Morgunblaðið - 05.01.1994, Qupperneq 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994
HANDKNATTLEIKUR
Strákarnir ætla
sér til Portúgals
- segir Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsliðsþjálfari. Tveir þýðingarmiklir leikir gegn Hvít-Rússum
Landsliðið sem lék
gegn Króötum í Zagreb
á dögunum. Gunnar
Beinteinsson, Guðjón
Árnason, Dagur Sig-
urðsson, Einar Gunnar
Sigurðsson, sem er
meiddur, Konráð Olav-
son, Gústaf Bjarnason,
Gunnar Beinteinsson,
Valdimar Grímsson,
Patrekur Jóhannesson,
Bergsveinn Berg-
sveinsson, Guðmundur
Hrafnkelsson og Geir
Sveinsson, fyrirliði.
^„VIÐ gerum okkur fyllilega
grein fyrir að Hvít-Rússar eru
með geysilega sterkt lið og
verða erfiðir viðureignar.
Strákarnir eru tilbúnir að
leggja mikið á sig til að kom-
ast til Portúgals — og þeir
sætta sig ekki við ósigur,"
sagði Þorbergur Aðalsteins-
son, landsliðsþjálfari íhand-
knattleik. íslenska landsliðið
leikur tvo þýðingarmestu
landsleiki sína í áraraðir í
Reykjavík, mætir liði Hvít-
Rússlands í Laugardalshöll-
inni á föstudags- og sunnu-
dagskvöld í Evrópukeppni
landsliða. íslenska liðið verð-
ur að vinna báða leikina til að
eiga möguleika á að taka þátt
í lokakeppni EM í Portúgal í
sumar.
Morgunblaðið/Sigmundur Ó. Steinarsson
Róðurinn verður erfíður. Til að
árangur náist verður_ leikur
okkar að ganga vel upp. Ég veit
að handknattleiksunnendur, sem
lengi hafa beðið eftir alvöruleikj-
um — gera sér grein fyrir þýðingu
leikjanna; og þeir vita að þeir ráða
úrslitum," sagði Þorbergur, sem
- hefur stjórnað æfíngum landsliðs-
ins tvisvar á dag að undanförnu.
„Strákarnir eru ákveðnir að gera
sitt besta og þeir hafa unnið
heimavinnuna sína vel. Við höfum
kortlagt leikmenn Hvít-Rússa,
sem eru með mikla skotmenn og
fremstur þar í flokki er Mikhail
Jakimovitch. Við komum því með
að fara vel út á móti þeim og leika
fímm einn vörn til að byija með,
en höfum síðan flata vörn í bak-
höndinni. Markverðir okkar hafa
spáð mikið í skotmenn Hvít-Rússa
— horft á leik þeirra gegn Króötum
á myndbandi og síðan komum við
til með að sjá myndband frá leik
Finna og Hvít-Rússa, sem fór fram
í Helsinki á dögunum. Hvít-Rússar
unnu þá 26:29 á lokasprettinum,
eftir að staðan hafi verið jöfn
(12:12) í leikhléi.“
„Verðum að leika yfir-
vegaðan sóknarleik"
„Við þurfum að leika sterkan
varnarleik, þannig að markverðir
okkar geti verið vel á verði. Þá
verður sóknarleikur okkar að vera
vel skipulagður og yfirvegaður.
Hvít-Rússar eru fljótir og þeir
koma til með að þakka fyrir hver
mistök okkar í sókn, með hrað-
aupphlaupum, sem er eitt þeirra
sterkasta vopn ásamt nánast
— -fijálsum sóknarleik og öflugum
skyttum," sagði Þorbergur.
Einn línumaður notaður?
„Það er góð stemmning í lands-
liðshópnum. Ég mun ekki tilkynna
hvaða ellefu leikmenn byiji leikinn
— fyrr en eftir æfingu á fimmtu-
daginn. Nokkrir leikmenn eiga við
smámeiðsli að stríða, en þeir verða
orðnir góðir. Héðinn Gilsson er að
ná sér á strik eftir axlarmeiðslin,“
sagði Þorbergur, en leikmanna-
hópur hans er þannig skipaður:
Markverðir: Bergsveinn Berg-
sveinsson, FH, Guðmundur Hrafn-
kelsson, Val, Sigmar Þröstur Osk-
arsson, KA.
