Morgunblaðið - 05.01.1994, Page 44

Morgunblaðið - 05.01.1994, Page 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994 HASKOLABIO SÍMI 22140 Háskólabíó STÆRSTA BÍÓIÐ. ALLIR SALIR ERU FYRSTA FLOKKS. SÖNN AST CHRISTIAN SLATER „Sprenglefnl! Spennan í botni í harkalega fyndinni atburðarás. Slater og Arquette eru tryllingslega fynd- ið og kynæsandi par“ rolling stone SÖNNASTerofsalega svölusixtysecond preview „Lífleg og eggjandi“ time magazine PATRICIA ARQUETTE Dennis HOPPER Vai KILMER Gary OLDMAN Brod Pin Chriítopher WALKEN Ný hörkugóð spennumynd sem hefur notið mikilla vinsælda vestanhafs, þykir minna á Wild at Heart. Sýndkl. 5, 7.05, 9 og 11.15. Bönnuð innan 16 ára. YS OC ÞYS ÚT AF ENGU „SKEMMTUN ENGU ÖÐRU LÍK“ „AFBRAGГ THE NEW YORK TIMES „HRÍFANDI“ NEWSWEEK MAGAZINE KENNETHBRANAGH ROBERTSEANLEONARDj EMMA THOMPSON TIME MAGAZINE „STÓRKOSTLEG" NEW YORK MAGAZINE MICHAEL KEATON KEANU REEVES DENZEL WASHINGTON tfSPEARE/S UCH ÍABC .. NOTHING A KENNETH branach film ★ ★ ★ ★ NEW YORK POST ★ ★ ★ ★ EMPIRE ★ ★ ★ ★ ★ ★ MBL. Rás 2 Nýjasta stórmynd leikstjórans Kenneths Branagh, sem m.a. gerði myndirnar HENRY V og PETER'S FRIENDS. IVIyndin hefur fengið frábæra dóma erlendis. Hón gerist ífjallshlíðum Sikileyjar þar sem segir frá tveimur kátlegum ástarsögum. Þar kemur fyrir fullt af skemmtilegum ævintýrum, rómantískum uppákomum og svik- ráðum, að ekki sé talað um grínið og kátínuna. Sýnd kl. 5, 7.05, 9.05 og 11.15. KRUMMA RIMIR | BRAÐrYNDIN rJOLSKYLDUMYND Stórskemmtileg gamanmynd með íslensku tali fyrir alla fjöl- skylduna. Sýndkl.5og7. UNGU AMERÍKANARNIR Sýnd kl. 9 og 11.15. JURASSIC PARK MERKI FYLGJA HVERJUM BÍÓMIÐA Sýnd kl. 5. ADDAMS FJOLSKYLDUGILDtN jAP/msKiR mmmh- miR 3.-10. janúar Fyrsta kvikmyndin sem Japanir hafa gert í samvinnu við Rússa. Stórbrotin mynd þar sem sögusviðið er Síbería 1918. Sýnd kl. 9.15. Ribbaldar á roluöld Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóborgin/Bíóhöllin: Demolition Man Leikstjóri Marco Brambilla. Aðalleikendur Sylvester Stall- one, Wesley Snipes, Sandra Bullock, Nigel Hawthorn, Dennis Leary, Benjamin Britt, Glenn Shadix. Bandarísk. Warner Bros 1993. Hugmyndin að baki Demolition Man er snjöll, einsog búast má við þegar stórframleiðandinn Joel Silver er annarsvegar. Myndin hefst á seinni hluta þessa áratugar þegar ofbeldið ætlar allt að drepa vestur í Los Angeles. Snipes leikur þjóðfélagsóvin nr. 1., hinn forherta glæpamann Phoenix, og það þarf annan brjálæðing, lögguna Stall- one, sem kallaður er „niðurbrots- maðurinn", til að koma honum bak við lás og slá. Þar eru þeir reynd- ar geymdir í frysti. Arið 2036 sleppur svo Snipes úr prísundinni, þá eru tímarnir breyttir, búið að uppræta glæpi og vopn orðin safngripir. Svo Sni- pes er í essinu sínu og drepur á báða bóga þá stelpustráka sem búið er að gera úr mannkyninu. Og lögreglustjórinn sér þann kost vænstan að þíða niðurbrotsmann- inn í skyndi og upphefst nú garra- gangur hinn mesti. Einsog sjá má er það klisju- kenndur hasar sem ræður ríkjum en hann er í fagmannshöndum. Silver er sérfræðingur í þessum myndaflokki, kann best að velja hæfustu menn í hvert hlutverk beggja vegna tökuvélanna. Því kom á óvart að ráðinn var sem -*k, leikstjóri Marco Brambilla, ný- græðingur á