Morgunblaðið - 05.01.1994, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
35
Minning
Ásdís Guðlaugsdóttir
Fædd 19. ágúst 1928
Dáin 24. desember 1993
Ásdís var fædd í Litlaskarði í Staf-
holtstungum. Foreldrar hennar voru
Valgerður Hannesdóttir frá Tandra-
seli og Guðlaugur Unnar Guðmunds-
son frá Ytri-Knarrartungu í Breiðu-
vík. Þau bjuggu á ýmsum stöðum í
Borgarfirði, en lengst í Laxholti og
Litluskógum. Þau hjón eignuðust níu
börn og var Ásdís þriðja í röðinni.
Það þarf mikla elju og árvekni til
að koma upp svo stórum bamahópi
og það á þrengingartímum, eins og
voru hér á þriðja og fjórða áratug
þessarar aldar, en þetta tókst mörgu
bændafólki með dugnaði og sam-
heldni fjölskyldunnar. Ásdís stundaði
nám við Húsmæðraskólann á
Varmalandi fyrsta veturinn, sem
hann starfaði, veturinn 1946 til
'1947. Hún giftist 29. apríl 1952
Kristófer Helgasyni. Foreldrar hans
voru Helgi Sigurðsson og Ástríður
Guðrún Halldórsdóttir, hjón á Hömr-
um í Reykholtsdal, síðar á Heggs-
stöðum í Andakíl.
Ásdís og Kristófer hófu búskap í
Fossatúni í Bæjarsveit vorið 1953
og bjuggu þar í þrjú ár, en fluttust
þá að Heggsstöðum vegna veikinda
Kristófers. Hann lést í apríl 1959.
Þau eignuðust tvo syni, Helga og
Kristófer. Nú hófst erfiður tími hjá
einstæðri móður, en hún lét ekki
bugast, hún tók mótlætinu með still-
ingu, staðráðin í því að koma drengj-
unum sínum til þroska, sem henni
tókst með ágætum, enda bjó hún
yfír miklum dugnaði ásamt léttri
lund og trú á lífið. Næstu ár vann
hún ýmis störf, meðal annars var
hún matráðskona á sumrin á ýmsum
stöðum úti á landi, hjá skógrækt
ríkisins. Þá vann hún um tíma við
ræstingar og síðar, sem gangavörður
í Hlíðaskóla í Reykjavík og nú síðast
vann hún í mötuneyti hjá Pósti og
síma, en hætti þar störfum á síðast-
liðnu hausti.
Seinni maður Ásdísar var Magnús
Vilmundarson ættaður af Suðurnesj-
um. Hann var lengi húsvörður í
Hlíðaskóla, en lést í apríl 1988. Son-
ur þeirra er Magnús Elvar.
Æviskeið þessara mætu hjóna er
á enda runnið. Því vil ég með þessum
línum þakka þeim fyrir margar
ánægjustundir, sem við áttum sam-
an, bæði á heimilum hvors annars
og í ferðum okkar um landið, sem
ætíð voru mjög ánægjulegar.
Að síðustu vil ég svo færa öllum
aðstandendum Ásdísar, sonum henn-
ar og fjölskyldum þeirra samúðar-
kveðjur frá okkur hjónum.
Sv. F. Kjærnested.
Fæddur 2. október 1910
Dáinn 27. desember 1993
Að morgni 27. desember sl. andað-
ist á heimili sínu, Skólavegi 64, Fá-
skrúðsfirði, Gunnar Lúðvík Þórðar-
son, eins og hann hét fuliu nafni.
Þrátt fyrir nokkuð háan aldur kom
fregnin um andlátið á óvart, því
Gunnar virtist vel á sig kominn og
því ekki að jarðvistarlokum komið.
