Morgunblaðið - 05.01.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
31
Eftir baráttu Norðlendinga og Sunnlendingu um Sikil frá Stóra
I Hofi var hann seldur fyrir „slikk“ til Italíu þar sem hann mun auka
kyn sitt.
fyrir efsta sæti í flokki sex vetra
og eldri stóðhesta á fjórðungsmóti
ári síðar. Tína má til fleiri dæmi
um stjörnuhrap stóðhesta vegna
bágrar eða misjafnrar frammistöðu
á sýningum nýliðinna ára en þetta
ætti að nægja.
Færri kynferðislegar
fullnægingar
Vissulega hafa allir þessar hestar
eða öllu heldur eigendur þeirra
fengið að gjalda þessa er að ofan
getur. Hesturinn fær færri
I kynferðislegar fullnægingar og
eigandinn tapar í flestum tilfellum
verulegum fjármunum og lakari
I hryssur eru leiddar undir hestana
og gæði afkvæmanna minnka þar
með. Nútímahrossarækt er
, mannanna verk og vissulega er
maðurinn skeikull. Deilt er um
dóma á hinum eða þessum hesti og
rödd brekkudómaranna endur-
speglast í notkun á þeim kynbóta-
hestum sem í framboði eru. Á líð-
andi stund er það einmitt dómurinn
sem gildir. Hátt dæmdir og dýrt
seldir stóðhestar hafa setið uppi
með sárafáar hryssur eins og til
dæmis Reykur frá Hoftúnum sem
varð þriðji á fjórðungsmóti ’91 í
flokki sex vetra stóðhesta og eldri.
Vakti hann feikna athygli fyrir
glæsileg tilþrif en fékk aðeins tvær
hryssur síðasta sumar annað gang-
mál og því leigður til einkaaðila.
Ástæðan fyrir áhugaleysinu voru
léleg gæði sæðisins sem nú virðast
komin í lag að því er niðurstöður
nýlegrar rannsóknar herma og því
fróðlegt að sjá hverjar vinsældir
hans verða í framtíðinni.
Eins og vindhanar á
hlöðumæni
Með þessum miklu sveiflum eru
menn beint og óbeint að gera sjálfa
sig að fíflum því arfgerð hestanna
sem hér hafa verið nefndir og ann-
arra sem fram hafa komið á sýning-
um breytist ekkert. Þetta eru ná-
kvæmlega sömu ættfræðilegu
gullklumparnir eða úrhrökin hvort
sem þeir eru hafnir til skýjanna
fjögra vetra og hrynja svo næsta
vor eða árið þar á eftir. Það eru
fyrst og fremst skoðanir okkar
menningarvitanna sem flökta til
eins og vindhanar á hlöðumæni og
eftir því mælast gæði stóðhestanna
hveiju sinni. Vissulega leiða sýning-
ar hrossa eitt og annað í ljós en
stundum er því líkast að á horfi
svipaður múgur og sat við ljóna-
gryfjur Rómveija forðum daga og
heimtaði blóð, nýtt ljón og betra
fórnarlamb. Það er vonandi að
áhugamenn um hrossarækt snúi við
á þeirri braut sem þeir virðast á
og ígrundi betur mat sitt á ungum
folum sem taka nokkur feilspor í
sýningu. Vissulega þarf ákveðnar
kröfur í ræktunarstarfinu og tilfinn-
ingasemin má ekki undir neinum
kringumstæðum ráða ríkjum á
hvorn veginn sem er. En svona til
samlíkingar þarf ekki annað en að
líta til tískusýninga í París og spyrja
hvort sá fígúruskapur sem þar ríkir
eigi eitthvert erindi í ræktun ís-
lenska hestsins. Stutt pils í dag og
síð pils á morgun er eitthvað sem
ekki á heima í verkefni sem árang-
ur mælist á áratuga- eða aldafresti.
Asi á at-
vinnubíl-
stjórum
HÁTT í 60 þeirra 85 bílstjóra
sem fengu áminningu eða voru
kærðir vegna hraðaksturs í
Reykjavík frá því á morgni
gamlársdags fram á mánudags-
morgun eru atvinnubílstjórar.
Að- sögn lögreglu er hér um
óvenju hátt hlutfall að ræða.
Á umræddum tíma voru -72 bíl-
stjórar kærðir vegna hraðaksturs
og 13 fengu skriflega áminningu
vegna þess sama. Alls er um að
ræða 85 bílstjóra og eru tæplega
60 þeirra atvinnubílstjórar. Einn
þeirra var t.d. sviptur ökuleyfi „á
staðnum" eftir að hafa verið stað-
inn að því að aka á 104 km hraða
þar sem hámarkshraði var 50 km
á Stekkjarbakka á nýársnótt.
Frá hádegi á gamlársdag fram
á hádegi á nýársdag voru 25 öku-
menn kærðir fyrir of hraðan akst-
ur og 7 fengu skriflega áminn-
ingu. Aðeins einn ökumaður var
kærður fyrir of hraðan akstur á
sama tíma í fyrra. Lögregla telur
að góð tíð nú um áramótin hafi
haft áhrif á þennan mismun.
Lögreglan í Reykjavík hafði af-
skipti af 11 ökumönnum frá því á
gamlársdag fram á mánudag vegna
gruns um ölvunarakstur. Þar af var
einn aðili að umferðaróhappi.
----♦ ♦ ♦--
Hátt verð á
vínberjum
HÁTT verð hefur að undan-
förnu verið á vínbeijum í versl-
unum og stafar það af litlu
framboði á góðum beijum og
mikilli eftirspurn.
Að sögn Eggerts Á. Gíslasonar
hjá Mata hf. fer saman í desember
mikil eftirspurn eftir góðum vín-
beijum vegna jólanna og lítið
framboð. Tími evrópskra vínbeija
er liðinn og tími vínbeija af suður-
hveli jarðar, t.d. Suður-Afríku og
Chile, ekki enn kominn að marki.
Hann sagði að árstíðabundnar
sveiflur væru í framboði á flestöll-
um ávöxtum og samhliða þeim
verðsveiflur. Hann sagði að núna
væri hátt verð á t.d. jarðarbeijum
og blábeijum en verð á klementín-
um og appelsínum lægra en á
sama tíma í fyrra og verð á vín-
beijum myndi lækka aftur upp úr
miðjum janúar.
EGLA
• •
-ROÐOG
REGLA
Margir litir margar stærðir.
Þessi vinsælu bréfabindi
fást í öllum helstu
bókaverslunum landsins.
Múlalundur
Vinnustofa SÍBS
Símar: 628450 688420 688459
Fax 28819