Morgunblaðið - 05.01.1994, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
33
I
I
I
I
1
Minning
Viðar Sigurðsson
Fæddur 10. mars 1936
Dáinn 11. desember 1993
Sunnudaginn 12. desember síðast-
liðinn flutti Sóla systir okkur þau
sorgartíðindi að hann Viðar mágur
hefði látist að kvöldi hins 11. desem-
ber. Maðurinn með ljáinn lætur ekki
að sér hæða. Mitt í jólaundirbúningi,
allir farnir að tendra jólaljósin til að
lýsa upp í skammdeginu og þá slekk-
ur hann skærustu ljósin sem skína
ástvinum. Hann spyr ekki um hvar
eða hvenær.
Viðar Sigurðsson var fæddur í
Reykjavík 10. mars 1936, sonur Sig-
urðar Guðmundssonar og Ólínu Sig-
urðardóttur. Hann var kvæntur Sól-
björtu Kristjánsdóttur systur okkar
og áttu þau lengst af heimili í Hólm-
garði 26 í Reykjavík ásamt börnun-
um sínum fjórum, þeim Önnu Guð-
rúnu, Davíð, Óiafí og Kristbjörgu.
Viðar hóf störf fyrir Rafmagns-
veitu Reykjavíkur aðeins fímmtán
ára gamall og starfaði þar samvisku-
’ samlega í 43 ár. Um margra ára bil
starfaði hann sem næturvörður í
Glæsibæ og oftar kom þá fyrir en
ekki að hann fór beint úr einni vinnu
í aðra. Alltaf hafði hann þó tíma
fyrir fjölskyldu sína. Hann var ástrík-
ur faðir og leit var að manni sem
var eins mikill vinur og félagi bama.
Viðar bar ekki tilfínningar sínar
utan á sér en bömin fundu traust
hans og hlýju, þau vildu vera þar sem
Viðar var og alltaf hafði hann tíma
til að spjalla við þau, þó að ekki
væru viðmælendurnir háir í loftinu.
Það var alvanalegt alla tíð að smá-
fólkið fylgdi Viðari jafnt í vinnu sem
annars staðar.
Það verður ekki hjá komist að
nefna litla skuggann hans undanfar-
in 20 ár, hann Ola litla, en allsstaðar
þar sem pabbi fór þar var Óli ekki
langt undan. Svo var einnig þegar
Viðar kvaddi þennan heim en þá
voru þeir feðgar staddir niðri á raf-
veitu eins og vinnustaðurinn nefndist
í daglegu tali hjá fjölskyldunni.
Það er mikill styrkur í sorginni
að eiga svo sterkar og hlýjar minn-
ingar. Við systumar minnumst með
þakklæti allra samverustundanna
heima í Hólmgarði. Glettninni og
bjarta brosinu sem alltaf var til stað-
ar hjá mági okkar. Það þýddi ekkert
að vera niðurdreginn í návist hans.
Hann reyndist einnig raungóður á
erfiðri stund þegar lítill fimm ára
drengur, sonur Dísu og Árna, fórst
í bílslysi og aftur þegar svili hans
var skyndilega kvaddur burt af slys-
fömm á besta aldri frá konu og ung-
um bömum. Þá reyndist Viðar mik-
ill styrkur í sorginni.
Nú síðustu ár gekk Viðar ekki
heill til skógar. Hann gekkst undir
mjög erfiða aðgerð fyrir nokkm síðan
sem dró mjög úr kröftum hans og
heilsu. En hann kvartaði ekki, var
þögull að eðlisfari og harður af sér.
Við sáum þó að vinur okkar háði
harða baráttu til að ná heilsunni aft-
ur, fór langar gönguferðir og gerði
æfingar til að öðlast sitt fyrra þrek.
Við minnumst Viðars helst á skyrt-
unni í hvaða veðri sem var, aldrei
virtist honum vérða kalt eins og okk-
ur hinum, slíkt hraustmenni var
hann.
Þessi fátæklegu orð eru ekki skrif-
uð til að rekja lífshlaup mágs okkar
í smáatriðum, við viljum aðeins reyna
í orðum að þakka samvemstundirn-
ar.
Elsku Sóla systir, Davíð, Óli,
Kristbjörg, Anna og Helgi, megi
góður Guð styrkja ykkur öll í sorg-
inni. Minningin um ástríkan eigin-
mann, föður og tilvonandi tengdaföð-
ur lifír. Við sendum einnig samúðar-
kveðjur til Ólínu, móður Viðars, og
systra hans. Við minnumst með
þakklæti vinar og mágs sem var
okkur sem bróðir. Guð blessi minn-
ingu hans.
