Morgunblaðið - 05.01.1994, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
27
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Samkomulag um
varnarstöðina
Ablaðamannafundi þeim, sem dr.
William J. Perry, starfandi
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna,
og Jón Baldvin Hannibalsson, utan-
ríkisráðherra, efndu til í gær, sagði
dr. Periy, að það væri mat banda-
rískra hernaðaryfirvalda, að við nú-
verandi aðstæður í heimsmálum
væri unnt að draga úr varnarviðbún-
aði Bandaríkjamanna um þriðjung
og skera útgjöld til hermála niður
um 40%. Þetta er gífurlegur sam-
dráttur og niðurskurður og endur-
speglar gjörbreytt ástand í alþjóða-
málum frá því sem var á dögum
kalda stríðsins.
í ljósi breyttra aðstæðna á al-
þjóðavettvangi þarf engum að koma
þetta mat bandanskra hernaðaryfir-
valda á óvart. I samræmi við það
mátti búast við því, að Bandaríkja-
menn teldu eðlilegt að endurskoða
starfsemi varnarstöðvarinnar í
Keflavík á þann veg, að um veruleg-
an samdrátt yrði að ræða. í ljósi
þeirra yfirlýsinga, sem gefnar voru
af hálfu íslenzkra stjórnvalda, þegar
bandaríska varnarliðið kom hingað
til lands árið 1951, var og eðlilegt,
að slík sjónarmið væru einnig uppi
hjá íslenzkum stjórnvöldum. Það er
og hefur að sjálfsögðu verið matsatr-
iði hversu langt ætti að ganga í
þeim efnum. Á undanförnum misser-
um hefur gætt vaxandi bjartsýni um
friðsamlegar horfur til frambúðar í
okkar heimshluta. Á hinn bóginn
setti ugg að mönnum við úrslit þing-
kosninganna í Rússlandi í desember-
mánuði sl., þegar í ljós kom hve
mikið fylgi öfgamenn höfðu meðal
rússneskra kjósenda.
Niðurstaðan í viðræðum íslenzkra
og bandarískra stjórnvalda, sem
kynnt var í gær, er augljóslega
málamiðlun á milli íslenzkra og
bandarískra sjónarmiða. Niðurstað-
an tekur einnig mið af málamiðlun
innan bandaríska stjórnkerfisins.
Við íslendingar getum vel unað við
þessa niðurstöðu. Kjarninn í starf-
semi varnarstöðvarinnar í Keflavík
verður óbreyttur,- Haldið verður uppi
loftvörnum, kafbátaeftirliti og ann-
arri eftirlitsstarfsemi auk björgunar-
starfsemi. Umsvifin verða hins vegar
verulega minni. í stað 12 orrustu-
þota er gert ráð fyrir að þeim fækki
á einu ári í fjórar. Sú fækkun leiðir
til þess að varnarliðsmönnum fækk-
ar um tæplega fjögur hundruð á
næstu árum auk fjölskyldna eða um
sex hundruð manns. Þegar horft er
til þess tíma fyrir nokkrum árum,
þegar umsvifin voru sem mest, m.a.
með staðsetningu Awacs-vélanna
hér, er ljóst, að umsvifin hafa minnk-
að og munu minnka verulega frá
því, sem þau voru mest. Þetta er
eðlileg þróun en um leið skynsám-
legt að hún gerist smátt og smátt
til þess að sem minnst röskun verði
af þeim sökum í íslenzku efnahags-
lífi og aðlögun þess að breyttum
aðstæðum geti gengið fyrir sig með
eðlilegum hætti. Einhver fækkun
verður á íslenzku starfsliði í varnar-
stöðinni en Morgunblaðið hel'ur
ávallt lagt áherzlu á, að varnarliðið
er ekki hér til þess að tryggja lands-
mönnum atvinnu.
Gert er ráð fyrir að þetta sam-
komulag komi til endurskoðunar að
tveimur árum liðnum. Það er líka
skynsamleg niðurstaða. Þá hefur
þróunin í Rússlandi og öðrum fyrrum
lýðveldum Sovétríkjanna væntan-
lega skýrzt betur. Þá geta þjóðirnar
tvær tekið nýjar ákvarðanir um
varnarsamstarfið á gi-undvelli þeirra
aðstæðna, sem þá verða ríkjandi.
