Morgunblaðið - 05.01.1994, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANUAR 1994
25
Reuter
*
Skógareldar í Astralíu
Stækkun Atlantshafsbandalagsins til austurs
Rússar fái ekki
neitunarvald
Varsjá, Washington. Reuter.
PÓLVERJAR fögnuðu í gær ummælum Johns Shalikashvilis, forseta
bandaríska herráðsins, þess efnis að Rússar fengju aldrei neitunar-
vald varðandi hugsanlega aðild fyrrverandi kommúnistaríkja í Mið-
og Austur-Evrópu að Atlantshafsbandalaginu (NATO). Litháen varð
í gær fyrsta fyrrverandi lýðveldi Sovétríkjanna til að sækja form-
lega um aðild að NATO.
MESTU skógareldar Ástralíu í 15 ár geisa nú í grennd við Newcastle í norðurhluta New South Wales. Tveir
menn hafa beðið bana og fjölmörg hús eyðilagst í eldunum, auk þess sem hundruð manna hafa þurft að flýja
heimili sín. Á myndinni bisar slökkviliðsmaður við að fá vatn úr slöngunni.
Andrzej Drzycimski, talsmaður
Lechs Walesa, forseta Póllands,
hrósaði Shalikashvili og sagði um-
mæli hans tákna vissa stefnubreyt-
ingu. Shalikashvili sat í skrifstofu
sinni í Pentagon, bandaríska varn-
armálaráðuneytinu, og með hjálp
gervihnattar ræddi hann samtímis
við blaðamenn í Bonn, París, Prag
og Varsjá. Hann sagði að ríki í
Mið- og Austur-Evrópu gætu
gengið í NATO einhvern tíma í
framtíðinni. Tók hann skýrt fram
að fyrst um sinn yrði laustengt
varnarsamstarf við einstök ríki að
duga en búist er við að leiðtogar
NATO samþykki áætlun þar að
lútandi, svokallað „friðarbanda-
A *
Samkomulag forsætisráðherra Breta og Ira um Norður-Irland
Leiðtogar Sinn Fein ljá máls
á stuðningi með skilyrðum
lag“, á fundi í Brussel 10.-11. jan-
úar.
Walesa Póllandsforseti sagði í
viðtali við bandaríska dagblaðið
Washington Post í gær að þetta
samstarf kæmi aldrei í stað fullrar
aðildar að NATO. Yrði öryggi aust-
antjaldsríkjanna fyrrverandi ekki
tryggt væri hætta á að þar kæmi
til styrjaldar með svipuðum hætti
og i fyrrum Júgóslavíu.
Andrzej Olechowski, utanríkis-
ráðherra Póllands, ræddi við ráða-
menn í Þýskalandi á mánudag og
sagði eftir þær viðræður að skjót-
fengin aðild að NATO væri ekki
til umræðu. Walesa og leiðtogar
Tékklands, Ungverjalands og Slóv-
akíu hittust í Prag í gær til þess
að samræma afstöðu sína fyrir
leiðtogafund NATO og fund þeirra
með Bill Clinton Bandaríkjaforseta
í Prag 12. janúar.
Algirdas Brazauskas, forseti
Litháens, sagði i sjónvarpsávarpi
i gær að hann hefði sent Manfred
Wörner, framkvæmdastjóra
NATO, formlega umsókn um aðild
Litháa að bandaiaginu. Hann tók
þó skýrt fram að Litháar gengju
ekki strax í NATO, heldur yrðu
þeir fyrst aðilar að „friðarbanda-
laginu“.
Dublin. Reuter.
LEIÐTOGI Sinn Fein-flokksins á írlandi, Gerry Adams, flutti
ræðu á fundi í Belfast í gær og lét þar í ljós vonir um að
nýgert samkomulag forsætisráðherra írlands og Bretlands,
þeirra Alberts Reynolds og Johns Majors, gæti orðið grundvöll-
ur friðar í deilum kaþólikka og mótmælenda á Norður-
írlandi. Ummæli Adams komu á óvart því að um helgina virt-
ust hann og fleiri flokksleiðtogar neikvæðir gagnvart hug-
myndum ráðherranna. Einnig kom þá til ofbeldisaðgerða af
hálfu írska lýðveldishersins, IRA og nokkurra hermdarverka-
hópa mótmælenda.
Sinn Fein er pólitískur armur
hermdarverkasamtaka kaþólikka,
IRA, en fyrstu viðbrögð flokksins
við samkomulaginu þóttu ekki lofa
góðu. írlandi var skipt fyrir rúm-
um 70 árum vegna andstöðu mót-
mælenda, sambandssinna, sem eru
rúmur helmingur fólks á N-
írlandi, við að slíta tengslin við
Bretland og verða minnihluti í
kaþólsku ríki allrar eyjarinnar.
Adams var að sönnu mjög vark-
ár í gær, sagði að enn væri ekki
búið að binda enda á þráteflið en
hann fagnaði því að íbúar jafnt
írlands sem Norður-írlands myndu
fá að tjá hug sinn um sameiningu
landshlutanna í eitt ríki. Adams
gagnrýndi á hinn bóginn að mót-
mælendur fengju neitunarvald í
málinu.
