Morgunblaðið - 06.01.1994, Síða 12

Morgunblaðið - 06.01.1994, Síða 12
12 C dagskrá MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. JANÚAR 1994 Ferill Eastwoods spannar 40 ár og hann lætur ekki deigan síga ÞRÁTT fyrir að ferill Clints Eastwoods spanni meira en 40 ár og eftir hann liggi meira en 50 kvikmyndir er kappinn ekkert á þeim buxunum að hætta, en hann stendur nú á hátindi ferils síns. Síðastlið- ið sumar fékk myndin í Skotlinu, þar sem hann lék aðalhlutverkið, góða aðsókn og nú nýverið lauk hann við gerð myndarinnar „A Perfect WorId“, þar sem hann leikur aðalhlutverkið á móti stórstjörnunni Kevin Costner, auk þess sem hann Þessa dagana stendur leikarinn og leikstjórinn Clint Eastwood á hátindi ferils síns og eftir hann liggja meira en 50 kvimyndir. Hann hafði ætlað að hætta I kvikmyndum eftir gerð myndarinnar „Unforgiven“ en snerist hugur og hefur nýlega sent f rá sér enn eina myndina leikstýrir myndmni. Eastwood er nú orðinn 63 ára gamall. Þegar hann !auk við gerð kúrekamyndarinnar „Unforgiven" árið 1992 ætlaði hann að hætta í kvikmyndum og snúa sér að því að verða gamall í ró og næði. Honum að óvörum fékk myndin metaðsókn og hlaut hin eftirsóttu Óskarsverð- laun. Þá snerist honum hugur og ákvað að halda áfram kvikmynda- gerð og -leik. Eftir hann liggja marg- ar metaðsóknarmyndir og nú undan- farin ár hefur honum tekist að kom- ast í hóp eftirsóttustu leikstjóra í Hollywood. Þegar hann er spurður hvemig honum hafi verið innanbrjósts þegar hann tók við Óskarsverðlaununum fyrir bestu leikstjórnina segist hann einfaldlega hafa verið mjög ánægð- ur. „Ég bauð móður minni að vera viðstödd athöfnina og í tilefni þess keypti hún sér nýjan kjól og gerði sér ferð til Los Angeles frá Carmel í Kaliforníu, en hún var þá 84 ára gömul. Ég var þess vegna mjög feg- inn að fara ekki út tómhentur," seg- ir hann. Hann segir að það hafi verið rétt að „Unforgiven" hafí átt að vera hans síðasta mynd. „En ég ákvað að halda ótrauður áfram þegar ég var búinn að hugsa málið betur,“ segir Eastwood. „Á meðan fólk kem- ur að horfa á myndirnar mínar mun ég halda áfram.“ Og Eastwood hefur ákveðnar skoðanir á því að setjast í helgan stein. „Sumt fólk er heltekið af þeirri hugsun að setjast í helgan stein og þegar það svo gerist missir það áhug- ann á öllu og veslast upp,“ segir hann. „Ég held að ánægjan og orkan sem maður fær út úr því að vinna sé mikilvæg. Mannskepnan er ekki sköpuð til þess að sitja og gera ekki neitt.“ Ofbeldi mannskemmandi Nýja myndin, „A Perfect World“, fjallar um mannrán og hefur hún fengið lofsamlega dóma gagnrýn- enda sem telja hana eina bestu mynd Eastwoods_ á leikstjórnarferlinum hingað til. Áhorfendur hafa hins veg- ar ekki verið eins áhugasamir og gagnrýnendurnir, því fystu helgina sem myndin var sýnd í Bandaríkjun- um halaði hún einungis inn um 11 milljónir dollara, eða um 770 milljón- ir króna, sem þykir ekki mikið í Hollywood. Þessar tvær síðustu myndir sem Eastwood leikstýrði, „Á Perfect World" og „Unforgiven", íjalla báðar um ofbeldi á einn eða annan hátt og þá sérstaklega hversu mann- skemmandi það er. Þannig kveður Veiöimaðurinn - Eastwood í hlutverki kvik- myndaleikstjórans Johns Hustons í kvikmyndinni „White Hunte, Black Heart“ en henni leikstýrði hann einnig. Einkalífið - Eastwood býr með leikkonunni Franc- is Fisher og á með henni nokkurra mánaða gamla dóttur. Við leikstjórn - Eastwood Ieikstýrir Kevin Costner í myndinni „A Perfect World“ sem nýlega var frumsýnd í Bandaríkjunum. við nýjan tón hjá manninnum sem er líklega þekktastur fyrir að leika hörkutól á borð við Dirty Harry, sem láta vondu mennina fá það óþvegið. Ofbeldi er honum hugleikið og þá sérstakleg afleiðingar þess fyrir mannssálina og hann er ekki alls kostar sáttur við hvernig fjölmiðlum er ætíð kennt um ofbeldi í þjóðfélag- inu. „Þegar einhver stjórnmálamaður þarf að vekja athygli á sjálfum sér þá hefur hann baráttu gegn ofbeldi í sjónvarpi," segir hann. „Sjónvarp og skemmtiiðnaðurinn er svo auðvelt skotmark því þar er aldrei borin hönd fyrir höfuð. Auðvitað liggja rætur ofbeldis dýpra en afþreyingariðnað- urinn.