Hugmyndir um að Islendingar
taki við starfrækslu björgunarsveit-
ar vamarliðsins sem eins konar verk-
takar eru athyglisverðar. Björgunar-
sveitin hefur gegnt þýðingarmiklu
hlutverki í slysavörnum hér á undan-
förnum áratugum. í umræðum und-
anfarinna mánaða um breytingar á
starfsemi varnarliðsins hafa áhyggj-
ur af hugsanlegri brottför sveitar-
innar komið skýrt fram. Með fram-
komnum hugmyndum er bent á leið
til þess að auðvelda frekari breyting-
ar á starfrækslu varnarstöðvarinnar
á næstu ámm, ef til kemur. Aug-
ljóst er að við íslendingar höfum
ekki efni á að fjárfesta í þeim tækja-
kosti, sem varnarliðið hefur yfir að
ráða. Samningar við Bandaríkja-
menn um að þeir leggi til tækjakost
ogþjálfun í framtíðinni en við Islend-
ingar starfslið og umsjón með rekstri
eru eftirsóknarverðir fyrir okkur en
gert er ráð fyrir, að um 100 manns
mundu fá atvinnu við þann rekstur.
Hér er bent á leið til þess, að þessi
starfsemi verði í landinu með þeim
hætti, sem við getum staðið undir,
þótt frekari breytingar kunni að
verða á starfrækslu varnarstöðvar-
innar.
Á fyrrnefndum blaðamannafundi
vék dr. Perry að þeim ágreiningi,
sem verið hefur innan bandaríska
stjórnkerfisins á undanförnum mán-
uðum um framtíð varnarstöðvarinn-
ar og sagði: „Það er rétt, að þau
sjónarmið hafa verið reifuð meðal
hernaðaryfirvalda í Bandaríkjunum,
að hægt væri að halda uppi trúverð-
ugum loftvörnum í íslenzkri lofthelgi
án þess, að nokkur F-15-orrustuþot-
anna væri staðsett á íslandi, heldur
væru þær staðsettar í Bandaríkjun-
um en gætu brugðizt til loftvarna I
íslenzkri lofthelgi með skömmum
fyrirvara. Aðrir hafa haldið því fram,
að F-15-vélarnar ættu áfram að
vera staðsettar á íslandi. Niðurstaða
þessa fundar okkar í morgun er því
sú, að við förum bil beggja og ákveð-
um málamiðlun, sem talsmenn
beggja sjónarmiða geta sætt sig við,
þ.e. að vélunum hér fækki en allur
viðbúnaður og viðhald miðist ávallt
við að hingað geti komið fleiri vélar,
jafnframt því, sem heræfingar og
flugæfingar verði stundaðar héðan
með reglubundnum hætti.“
Ofangreind ummæli starfandi
varnarmálaráðherra Bandaríkjanna
eru auðvitað staðfesting á því, að
fréttir Morgunblaðsins sl. vor og nú
í haust um mismunandi skoðanir
innan bandaríska stjórnkerfisins um
framtíð varnarstöðvarinnar voru
réttar. Nú hefur fengizt farsæl nið-
urstaða til næstu tveggja' ára, sem
allir aðilar eiga að geta verið sáttir
við jafnframt því, sem samningsaðil-
ar hafa vísað veginn til nýrrar aðild-
ar íslendinga sjálfra að starfsemi
björgunarsveitarinnar, sem er ekki
ómerkasti þáttur þessa samkomu-
lags. ,
SAMEIGINLEG BOKUN ISLANDS OG BANDARIKJANNA I VARNARMALUM
Nauðsynlegt er að
lágmarksvörnum sé
haldið uppi á Islandi
- segir dr. William J. Perry varavarnarmálaráðherra
Á SAMEIGINLEGUM blaðamannafundi sem Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra og dr. William J. Perry varavarnarmálaráðherra
Bandaríkjanna héldu í hádeginu í gær, í kjölfar viðræðna og niðurstaðna
islensku og bandarísku viðræðunefndarinnar kom fram að dr. Perry
telur að varnarþörfin á Norður-Atlantshafi, miðað við núverandi aðstæð-
ur í heiminum, sé ekki mjög mikil, né heldur telur hann að hún verði
ýkja mikil í náinni framtíð. „Á þessu augnabliki sjáum við enga hernaðar-
lega ógn sem stafar að neinu NATO-ríki, þar með talin Island og Banda-
ríkin. En það er erfitt að segja til um hvað framtíðin felur í skauti sér,“
sagði Perry. Perry telur því að nauðsynlegt sé að halda uppi iágmarks-
loftvörnum frá Islandi, vegna staðsetningar landsins á Norður-Atlants-
hafi, og því hafi niðurstaðan orðið sú hjá samningsaðilum að fækka F-15
orrustuflugvélum sem staðsettar eru hér úr 12 í fjórar að lágmarki og
mun sú fækkun eiga sér stað í áföngum út þetta ár. Jón Baldvin greindi
frá því á blaðamannafundinum að á lokastigi umræðnanna, þ.e.a.s. í
gærmorgun, hefði komið fram sú tillaga af hálfu Bandaríkjamanna, að
teknar yrðu upp viðræður, með það í huga að auka hlut Islendinga í
rekstri flugbjörgunarsveitarinnar. Þær viðræður gætu hafist á þeim
tveggja ára aðlögunartíma sem framundan væri, og gætu falið það í sér
að Islendingar önnuðust rekstur þyrlubjörgunarsveitarinnar í verktöku.