Hornamenn: Gunnar Bein-
teinsson, FH, Konráð Olavson,
Stjörnunni, Valdimar Grímsson,
KA.
Línumenn: Geir Sveinsson,
Avedisa, Gústaf Bjarnason, Sel-
fossi og Hálfdán Þórðarson, FH.
Utileikmenn: Dagur Sigurðs-
son, Val, Guðjón Arnason, FH,
Héðinn Gilsson, Dússledorf, Jón
Kristjánsson, Val, Júlíus Jónasson,
Avidesa, Ólafur Stefánsson, Val,
Patrekur Jóhannesson, Stjörnunni
og Sigurður Sveinsson, Selfossi.
Miklar líkur eru á því að Þor-
bergur tefli aðeins fram einum
línumanni, Geir Sveinssyni, þannig
að hann hafi úr fleiri leikmönnum
að velja í aðrar stöður. Sigurður
Sveinsson leikur sína fyrstu lands-
leiki frá því í heimsmeistarakeppn-
inni í Svíþjóð í fyrra.
Forsala aðgöngumiða á leikina
hefst í hádeginu í dag í Kringlu-
sporti og Sporthúsinu, Laugar-
vegi. Miðasala hefst í Laugardals-
höll kl. 17 báða keppnisdagana,
en leikirnir hefjast kl. 20.20.
C1 HAHDKHATTLEIKSSflMBAHD ISLANDS
ÍÞRÓTTAMIDSTðlHNHI, LA06ARDAL,
114 REYKJAVÍK
Þeir, sem telja sig eiga rétt á miðum á
landsleiki íslands og Hvíta-Rússlands,
er fram fara í Laugardalshöll dagana
7. og 9. janúar 1994, vinsamlegast vitji
þeirra á skrifstofu Handknattleikssam-
bandsins föstudaginn 7. janúar
milli kl. 14.00 og 16.00.
Handknattleikssamband íslands.
Heimsmeistarakeppnin á íslandi 1995
Utvarpsstjóri boðar
CWL á samningafund
Heimir Steinsson, útvarps-
stjóri Ríkisútvarpsins, sendi
í gær svissneska fyrirtækinu
CWL bréf, þar sem hann boðar
fulltrúa þess á formlegan samn-
ingafund í Reykjavík í næstu
viku vegna sjónvarpsútsendinga
frá heimsmeistarakeppninni í
handknattleik á íslandi á næsta
ári.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær fór Alþjóða hand-
knattleikssambandið, IHF, fram
á að samningum um sjónvarps-
sendingar yrði lokið fyrir næstu
mánaðarmót, en ef það tækist
ekki áskildi það sér rétt til að
íhuga annan keppnisstað. IHF
seldi einkaréttinn á sjónvarpsút-
sendingum frá keppninni til
CWL, en fyrirtækið hafði ekki
svarað boðum um samningavið-
ræður. Fram kom í samtali við
Hákon Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóra framkvæmda-
nefndar HM á íslandi, að CWL
væri að bíða eftir formlegu boði
útvarpsstjóra og var talið að það
yrði sent í dag eins og raunin
varð á.
Málið snýst um hver eigi að
bera kostnað af útsendingunum
héðan og er, samkvæmt heimild-
um Morgunblaðsins, á mjög við-
kvæmu stigi vegna þess hvað
naumur tími er til stefnu. Afrit
af bréfínu var m.a. sent til IHF
pg framkvæmdanefndar HM á
íslandi og sagði Hákon stórt
skref stigið.
„Ég er mjög ánægður með
síðustu viðbrögð og er ennþá
vongóður um að málið fái far-
sæla lausn."
SKIÐI
Ein besta ganga mín
- sagði Daníel Jakobsson sem náði 26.
besta tímanum á sænska meistaramótinu
DANÍEL Jakobsson skíðagöngu-
maður náði 26. besta tímanum
af 150 keppendum í 15 km
göngu með frjálsri aðferð á
sænska meistaramótinu sem
fram fór um síðustu helgi.
