar og hreinn
og fagur jólasnjór. Svo sem venja
hefur verið undanfarin ár plantaði
Kiwanisklúbburinn Herðubreið
jólatijám við skólana í Reykjahlíð
og Skútustöðum. Tendruð voru
ljós á þessum tijám fyrir jólin.
Fyrstu sjávarútvegsfræðingarnir brautskráðir frá Háskólanum á Akureyri
flestir komnir í vinnu og á sumrin
höfum við starfað við sjávarútveg,"
sagði Erlingur. „Ég vil hvetja ungt
fólk, sem er að gera upp hug sinn
til þess hvaða nám það ætli sér að
stunda, að hafa sjávarútvegsdeildina
í huga. Ég er afar sæll með að hafa
valið mér þetta nám.“
Tveir úr hópnum hafa fengið störf
hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna,
einn hjá Kaupþingi, einn mun stunda
rannsóknastörf hjá Háskólanum á
Akureyri og einn þeirra hefur fengið
starf við vöruþróun hjá Markaðs- og
vöruþróunardeild íslenskra sjávaraf-
urða. Erlingur sagði að enn væri
óráðið hvað hann tæki sér fyrir hend-
ur, en hann væri nú að skoða þau
atvinnutilboð sem sér hefðu boðist.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sjávarútvegsfræðingar
VIGNIR Þór Jónsson, Erlingur Arnarson, Jón Hermann Óskarsson og Gunnlaugur Sighvatsson voru
þeir fyrstu sem brautskráðir voru sem sjávarútvegsfræðingar frá Háskólanum á Akureyri. Ástmar
Þorkelsson og Skarphéðinn Jósepsson gátu ekki verið viðstaddir vegna anna í nýjum störfum.
Messað var í báðum kirkjum um
jól og áramót og var kirkjusókn góð.
Jólatrésskemmtun fyrir börn á veg-
um kvenfélagsins var í Skjólbrekku
28. desember, mikill fjöldi barna sótti
þessa skemmtun.
Áramótabrenna Golfklúbbs Mý-
vatnssveitar var á Ytri-Höfða á
gamlárskvöld. Einnig var áramóta-
brenna í Rauðhólum vestan Álfta-
gerðis á miðnætti. Mikið var um flug-
eldaskot og blys í ölium regnbogans
litum sem lýstu vel upp háfjalla-
byggðina hér við Mývatn, enda veður
hagstætt. Gleðilegt ár.
Kristján
-------» .......—-
Kristinn H.
með tvenna
tónleika
KRISTINN H. Árnason gítar-
leikari heldur tvenna tónleika
norðan heiða, þá fyrri í Deigl-
unni annað kvöld, fimmtudags-
kvöldið 6. janúar, en þeir seinni
verða í sal Borgarhólsskóla á
Húsavík 7. janúar og hefjast
þeir báðir kl. 20.30.
Á efnisskránni eru verk eftir
Narvaez, Tárrega, Bach, Brouwer,
Granados og Barrios.
Kristinn lauk burtfararprófi frá
Tónskóla Sigursveins D. Kristins-
sonar árið 1983 og stundaði fram-
haldsnám í Bandaríkjunum, Eng-
landi og á Spáni. Árið 1987 var
hann valinn úr hópi fjölda umsækj-
enda til að sækja síðasta nám-
skeiðið sem gítarleikarinn Andres
Segovia hélt. Hann hefur haldið
tónleika hérlendis og erlendis auk
þess sem hann hefur spilað í út-
varpi og sjónvarpi.
(Fréttatilkynning.)
Kristinn H. Árnason
■ BÆNAGANGAN hefst kl. 20
á hveiju kvöldi þessa viku í Hvíta-
sunnukirkjunni. Gengið er í kring-
um bæinn. Bænarefni: Að sjó-
mannaverkfallið leysist fljótt, að
atvinnuástandið batni, biðjum fyrir
bæjarstjórninni og ráðamönnum og
mörgu fleiru. Verum dugleg að
mæta og vel búin til göngu. Munið
endurskinsmerkin.
(Fréttatilkynning.)
Um 730 manns voru á atvinnu-
leysisskrá áður en starfsfólk ÚA
kom inn til skráningar rétt fyrir
áramótin, en þar er um að ræða
um 250 manns. Ljósi punkturinn í
atvinnuleysisskráningunni var í
gær sá að starfsfólk Strýtu, um 60
manns, sem verið hafði atvinnu-
laust vegna hráefnisskorts, hóf
vinnu á ný. Það ræðst síðan af lengd
sjómannaverkfallsins hversu lengi
starfsfólk ÚA verður á atvinnuleys-
isskrá.
Um 70% þeirra sem skráðir eru
atvinnulausir eru úr Verkalýðsfé-
laginu Einingu og þá eru í kringum
100 félagsmenn úr Iðju, félagi verk-
smiðjufólks og Félagi verslunar- og
skrifstofufólks á atvinnuleysisskrá.
14 þúsund atvinnuleysisdagar
Sigrún Björnsdóttir, forstöðu-
maður Vinnumiðlunarskrifstofu
Akureyrarbæjar, sagði að í desem-
ber síðastliðnum hefðu atvinnuleys-
isdagar verið rúmlega 14 þúsund,
en þó hefði einhver hópur verið að
störfum í atvinnuátaki í þeim mán-
uði. Áður voru atvinnuleysisdagar
flestir í janúar á síðasta ári, rúm-
lega 11 þúsund.
í árslok 1992 voru tæplega 500
manns -skráðir atvinnulausir á Ak-
ureyri og höfðu þá aldrei verið fleiri.