stóra tjaldinu. Hins- vegar búinn að vinna sig í áiit sem einn besti auglýsingagerðarmaður í sjónvarpi á síðari árum. Með við- skiptavini á borð við Nike, Levis og kók sjálfan. Hann stendur fyr- ir sínu, Demolition Man er oftast hröð og skemmtileg. Þó kemur Út slakur þáttur um miðbikið sem maður á tæpast von á í mynd í þessum þyngdarflokki. Ofbeldið er vissulega hafíð til skýjanna en það er í teiknimyndastíl og von- laust að taka það alvarlega. Sni- pes er með á nótunum því krimm- inn hans er ósvikin hasarblaðafíg- úra sem hann ofleikur af ánægju. Stallone reynir hinsvegar að gera hetju úr niðurbrotsmanninum og tekst það prýðilega. Það er dulítið kjöt á beinum löggunnar og svo fær hann einnig nokkur fyndin tilsvör. Spaugilegust er þó framtíðar- sýnin sjálf. Búið er að bræða sam- an Los Angeles og nágrannaborg- irnar Santa Monjca o.fl., og heitir nú San Angeles. íbúarnir eru orðn- ar dúnmjúkar geðluðrur, eina glæpastarfsemin sem lögregluyf- irvöid hafa áhyggjur af er bölv og ragn. Þeir harðjaxlarnir koma því eins og skrattinn úr sauðar- íeggnum inní þennan glansmynd- arhommaheim. Góður húmor og mikil keyrsla á köflum gera fram- tíðarsýnina Demolition Man að skínandi afþreyingu þó hún sé ekki par merkileg að öðru leyti. Japanskir kvikmyndadagar Háskólabíó: Undir norðurljós- um. Leikstjóri Toshio Goto. Handrit byggt á sögu eftir Yukio Togawa. Aðalleikendur Koji Yakusho, Andrei Boltnev, Mar- ina Zudina, Nikita Mikhalkov. Japönsk/sovésk. Þrátt fyrir sumarfegurð Síberíu er veturinn grimmur og lífsbarátt- an hörð, næstum ómennsk. Þetta á ekki aðeins við um þá hraustu veiðimenn og frumbyggja sem draga fram lífið í skógunum ut- anvið Vladivostok heldur ekkert síður dýrin sjálf; sleðahundana, veiðibráðina, úlfahjarðirnar sem voka í fjarlægð og leggja til atlögu í skjóli nætur er hungrið verður óttanum yfírsterkara. í slíku veiðimannasamfélagi verða þau sterk, böndin milli manns og hunds. Og hér er einkum fjallað um þrjár sögupersónur, hinn japanska Genzo (Koji Yakus- ho), Rússann Arsenii (Andrei Boltnev), sem hrakinn hefur verið til þessa útnára vegna stjórnmála- skoðana sinna og sleðahundinn Buran, sem er úlfur í föðurættina. Genzo er afburðaskytta sem freistað hefur gæfunnar á fjarlæg- um slóðum til að safna fyrir æsku- ástinni í Japan sem móðir hennar seldi í geishunám. En er hann snýr til baka eftir fimm ára þrek- raunir kemur hann of seint og örlögin haga því svo að Genzo heldur aftur á norðlægar slóðir þar sem hin rússneska Anna mun bíða hans. Myndin gerist á umbrotatímum annars áratugar aldarinnar en fer ekki djúpt í saumana á pólitík- inni. Það er hins vegar dregin upp skýr mynd af umhverfinu og ein- manalegu brauðstritinu. Þeim ein- lægu vináttuböndum sem tengjast undir slíkum kringumstæðum milli manna og dýra. Engin brögð eru í tafli, það er kvikmyndað í fimbul- kulda sem sumarsól og bestu at- riði myndarinnar gerast á hunda- sleðaferðum veiðimannanna þar sem nístandi en ægifagurt vetrar- ríkið er yfir og allt um kring. Leik- ararnir komast myndarlega frá sinu þó dramatíkin sé yfirdrifin og jafnvel lj'arstæðukennd í aug- um Vesturlandabúa á síðasta ára- tugi aldarinnar. Kvikmyndagerð- armönnunum vegnar líka mun betur þegar engin orð eru sögð, athyglin