Morgunblaðið - 05.01.1994, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
P*
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
Daniel Day-Levvis Micheui Pfíiffer Winona Ryder
maitsk scoisíss smost ttiv.cnMi mt rowtwtíi mm tiCKU.
nm m rmtm mzt r-mnc nc-v.u
> 's.mwi im ^ > uitm scöisbt ^
mm öAur&ii «:catuifm»w masxmm
m m onssoŒSŒ' *stim immvussmmiA mctxa ».thxl«a moimi
rttœrcte»iCHAa ísusuiiut. n&mxn tnurrox^jxr cocss * MArrss scotsfir.
m pm ««* —w ^
Stórmyndin
Öld
sakleysisins
gerð eftir Pulitzer-verðlauna-
skáldsögu Edith Wharton.
„ ★ ★ ★ ★ Besta mynd ársins. “
A.l. MBL. ★★★ H.K. DV.
Tilnefnd til 4 Golden
Giobe-verðiauna.
DANIEL DAY-LEWIS, MICHELLE PFEIFFER
OG WINONA RYDER í STÓRMYND MART-
INS SCORSESE. EINSTÖK STÓRMYND SEM
SPÁÐ ER ÓSKARSVERÐLAUNUM.
Sýnd ki. 4.45,9 og 11.30
* i NÝJU OG STÓRGLÆSILEGU STJÖRNUBÍÓI
EVROPUFRUMSYNING A GEGGJUÐUSTU GRINMYND ARSINS
Hún er algjörlega út í hött..
Já, auðvitaö, og hver annar en Mel Brooks gæti tek-
ið að sér að gera grín að hetju Skírisskógar?
Um leið gerir hann grín aö mörgum þekktustu mynd-
um síöari ára, s.s. The Godfather, Indecent Propos-
al og Dirty Harry. Skelltu þér á Hróa; hún er tví-
mælalaust þess virði. Leikstjóri: Mel Brooks.
★ ★ ★ ★ BOX OFFICE ★ ★ ★ VARIETY
★ ★★ L.A. TIMES
Sýnd kl. 5, 7, 9 og 11.
* SVEFNLAUS í SEATTLE sýndA-sai ki. 7.10.
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
Wl
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
★
simi
eftir Pjotr I. Tsjajkovskí.
Texti eftir Púshkín í þýöingu Þorsteins Gylfasonar.
Sýning fostudaginn 7. janúar kl. 20.
Sýning laugardaginn 8. janúar kl. 20.
Sýning laugardaginn 15. janúar kl. 20.
Miðasalan er opin frá kl. 15-19 daglega, sýningardaga til kl. 20.
Sími 11475. - Greiðslukortaþjónusta.
MUNIÐ GJAFAKORTIN OKKAR!
OULIt? TÖnLEIKIft
Háskólabíói
fimmtudaginn 6. janúar, kl. 20.00
Hljómsueitarstjóri: Osmo Vánska
Einleikari: Ollí Mustonen
ttmm
Sergei Rachmaninoff: |
Píanókonsert nr. 3
Anton Bruckner:
;-UÁ; Sinfónía nr. 3 í d-moll ^
,oSÍoL SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS JJ'
1 fl* OÍ.Í/LDO Hliómsveit allra íslendlngn 066600
» HALLDOR Pálsson
saxófónleikari leikur með
Tríói Bjössa Thoroddsení
dag, miðvikudag, á
Kringlukránni. Halldór er
einn þeirra íslensku djassara
sem hafa starfað lengst
ævinnar erlendis. í Svíþjóð
hefur Halldór spilað allt milli
himins og jarðar. Hann lék
í tvö ár með sænsku stjörn-
unni Björn Skifs, einnig lék
hann inná plötu með hljóm-
sveitinni Abba og í sex ár
með stórsveit Leif Kronlund.
