Morgunblaðið - 05.01.1994, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
Guðjón B. Ólafsson forstjóri
Eitt sinn mun hjartað hætta’ að slá
og hula síga’ á augu mín,
en brostnum augum beini’ ég þá,
minn blíði Jesús upp til þin,
„Ó, Jesús, þá mér líknsemd ljá
og lát mig þína fegurð sjá.
Um þann er svo kvað og bað á
sinni tíð, skrifar Sigurbjöm biskup í
formála lítillar bókar, „Söngvar séra
Friðriks", er út kom 25. maí sl., er
125 ár voru liðin frá fæðingu hans,
daginn sem hin fagra „Friðrikskap-
ella“ við Hlíðarenda í Reykjavík var
vígð við hátíðlega athöfn:
„Séra Friðrik Friðriksson var
meira skáld en aðrir sem ég hefí
kynnst. Það mat er ekki miðað við
skráðan skáldskap hans og má þó
með sanni meta hann mikils. En ég
hefí í huga þá gáfu skálds að skynja
veruleikann á ferskan og frumlegan
hátt og geta opnað öðrum innsæi og
útsýn um það fram, sem flestir
megna. Þessi gáfa var svo rík með
séra Friðrik að telja má til fágætra
yfirburða. Hún átti sér rætur í með-
fæddri gerð, en náði vexti og þroska
samfara því trúarlífí, þeirri helgun,
sem mótaði hans innri mann. Hann
komst svo nærri því að sjá með aug-
um Krists. Þess vegna var heimur
hans stærri og auðugri en gerist.
Ekkert sem fyrir hann bar í daglegu
lífí var litlaust eða ómerkilegt. Ósjálf-
rátt vakti hann hugboð um hvað líf-
ið er stórbrotið ævintýri. Og mörgum
hjálpaði hann til þess að sjá það
ævintýri í sönnu ljósi og lifa það sér
og öðrum til gæfú og blessunar..."
Já, „mörgum hjálpaði hann til
þess að sjá...“ m.a. mér á bams aldri,
þegar hann á fundum með drengjum
gerði okkur persónur Biblíunnar ljós-
lifandi og litríkar, þannig að við tók-
um að „þrá líf í ljósi og náð, það líf
er skín í sannri dáð, mig langar til
í lengd og bráð að lifa þér, ó, Jes-
ús“, en þannig lagði hann okkur einn-
ig orð í munn í ljúfum söng.
Nú við heimkvaðningu samverka-
manns míns í samvinnuhreyfíngunni,
Guðjóns B. Ólafssonar, þá glampa í
huga mér fjölmargar minningar lið-
inna daga, og ég sé... ég sé fyrir
mér eldhressan, glaðbeittan og fyall-
myndarlegan ungan mann, nýkom-
inn til starfa hjá okkur í Sambands-
húsinu við Sölvhólsgötu. Af honum
geislaði. Það mun víst ekki hafa far-
ið fram hjá neinum.
Og aftur sé ég þennan sama mann
fyrir mér — að þessu sinni á Dana-
grund sumarið 1959. — Nú er við
hlið hans brosandi, há og spengileg
ung kona. Þau eru í mínum augum
sem sköpuð hvort fyrir annað, rétt
eins og hinn fyrsti maður og kona.
Þau eru í brúðkaupsferð og það
leyndi sér ekki að þau voru alsæl
saman, og það breyttist ekki þótt
árin liðu. A heimili okkar hjóna við
Furesöen á Norður-Sjálandi áttum
við saman í hásumarblíðunni 1959
glaðan og góðan dag, sem ekki
gleymist. Við Inga vorum 12 árum
eldri hjón, einnig alsæl saman (í
umtali milli vina okkar gjaman nefnd
„brúðhjónin"). Okkur leið mjög vel
með ungu, hamingjusömu hjónunum,
sem voru gestir okkar þennan dag.
Árin komu og liðu hjá okkur við
annasöm störf á vegum samvinnu-
hreyfingarinnar. Guðjón var kaliaður
til mikilla starfa — stöðugt studdur
af sinni dugmiklu konu — hér heima,
í Bretlandi og Bandaríkjunum, en
þar urðum við hjónin — í góðum
hópi héðan að heiman — gestir á
heimili þeirra haustið 1981. Og það
gestaboð mun áreiðanlega ekki
gleymast þeim er þess nutu við góð
föng og mikinn söng, að hefðbundn-
um sið Islendinga, er þeir koma sam-
an á gleðistundum erlendis, því „þar
hverfur munur hver, þar hver er
öðrum jafn...“ (Fr.Fr.) Og ég mun
þarna í gleði minni hafa flutt ljóð
M. Joch. er hann hafði með í fartesk-
inu þegar hann heimsótti Vestur-
íslendinga á fyrri öld: „Tungan
geymir í tímans straumi, trú og von-
ir landsins sona...“
t
Eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir og amma,
SYLVÍA ELlASDÓTTIR,
Háholti 1,
andaðist miðvikudaginn 29. desember
í Landspftalanum.
Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í
dag, miðvikudaginn 5. janúar, kl. 13.30.
Bergur Sigurðsson,
börn, tengdabörn og barnabörn.
t
Okkar ástkaeri faðir, tengdafaðir og afi,
EÐVALD HINRIKSSON MIKSON,
Hjallabraut 33,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 6. janúar
kl. 13.30.
Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Krabbameinsfélagið eða
aðrar líknarstofnanir.
Jóhannes Eðvaldsson, Katherin Eðvaldsson,
Atli Eðvaldsson, Steinunn Guðnadóttir,
Anna J. Eðvaldsdóttir, Gísli Guðmundsson
og barnabörnin hans.
t
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
HREFNA EYJÓLFSDÓTTIR,
Hellisgötu 29,
Hafnarfirði,
verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 6. janúar
kl. 15.00.
Þeir, sem vilja minnast hennar, eru vinsamlegast beðnir um að
láta Krabbameinsfélag (slands njóta þess.
Sæmundur Björnsson,
Eyjólfur Sæmundsson, Gerður Sigurðardóttir,
Gunnar Sæmundsson, Sigríður Stefánsdóttir,
Sæmundur Sæmundsson, Þórey Ósk Sæmundsdóttir
og barnabörn.
Ég sá ekki betur en þetta kynngi-
magnaða ljóð skáldjöfursins yrði
þama sem orð í tíma töluð. Fyrr á
þessu hausti hafði ég komið í hendur
Guðjóni, þá stöddum hér heima, ein-
taki af hinni nýútkomnu íslensku
Biblíu ’81, til að styrkja og blessa
heimili hans í „útlegðinni þama
westra". Og ekki greindi ég annað
en mikil gleði og blessun væri yfír
hinu fallega heimili og yfír hinu
myndarlega fyrirtæki, sem Guðjón
stýrði þarna í Harrisburg, Iceland
Seafood Corporation. Já, þetta verð-
ur nú mjög lifandi fyrir hugskotsjón-
um mínum og svo margt annað á
samleið okkar. Fimm ár líða frá
heimsókninni góðu í Harrisburg og
Guðjón flytur aftur hingað heim
ásamt fjölskyldu sinni, — eftir að
hafa byggt upp blómlegt íslenskt bú
í rúman áratug í Vesturheimi — og
nú til að taka við æðstu stöðunni hjá
Sambandinu. Við heimkomuna ósk-
aði ég honum heilla í vandasömu
nýju starfí og þess, að hann mætti
losna við áföll og „slettur", líkar
þeim sem fyrirrennarar hans tveir —
og næstu yfírmenn mínir í starfí hjá
Sambandinu um áratugi — höfðu
mátt þola. Ekki var sú ósk og bæn
mín heyrð. Hvers vegna? Það veit
Guð en ekki ég — ennþá. Og svo er
um fleiri bænir mínar og þrábeiðnir
síðustu árin. Og nú syrtir að. Guðjón
og Inga urðu þjáningasystkin, sami
skæði óvinurinn (sjúkdómurinn) sótti
að þeim báðum. Þau vissu hvort af
öðru í hetjulegri vamarbaráttu árum
saman. Guðjón og kona hans gleymd-
ust ekki í daglegu bænamáli okkar
hjóna. Já, meira en máli, hrópi upp
í himin Guðs, væri víst nær að segja.
Líkami hennar yfirbugaðist 19. sept.
sl., en hans nákvæmlega 3 mánuðum
síðar. Hvers vegna? Hvers vegna?
spyijum við Lúlú — þjáningasystkin
— bæði um þessar mundir. Okkur
er víst báðum svara vant — ennþá.
Ég hefí dvalið nú um jól og nýár á
góðum bóndabæ hjá frændum mín-
um í uppsveit Borgarfjarðarhéraðs.
