Morgunblaðið - 05.01.1994, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
41
ÍÞRÓTTIR
Sigiirður Sveinsson
valinn afreksmaður
UMFS 1993
Sigurður Valur Sveinsson var
útnefndur íþróttamaður Ung-
mennafélags Selfoss á verð-
launahátíð félagsins 30. desember.
Sigurður var einnig tilnefndur
handboltamaður Selfoss, Þórdís
Gísladóttir best fijálsíþrótta-
manna, Gylfi Sigurjónsson knatt-
spymumaður Selfoss, Sigurlína
Garðarsdóttir sundmaður Selfoss,
Ingólfur Snorrason karatemaður,
Björn Grétarsson júdómaður, Ása
Ninna Pétursdóttir fimleikamaður
Selfoss og Bjami Magnússon
körfuknattleiksmaður Selfoss.
Golfklúbbur Selfoss veitti viður-
kenningu besta golfmanni ársins,
Gunnari Marel Einarssyni og Bergi
Sverrissyni í yngri flokki.
Bryndís Brynjólfsdóttir forseti
bæjarstjómar Selfoss afhenti Sig-
urði farandbikar, bæjarstjónarbik-
arinn, sem fylgir sæmdarheitinu
íþróttamaður Umf. Selfoss. „Láttu
eldmóðinn skína í gegn í öllum
þínum verkum. Settu á fulla ferð
áfram með þínum félögum,“ sagði
Bryndís meðal annars þegar hún
ávarpaði íþróttafólkið og íþrótta-
mann félagsins sérstaklega.
Kom skemmtilega á óvart
„Þetta kom skemmtilega á óvart
og það er alltaf gaman að fá slík-
an heiður. Ég vona að ég og við
handboltamenn stöndum undir
Sigurður Valur Sveinsson
íþróttamaður Umf. Selfoss 1993.
nafni á komandi vikum,“ sagði
Sigurður Sveinsson og hann lét
þess einnig getið að nauðsynlegt
væri að skapa íþróttunum starfs-
grundvöll því í þeim væri fólgið
mikið forvarnarstarf. Þær gæfu
ungu fólki tækifæri til að fá útrás
fyrir athafnaþörf.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Afreksfólk Ungmennafélags Selfoss ásamt íþróttamanni félagsins.
KÁNTRÝ
Kántrýsöngkonan
Tammy Wynette á
batavegi
Kántrýsöngkonan Tammy
Wynette sem lögð var inn
á spítala um jólaleytið fársjúk
vegna sýkingar í meltingarvegi
eða gallblöðru virðist vera á
batavegi, að því er heimildir
herma. Verður hún flutt af gjör-
gæslu á allra næstu dögum inn
á einkaherbergi. Tammy Wyn-
ette, sem einna þekktust er fyr-
ir söng sinn „Stand By Your
Man“, hefur átt við ýmiss konar
heilsuvandamál að stríða undan-
farin ár. í veikindum sínum nú
yfir hátíðarnar hafði henni borist
íjöldi óska um góðan bata frá
fólki víðs vegar úr heiminum.
Haft var eftir henni nú í vikunni
að hún þakkaði guði fyrir að
vera á lífi og vildi koma þakk-
læti á framfæri til allra þeirra
sem beðið hefðu fyrir sér.
Tammy Wynette