Halldór kom hér síðast
1987 og spilaði þá með Birni
Thoroddsen og félögum. Með
Halldóri og Birni leika Guð-
mundur Steingrímsson og
Bjarni Sveinbjörnsson á
kontrabassa. Aðgangur er
ókeypis og hefst uppákoman
kl. 22.
UR DAGBÓK
LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK:
Áramótin voru tiltölu-
lega friðsamleg á starfs-
svæði lögreglunnar í
Reykjavík. Helgin virðist
að öðru leyti hafa verið
svipuð og aðrar helgar vetr-
arins. Bókuð voru 79 ölvun-
artilvik; 18 vegna hávaða
og ónæðis utan dyra og
innan, 8 heimilisófriðir, 15
innbrot, 7 þjófnaðir, 72
kærðir fyrir of hraðan akst-
ur, 33 fyrir önnur umferð-
arlagabrot, 11 vegna gruns
um ölvunarakstur og þar
af einn í umferðaróhappi.
11 önnur umferðaróhöpp
og þar af meiðsli á fólki í
tveimur tilvikum, 9 líkams-
meiðingatilvik, 17
skemmdarverk og 28 rúðu-
brot. Alls eru 493 tilvik
bókfærð á tímabilinu.
Á sunnudagskvöld var
tilkynnt um lausa hesta við
Hallsveg í Gufunesi. Haft
var samband að venju við
vörslumann borgarlands-
ins, en hann sagði starf sitt
hafa verið lagt niður tíma-
bundið frá og með áramót-
um. Borginni hafði láðst að
tiikynna þá ráðstöfun til
lögreglu. Ekki er vitað hvað
varð um hrossin.
Á nýársdag var tilkynnt
um slys á Þingvallavegi.
Þar hafði maður fallið af
hestbaki og var hann flutt-
ur á slysadeild með sjúkra-
bifreið.
Gamlárskvöld var rólegt.
Um miðnætti var þó til-
kynnt um eld í sinu á þaki
húss við Silungakvísl, en
engar skemmdir hlutust af.
Þá var tilkynnt um eld í
garðskála við Bleikjukvísl.
Þar urðu nokkrar skemmd-
ir. Samkvæmt venju hóp-
uðust unglingar saman við
Hraunbæ 103. Lögreglan
þurfti 7 sinnum að hafa þar
afskipti af ölvuðum ungl-
ingum og aka þeim til síns
heima. Einungis f einu til-
felli þurfti að færa unglinga
á lögreglustöðina og biðja
foreldra að sækja þá. Full-
trúar foreldrafélaga skól-
anna voru á svæðinu og
hafði það tvímælalaust já-
kvæð áhrif.
Samkvæmt venju er ann-
ríkið mest hjá lögreglu á
nýársmorgni. Þessi var þar
engin undantekning. Mikið
var af ölvuðu fólki um alla
borg fram undir að verða
níu. M.a. fréttist af 73 ára
gamalli konu með skurð á
handlegg eftir að hafa þurft
að vísa manni út úr íbúð
sinni. Piltur var að lemja
unnustu sína í miðborginni,
en sættist við hana þegar
lögreglan kom á staðinn.
Tilkynnt var um eldri konu
á ferð í Grafaryogi með
hluta af grindverki undir
hendinni. Maður lagðist til
svefns í vegkanti við Hring-
braut. Hann var fluttur til
síns heima. Kona réð ekki
við unglingsdóttur sína í
kjallara húss í vesturborg-
inni, en sú var sofnuð er
lögregla konj á vettvang.
Unglingur hringdi úr síma-
klefa við Austurvöll og
þorði ekki út úr honum þar
sem menn biðu fyrir utan
og vildu lemja hann. Hon-
um var bjargað úr síma-
klefanum. Tveir vinir í vest-
urbænum lentu í áflogum
og kom annar blóðugur á
lögreglustöðina. Þeir
ákváðu að sættast. Maður
veifaði kúbeini að Ieigubíl
á Hlemmtorgi. Sá fékk að
gista fangageymslurnar.