beinist að dýrunum og þögulum veiðimönnunum í þrúg- andi gaddinum. Odrepandi ást Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Sönn ást („True Romance"). Sýnd í Háskólabíói. Leik- stjóri: Tony Scott. Handrit: Quentin Tarantino. Aðalhlut- verk: Christian Slater, Patric- ia Arquette, Christopher Wal- ken, Dennis Hopper, Saul Rubinek, Brad Pitt, Gary Old- man, Christopher Penn, Val Kilmer. Nýjasta mynd Tonys Scotts uppúr handriti Quentins Tarant- inos er skondið sambland af „The Getaway" og „Wild at Heart“, mergjuð og eldheit ást- arsaga sakleysislegra unglinga sem dýrka kung fu myndir og Elvis en styggja mafíuyfírvöldin í Detroit með því að stela í ógá- ti tösku fullri af dópi og leggja á flótta til Kalíforníu á leiðinni til Mexíkó. Sjálfur Elvis birtist stráknum og segir honum að óhætt sé að gera eitthvað í málunum þegar í ljós kemur að nýja kærastan er mella og nokkur ógn getur stafað af melludólgnum. Svo hann fer og skýtur hann. Þegar hann kemur til baka tárast kæ- rastan en ekki af því verknaður- inn var voðalegur. „Þetta er svo rómantískt," segir hún og fellur faðm hans í. Dólgurinn átti það svo sem skilið, hann var morðóð skepna, en jafnvíst er að söguhetjur — þessar sem maður á að halda með — handritshöfundarins Tar- antinos, sem áður leikstýrði hinni ofbeldisfullu „Reservoir Dogs“, hafa í sér skuggalegar hliðar sem skjótast undan sak- leysislegu yfirbragðinu þegar minnst varir. Og víst er þetta ofbeldisfullur heimur sem leik- stjórinn, Tony Scott, kemur til skila með offorsi er minnir á „Scarface" Brians De Palma; ofbeldisverkin voma yfír allri myndinni og lífí persónanna og þegar þau skella á eru þau ske- fjalaus og dýrsleg og stjórnlaus og næstum áþreifanleg. Loka- skotbardaginn, þar sem dópsal- ar og kaupendur, mafían og lög- reglan er komin saman á eftir dópinu, eirir engum og er svo yfirkeyrður að hann verður næstum kómískur. Það er enda stutt á milli gráts og hláturs í Sannri ást. Myndin er sambland af ofbeldi og gríni uppúr nútímans poppmenningu þar sem Elvis og sjálf bíómynda- menningin svífa yfir vötnum og leikaraliðið er forkostulegt. Christian Slater er glerfínn sem úrræðagóður og gersamlega ástsjúkur viðvaningur í dópsölu og Patricia Arquette er frábær í hlutverki stelpunnar hans, sem í er ótrúlegur töggur. Hún er hreinasta uppgötvun. Svo koma aukaleikararnir einn á fætur öðrum: Christopher Walken er nöðrulegur mafíulögfræðingur og morðingi, Dennis Hopper er fyrrum lögga og faðir Slaters sem mætir dauða sínum af ró- semi, Gary Oldman tekst á flug sem eineygður dópsali er telur sig vera svertingja, Brad Pitt er útúrreyktur dópisti, Val Kil- mer er óljós Elvis, Saul Rubinek er æstur kvikmyndaframleið- andi í Hollywood sem gert hefur næstbestu Víetnammyndina (a.m.k. ein fyrirmynd kemur upp í hugann) og Chris Penn er ver- áldarvön lögga svo nokkrir séu nefndir. Tony Scott hefur skipt á sólarlagsstílnum fyrir harðsoð- inn og málamiðlunarlausan stíl hins hráa ofbeldis og þótt gletti- lega góð og svartkómísk ástar- saga Tarantinos sé ekki að dvelja við útskýringar eða bak- grunn og sé ekki að íþyngja áhorfendum með alltof djúpum boðskap má eitt læra af mynd- inni: Sönn ást er ódrepandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.