Þar hefi ég með 10 ára skírleiks
frænda m.a. verið að lesa í kverinu
góða, „Af hveiju afi?“, eftir Sigur-
bjöm biskup. Þar lásum við eftirfar-
andi á bls. 6 (þar eru þeir að talast
við afí og stubburinn hans, sem er
í meira lagi spurall): Afi segir: „Þessu
getur enginn maður svarað, við verð-
um að bíða með að skilja þetta þang-
að til við eram báðir orðnir nægilega
stórir til þess að Jesús geti skýrt
þetta fyrir okkur. Hann segir okkur,
af hveiju þetta er, þegar við erum
búnir að hlusta á hann lengi og
komnir alveg heim til hans“. Þetta
svar „afa“ fannst mér bæði gott og
hjálpsamlegt, þótt það eyði ekki
nærri strax hinum sára saknaðar-
sviða — og líklega aldrei alveg.
Við hjónin hittum Guðjón og Lúlú
síðast á göngum Landspítalans að
áliðnu síðasta sumri. Við Inga voram
á leið í röntgendeildina en þau hjón-
in vora að koma úr heimsókn til
móður Guðjóns, sem þar lá og lést
skömmu síðar. Nú sé ég þau ljóslif-
andi fyrir mér, Ingu og Guðjón, fal-
lega brosandi í glaðlegum samræðum
þama á spítalaganginum. Það vora
ekki niðurbrotnar manneskjur, sem
þama ræddust við, þótt þau væra
bæði meðvituð um þá ógn sem yfír
þeim vofði. Við Lúlú horfðum hljóð
á þau og eigum nú bæði minningar
um frábæra litríka maka, sem við
eigum án efa eftir að sakna mjög
alla okkar komandi daga. Eftir lát
Ingu fékk ég svo hlýja og góða sam-
úðarkveðju frá þeim hjónum, sem
þá dvöldu í Bandaríkjunum, að ég
beið ekki með að hringja vestur að
kvöldlagi til að þakka kveðjuna og
fregna af líðan. Þama átti ég inni-
haldsríkt og gott síðasta (...að sinni)
samtal við hinn eftirminnilega föru-
naut, Guðjón B. Ólafsson. Nú veit
ég og sé hann glaðan og brosandi
með Ingu og óteljandi öðram kominn
„í kórinn mikla" sem syngur gleði-
og fagnaðarsöngva frammi fyrir há-
stóli himna Guðs. Þar er gott að
vera og dvelja. Þagnað upp skulum
við stefna, kæra Lúlú, með allt okk-
ar ástvinalið, í hinni góðu og öraggu
von um endurfundi við þá sem vora
kærastir hér í heimi. Það er verðugt
og eftirsóknarvert takmark og á leið-
inni getum við sungið — kannski hið
innra með okkur— „Ó, Jesús þá, mér
líknsemd ljá og lát mig þína fegurð
sjá“. Gleðjumst yfír því að það er
fegurðin, en ekki svart myrkur dauð-
ans, sem við okkur blasir. Mættum
við öll njóta ástar og náðar Guðs í
eldrauninni nú og veitast styrkur til
að verða ljós og salt þeim, sem verða
í för með okkur á veginum framund-
an. Lífíð er vissulega stórbrotið ævin-
týri. Áfram því með dug og dáð.
Hermann Þorsteinsson.
Látinn er, löngu fyrir aldur, vinur
minn og starfsfélagi í nærfellt fjöra-
tíu ár, Guðjón B. Olafsson, og í dag
kveðjum við hann hinstu kveðju f
Hallgrímskirkju í Reykjavík. Guðjón
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
JÓHANNA HJÖRLEIFSDÓTTIR,
sem lést á Sólvangi 29. desember, verður jarðsungin frá Foss-
vogskapellu föstudaginn 7. janúar kl. 10.30.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
RANNVEIG KONRÁÐSDÓTTIR,
Hamraborg 18,
lést í Borgarspítalanum mánudaginn 3. janúar.
Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd annarra aðstandenda,
Arnar Einarsson, Þorbjörg Einarsdóttir,
Sigurjón Einarsson, Konráð Einarsson,
Jóhann Einarsson.
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
ANNA GÍSLADÓTTIR,
Hrafnistu, Reykjavik,
áðurtil heimilis
á Njálsgötu 86,
verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudaginn 7. janúar
kl. 10.30.
Aðalheiður Jóhannesdóttir,
Jóhanna Jóhannesdóttir,
Anna Soffía Hauksdóttir,
Jóhannes Hauksson,
Helga Hauksdóttir,
Þóra Þórsdóttir,
Vésteinn Atli Þórsson,
Haukur Óskar Þorgeirsson.