Líkt og jarðargróður
er mannlíf mörkum skapað
þótt mörg sé gleði stundin,
er hryggðin ávailt nær,
en þótt hún knýji á dyrnar
er ekki öllu tapað.
Um óteljandi minningar
gullnum bjarma slær.
(Ingim. Ól., Svanshóli)
Helga Kristjánsdóttir
og Bryndís Krisljánsdóttir.
Þegar maður er barn finnst manni
að sumt muni aldrei breytast og að
suma þurfi maður aldrei að kveðja.
Seinna lærist að á eftir degi kemur
nótt, að gleðin og sorgin fylgjast að
og að enginn lifir endalaust. En það
lærist ekki hversu sárt er að kveðja
góðan vin. Þann 11. desember sl.
kvaddi Viðar Sigurðsson þennan
heim 57 ára gamall. Minningarnar
um æskuárin vakna óneitanlega á
kveðjustund og langar mig í örfáum
orðum að minnast samverustund-
anna og þakka Sólu frænku og Við-
ari fyrir uppvaxtarárin mín.
Hjá þeim átti ég mitt annað heim-
ili í æsku. Foreldrar mínir voru bæði
útivinnandi og dvaldi ég í gegnum
árin lengst af hjá Sólu frænku og
Viðari. Mín fyrsta minning úr
bernskunni tengist þeim en það var
nóttin örlagaríka þegar heimili þeirra
að Suðurlandsbraut 66 brann til
grunna. Þá var ég aðeins fjögurra
ára gömul og var í pössun hjá þeim.
Þau misstu þar allt sitt í brunanum.
Síðar fluttust þau í Gnoðavoginn og
þar áttum við margar gleðistundir
saman. Viðar vann þá um tíma í
Hafnarbíói og það brást ekki að á
hveijum sunnudegi fylgdu honum
þijú kríli sem horfðu aftur og aftur
á sömu Chaplin-myndimar. ChaplTn
hefur alltaf síðar minnt mig á stund-
irnar með Viðari, Önnu og Davíð í
Hafnarbíói forðum.
Anna og Davíð voru systkinin sem
ég átti ekki. Seinna kom svo Óli og
hann varð strax sólargeislinn í lífi
okkar allra. Óli var pabbadrengur.
Pabbi var hetjan í lífl hans og besti
vinur hans. Hvar sem Viðar fór, var
Óli ekki langt undán. Þeir voru óað-
skiljanlegir allt fram á kveðjustund.
Állar minningar um jólin tengjast
Viðari og Sólu frænku því fjölskyld-
urnar skiptust á að haida jólaboðiíi.
og þar var oft glatt á hjalla. Ungl-
ingsárin vom erfiður tími fyrir mig.
Leiðir foreldra minna skildu og hef
ég lítið haft af föður mínum að segja
síðan. Þá urðu ferðir niínar í Hólm-
garðinn tíðar og gott að geta rætt
vandamálin. Um þetta leyti fæddist
yngsta dóttir þerira hjóna Kristbjörg
en hún fermdist sl. vor og þá hittist
hópurinn allur eftir langan aðskilnað.
Já, því miður ferst oft fyrir í dagsins
önn að rækta fjölskyldutengslin. En
þau fáu skipti sem ég hitti Viðar
síðustu árin vora alltaf jafn skemmti-
leg.
Eg á svo ótal margt að þakka ________
Viðari og Sólu. Elsku Sóla frænka,
Anna, Davíð, Óli og Kristbjörg. Guð ■
veri með ykkur og sé ykkur styrkur
í sorginni. Við eram þakklát fyrir
samverustundimar. Minningin um
Viðar lifir.
Svanfríður Anna.
i
I
I
ÍJ
I
I
■ j
I
I
+
Guðmundur Orri Sig-
urðarson — Minning
Fæddur 24. maí 1993
Dáinn 15. desember 1993
Elsku litli frændi okkar, hann
Guðmundur Orri er látinn. Af ein-
hverri ástæðu var hans tími kominn,
enda þótt við skiljum ekki tilganginn
í því að litli ljósgeislinn okkar hafi
verið tekinn frá okkur. Við fengum
bara að hafa hann hjá okkur í sex
yndislega mánuði, en þessir mánuðir
hafa gefíð okkur meira en orð fá
lýst, og það getur enginn tekur frá
okkur, því að Guðmundur Orri er
og verður ávallt með sinn stað í
hjörtum okkar og mun því minning
hans aldrei gleymast.
Alltaf var hann brosandi og hlæj-
andi, og hann gat verið tímunum
saman í hopprólunni sinni eða á
gólfínu að leika sér með leikföngin
sín eða bara skoðað heiminn með
fallegu, forvitnu augunum sínum.