Ég sem þessar línur skrifa átti því
láni að fagna, að kynnast Gunnari
allnáið. Kynni okkar hófust er ég
ungur maður hóf störf hjá Bruna-
bótafélagi íslands árið 1967, en
Gunnar var þá, og hafði verið til
margra ára, umboðsmaður þess fé-
lags. Mér urðu fljótlega ljósir góðir
eðliskostir Gunnars. Bar þar hæst
samviskusemi, einlægni og hjálp-
semi, auk þess mikla dugnaðar og
áhuga á öllu því sem hann tók sér
fyrir hendur. Kynni okkar þróuðust
fljótTega upp í vináttu og gágnkvæmt
traust. Samstarf okkar varði í 18 ár
og bar þar aldrei skugga á fremur
en vináttu okkar æ síðar.
Eins og títt var um unga menn í
sjávarplássum, stóð hugur Gunnars
til sjósóknar og varð sjómennska
hans starfsvettvangur um nokkurra
ára skeið. Eftir að því sleppti, hóf
hann akstur og útgerð fólksflutn-
ingabifreiða og síðar vöruflutninga-
Fráfall Ásdísar mágkonu minnar bar
brátt að. Við höfðum átt tal saman
nokkrum dögum áður vegna fjöl-
skyldumóts sem við vorum að undirbúa
og átti að halda nú um hátíðimar. Þá
var_ hún hress og við sæmilega heilsu.
Ásdís var ung að árum þegar hún
kom inn í fjölskyldu okkar á Heggs-
stöðum. Þau kynntust Kristófer bóðir
minn og hún þegar hann vann við
húsasmíði á heimili foreldra hennar,
en þau bjuggu þá á Borg á Mýrum.
Þau voru þá um tvítugt, hann fæddur
1926 en hún 1928. Á næsta ári fædd-
ist þeim sonurinn Helgi. Þau voru
bæði vön sveitastörfum og hugðu á
búskap í sveit.- Þau dvöldust öðru
hvoru með foreldrum okkar á Heggs-
stöðum, en tóku Fossatún á leigu
1953 og bjuggu þar í þtjú ár. En
þegar foreldrar okkar brugðu búi
1956 keyptu þau Heggsstaði og
bjuggu þar í tvö ár. En þá fór heilsu
Kristófers að hraka. Þau leigðu jörð-
ina og fluttust til Reykjavíkur þar
sem hann fékk léttari vinnu. Við
rannsóknir kom í ljós að hann var
haldinn hvítblæði á háu stigi og lést
eftir stutta sjúkrahúslegu í apríl
1959. Þá gekk Ásdís með yngri
drenginn, Kristófer.
Næsta ár dvaldist Ásdís að mestu
á heimili okkar hjóna með drengina.
En á næsta vori seldi hún Heggs-
staði og keypti íbúð við Miklubraut
og fluttist þangað. Þá reyndi mikið
á dugnað hennar og hagsýni. Hún
fékk vinnu sem hentaði henni vel, við
Hlíðaskóla, og voru störf hennar þar
vel metin. Áuk þess vann hún á sumr-
in sem ráðskona hjá Skógrækt ríkis-
ins og víðar og hafði drengina með
sér. Þeir voru hjálpsamir og duglegir
og allt gekk vel.
Eftir að Ásdís giftist seinni manni
sínum, Magnúsi Vilmundarsyni, flutt-
ust þau í stærri íbúð við Engihlíð.
Magnús var drengjunum einstaklega
góður og áttu þau Ásdís mörg ham-
ingjuár saman. Magnús réðst sem
húsvörður við Hlíðaskóla þar sem hún
vann einnig. Þau höfðu bæði þann
góða eiginleika að kunna að umgang-
ast börn og hafa góð áhrif á þau. Þau
eignuðust soninn Magnús Elvar sem
er nú í hjúkrunamámi.
En svo dró aftur ský fyrir sólu
þegar Magnús^lést skyndilega og
Ásdís var orðin ekkja í annað sinn.
Hún skipti um vinnustað og hefur
unnið við mötuneyti síðustu árin. Hún
hefur verið sonum sínum og fjölskyld-
um þeirra mjög hjálpleg og barna-
börnunum góð amma og verður henn-
ar sárt saknað.
Við systkinin og okkar fjölskyld-
ur þökkum Ásdísi áralanga vináttu.
Sonum hennar ög fjölskyldum
bifreiða. Þá var hann um tíma í þjón-
ustu Vegagerðar ríkisins og síðustu
starfsárin var hann hafnarvörður.