Olóður maður braut rúðu í
útihurð slysadeildar Borg-
arspítaians. Hann var færð-
ur í fangageymslu. Annar
ölóður maður reyndi ítrekað
að bijóta sér leið í gegnum
glerdyr á Hlemmi. Hann
var einnig færður í fanga-
geymslu.
Nokkuð bar á ölvun og
ófriði á heimilum á nýárs-
morgun. Sinna þurfti sjö
útköllum þar sem fólk var
orðið mjög ölvað og þreytt.
Þá hafði komið til illinda á
meðal heimilisfólks. Þurfti
lögreglan ýmist að koma á
sáttum eða ijarlægja fólk
þannig að friður mætti
komast á að nýju.
Líkamsmeiðingarnar
urðu flestar aðfaranótt ný-
ársdags og á nýársmorgun.
Flytja þurfti tvo rnenn eftir
slagsmál á Hótel Islandi á
slysadeild. Aðra tvo þurfti
að flytja þangað eftir slags-
mál á veitingastað á Hverf-
isgötu 86 og tveir aðrir
voru færðir í fanga-
geymslu. Maður var fluttur
á slysadeild eftir slagsmál
í miðborginni og annar eft-
ir slagsmál í Rósenberg-
, kjallaranum. Þá fór einn á
slysadeild eftir að hafa orð-
ið undir í slagsmálum og
bitinn á Kaffi-Grand.
í dagbók lögreglunnar í
Reykjavík eru skráð 57.564
tilvik á árinu 1993. Þau
voru 55.679 árið 1992, en
61.412 árið 1991. Aukning-
in milli áranna 1992 og
1993 virðist mest vera á
sviði umferðarmáiefna.
Lögreglan í Reykjavík
óskar landsmönnum öllum
gleðilegs árs.
Tríó Bjöms Thoroddsen.
■ JAZZ I Djúpinu. Jap-
anska jazzsöngkonan Akiko
Vchída heldur tónleika í
Djúpinu í kvöld, miðviku-
daginn 5. janúar. Hún er nú
búsett í Bandaríkjunum þar
sem hún stundar nám við
Berklee College of Music í
Boston. Leiknir verða gamal
kunnir jazz-söngvar í bland
við nýrra efni. Með henni
leika Ólafur Jónsson saxó-
fónleikari, Hilmar Jensson
gítarleikari, Þórður Högna-
son bassaleikari og Matthías
M.D. Hemstock trommu-
leikari. Tónleikarnir hefjast
kl. 21.
ÞJOÐLEIKHUSIÐ sími 11200
Stóra sviðið kl. 20.00:
• MAVURINN eftir Anton Tsjekhof
5. sýn. fim. 6. jan. - 6. sýn. sun. 9. jan. - 7. sýn. lau. 15. jan.
- 8. sýn. sun. 23. jan.
• ALLiR SYNiR MÍNIR eftir Arthur Miller.
Fös. 7. jan., nokkur saeti laus, - fös. 14. jan. - fim. 20. jan.
• KJAFTAGANGUR eftir Neii Simon.
Lau. 8. jan. - fim. 13. jan. - lau. 22. jan.
• SKILABOÐASKJÓÐAN eftir Þorvald Þorsteinsson
Ævintýri með söngvum
Sun. 9. jan. kl. 14., laus sæti v/forfalla, - lau. 15. jan. kl.
14, sun. 16. jan. kl. 14.
Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga
frá kl. 13.-18. og fram að sýningu sýningardaga. Tekiö á
móti símapöritunum virka daga frá kl. 10.00.
Græna linun 996160.
Stóra svið:
• EVALUNA eftir Kjartan Ragnarsson og Óskar Jónasson.
Tónlist og söngtextar: Egill Ólafsson. Útsetningar: Ríkarður Örn
Pálsson. Hljómsveitarstjóri: Árni Scheving. Dansar: Michaela
von Gegerfelt. Lýsing: Lárus Björnsson. Leikmynd: Óskar Jónas-
son. Leikstjóri: Kjartan Ragnarsson.