„í fyrsta lagi staðfesta ísland og
Bandaríkin skuldbindingar sínar sam-
kvæmt tvíhliða vamarsamningi ríkj-
1. Bandaríkin staðfesta á ný
skuldbindingar sínar samkvæmt
tvíhliða varnarsamningnum frá
1951.
2. ísland staðfestir að bandarískt
herlið og herlið bandamanna skuli
áfram vera í Keflavíkurstöðinni.
3. Fyrir hönd Atlantshafsbanda-
lagsins og í samræmi við það sem
þau hafa tekist á hendur sam-
kvæmt Norður-Atlantshafssamn-
ingnum, árétta Bandaríkin skuld-
bindingar sínar um að gera ráðstaf-
anir til varnar íslandi með þeim
skilmálum sem kveðið er á um í
Norður-Atlantshafssamningnum
og í tvíhliða varnarsamningnum frá
1951.
4. íslendingar munu til varnar
landinu, og með tilliti til varna
þess svæðis sem Norður-Atlants-
hafssamningurinn tekur til, veita
þá aðstöðu á íslandi sem samkomu-
lag verður um að nauðsynleg sé
samkvæmt hinum tvíhliða varnar-
samningi frá 1951.
5. Bæði ríkin staðfesta nauðsyn
þess að þau hafi náið samráð sín
á milli um málefni er öryggi varða,
bæði tvíhliða og innan Atlantshafs-
bandalagsins, eftir því sem Banda-
ríkin og Atlantshafsbandalagið
laga sig að nýjum aðstæðum á
sviði öryggismála að kalda stríðinu
loknu.
6. Ríkisstjórnir íslands og Banda-
ríkjanna eru þeirrar skoðunar að
þróun mála á alþjóðavettvangi geri
þeim kleift að takast á hendur
aðlögun í herafla til að sinna sam-
eiginlegum skyldum sínum á sviði
öryggis- og varnarmála. í samræmi
við skuldbindingar Bandaríkjanna
gagnvart íslandi samkvæmt 3. lið
anna,“ sagði Jón Baldvin á fundinum.
í öðru lagi gerðu ríkin með sér sam-
komulag um fyrirkomulag varnarsam-
hér að ofan hafa ísland og Banda-
ríkin komist að samkomulagi um:
— að fækka orrustuþotum, en við-
halda að minnsta kosti íjórum
í því skyni að tryggja áfram
virkar loftvarnir á Islandi,
— að í Keflavík verði áfram haft
skipulag og aðstaða til að halda
úti orrustuflugvélum,
— að leitar- og björgunarflugsveit-
inni verði haldið,
— að flotaflugstöðin verði starf-
rækt áfram,
— að íslenska ratsjárkerfinu verði
haldið við,
— að heræfingum „Norður-Vík-
ingur“, sem fara fram annað
hvert ár, verði haldið áfram,
— að tvær smærri deildir flotans
hætti starfsemi, samkvæmt
nánari ákvörðun beggja ríkis-
stjórna.
7. Báðir aðilar samþykkja að gera
það sem í þeirra valdi stendur til
að draga úr kostnaði við rekstur
Keflavíkurstöðvarinnar.
8. Ríkin tvö munu efna að nýju
til samráðs í því skyni að endur-
skoða ákvæði samkomulags þessa
og komast að sameiginlegri niður-
stöðu um þau í lok tveggja ára
tímabils frá og með 1. janúar 1994.
Fyrir lok þessa tímabils munu ríkin
tvö takast á hendur viðræður til
að kanna möguleika á að ísland
axli aukna ábyrgð á sviði þyrlu-
björgunarstarfa.
William J. Perry
varavarnarmálaráðherrá
Bandaríkjanna.
Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra
íslands.