Nú ári síðar eru nær helmingi fleiri
skráðir atvinnulausir, en þegar
áhrifa sjómannaverkfalls hættir að
gæta á atvinnuleysisskránni má
samt búast við að um 250 fleiri
verði á skránni um nýliðin áramót
en þau fyrri.
Verðum skólanum til sóma
Starfssjóður háskólanna stofnaður í tilefni af tímamótunum
FYRSTU sjávarútvegsfræðingarnir voru brautskráðir frá Háskólan-
um á Akureyri i gær, réttum fjórum árum eftir að starfsemi sjávar-
útvegsdeildar skólans hóf starfsemi. „Ykkar bíða krefjandi störf í
þeirri atvinnugrein sem enn gerir Island byggilegt,“ sagði Jón Þórð-
arson forstöðumaður deildarinnar m.a. í ávarpi til sjávarútvegsfræð-
inganna, en megintilgangur deildarinnar er að gefa þeim sem vilja
skapa sér framtíð í sjávarútvegi tækifæri til að verða sér úti um
verkfæri sem að gagni koma i atvinnugreininni. Starfsmönnum deild-
arinnar hefur á tímabilinu fjölgað úr tveimur í tólf.
Við athöfn í húsakynnum sjávarút-
vegsdeildar á Glerárgötu í tilefni
brautskráningarinnar tilkynnti
Sveinbjörn Björnsson rektor Háskóla
íslands um stofnframlag í samstarfs-
sjóð háskólanna sem Háskóli íslands
hefði lagt í eina milljón króna. „Há-
skóli íslands vill í tilefni þessara
tímamóta í uppbyggingu Háskólans
á Akureyri ítreka vilja sinn til sam-
starfs um kennslu og rannsóknir.
Til að styrkja þetta samstarf hefur
Háskóli Islands lagt til hliðar eina
milljón króna sem stofnframlag í
samstarfssjóð háskólanna. Það er
von okkar að þessi sjóður auðveldi
kennurum og nemendum beggja há-
skólanna samskipti og samvinnu sem
eflir starf háskólanna og eykur það
gagn sem þeir vinna landi og þjóð,“
sagði Sveinbjörn.
Halldór Árnason aðstoðarmaður
sjávarútvegsráðherra afhenti deild-
inni styrk til tölvukaupa við athöfn-
ina, en auk þess flutti Stefán Bald-
ursson skrifstofustjóri menntamála-
ráðuneytis ávarp og kveðjur frá ráð-
herra. Svavar Gestsson, sem gegndi
stöðu menntamálaráðherra er deildin
var stofnuð, ávarpaði samkomuna
og fagnaði mjög Jafnréttishjóna-
bandi“ háskólanna, en aukið sam-
starf þeirra var boðað. Erlingur Arn-
arson einn sjávarútvegsfræðinganna
sagðist í stuttu ávarpi vera stoltur
af því að hafa lokið námi við deild-
ina. „Ég vona og veit að við verðum
Háskólanum á Akureyri og atvinnu-
lífi þjóðarinnar til sóma í framtíð-
í máli Jóns Þórðarsonar kom fram
að íslenskur sjávarútvegur hefði sér-
stöðu samanborið við flest önnur lönd
m.a. að því leyti að víðast hvar væri
hann flokkaður með landbúnaði og
ekki ætlað leiðandi hlutverk. „Við
þurfum því að varast að sækja lausn-
ir á vanda okkar til annarra þjóða,
þær eru ekki þar, við verðum að
skapa lausnir miðað við það um-
hverfi sem við búum við,“ sagði Jón.
Hann sagði einnig að stórauka þyrfti
áherslu í öllum greinum sem lúta að
matvælaframleiðslu og verslun með
matvæli, ekki bara í háskólum heldur
þyrfti að hlú að verkmenntun þeirra
sem að matvælaframleiðslu störfuðu,
en þær greinar hefðu verið hornkerl-
ingar í íslensku menntakerfi hingað
tii. „Þeirra hefur kannski helst verið
getið í skólastofum og á heimilum í
hótunarformi, „ef þú stendur þig
ekki, fíflið þitt, þá lendirðu í frysti-
húsinu“ eða „æltar þú að eyða ævinni
í slorinu?“. Þetta viðmót þjóðarinnar
hefur mótað viðhorfið til sjávarút-
vegsins um of,“ sagði Jón og bætti
við að löngu væri orðið tímabært að
breyting yrði á, við yrðum að vera
stolt af sjávarútvegi og matvæla-
framleiðslu og menntakerfið yrði að
taka þannig á að þeir bestu gætu
hugsað sér að starfa á þessu sviði.
Verkmenntaskólinn
ó Akureyri
býður upp á fjarkennslu um tölvur á vorönn. Kenndir
verða áfangarnir enska 102 og enska 212. Kennsla
hefst 11. þessa mánaðar og lýkur með prófi í maí.
Nánari upplýsingar og skráning á skrifstofu skólans
á milli klukkan 8.00 og 15.00 í síma 96-11710.
Skólameistari.
Fjórtán þúsund atvinnuleysisdagar í desember
Um eitt þúsund manns
skráðir atvinnulausir
UM 1.000 manns eru nú skráðir atvinnulausir á Akureyri og eru
um 70% þeirra félagsmenn í Verkalýðsfélaginu Einingu. Hluti hóps-
ins býr við tímabundið atvinnuleysi þar sem engin vinnsla er í frysti-
húsi Útgerðarfélags Akureyringa, en ef starfsfólk ÚA er undanskil-
ið eru samt um 200 fleiri á atvinnuleysisskrá í bænum en var um
síðustu áramót þegar atvinnuleysistölur voru hvað hæstar. Á fyrstu
dögum janúarmánaðar eru nýskráningar orðnar um 40 talsins.