Auk framantaldra aðalstarfa tókst
Gunnar á hendur ýmis aukastörf, er
sum hver voru býsna umsvifamikil
og tímafrek. Ber þar líklega hæst
áðurnefnt umboðsstarf fyrir Bruna-
bótafélag íslands, sem hann gegndi
í 33 ár, eða frá 1952 til 1985. Við
því starfi tók hann af föður sínum,
Þórði Jónssyni, látnum, en hann hafði
gegnt því starfí frá 1941. í 23 ár
gegndi Gunnari starfi slökkviliðs-
stjóra í Búðakauptúni.
Það er ljóst, að öll störf, hvort
heldur þau sem hér hafa verið rakin
eða önnur trúnaðarslörf á vegum
sveitarfélagsins, vann Gunnar af
mikilli trúmennsku og samviskusemi.
Gunnari var að sjálfsögðu ýmis
sómi sýndur fyrir vel unnin störf.
Má þar nefna, að hann var sæmdur
gullmerki Brunabótafélags íslands.
Þá var hann heiðraður af hrepps-
nefnd Búðahrepps og veitt viður-
kenning fyrir langt og giftudijúgt
starf í embætti slökkviliðsstjóra.
Veraldleg auðhyggja var Gunnari,
vini mínum, víðs fjarri, en- hugtak á
borð við „hugsjón“ var honum að
sama skapi hugleikið, enda mótaðist
öll hans framganga og flest hans
störf á því.
þeirra vottum við samúð á sorgar-
stundu.
Guðný Helgadóttir.
Aðfangadagurinn 24. desember
rann upp og eins og hjá flestum
öðrum var eftirvænting okkar mikil.
Það var síðan um kvöldið að við feng-
um fréttina um að amma væri dáin.
Þvílíkar andstæður systurnar gleði
og sorg. í einni svipan var einn
ánægjulegasti tími ársins orðinn að
sorgarstund.
Við þurfum ekki að leita lengi
eftir minningum um ömmu Ásdísi.
Frá því að við bamabömin hennar
bjuggum í Barmahlíðinni vorum við
svo að segja daglegir gestir hjá
ömmu sem bjó steinsnar frá, í Engi-
hlíðinni. Amma vann til fjöldamargra
ára í Hlíðaskóla, sem við systkinin
gengum í, þannig að daglega var
alltaf stutt í hana ömmu.
Þær eru ófáar spumingamar sem
kvikna undir svona kringumstæðum
sem sjaldnast fást svör við. En í
trúnni á Guð almáttugan og eilíft líf
er þó nokkrum svarað.
I sorginni má þó gleðjast yfír því
að skaparinn hafí kallað hana ömmu
á sinn fund á þeirri kærleiks- og hátíð-
arstund sem hátíð ljóss og friðar er.
Með þessum fátæklegu orðum vilj-
um við minnast og kveðja hana ömmu
Ásdísi. Minninguna um hana munum
við alltaf geyma í hjörtum okkar.
Megi Guð styrkja okkur öll í fjöl-
skyldunni hennar.
Guðrún, Kristófer og Einar.
Á aðfangadag jóla sl. lést á heim-
ili sínu í Reykjavík móðursystir mín
og vinkona, Ásdís Guðlaugsdóttir.
Ásdís fæddist 19. ágúst 1928 á Litla-
Skarði í Stafholtstungum, þriðja í röð
niu systkina, bama Valgerðar Hann-
esdóttur og Guðlaugs Guðmundsson-
ar, sem bæði eru látin. Ásdís giftist
ung Kristófer Helgasyni frá Heggs-
stöðum í Andakíl og eignuðust þau
tvo syni, Helga, f. 1949, og Kristó-
fer, f. 1959. Kristófers, eiginmanns
Ásdísar, naut ekki lengi við, en hann
tók ungur alvarlegan sjúkdóm sem
varð honum að fjörtjóni er hann var
rúmlega þrítugur, en þá höfðu þau
hætt búskap og flust til Reykjavíkur
vegna veikinda Kristófers. Þegar
Kristófer lést var Ásdís þunguð af
yngri syni þeirra, sem fékk nafn föð-
ur síns. Hóf hún þá lífsbaráttuna ein
síns liðs með viljann einan að vopni,
þvi ekki var veraldarauðnum til að
dreifa hjá hinni ungu ekkju. Síðar
giftist Ásdís miklum ágætismanni,
Magnúsi Vilmundarsyni og eignaðist
með honum einn son, Magnús Elvar,
f. 1967. Magnús, seinni maðurÁsdís-
ar, lést fyrir nokkrum ámm, þannig
að tvisvar á lífsleiðinni mátti hún sjá
á eftir eiginmanni sínum.