Reykjavík, 4. janúar 1994.
starfsins, að sögn utanríkisráðherra,
sem fæli annars vegar í sér áréttingu
áframhaldandi veigamikilla þátta, eins
og áframhaldandi starfrækslu flota-
stöðvari n n ar, fl ugbjörgu nars vei tar-
innar, ratsjárkerfísins, reglubundnar
heræfingar og loftvarnir. Hins vegar
fæli samkomulagið í sér aðlögun starf-
seminnar að breyttum aðstæðum, þar
sem sérstaklega væri kveðið á um
tvennt: Annars vegar um fækkun orr-
ustuflugvéla úr 12 í 4, sem væri skil-
greint sem það iágmark sem þyrfti,
svo hér teldust trúverðugar loftvarnir;
hins vegar væri um að ræða lokun
tveggja smærri deilda flotans. „Einnig
samþykkja aðilar að géra það sem í
þeirra valdi stendur til þess að draga
úr kostnaði við rekstur Keflavíkur-
stöðvarinnar. Umræður um það munu
halda áfram, en engar ákvarðanir
hafa verið teknar,“ sagði Jón Baldvin
Hannibalsson.
í þriðja lagi sagði utanríkisráðherra
íslands að ríkin hefðu fallist á að
heija viðræður í því skyni að endur-
meta ákvæði samkomulagsins og
komast að sameiginlegri niðurstöðu
um þau, í lok tveggja ára tímabils,
frá og með 1. janúar 1996. „Á loka-
stigi viðræðnanna kom fram sú tillaga
af hálfu samningsaðilanna, Banda-
ríkjamanna, að við tækjum upp við-
ræður með það í huga að auka hlut
íslendinga í rekstri flugbjörgunar-
sveitarinnar. Þær viðræður geta hafist
á aðlögunartímanum. Þetta er ekki
ákvörðun og ekki skuldbinding, en er
þáttur í hugmyndum um að auka hlut
Islendinga að þessu leyti,“ sagði utan-
ríkisráðherra. Jón Baldvin sagði að
ef niðurstaðan yrði sú.að íslendingar
tækju að sér rekstur þyrluflugbjörg-
unarsveitarinnar, á grundvelli verk-
töku, þar sem Bandaríkjamenn legðu
til tækjakost og þjálfun, gætu um 100
ný atvinnutækifæri fyrir íslendinga
verið fólgin í slíkri tilhögun.
Hernaðarógn hefur minnkað
umtalsvert
Dr. Perry svaraði spurningu Morg-
unblaðsins í þá veru, hvernig banda-
rísk stjórnvöld skilgreindu breytt hlut-
verk Keflavíkurstöðvarinnar, í ljósi
breyttra aðstæðna í heiminum, svo-
hljóðandi: „í fyrsta lagi hefur svoköll-
uð hernaðarógn á Norður-Atlantshafi
minnkað umtalsvert, en það breytir
ekki því mati bandarískra stjórnvalda
.að staðsetning íslands og varnar-
stöðvar á Keflavíkurflugvelli er enn
. þýðingarmikil og heldur áfram að
vera mikilvæg, að því er varðar stað-
setningu herafla og flugvéla til að
sinna Ioftvörnum.
Með þetta tvennt í huga höfum við
komist að þeirri niðurstöðu ásamt ís-
lensku ríkisstjóminni, að í Ijósi
breyttra aðstæðna í heiminum, sé rétt
að minnka Ijölda þeirra orrustuþotna
sem varanlega verða staðsettar í
Keflavík, en viðhalda þeim tækjabún-
aði og aðstöðu sem fyrir hendi er á
Keflavíkurflugvelli með þeim hætti að
ávallt sé um virkt loftvarnasvæði að
ræða, þannig að ákveðinn hluti flug-
vélakosts okkar í Bandaríkjunuin sé
ætíð í viðbragðsstöðu, þannig að með
litlum eða engum fyrirvara getum við
sent orrustuþotur inn í íslenska loft-
helgi.“
Perry sagði að með hliðsjón af stað-
setningu landsins, yrði varnarstöðin í
Keflavík áfram einnig þýðingarmikil
til þess að sinna kafbátaeftirliti á sigl-
ingaleiðum Norður-Atlantshafs. Perry
sagði það mat bandarískra hernaðar-
yfirvalda að samkvæmt gjörvallri
varnaráætlun Bandaríkjanna væri
miðað við núverandi aðstæður í heim-
inum að draga úr vörnum Bandaríkj-
Ljósm.: Vamarliðið
Orrustuþota af gerðinni F-15, sömu tegundar og þær fjórar þotur
eru, sem eftir verða á íslandi til varnar landinu.