Leikendur: Agnes Kristjónsdóttir, Ari Matthíasson, Árni Pétur
Guðjónsson, Ása Hlín Svavarsdóttir, Bryndís Petra Bragadóttir,
Edda Heiðrún Backman, Egill Ólafsson, Ellert A. Ingimundarson,
Jakob Þór Einarsson, Jón Hjartarson, Karl Guðmundsson, Magn-
ús Jónsson, Margrét Ólafsdóttir, Margrét Pálmadóttir, Pétur Ein-
arsson, Sigurður Karlsson, Soffía Jakobsdóttir, Sólveig Arnars-
dóttir, Theódór Júlíusson, Valgerður Dan, Þór Tuliníus, Þröstur
Leo Gunnarsson o.fl.
Hljómsveit; Kjartan Óskarsson, Kjartan Valdimarsson, Pétur
Grétarsson, Richard Korn, Stefán S. Stefánsson, Vilborg Jóns-
dóttir og Óskar Ingólfsson.
Frumsýning fös. 7. janúar, uppselt, 2. sýn. sun. 9. janúar, grá
kort gilda, uppselt, 3. sýn. mið. 12/1, rauð kort gílda, fáein
sæti laus.
• RONJA RÆNINGJADÓTTIR e. Astrid Lindgren
Sun. 9. janúar kl. 14.
• SPANSKFLUGAN e. Arnold og Bach
Lau. 8. janúar.
Litla svið kl. 20:
• ELÍN HELENA e Árna Ibsen
Fim. 6. janúar. Lau. 8. janúar.
Ath.: Ekki er hægt að hleypa gestum inn i salinn
eftir að sýning er hafin.
Miðasalan er opin frá kl. 13-20 alla daga nema mánudaga.
Tekið á móti miðapöntunum ( síma 680680 kl. 10-12 alla virka
daga. Bréfasími 680383. - Greiðslukortaþjónusta.
Námskeið um
samskipti hjóna
FJÖLSKYLDUFRÆÐSLAN heldur námskeið með Eivind
Fröen um hjónabandið og samskipti hjóna 6., 7. og 8. jan-
úar nk.
Námskeiðið verður haldið í
safnaðarheimili Breiðholts-
kirkju í Mjódd og hefst það
kl. 20 og stendur tii kl. 23
hvert kvöld. Aðgangseyrir er
1.500 kr. á mann og eru veit-
ingar innifaldar. Skráning er
hafín.
Eivind Fröen er eftirsóttur
norskur fjölskylduráðgjafi og
fyrirlesari með mikla reynslu
á sviði fjölskyldumála. Hann
er kennari að mennt og hefur
einnig lagt stund á guðfræði
og fjölmiðlun. Námskeið þetta
hefur hann unnið í samstarfi
við eiginkonu sína, Margreti
Kern Fröen, sem er banda-
rísk. Fjölskyldufræðslan er
stofnun er sett var á fót fyrir
nokkrum árum til að sinna
fræðslu og námskeiðum um
fjölskyldumál. Hún er tengd
samtökunum Ungt fólk með
hlutverk sem einnig starfræk-
ir biblíuskóla og starfsmiðstöð
á Eyjólfsstöðum á Fljótdals-
héraði. Fjölskyldufræðslan
starfar á vettvangi þjóðkirkj-
unnar.
iÁ
LEIKFEL. AKUREYRAR s.96-24073
• GÓÐVERKIN KALLA!
Höfundar leikrita, laga og söngtexta: Ármann Guðmundsson, Sævar
Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason.
Sýn. lau. 8. jan. kl. 20.30. Fjölskyldusýning sun. 9. jan. kl. 15.
Miöasalan er opin alla virka daga nema mánudaga frá kl. 14-18.
Sýningardaga fram að sýningu. Sunnudag frá kl. 13-15. Sími
24073. Símsvari tekur við pöntunum utan opnunartíma.
Greiðslukortaþjónusta.