Morgunblaðið - 05.01.1994, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
23
Windows 3.1 • PC grummr
Nauðsynlegur undirbúningur fyrir alla sem þurfa að nota PC tölvur.
Vandað námskeið sem skilar þér vel á leið.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Verkfræðistofa Halldórs Kristjánssonar
Grensásvegi 16*stofnuð 1. mars 1986 ®
LTtl DAN
Við kennum alla sa m kvæmisdansa
Suðurameríska, standard og gömlu
dansana. Svo kennum við líka
barnadansa.
Einkatímar fyrir þá sem vilja.
Fjölskyldu- og systkinaafslattur.
Innritun og upplýsingar 3. - 7. janúar
kl. 10-22 í síma 64 1111.
Kennsla hefst miðvikudaginn
5. janúar. í lok kennsluannar
verður ball fyrir alla nemendurna
og grímuball fyrir börnin.
Æfingin skapar meistarann
Opið hús öll laugardagskvöld.
DANSSKÓLI ,
SIGURÐAR HAK0NARS0NAR
AUÐBREKKU 17, KÓPAVOGI
Fyrsta úthlutun úr
Fræðslusjóði brunamála
UTHLUTAÐ var nýlega úr
Fræðslusjóði brunamáia í fyrsta
skipti. Sjóðurinn var stofnaður
með reglugerð félagsmálaráð-
herra i mars sl. í samræmi við
lög um brunavarnir og brunamál
frá árinu 1992. Markmið sjóðsins
er að veita slökkviliðsmönnum,
eldvarnaeftirlitsmönnum og öðr-
um þeim sem vinna að brunamál-
um styrki til náms á sviði bruna-
mála.
í reglugerðinni um sjóðinn segir
að veita skuli styrki til framhalds-
menntunar, endurmenntunar, rann-
sókna og þróunarstarfa vegna
brunamála. Þá er stjórn sjóðsins,
sem er stjórn Brunamálastofnunar,
heimilt að standa fyrir námskeiðum
vegna framhalds- og endurmennt-
unar í brunavörnum.
Stjórn sjóðsins auglýsti í sumar
eftir umsóknum um styrki úr sjóðn-
um. 33 umsóknir bárust frá ein-
staklingum og ein frá hópi slökkvi-
liðsmanna. Stjórnin ákvað 2. des-
ember sl. að styrkja 7 einstaklinga
til náms auk hóps slökkviliðsmanna.
Slökkvilið Reykjavíkur fær styrk
til að senda fjórtán yfirmenn
slökkviliðsins á þjálfunarnámskeið
í Svíþjóð. Tveir slökkviliðsmenn fá
styrki, Guðmundur Th. Ólafsson til
að sækja námskeið fyrir eldvarna-
eftirlitsmenn í Bretlandi og Björn
Sveinsson til að sækja leiðbeinenda-
námskeið fyrir reykkafara í Bret-
landi. Halldór Vilhjálmsson þjálfun-
arstjóri fær styrk til að sækja nám-
skeið í brunarannsóknum í Bret-
landi. Siv M. Oscarsson hjúkrunar-
fræðingur fær styrk til að sækja
námskeið í starfsmannaheilsuvernd
Styrkþegar
Morgunblaðið/Þorkell
HLUTI þeirra sem fengu styrki úr Fræðslusjóði brunamála sem
afhentir voru í Brunamálastofnun.
í Svíþjóð. Birgir Finnsson, sem
stundar nám í brunatæknifræði við
tækniháskólann í Lundi, fær styrk
til áframhaldandi náms þar, Sig-
mundur Eyþórsson fær styrk til
náms í slökkviliðsfræðum og bruna-
vörnum við Oklahoma State Uni-
versity. Svana Helen Björnsdóttir
rafmagnsverkfræðingur, f.h. verk-
fræðistofunnar Stika, fær styrk til
að gera þarfa- og kerfisgreiningu
á víðtækju brunavarnakerfi. Kerf-
inu er ætlað að vera safn upplýs-
inga um brunavarnir og eldsvoða.
í því verða geymdar teikningar af
byggingum auk tölulegra upþlýs-
inga um brunavarnir og eldsvoða.
Gert er ráð fyrir að það tengist
landsupplýsingakerfi sveitarfélaga
og geti Brunamálastofnun, slökkvi-
lið og fleiri aðilar sótt þangað upp-
lýsirigar auk þess sem það geti ver-
ið stjórntæki við björgunarstörf.
Sveinspróf í fram-
reiðslu og matreiðslu
SVEINSPRÓF í framreiðslu og
matreiðslu eru haldin 4. og 5. jan-
úar 1994 í Hótel- og veitingaskóla
íslands að Suðurlandsbraut 2.
Framreiðslunemar sýna veislu-
borð af ýmsu tilefni og matreiðslu-
nemar sýna rétti úr ýmsum hráefn-
istegundum, listræna og fagur-
skreytta.
Sýningin á sveinsprófsverkefn-
unum er opin almenningi frá kl. 14
til 15.
Metsölublaó á hvetjum degi!
Hallarmúla • Kringlunni • Austurstræti
úiHiAim UAÚMA
¥ Utsalan byrjar Opnað kl.9 ^ /tái Opið daglega frá kl. 9-18 í dag 5. janúar ,Ýi'P§ ^ tískuverslun /IfW^hf v/Nesveg, Seltjarnarnesi.