Atvikin höguðu þvi svo til að Ás-
dís eignaðist íbúð í næsta nágrenni
Gunnar var mikill náttúruunnandi.
Hann unni landi sínu og hafði mikla
ánægju af að ferðast um byggðir
þess sem og óbyggðir. Þá hafði
Gunnar ánægju af öllum veiðiskap
og gilti þar einu hvort haldið var á
veiðistöng eða skotvopni.
Gunnar var mikill gæfumaður í
einkalifi. Hæst reis gæfusólin er
hann gekk að eiga þá ágætu og
mikilhæfu konu, Guðlaugu Lovísu
Einarsdóttur frá Vestmannaeyjum,
hinn 9. september 1934.
Þau hófu búskap á Fáskrúðsfirði
í föðurhúsum Gunnars, Ásbyrgi. Síð-
ar byggðu þau myndarlegt hús við
hlið Ásbyrgis, Skólaveg 64, sem varð
þeirra framtíðarheimili. Þau hjón
voru mjög samrýnd og samtaka í
öllu og bar heimili þeirra gleggst
vitni þar um. Gestrisni þeirra hjóna
var viðbrugðið og naut undirritaður
þess m.a. í ríkum mæli. Þær voru
ófáar ánægjustundimar sem ég naut
á heimili þeirra hjóna og var það
ætíð tilhlökkunarefni að koma í
heimsókn til þeirra Guðlaugar og
Gunnars.
Þeim hjónum varð tveggja barna
auðið. Þau em: Þóra Rannveig,
húsfrú, gift Ragnari Þorvaldssyni,
búsett í Mosfellsbæ, og Óskar, vöru-
flutningabílstjóri, kvæntur Torfhildi
Friðjónsdóttur póstfulltrúa, búsett á
Fáskrúðsfirði. Bamabömin eru tíu.
Guðlaug lést hinn 16. maí sl. á
sjúkrahúsinu á Seyðisfirði, eftir lang-
varandi veikindi. I þeirri erfiðu loka-
baráttu stóð Gunnar traustur við
hlið konu sinnar, eins og klettur sem
rís úr hafinu. Var aðdáunarvert að
við foreldra mína, en þá hef ég verið
eitthvað innan við tíu ára aldurinn.
Vandi ég því oft komu mína til henn-
ar, þótt ekki væri til annars en að
spjalla við hana, en hún var alveg
einstaklega viðræðugóð og glögg á
samtíð sína og samferðafólk. Þessum
vana mínum hélt ég ævinlega, þar
til nú að leiðir skilja. Þær voru ófáar
stundimar sem við sátum yfír kaffí-
bolla og ræddum málefni líðandi
stundar, en pólitísk var Ásdís í bestu
merkingu þess orðs, þótt það væri
kannski ekki á margra vitorði. í
hennar stjórnmálaheimspeki sat
maðurinn í öndvegi og stefnur vom
einskis virði ef framkvæmdin væri í
höndum þeirra sem ekki kunnu með
að fara. Réttlætiskennd hennar var
mjög þroskuð og kunni hún því betri
skil á réttu og röngu en flest fólk
sem ég hef kynnst og virðing hennar
fýrir öllu sem lífsanda dró var í senn
einstök og skynsamleg. Mér er í
fersku minni er við ekki fyrir all-
löngu ræddum um framtíð landbún-
aðar á íslandi, sem var henni hugleik-
inn, enda búkona að upplagi, og hún
leiddi talið að sauðburði og vanda
tengdum þeim önnum fyrir um fjöm-
tíu ámm. Sjálf sagðist hún aldrei
hafa misst lamb, þótt sum hefðu í
heiminn komið mjög veikburða, en
margir bændur hefðu hins vegar orð-
ið fyrir skakkaföllum vegna skorts á
nærgætni og virðingu fyrir lífínu.