„Þetta er ein besta gangan mín
frá upphafi og sýnir að ég er á
réttri leið. Ég var óheppinn —
datt rétt áður en ég kom í mark-
ið og missti við það eina tíu
keppendur framúr mér,“ sagði
Daníel.
Keppnin var hluti af sænska
meistaramótinu og var keppt í
svokölluðu veiðistarti. Fyrri daginn
var keppt í 10 km göngu með hefð-
bundinni aðferð og síðari daginn í
15 km göngu með fijálsri aðferð og
ræst út eftir frammistöðu fyrri dag-
inn. Daníel sagði að sér hefði gegnið
illa fyrri daginn. „Ég tók áhættu
með smurningu, sem gekk ekki upp,“
sagði Daníel sem varð í 44. sæti.
Sigurvegari í báðum göngunum
var Jan Ottoson, sem var með 40
sekúndna forskot á næsta mann eft-
ir fyrri daginn. Hann kom fyrstur í
mark í 15 km göngunni síðari daginn
en Torgny Mogren varð annar. Daní-
el var um tvær mínútur á eftir Otto-
son síðari daginn og gefur það hon-
um um 40 alþjóðleg styrkleikastig
(FlS-stig), en íslenska ólympíulág-
markið er 85 FlS-stig. „Ég er mjög
ánægður með síðari daginn."
Rögnvaldur Ingþórsson frá Ak-
ureyri og Ólafsfirðingamir, Sigurgeir
Svavarsson og Ólafur Björnsson,
kepptu í 10 km göngu með hefðbund-
inni aðferð í ólympíubrautinni í Lille-
hammer í Noregi á sunnudaginn.
Rögnvaldur náði bestum árangri
þeirra, hafnaði í 101. sæti af 148
keppendum. Hann var 4,20 mín. á
eftir sigurvegaranum, Vegard Ul-
vang frá Noregi, og fékk fyrir það
um 100 FlS-stig. Sigurgeir varð í
109. sæti, 20 sek. á eftir Rögnvaldi
og Ólafur í 138. sæti. „Ég var ekki
ánægður með þessa göngu. Ég þarf
að gera betur en þetta,“ sagði Rögn-
valdur. „Ég stefni á að ná lágmarki
fyrir Óiympíuleikana (85 FlS-stig)
og ég veit að ég get það.“
Daníel, Sigurgeir og Rögnvaldur
keppa í dag í 30 km göngu með
hefðbundinni aðferð og er gangan
hluti af sænska meistaramótinu.
KARFA / NBA
LétthjáUtah
Leikmenn Utah Jazz áttu ekki í
nokkrum erfíðleikum þegar þeir
tóku á móti Dallas Mavericks í NBA-
deildinni í fyrrinótt. Heimamenn sigr-
uðu 115:85 og var Tom Chambers
stigahæstur með 20 stig en Karl
Malone gerði 19 í jöfnu liði Utah.
Hjá gestunum var Jim Jackson stiga-
hæstur með 23 stig og Jamal Mas-
hburn gerði 20.
Sigurinn þarf ekki að koma á óvart
því Dallas hefur tapað 22 af síðustu
23 leikjum sínum í vetur og hefur
gengið verst allra liða, aðeins unnið
tvívegis í 28 leikjum. Utah hefur hins
vegar unnið í níu af síðustu tíu leikj-
um.
FELAGSLIF
Herrakvöld FH
Herrakvöld FH verður í Kænunni, föstudag-
inn 7. janúar kl. 20. Veislustjóri verður
Guðmundur Ámi Stefánsson, r-áðherra. For-
sala aðgöngumiða verður í Sjónarhóli,
Kaplakrika.
Aðatfundur hjá
knattspymukonum
Aðalfundur Hagsmunasamtaka knatt-
spyrnukvenna verður haldinn [ íþróttahúsi
Austurbergs laugardaginn 8. janúar og
hefst kl. 17.