Aldrei brosti hann blíðari en þegar
mamma hans eða pabbi vora nálægt
og aldrei hló hann innilegar en þeg-
ar Helgi Tómas, stóri bróðir hans
var að leika við hann. Það var eng-
inn sem gat breytt gráti í hlátur hjá
honum Guðmundi Orra eins og hann
stóri bróðir.
Strax frá fæðingu var hann Guð-
mundur Orri alveg einstakt barn.
Hann var mjög bráðþroska miðað
við aldur og dugnaðurinn og kraftur-
inn í honum var alveg einstakur.
Ég mun aldrei gleyma hvemig hann
borðaði matinn sinn, hann hreinlega
elskaði að borða. Þegar hann Guð-
mundur Orri kom í heimsókn ásamt
honum stóra bróður, mömmu og
pabba var alltaf glatt á hjalla.
Frændum hans var mjög umhugað
um að hann hefði nóg af dóti í kring
um sig og að honum leiddist ekki.
Stundum gekk umhyggjan svo langt
að þeir hreinlega slógust um það
hver ætti að færa honum hvað. Þetta
er bara dæmi um það þvílík áhrif
hann Guðmundur Orri hafði á fólk,
það hreinlega elskuðu hann allir. Það
vildu allir vera sem næst honum.
Hann Guðmundur Orri er gimsteinn-
inn okkar, jólaljósið okkar sem mun
aldrei slokkna á. Guðmundi Orra
hefur greinilega verið ætlað stærra
hlutverk en okkur hinum. Eitthvað
sem er ofar mannlegum skilningi,
en þeir sem guðimir elska - deyja
ungir er sagt. Engin orð fá'því lýst
hve sárt hans er saknað. Því kveðjum
við þig nú, elsku litli engillinn okk-
ar, þó ekki fyrir fullt og allt því að
við munum sjást aftur.
Elsku Stella, Siggi og Helgi Tóm-
as, megi Guð gefa ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum og um ókomna
framtíð. Við elskum ykkur öll.
Illa dreymir drenginn minn:
Drottinn, sendu engil þinn
vögp hans að vaka hjá,
vondum draumum stjaka frá.
Láttu hann dreyma líf og yl,
ljós og allt, sem gott er til,
ást og von og traust og trú,
taktu hann strax í fóstur nú.
Langa og fagra lífsins braut
leiddu hann gepum sæld og þraut.
Verði hann bezta bamið þitt,
bænheyrðu nú kvakið mitt,
svo ég megi sætt og rótt
sofa dauðans löngu nótt.
(Páll Ólafsson)
Ástarkveðja,
Sigrún, Hallur, Rúnar og ÓIi.
auglýsingar
Hörgshlið12
Boðun fagnaðareríndisins.
Almenn samkoma i kvöld
kl. 20.00.
§Hjálpræðis-
herinn
2
I kvöld kl. 20: Norrœnn jóla-
fagnaður. Séra Ingunn Hagen
talar. (Dagskráin fer fram á
norsku).
Miðilsfundur
-áruteikning
Miðillinn Colin Kingschott starfar
á vegum félagsins frá 6. jan. Hann
veröur með einkafundi, áruteikn-
ingar, krístalheilun og rafsegulheil-
un. Ath.: Einnig framhald kristal-
heilunarnámskeiðs 2 og 3.
Upplýsingar í sima 811037.
Silfurkrossinn.
SAMBAND ÍSLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Háaleitisbraut 68-60
Fyrsta samkoma ársins verður í
kvöld kl. 20.30 í Kristniboðssaln-
um. Jóhannes Tómasson og
Benedikt Arnkelsson sjá um efni
og hugleiðingu. Sr. Jóhann S.
Hlíðar flytur ávarp.
Þú ert llka velkomin(n).
REGLA MUSTERLSRIDDARA
RMHekla
5.1. - VS - I - FL
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Skrefið kl. 18.00 fyrir 10-12 ára
krakka. Biblíulestur kl. 20.30.
Ræöumaður Hafliöi Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFÉLAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533
Fimmtudagur 6. janúar
Þrettándaganga og blysför
um álfa- og huldufólks-
byggðir f Óskjuhlíð.
Þrettándabrenna og flug-
eldasýning viö Valsheimilið.
Brottför frá Perlunni kl. 20.00.