Bókun ráðherranna
MEÐ tilliti til hinna miklu breytinga sem orðið hafa á sviði öryggis-
mála í Evrópu og á Norður-Atlantshafi vegna loka kalda stríðsins
hafa ríkisstjórnir Bandaríkjanna og Islands, í samræmi við tvíhliða
varnarsamninginn frá 1951, átt viðræður um hvaða varnarstyrkur
í Keflavík sé hæfilegur til varnar Islandi. Komist hefur verið að
eftirfarandi samkomulagi.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Undirritun bókunarinnar
SAMEIGINLEGA bókun ráðherranna var undirrituð í gær á 5. hæð
Perlunnar á Oskjuhlíð. Að baki ráðherrunum standa viðræðunefndir
landanna.
anna, sem næmi þriðjungi samdráttar
í mannafla, og um 40% niðurskurði
hernaðarútgjalda Bandaríkjanna. „En
niðurskurðinn verður aldrei með þeim
hætti, að við stefnum möguleikum
okkar til skjótra viðbragða í hættu.
Hernaðarógnin er ekki til staðar þessa
vikuna, eða jafnvel þetta árið, en við
verðum að vera viðbúnir breyttum
aðstæðum hvenær sem er, og því er
mikilvægt að halda við og vera með
lágmarksviðbúnað hveiju sinni,“ sagði
Perry.
Ágreiningur um loftvarnir frá
íslandi innan Bandaríkjahers
Morgunblaðið spurði Perry um þann
ágreining innan bandaríska stjórn-
kerfisins, sem orðið hefur að frétta-
efni á undanförnum mánuðum, um
hversu langt skuli gengið í niður-
skurði umsvifa varnarliðsins á Kefla-
víkurflugvelli, þegar bandaríski flug-
herinn var með tillögur um að allar
F-15 vélarnar væru kallaðar heim, en
bandaríski sjóherinn, með stuðningi
bandaríska utanríkisráðuneytisins,
taldi að þannigyrði lágmarks loftvörn-
um ekki sinnt á trúverðugan hátt frá
Íslandi, og þannig fremur tekið undir
viðhorf íslensku viðræðunefndarinnar:
„í fyrsta lagi vil ég leggja áherslu á
það sem við allir erum sammála, þ.e.
ríkisstjórnir beggja Iandanna og
bandarísk hernaðaryfirvöld, bæði
flugher og sjóher, að mikilvægt er að
standa við ábyrgð þá sem Bandaríkin
hafa axlað, samkvæmt tvíhliða varn-
arsamningi ríkjanna, að standa við
það ákvæði að halda uppi loftvörnum
i íslenskri lofthelgi. Það eina sem
ágreiningur hefur verið um undan-
farna mánuði, er með hvaða hætti
tryggjum við best að því markmiði
verði náð að axla ábyrgð og halda
uppi loftvörnum. Það er rétt að þau
sjónarmið hafa verið reifuð meðal
hernaðaryfirvalda í Bandaríkjunum
að hægt væri að halda uppi trúverðug-
um loftvörnum í íslenskri lofthelgi,
án þess að nokkur F-15 orrustuþotn-
anna væri staðsett á Islandi, heldur
væru þær staðsettar í Bandaríkjunum,
en gætu brugðist til loftvarna í ís-
lenskri lofthelgi með skömmum fyrir-
vara. Aðrir hafa haldið því fram að
F-15 vélarnar ættu áfram að vera
staðsettar á Islandi. Niðurstaða þessa
fundar okkar í morgun er því sú að
við förum bil beggja og ákveðum
málamiðlun, sem talsmenn beggja
sjónarmiða geta sætt sig við, þ.e. að
vélunum hér fækki, en allur viðbúnað-
ur og viðhald miðist ávallt við að hing-
að geti komið fleiri vélar, jafnframt
því sem heræfingar og flugæfingar
verði stundaðar héðan með reglu-
bundnum hætti,“ sagði Perry.
Varnarþörf metin fyrst, síðan
fjárþörfin
Morgunblaðið spurði Perry jafn-
framt hvort íslendingar mættu eiga
von á því sem árvissum viðburði eftir
1996, að varnir landsins yrðu í upp-
námi, einfaldlega vegna þess að
bandarískir stjórnmálamenn ættu í
vandræðum með að koma saman fjár-
lögum sínum: „Við fjárlagagerð met-
um við náttúrlega varnarþörfina
hveiju sinni, bæði í Bandaríkjunum
og hjá bandamönnum okkar í NATO-
ríkjunum og ákveðum fjárþörfina út
frá því mati.“
Því næst spurði Morgunbíaðið
Perry, hvort óhætt væri að líta þann-
ig á að eftir þær viðræður sem nú
hafa farið fram, með þeirri niðurstöpu
sem hann og utanríkisráðherra ís-
lands kynntu, að báðir aðilar hins tví-
hliða varnarsamnings um varnir ís-
lands, frá árinu 1951, hefðu nú gagn-
kvæman skilning á því hvað fælist í
samningnum, eða hvort líta mætti
þannig á, að þegar Bandaríkjamenn
væru í vanda með fjáriagagerð sína,
þá kynnu varnir landsins að vera í
húfi, ef bandarísk stjórnvöld vildu
túlka samninginn á nýjan leik, sam-
kvæmt þeirra eigin mati: „Við sam-
þykktum í morgun að við höfum sam-
eiginlegan skilning á því sem felst í
samningnum og við munum ekki ræða
nýja eða aðra túlkun á honum, fyrr
en að einhveijum árum liðnum. Hvort
ástand öryggismála í heiminum breyt-
ist á þeim árum, liggur að sjálfsögðu
ekki fyrir nú,“ sagði Perry.