„Skipting [landsins] og áfram-
haldandi stuðningur við neitunar-
valdið munu tryggja að átök haldi
áfram. Sambandssinnar munu
sem fyrr verða fastir í hugarfari
óbreyttra aðstæðna“. Hann sagði
að bresk yfirvöld yrðu að beita
þrýstingi til að fá mótmælendur
til að sætta sig við lýðræðislegar
ákvarðanir um framtíðina í sam-
ráði við aðra íbúa írlands. Flestir
leiðtogar mótmælenda hafa, að
vísu með nokkrum semingi, sam-
þykkt samkomulag forsætisráð-
herranna en ástæðan er einmitt
ákvæðið um neitunarvald mót-
mælenda.
Talsmaður Majors sagði að í
London myndu stjórnvöld gaum-
gæfa ummæli Adams en bætti við
að brýnast væri að hermdarverka-
menn IRA gæfu skýrt til kynna
að þeir hygðust hætta ofbeldis-
verkum.
Egg úr stúlkufóstrum
Tilraunir
bannaðar
London, París. Reuter.
VIRGINIA Bottomley, heil-
brigðismálaráðherra Bret-
lands, útilokaði í gær að
stjórnvöld myndu leyfa
sjúkrahúsum að nota egg
úr látnuni stúlkufóstrum til
að gera ófrjóar konur
barnshafandi.
Skortur er á eggjum til að
leysa vanda ófijórra kvenna.
Skýrt hefur verið frá því að
læknar ráði senn yfir tækni
til að nýta egg úr fóstri þeirra
kvenna sem hafa farið í fóstur-
eyðingu og mun siðanefnd
læknasambandsins í Bretlandi
vera því hlynnt að tilraunirnar
verði leyfðar. Hörð mótmæli
bárust á hinn bóginn frá þing-
mönnum, kirkjuleiðtogum og
ýmsum fjölmiðlum.
Deilur urðu í gær í Frakk-
landi vegna þess að stjórnvöld
hyggjast banna að beitt verði
gervifijóvgun þegar um er að
ræða konur yfir barneigna-
aldri. Vinstriblaðið Liberation
benti á að samkvæmt Bibl-
íunni hefðu Jakob, Samúel og
María guðsmóðir öll verið
fædd af konum sem komnar
voru yfír eðlilegan barneigna-
aldur.
Eyrarsundsgöng/brú verður gríðarlegt mannvirki
Talið er líklegast að endanlegt útlit brúar- um akreinum fyrir bíla. Brúin verður S-laga,
innar verði eins og sýnt er á myndinni. Gert alls 16 km löng og kostnaður við hana er
er ráð fyrir tvöföldu járnbrautarspori og Qór- áætlaður um 120 milljarðar króna íslenskar.
Svíar fresta ákvörðuninni um Eyrarsundsbrú
Fá lengri frest til að
Danir samþykktu í síðustu viku
þá kröfu Svía að brúin mætti ekki
hafa áhrif á hafstrauma í sundinu
en sumir félagar Miðflokksins
sænska, sem sæti á í ríkisstjórn-
inni, vilja enn frekari tryggingar
fyrir því að brúarsmíðin muni ekki
valda loftmengun. Á síðustu stundu
hefur Miðflokkurinn líka sett kröf-
una um járnbrautargöng frá Málm-
ey til brúarinnar á oddinn. Segir
Johansson göngin, sem kosta munu
nauðsynleg eigi Eyrarsundsbrum
að nýtast sem skyldi fyrir lestarfar-
þega.
S-laga brú
Allt frá því að Danir og Svíar
undirrituðu samkomulag um smíði
brúar yfir Eyrarsund árið 1991
hafa verkfræðingar unnið hörðum
höndum að hönnuninni og breyting-
um á henni, til þess draga sem
mest úr áhrifum brúarinnar á um-
hverfið. Óttast margir Svíar að
undirstöður brúarinnar dragi úr því
súrefnis- og saltmagni sem nauð-
synlegt er að berist með hafstraum-
um í Eystrasalt. Brúin verður S-
laga en sú ákvörðun á sér tæknileg-
ar og fagurfræðilegar forsendur.
Máli skiptir hvernig brúin liggur
yfír skiparennur auk þess sem brú-
arsmiðir segja að ökumenn njóti
útsýnisins af brúnni betur, sé hún
S-laga.
Skiparennur undir brúnni verða
dýpkaðar til að auðvelda skipaum-
ferð og til að vega upp á móti minna
streymi sjávar í Eystrasalt. Brúin
verður alls 16 km, þar af eru 3 km
göng neðansjávar. Uppfyllingar eru
tæpir 5 km og brúin sjálf tæpir 7,5
km.
sætta sig við smíðina
Stokkhólmi. Reuter.
CARL Bildt, forsætisráðherra Svíþjóðar, tilkynnti í fyrradag að ríkis-
stjórn hans treysti sér ekki til að taka endanlega ákvörðun um hvort
Svíar myndu standa að siníði brúar yfir Eyrarsund, fyrr en í fyrsta
lagi á fimmtudag í næstu viku. Hefur brúin valdið niikluni deilum
í Svíþjóð og var jafnvel talin hætta á að hún gæti fellt sænsku stjórn-
ina. Atti Bildt fund nieð Olof Johansson umhverfisráðherra og for-
manni Miðflokksins aðfaranótt mánudagsins en Johansson hefur
hótað að slíta sljórnarsamstarfinu vegna brúarinnar. Sænskir frétta-
skýrendur sögðu í gær að ákveðið hefði verið að veita Johanson
lengri frest til að fá flokk sinn til að sætta sig við brúna.
um 120 milljarða ísl. króna, vera