Blysför og fjölskylduganga (
samvinnu við Val. Blys seld frá
kl. 19.30. Minni blys kr. 200, og
stærri blys ó kr. 300. Gengið um
fallega skógarstíga í Öskjuhlíð-
inni að þrettándabrennu á Vals-
vellinum. Gangan tekur um
30-45 mínútur. Kveikt í bálkest-
inum við lok göngu. Álfasöngv-
ar. Flugeldasýning Landsbjarg-
ar. Veitingar (vöfflur og kakó) í
Valsheimilinu. Fjölskyldufólk er
sérstaklega hvatt til að mæta
í þessa fyrstu göngu á nýbyrj-
uðu ári fjölskyldunnar.
Feröafélag fslands.
Elsku litli frændi minn er dáinn.
Það er erfitt að trúa því að hann sé
ekki lengur á meðal okkar, þessi
fallegi litli drengur sem var rétt að
bytja lífið, svo hamingjusamur og
yfirvegaður. Það var ætíð svo stutt
í bros hjá litla tannálfinum hennar
frænku sinnar og hann veitti öllum
í kringum sig ómælda hamíngju og
gleði.
Núna er hann farinn til Guðs'og
veit ég að honum líður vel, en sökn-
uðurinn er mikill og erfitt er að
ímynda sér lífið án hans, en við hugg-
um okkur við það að honum var
ætlað annað og meira hlutverk á
stað sem okkur er æðri.
Með trega í hjarta kveð ég litla
frænda minn, Guðmund Orra í hinsta
sinn. Bið góðan Guð að varðveita
hann þar til við öll hittumst á ný.
Ég vil þakka fyrir þá stuttu stund
sem við fengum öll að njóta hans.
Elsku Stella systir, Siggi og Helgi
Tómas minn. Megi Guð veita ykkur
styrk um ókomnátíð og hjálpa öllum
þeim sem eiga um sárt að binda á
þessari erfiðu stund.
Þín frænka,
Sólrún Linda.
Nikulás Guðmunds-
son — Minning
Fæddur 25. september 1910
Dáinn 6. desember 1993
Hver af öðrum til hvíldar rótt
halla sér nú og gleyma
vöku dagsins um væra nótt
vinimir gömlu heima.
Þó leið þín sem áður þar liggi hjá
er lyngið um hálsa brumar
mörg'hönd sem kærast þig kvaddi þá
hún kveður þig ekki í sumar.
(Þorsteinn Valdimarsson.)
Þeim fækkar óðum sem bára hita
og þunga dagsins áður fyrr. Núna
kveðjum við Nikulás Guðmundsson
bónda að Arngerði á Völlum, en
hann lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöð-
um mánudaginn 6. desember eftir
erfið veikindi. Hann var sonur
Steindóra Steindórsdóttur dg Guð-
mundar Þorgrímssonar sem bjuggu
í Beinárgerði þegar hann fæddist.
Árið 1912 fluttust þau i Tunguhaga
og 1921 í Arnkelsgerði, en þessar
jarðir eru allar í sömu sveit. 1 Am-
kelsgerði var svo heimili Nikulásar
til æviloka.
Kona hans var Sigrún Guðnadótt-
ir frá Stóra-Sandfelli, en þau giftust
24. október 1936. Þau eignuðust sex
börn og eru fimm þeirra á lífi. Sig-
rún lést hinn 12. apríi 1981.
Alla sína starfsævi var hann bóndi,
en gegndi líka margvíslegum opin-
berum störfum fyrir sveit sína. Þá
stundaði hann vörabílaakstur um
árabil. Við upphaf búskapar þeirra
voru öll vinnubrögð svipuð og verið
höfðu um aldir, en eftir því sem árin
liðu breyttust og bötnuðu allar að-
stæður, vélar voru keyptar, túnin
stækkuð og ný hús byggð. Börn
þeirra hjóna unnu með þeim við bú-
skap eftir að þau komust á legg og
frá 1958 var búið félagsbúi.
Mikfll skyldleiki var á milli móður
minnar, móðurforeldra og þeirra
hjóna í Arnkelsgerði og var sá skyld-
leiki ræktur þannig að mér fannst
eins og um eina fjölskyldu væri að
ræða. Gagnkvæmar heimsóknir voru
margar og í einni slíkri var ég í fyrsta
sinn settur á hestbak, þá fimm áj:a.
gamall. Það gerði Nikulás og gaf sér
góðan tíma til að teyma mig fram
og aftur. Ávallt síðan minnist ég
góðvildar hans og hlýju og eftir að
við hjónin hófum búskap kom hann
oft til okkar. Nú verða þær heim-
sóknir ekki fleiri, en frá okkur hjón-
unurn berast hlýjar kveðjur til barna,
barnabarna og tengdasona Nikulásor
og Sigrúnar.
Sigrún og Vlgfús.