Varnarliðsmönnum fækkar um
380 til ársins 1997
Síðdegis í gær hélt Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra síðan
annan blaðamannafund, þar sem tími
fyrri fundarins, þar sem hann og Perry
sátu saman fyrir svörum, var naumt
skammtaður, og var varavarnarmála-
ráðherrann Iagður af stað áleiðis vest-
ur urn haf á nýjan leik kl. 14.40 í
gær. Á fundi utanríkisráðherra með
íslensku pressunni voru ýmis atriði
hinnar sameiginlegu yfirlýsingar ráð-
herranna skýrð nánar og farið út í
framkvæmdaátriði breyttra og minni
umsvifa varnarliðsins á Keflavíkur-
flugvelli á næstu árum, jafnframt því
sem aðdragandi þessarar niðurstöðu
var rakinn í grófum dráttum, allt aft-
ur til marsmánaðar 1992.
í máli ráðherrans kom fram að
samtals mun hermönnum á Keflavík-
urflugvelli fækka um 380 til ársins
1997. Ytrustu kröfur Bandaríkja-
manna frá því að þeir lögðu til að
allar F-15 orrustuvélarnar yrðu
kvaddar heim, hefðu á hinn bóginn
gert ráð fyrir mun meiri fækkun og
mun meiri niðurskurði í mannahaldi
og umsvifum, sem að mati íslenskra
stjórnvalda hefði gert það að verkum
að ákvæði um lágmarksvarnir Is-
lands, samkvæmt varnarsamningnum
frá 1951, hefðu ekki verið uppfyllt.
„Ég vil árétta aðalatriði þessarar sam-
eiginlegu bókunar dr. Perrys og
minnar. Bandaríkin og ísland stað-
festa skuldbindingar sínar samkvæmt
tvíhliða varnarsamningi ríkjanna. Það
er grundvallaratriði að báðir aðilar
féllust á það í viðræðunum, að þær
færu fram á grundvelli gagnkvæmra
skuldbindinga, sem í varnarsamningn-
um frá 1951 fólust,“ sagði Jón Bald-
vin.
í samtali við Morgunblaðið í gær,
sagði Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra m.a. að nú væri lokið
viðamestu viðræðum um varnar- og
öryggismál íslendinga, frá því að tví-
hliða varnarsamningur Islands og
Bandaríkjanna var gerður árið 1951.
Davíð Oddsson forsætisráðherra um samkomulagið
Jafnræði í ákvarð-
anatöku viðurkennt
DAVÍÐ Oddsson kveðst afar ánægður með niðurstöðu varnarvið-
ræðnanna, sem lauk í gær með formlegri undirskrift Jóns Baldvins
Hannibalssonar utanríkisráðherra íslands og dr. Williams J. Perrys
varavarnarmálaráðherra Bandaríkjanna á sameiginlegri bókun
þeirra tveggja. Davíð fagnar viðurkenningu þess að hér sé nauðsyn-
legt að hafa lágmarksloftvarnir, hann telur að staða þjóðanna að
því er varðar samráð og ákvarðanatöku um varnir landsins hafi
verið jöfnuð með þessu samkomulagi, auk þess sem hann telur at-
hyglisvert að Bandaríkjamenn séu nú reiðubúnir til þess að ræða
við íslensk stjórnvöld um að íslendingar taki að sér rekstur banda-
rísku þyrlubjörgunarsveitarinnar, með atbeina og aðstoð Banda-
ríkjamanna.
„Ég er mjög ánægður með þessa
niðurstöðu, mjög ánægður," sagði
forsætisráðherra í samtali við Morg-
unblaðið í gær, eftir að dr. William
J. Perry varavarnarmálaráðherra
Bandaríkjanna hafði gengið á hans
fund og honum höfðu verið kynntar
niðurstöður í samningaviðræðum ís-
lenskra og bandarískra stjórnvalda,
um fyrirkomulag varnarstöðvarinnar
á Keflavíkurflugvelli á næstu árum.
