Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.01.1994, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 5. JANÚAR 1994 51 IÞROTTAMAÐUR ARSINS 1993 Langsóttur draumur - sagði hestamaðurinn Sigurbjörn Bárðarson, Iþróttamaðurársins 1993 Morgunblaðið/Þorkell Sigurbjörn Bárðarson, knapi, hampar hér styttunni eftirsóttu sem fylgir sæmdarheitinu íþróttamaður ársins. ÚRSLIT England Úrvalsdeildin: Þrjátíu og tveir féngu stig 19 íþróttafréttamenn tóku þátt í kjörinu að þessu sinni og valdi hver 10 íþróttamenn. Efsti maður á lista fékk 20 stig, sá næsti 15 stig, þriðji 10 stig, fjórði sjö, fimmti sex o.s.frv.. Alls fengu 32 íþróttamenn stig og var röðin eftirfarandi: Nöfn, félag, íþróttagrein og stig: 1. Sigurbjörn Bárðarson, Fáki — hestaíþróttir..............252 2. Geir Sveinsson, Val / Avidesa — handknattleikur.........241 3. Sigurður Jónsson, ÍA — knattspyrna......................225 4. Guðmundur Hrafnkelsson, Val — handknattleikur............82 5. Úlfar Jónsson, Keili — golf..............................77 6. Jón Kr. Gísiason, ÍBK — körfuknattleikur.................70 7. Valdimar Grimsson, Val / KA — handknattleikur..............49 8. Bryndís Ólafsdóttir, Ægi — sund..........................45 Þorsteinn Hallgrímsson, GV — golf..........................45 10. Geir Sverrisson, Ármanni — fijálsíþróttir............................43 Norwich - Newcastle..............1:2 Bowen (4.) — Beardsley (20.), Cole (80.). 19.564. Liverpool - Man. Utd.............3:3 Clough 2 (25., 38.), Ruddock (79.) - Bruce (9.), Giggs (20.), Irwin (24.)). 42.795. BÓtrúleg óskabyijun Man. Utd. dugði ekki á Anfield Road. Spánn Sjötta umferð bikarkeppninnar á Spáni: Madrid: Real Madrid - Atletico Madrid...2:2 Luis Zamorano (10.) Jose Michel (80.) — Jose Caminero 2 (35., 50.) Gijon: Sporting Gijon - Barcelona......0:3 Guillermo Amor (2.), Sergi (9.), Julio Sa- linas (27.) Firma- og félagshópa- keppni FH Firma- og félagshópakeppni FH í knatt- spymu verður í íþróttahúsinu við Kapla- krika laugardaginn 15. janúar. Helstu regl- ur eru þær að fjórir leikmenn eru inná í einu og enginn markvörður. Þátttökugjald er 10.000 kr. á lið, en veitt verða verðlaun fyrir þtjú efstu sætin. 11. Bjarki Sigurðsson, Víkingi — handknattleikur..... 12. Eyjólfur Sverrisson, Stuttgart — knattspyma...... Guðrún Arnardóttir,_Ármanni — frjálsíþróttir..... 14. Þórður Guðjónsson, ÍA — knattspyrna.............. 15. Lúkas Kostic, ÍA — knattspyrna................... Martha Emstsdóttir, ÍR — ftjálsíþróttir.......... 17. Daníel Jakobsson, Ásarna — skíði................. 18. Sigurður V. Sveinsson, Selfossi — handknattleikur. 19. Inga Lára Þórisdóttir, Víkingi — handknattleikur... 20. Arnór Guðjohnsen, Hácken — knattspyrna........... Bjarni Friðriksson, Ármanni — júdó................ 22. Karen Sævarsdóttir, Keili — golf................. Lára Hrund Bjargardóttir, Ægi — sund.............. Haraldur Ingólfsson, ÍA — knattspyrna............. 25. Ólafur Þórðarson, ÍA — knattspyma............... 26. Kristján Helgason — snóker...................... 27. Broddi Kristjánsson, TBR — badminton............ Pétur Guðmundsson, KR — fijálsíþróttir........... 29. Kristinn Björnsson, Leiftri — skíði............. 30. Guðjón Guðmundsson, Ármanni — fimleikar......... 31. Ásgeir Sigurðsson — bifreiðaíþróttir............ Arna Steinsen, KR — knattspyrna.................. ,36 .33 .33 .26 .15 .15 .13 .12 .10 ...9 ...9 ...7 ...7 ...7 ...6 ...5 ...4 ...4 ...3 ...2 ...1 ...1 SIGURBJÖRN Bárðarson, knapi úr Fáki, var útnefndur íþrótta- maður ársins 1993 af Samtökum íþróttafréttamanna í hófi sem Samtökin héldu i' veislusölum ríkisins að Borgartúni í Reykjavík í gærkvöldi. Þetta var í 38. skipti sem útnefning þessi fer fram oo^ í fyrsta sinn sem hestaíþróttamaður hlýtur þessa eftirsóttu viður- kenningu. „Þessi heiður var langsóttur draumur hjá mér. Ég á varla til orð og er ekki alveg farinn að átta mig á þessu enn,“ sagði Sigurbjörn strax eftir kjörið og var greinilega brugðið. Þrír íþróttamenn skáru sig úr í kjörinu að þessu sinni. Mest var hægt að fá 380 atkvæði, en þrírfengu yfir 200. Sigurbjörn hlaut 252 atkvæði, Geir Sveinsson, handknattleiksmaður, kom næstur með 241 og knattspyrnumaðurinn Sigurður Jónsson í þriðja sæti með 225 atkvæði. Sigurbjörn Bárðarson hefur oft- ar orðið íslandsmeistari, Evr- ópumeistari og heimsmeistari á ís- lenskum hestum en nokkur annar. Hann á að baki langan og glæsilegan keppnis- feril. Frammistaða hans á nýliðnu ári var sérlega glæsi- leg. Hann vann nánast allt sem hægt var að vinna; m.a. þrenn gull- verðlaun á heimsmeistaramótinu í Hollandi auk þess að næla í ein bronsverðlaun þar og þá var hann útnefndur Skeiðreiðarmaður ársins af Alþjóða skeiðmeistarafélaginu. Sigurbjörn sagðist ekki hafa átt von á að hann yrði útnefndur íþróttamaður ársins. „Fyrir tveimur árum komst ég í fjórða sæti og í fyrra var ég á meðal tíu efstu. Að komast í þennan tíu mann hóp er gífurleg virðing finnst mér. Óg í raun ótrúlegt að ég skuli hafa náð að stíga þetta skref því þetta eru það miklir íþróttamenn sem eru að samgleðjast hér í kvöld.“ „Þessi heiður er tvímælalaust mikill sigur fyrir hestaíþróttina og kemur til með að vera mikil lyfti- stöng fyrir framtíðina þar sem ég er fulltrúi fyrir hestaíþróttina í land- inu. Eg held að þetta hafi einnig víðtæk áhrif bæði hér heima og erlendis. Þessi viðurkenning á eftir að auka hróður og virðingu íslenska hestsins gífurlega. Þetta er mesti og æðsti heiður sem mér hefur nokkru sinni hlotnast og skarar framúr öllu öðru. Það tekur mig einhveija daga að komast til sjálfs míns með að þetta hafí gerst.“ - Hvernig heldur þú að vinir þínir, hestarnir, taki þessum titli? „Þeir verða örugglega ánægðir því ég verð svo lipur og mjúkhentur við þá og slaka á þjálfuninni næstu daga. Þeir fá sjálfsagt aukabita og smá afslöppun." - Hvað er framundan hjá þér á nýju ári? „Sumir mundu nú sjálfsagt segja~" að nú ætti maður að hægja á sér. Og eins og máltækið segir, hætta ber leik þá hæst hann stendur. En ég held að það sé ekki tímbært og hugur minn er þegar farinn að stefna til ársins 1995 er heimsleik- arnir fara fram í Sviss og svo er Landsmót næsta sumar og mörg önnur mót framundan og ég er þegar farinn að undirbúa mig,“ sagði íþróttamaður ársins. Skapti Hallgrímsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, lýsti ' kjörinu og sagði m.a. í ræðu sinni: „Mikið vatn hefur fallið til sjávar síðan Vilhjálmur Einarsson stökk 16,26 metra í þrístökki á Ólympíu- leikunum í Melbourne 1956 og hlaut fyrstur styttuna glæsilegu fyrir það ógleymanlega afrek. Enn koma glæsilegir íþróttamenn fram á sjón- arsviðið hér á landi, eins og þeir gerðu auðvitað margir fyrir fyrsta kjörið og hafa gert allar götur síð- an; sem betur fer, því fátt gleður íbúa lands okkar hér út við ysta haf meir en glæsileg afrek á vett- vangi íþrótta." Tíu efstu í kjörinu fengu glæsi- lega bókargjöf sem bókaútgáfan Mál og menning gaf. SAS flugfé-"" lagið gaf íþróttamanni ársins flugmiða fyrir tvo og þrír efstu í kjörinu fengu bikara til eignar. Slgurbjörn á langan og farsælan keppnisferil að baki og segja má að várla séu hestaíþróttir nefndar án þess að geta þess sigursæla íþróttamanns í sömu andrá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.