Haukur Pálmason,
Þór Jakobsson,
Þorgeir Óskarsson,
Kristrún Einarsdóttir,
Paul Garrad,
Aaliyah Gupta,
var fæddur í Hnífsdal og vora for-
eldrar hans Ólafur Kjartan Guðjóns-
son kaupmaður frá Hnífsdal og kona
hans Filippía Jónsdóttir frá Jarðbrú
í Svarfaðardal. Þau hjón fluttust til
Akraness og bjuggu þar í mörg ár,
en þau era nú bæði látin. Guðjón
ólst upp á heimili ástríkra foreldra
sinna með einkasystur sinni, Ás-
gerði. Eftir skyldunám lauk hann
landsprófi frá Gagnfræðaskólanum á
ísafírði og 1. bekk í menntaskóla
þar. Hann fór síðan í Samvinnuskól-
ann og lauk prófí frá framhaldsdeild
skólans vorið 1954.
Guðjón var mikill gæfumaður í
einkalífí sínu. Á unga aldri kynntist
hann Guðlaugu Brynju Guðjónsdótt-
ur íþrótta- og teiknikennara, og eign-
aðist í henni mikilhæfan lífsföranaut
og hefur það ekki síst sannast eftir
að Guðjón veiktist. Hún hefur ekki
vikið frá honum hvorki að nóttu né
degi allan þann tíma, tilbúin að.
leggja á sig hveija þá byrði sem
mætti létta honum þrautimar.
Þau gengu í hjónaband 25. júlí
1959 og var heimilið honum traustur
bakhjarl, þar ríkti samheldni og góð-
ur andi. Þau eignuðust fimm mann-
vænleg böm, en þau era: Guðjón
Jens, viðskiptafræðingur, fæddur
1960, býr í Bandaríkjunum og rekur
þar sitt eigið fyrirtæki. Hann er
kvæntur bandarískri konu, Kimberli,
og eiga þau einn son, Guðjón Jens.
Bryndís, hjúkrunarfræðingur, fædd
1963. Hún býr í Reykjavík og á einn
son, Ólaf Friðrik. Brynja, fædd 1965.
Ása Björk, fædd 1967. Þær systur
era ógiftar og búa í Bandaríkjunum.
Yngstur er Olafur Kjartan, fæddur
1973. Hann er við nám í Bandaríkj-
unum.
Guðjón hóf störf hjá Sambandi
íslenskra Samvinnufélaga 1964 og
var allan sinn starfsaldur í þjónustu
Sambandsins eða fyrirtækja þess.
Hann byijaði störf sín í hagdeild
Sambandsins og starfaði þar fram
til ársins 1956, en þá fór hann til
starfa hjá sölufélagi Sambandsins,
Iceland Products Inc. í New York. Á
áranum 1958-1964 starfaði hann
hjá Utflutningsdeild/Sjávarafurðum,
en var síðan framkvæmdastjóri skrif-
stofu Sambandsins í London á árun-
um 1964-1968. Þá tók hann við
framkvæmdastjórastarfi í sjávaraf-
urðadeild Sambandsins og gegndi því
til 1975, þegar hann var fenginn til
þess að fara til Bandaríkjanna og
taka við framkvæmdastjóm dóttur-
fyrirtækis Sambandsins, Iceland
Seafood Corporation, sem þá átti í
miklum rekstrarerfíðleikum, en Guð-
jóni tókst að snúa þeim rekstri til
betri vegar og gera það fyrirtæki að
leiðandi aðila í framleiðslu og sölu á
fiskafurðum á Bandaríkjamarkaði.
Hinn 1. september 1986 kemur
Guðjón til landsins aftur til þess að
taka við starfí forstjóra Sambands-
ins. Þvi starfí gegndi hann fram til
31. desember 1992, en þá varð hann
að láta af störfum vegna þess sjúk-
dóms sem nú hefur leitt hann til
dauða. Auk framangreindra starfa
átti Guðjón sæti í stjórnum fjöl-
margra fyrirtækja á vegum sam-
vinnuhreyfíngarinnar.
Ég hefí hér aðeins stiklað á stóra
um starfsferil Guðjóns og veit að
aðrir sem minnast hans munu gera
þar ýmsum þáttum betri skil.
Guðjón var ákaflega starfsamur
og hafði sterka athafnaþrá. Vinnu-
dagur hans var jafnan mjög langur
og ekki spurt hvað tímanum liði þeg-
ar unnið var að lausn verkefna sem
ekki máttu bíða næsta dags. Eftir
hann liggur mikið starf þegar hann
Ertidnklvjur
Gkesileg kaffi-
hlaðlwrð iallegir
síilir og mjög
goð þjónusta.
Ipplýsingar
í síma 2 23 22
FLUGLEIDIR
HÓTEL lOFneillIR