Forsætisráðherra telur að niðurstaða
samninganna sé mjög í anda þess
sem íslenska viðræðunefndin lagði
frá upphafi áherslu á.
Davíð sagði að samningaviðræð-
urnar hefðu vissulega tekið alllangan
tíma, og lengri en í upphafí hefði
verið ætlað, en þær hefðu verið vin-
samlegar og í vinsamlegum anda.
„Mér finnst mikilvægast við þessa
niðurstöðu, að það er viðurkennt, það
sem kom strax fram í samtali mínu
við A1 Gore varaforseta Bandaríkj-
anna, þar sem hann í umboði Banda-
ríkjaforseta lýsti því yfír, að þetta
yrði sameiginleg niðurstaða ríkj-
anna. Það er dálítil breyting frá því
sem áður var, því hér á árum fyrr
voru vélar, til dæmis AWACS-rat-
sjárflugvélarnar, kallaðar til baka,
orrustuþotur og fleira, án þess að
íslensk stjórnvöld hefðu nokkuð með
það að gera, heldur lásu bara um
það í hermálablöðum eða fréttu eftir
öðrum leiðum, eftir á, sem var auð-
vitað ekki í nógu góðu samræmi við
varnarsamninginn,“ sagði forsætis-
ráðherra.
Sjónarmið íslands um loftvarnir
viðurkennt
Davíð kvaðst því telja að sam-
komulag það sem hefði tekist í gær,
liefði mjög jafnað stöðu þjóðanna,
að þessu leyti, og það kvaðst hann
telja afskaplega mikilvægt. „Mér
finnst einnig mikilvægt,“ sagði hann,
„að það hefur verið tryggt með þess-
um samningi, að það sjónarmið ís-
lands um að hér verði ásættanlegar
loftvarnir, verður virt og slíkar loft-
varnir verða því til staðar hér á landi.
Jafnframt finnst mér það mjög at-
hyglisverð hugmynd sem þarna er
reifuð um þyrlubjörgunarsveitina.
Þetta er sjónarmið sem reifað var
af okkar hálfu, fyrir tveimur eða
þremur árum, um þátttöku Islend-
inga í rekstri sveitarinnar, í nefnd
sem Björn Bjarnason veitti þá for-
stöðu.“
Davíð sagði að Perry hefði sagt á
fundinum með honum undir hádegi
í gær, að í þessu gæti falist sá mögu-
leiki að íslendingar með atbeina og
aðstoð Bandaríkjamanna tækju að
sér rekstur þyrlubjörgunarsveitar-
innar. „Þannig gæti falist í þessari
hugmynd að rekstur björgunarflug-
sveitarinnar yrði hreinlega boðinn
út og íslendingar sæju um slíka verk-
töku og rekstur, með atbeina og
þátttökukostnaði Bandaríkja-
manna,“ sagði Davíð. „Þetta ásamt
fleiri atriðum í samningnum gæti
heldur orðið til þess að okkar starfs-
mönnum á Keflavíkurflugvelli myndi
heldur fjölga, en Bandaríkjamönnum
heldur fækka. Allt eru þetta mjög
jákvæðir hlutir, og eins það að ákveð-
ið hefur verið að samningaferlið
heldur áfram um hin smærri atriði
og bæði ríkin ákveða að taka upp
framhaldsviðræður um málið eftir
tvö ár. Það þýðir ekki annað en það,
að menn meta þá stöðuna upp á
nýtt. Grundvallarviðhorfið sem við-
urkennt er þarna, um að báðar þjóð-
irnar hafa með þessar ákvarðanir
að gera, á jafnréttisgrundvelli, það
er það mikilvægasta í þessu sam-
bandi," sagði Davíð Oddsson forsæt-
isráðherra.
Björn Bjarnason formaður utanríkismálanefndar
Stefnt að sameiginlegri
niðurstöðu eftir tvö ár
BJÖRN Bjarnason, formaður utanríkismálanefndar Alþingis, segir
að varnarsamningur íslands og Bandaríkjanna standi óhaggaður
og segir að mikilvægt orðalag komi fram í lokaákvæði sameigin-
legu bókunarinnar sem undirrituð var í gær þar sem segir, að ríkis-
stjórnir landanna muni aftur hafa samráð sín í milli og stefnt sé
að sameiginlegri niðurstöðu um ákvæði samkomulagsins í lok
tveggja ára tímabils. „Eg tel að þetta orðalag um sameiginlega
niðurstöðu sé mjög mikilvægt fyrir okkur frá pólitískum sjónar-
hóli séð,“ segir Björn.