Ásdís var mjög trúuð, þótt ekki
væri hún kirkjurækin og hún vissi
lengra en nef hennar náði, eins og
sagt er. Þann hæfíleika hafði hún
þroskað með sér, en flíkaði ekki,
þannig að ekki var á margra vit-
orði. Hún var mjög hlédræg að eðlis-
fari og gat því jafnvel virkað frá-
hrindandi á þá sem ekki þekktu hana,
en í reynd var hún kát og glaðsinna
og lék á als oddi innan um þá sem
hún vildi vera samvistum við.
Það er sárt að sjá á eftir góðri
konu sem maður hændist að á barns-
aldri og hafði svo margt að gefa af
hyggindum og skynsamlegu viti. En
fylgjast með dugnaði og ósérhlífni
Gunnars við að heimsækja Guðlaugu
um langan veg, oft og tíðum við
afar erfið skilyrði til ferðalaga.
Ég vil að leiðarlokum þakka
sæmdarhjónunum Guðlaugu og
Gunnari samfylgdina og alla velvild
í minn garð og fjölskyldu minnar.
Guð blessi minningu þeirra. Aðstand-
endum öllum votta ég mína dýpstu
samúð.
Helgi Hálfdánarson.
í dag, þriðjudag, verður til moldar
borinn á Fáskrúðsfirði Gunnar Þórð-
arson. Hann fæddist 2. október árið
1910 að Krossalandi í Lóni. Gunnar
fluttist ásamt foreldrum sínum, þeim
Þórði Jónssyni og Rannveigu Einars-
dóttur, til Fáskrúðsfjarðar árið 1923,
þar sem heimili hans var æ síðan.
Hann hafði á farsælli ævitíð með
höndum margvísleg störf, enda var
Gunnar afar traustur og dugmikill
verkmaður. Frá 12 ára aldri og allt
til ársins 1946 stundaði hann sjó-
mennsku, en hóf þá bifreiðaakstur
sem varð hans aðalstarf næstu ára-
tugi. Samhliða vörubifreiðaakstri sá
Gunnar um áætlunarferðir bæði með
fólk og póst, fyrst í Hafranes og síð-
ar til Egilsstaða og Norðfjarðar. Þá
hafði hann ýmis önnur störf með
höndum, slökkviliðsstjóri Búðar-
hrepps í 28 ár, umboðsmaður Bruna-
bótafélags íslands í 33 ár, eftirlits-
maður hjá Vegagerð ríkisins um
skeið og hafnarvörður Búðarhrepps
í nokkur ár. Gunnar reyndist mjög
hún óttaðist ekki dauðann og var
sannfærð um að lífið endaði ekki
með jarðvistinni. Hún trúði á guð
og gildi góðleikans. Megi hún hvíla
í guðsfriði.
Gústaf Níelsson.
Hún Ásdís móðursystir mín er
dáin. Uppáhalds frænka mín eins og
ég kallaði hana. Hún yfírgaf þennan
heim svo óvænt á aðfangadag. Á
þessari stundu streyma minningam-
ar í gegnum hugann. Þegar ég var
smástelpa, svona sjö eða átta ára,
var ég send í fóstur til Ásdísar og
Didda heitins að Fossatúni, þegar
mamma fór til útlanda. Þetta var í
fyrsta sinn sem ég fór að heiman frá
mömmu og pabba. Ég var ekkert svo
örugg um að mamma kæmi aftur^
því ég hafði einhveija vitneskju uin
að skip gætu sokkið og flugvélar
hrapað, svo að ég vildi tryggja mér
mömmu og spurði Ásdísi hvort hún
vildi ekki vera mamma mín ef svo
illa færi að mamma kæmi ekki aft-
ur. Hún átti jú enga stelpu, bara
einn strák, hann Helga sem var svo
mikill vinur minn. Jú, hún vildi það.