„Ég tel að miðað við núverandi
aðstæður sé unnt að veita Islandi
loftvarnir með að minnsta kosti fjór-
um orrustuvélum eins og talað er
um í bókuninni og það sé fullnægj-
andi,“ segir Björn. „Ég tel ákaflega
mikilvægt að öllum þáttum varnanna
sé sinnt og bókunin tryggir að það
verður gert,“ segir hann.
Samráð í öryggismálum
„Þegar var farið í þessar viðræður
við Bandaríkjamenn um stöðuna í
öryggis- og varnarmálum í septem-
ber 1992, var það gert meðal annars
i því skyni, að tekið yrði upp samráð
á milji stjórnvalda í Bandaríkjunum
og á íslandi um framkvæmd varnar-
samningsins við breyttar aðstæður.
Síðan þróuðust þær viðræður þannig,
að þegar Davíð Oddsson forsætisráð-
herra hitti A1 Gore, varaforseta
Bandaríkjanna, í byijun ágúst 1993,
var staðfest af Bandaríkjastjórn að
það skyldi ekki aðeins haft samráð
við íslendinga um þessi mál, sem við
töldum eðlilegt, heldur yrði einnig
miðað að þvi að um sameiginlega
niðurstöðu yrði að ræða. Það er tek-
ið fram í lokamálsgrein bókunarinn-
ar, að stefna eigi að sameiginlegri
niðurstöðu. Þetta tel ég mikilvæga
pólitíska’ viðurkenningu fyrir okkur
og í anda þess samstarfs sem hófst
í september 1992.
Ég vek einnig athygli á að í 5.
grein bókunarinnar er gert ráð fyrir
að samráð haldi áfram um stöðuna
í alþjóðamálum og framvindu örygg-
isrnála almennt. En í lokagrein bók-
unarinnar er talað urn, að teknar
verði upp viðræður um þessa bókun
sérstaklega eftir tvö ár og ég lít svo
á að það eigi ekki síst rætur að rekja
til þess, að Bandaríkjamenn telja,
að þeir þurfi að átta sig á þessari
stöðu með hliðsjón af fjárveitingum
og samskiptum Bandaríkjastjórnar
við þingið í Washington. Varnar-
samningurinn frá 1951 er ótíma-
bundinn og gildir þar til honum er
sagt upp,“ sagði Björn.
Rekstur björgunar-
sveitarinnar
Björn lagði einnig mikla áherslu
á þýðingu lokasetningar bókunarinn-
ar, um að ríkisstjórnir landanna
skuldbindi sig til að kanna möguleika
á að íslendingar taki aukinn þátt í
leitar- og björgunarmálum.
„Þetta kemur heim og saman við
tillögur sem gerðar voru af nefnd
sem ég veitti forstöðu varðandi
þyrlumálin og skilaði áliti í október
1991. í því var lagt til að kannað
yrði eftir pólitískum leiðum hvort það
væri vilji hjá Bandaríkjastjórn til að
íslendingar tækju þessi störf að sér.
Við töldum mjög mikilvægt að þetta
yrði kannað og niðurstaða fengist
um þetta atriði áður en ákvarðanir
yrðu teknar um þyrlukost Landhelg-
isgæslunnar og starfsemi þyrlu-
björgunarsveitar á vegum hennar.
Embættismönnum var falið að kanna »
þetta og þá kom fram, að það virtist
ekki vera áhugi hjá Bandaríkjamönn-
um að ræða þetta við okkur. Nú er
þetta komið þarna inn, að því er
mér skilst að frumkvæði Bandaríkja-
manna. Þetta tel ég mjög mikilvægt
því ég hef lengi haldið því fram að
reynsla okkar af rekstri Ratsjár-
stofnunar hljóti að leiða til þess að
við lýsum yfir áhuga á að taka að
okkur rekstur á fleiri sviðum í tengsl-
um við varnir landsins. Þar hef ég
talið skynsamlegt að líta til björgun-
arsveitarinnar.“ t
Björn sagðist aðspurður telja, að
þessi möguleiki skapaði nýjar for-
sendur í umræðum um þyrlukost
Landhelgisgæslunnar. „Ég veit að
það hafa farið fram athuganir á veg-
um ríkisstjórnarinnar á tækjabúnað-
inurn á Keflavíkurflugvelli en þyrl-
urnar þar eru meðal hinna fullkomn-
ustu í heiminum. Auk þess ræður •
sveitin yfir tækjum til að taka elds-
neyti á flugi,“ sagði hann.