Á þetta átti hún oft eftir að minna
mig og ýmis önnur atvik sem við
rifjuðum upp og hlógum að þegar
við hittumst. Eins og þegar hún lét
mig borða feita kjötbitann. Ég, borg-
arbarnið, skar alla fítu af kjötinu.
Svo var það eitt sinn að ég var búin
með matinn minn nema stóran bita
af hrossakjötsfitu sem ég hafði skor-
ið frá. Sé ég ekki útundan mér hvar ’
hún frænka mín stendur með hendur
á mjöðmum og horfír ströngum aug-
um á mig og segir : „Er þetta ekki
matur líka?“ „Jú,“ segi ég, stakk
bitanum upp í mig og renndi honum
niður í heilu lagi.
Að þessu höfum við oft hlegið.
Hún gat stundum verið hvöss hún
frænka mín, en oftast man ég hana
blíða og hláturmilda og hún hafði
mjög sterka réttlætiskennd. Ég var
alltaf svolítið montin þegar hún sagði
að við værum svo líkar. Því miður
hittumst við ekki oft hin seinni ár,
en þó fórum við saman fyrir tæpum
tveimur árum til Kanaríeyja ásamt
móður minni. Þá fór Ásdís sína fyrstu
og einu sólarlandaferð. Þetta var
yndisleg ferð og gaman að hlusta á
þær mömmu á kvöldin rifja upp
æsku sína í sveitinni. Þær höfðu svo
mikið að tala um og nógan tíma í
fríinu. Á morgnana þegar hún dró
gluggatjöldin frá og opnaði út i garð-
inn sagði hún: „Þetta er eins og í
paradís."
Nú er hún komin í sína alvöru
paradís. Ég mun ætíð minnast elsku
frænku minnar með gleði og þakk-
læti. Ég og fjölskylda mín sendum
sonum hennar, þeim Helga, Kristófer
og Magnúsi Elvari og fjölskyldum
.^þeirra, innilegar samúðarkveðjur.
Valgerður Níelsdóttir.
samviskusamur og ósérhlífínn í
hveiju verki sem hann tók sér fyrir
hendur.
Gunnar var kallaður til trúnaðar-
starfa á vettvangi félagsmála. Hann
var um skeið í forystusveit verkalýðs-
hreyfingarinnar og Alþýðuflokksins
á Fáskrúðsfírði. Faðir Gunnars var
einn af stofnendum Alþýðuflokksins
og verkalýðsfélagsins á Fáskrúðs-
firði og formaður þeirra félaga í
mörg ár. Gunnar fetaði í fótspor föð-
ur síns og reyndist jafnaðarstefnunni
trúr og staðfastur og einstaklega
traustur félagi. Jafnaðarmenn kveð^a'"
nú hinsta sinni góðan vin og félaga.
Kveðjur allar eru samofnar virðingu
og þökk.
Ég á margar og góðar minningar
samvista með Gunnari Þórðarsyni.
Hvort sem það var í pólitíkinni eða
á árbakka með veiðistöng í hönd á
fallegum sumardegi við iðandi
straumvatn, þá var hann jafnan sam-
kvæmur sjálfum sér, rólegur, en
samt geislandi af lífsfjöri, bjartsýnn,
en alltaf raunsær. Það var gott að
njóta samfélags og sækja ráð hjá
slíkum manni.
Gunnar kvæntist Guðlaugu Ein-
arsdóttur frá Vestmnnaeyjum, en
hún andaðist á síðasta ári. Þau eign-
uðust tvö böm, Óskar og Þóru. Gunn-
ar andaðist 27. desember sl. á heim-
ili sínu á Fáskrúðsfírði, Ég sendi
börnum hans og fjölskyldum þeirra
einlægar samúðarkveðjur. Guð blessi
minningu Gunnars Þórðarsonar.
Gunnlaugur Stefánsson,
Heydölum.
Guniiar L. Þórðarson
frá Fáskrúðsfirði