“ Sem dæmi tekur hann þegar Janet Reno, dómsmálaráðherra Bandaríkj- anna, hóf baráttu sína gegn ofbeldi í fjölmiðlum á síðasta ári. Hann seg- ir að þær yfirlýsingar hafi misst marks þegar áhorfendur horfðu upp á harmleikinn í Waco í Texas þegar Alríkislögreglan réðist til atögu við sértrúarsöfnuð að skipan Reno. „Þetta var líklega versta ofbeldið sem sést hefur í sjónvarpi," segir hann. Hefur leikstýrt 17 myndum á ferlinum Eins og áður segir liggja meira en 50 kvikmyndir eftir Eastwood, misgóðar og vinsælar eins og gerist og gengur. Þeirra á meðal eru 17 myndir sem hann hefur leikstýrt sjálfur. Fyrir utan Charles Chaplin, Buster Keaton og Woody Allen hefur enginn leikari leikstýrt sjálfum sér í jafnmörgum myndum. Meðal helstu myndanna sem hann hefur leikstýrt má nefna „Play Misty for Me“ (1971), „The Outlaw Josey Wales" (1976), „Broncho Billy" (1980), „Sudden Impact" (1983), „White Hunter, Black Heart“ (1990) og „Unforgiven" (1992). Auk þess að leika og leikstýra á Eastwood sitt eigið kvikmyndafyr- irtæki og þar hefur hann getað fram- leitt og leikstýrt þeim myndum sem hann hefur áhuga á. Hann segir þetta hafa gengið vel og meðal ann- ars leitt til þess að hann hafi getað leikið margbreytilegri hlutverk en annars. „Samt er það nú einu sinni svo,“ segir hann, „að áhorfendur vilja helst sjá mig í hlutverki hörkutóls- ins“. Eastwood er ímynd hörkutólsins en þrátt fyrir það segist hann vera meyr maður inn við beinið og iðulega tárfella þegar hann horfi á hugljúfar kvikmyndir. „Ég er tilfinningavera," segir hann. „Þegar ég horfí á mynd- ir á borð við ET tárfelli ég eins og margir aðrir.“ Og þó hann sé núna á hátindi fer- ils síns kýs hann að hafa hægt um sig í einkalífinu og eyðir Eastwood mestum tíma sínum með fjölskyldu sinni í Carmel. Hann er í sambúð með leikkonunni Francis Fisher og nýlega eignuðust þau saman dóttur. Hann ferðast með þyrlu til Los Ang- eles, þar sem skrifstofa kvikmynda- fyrirtækis hans er til húsa, þegar hann á þangað erindi. Fyrir á Eastwood tvö börn, Kyle, 25 ára, og Alison, sem er 21 árs. BÍÓIN í BORGIIMIMI Arnaldur Indriðason/Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIIM Demolition Man ★ ★ Vi Mikil keyrsla á köflum gera framtíðar- sýnina „Demolition Man“ að skínandi afþreyingu þó að hún sé ekki par merkileg að öðru leyti. Aladdín ★ ★ ★ Vi Gamla góða ævintýrið leiftrar af frá- sagnargleði og íslenska talsetningin með Ladda í broddi fylkingar óað- finnanleg. Fyrirtaks fjölskyldu- skemmtun. Skytturnar 3 ★ ★ Vi Dæmigerð Hollywoodútgáfa á sögu Dumas með þekktum leikurum af yngri kynslóðinni. Ungu skytturnar eru aldrei leiðinlegar enda góður hasar í frásögninni. Aftur á vaktinni ★ ★ Vi Um flest lík fyrri myndinni um lögg- urnar seinheppnu. Engu að síður fram- bærileg afþreying. Einu sinni var skógur ★ ★ Falleg teiknimynd með umhverfís- vænu yfírbragði um lítil skógardýr sem takast á hendur langt ferðalag. BÍÓHÖLLIIM Demolition Man (sjá Bíóborgina) Aladdin (sjá Bíóborgina) Addamsfjölskyldugildin ★ ★ ★ Addamsfjölskyldan er engri lík. Frum- leg, kolrugluð en umfram allt bráð- skemmtileg. Framhaldið er betra en fyrri myndin. Rísandi sól ★ ★ Vi Philip Kaufman breytir metsölubók Michaels Crichtons í of veigamiklum atriðum til að myndin hans verði spennandi en ekkert er til sparað og hún er ágætlega kvikmynduð og leik- urinn er góður. Flóttamaðurinn ★ ★ ★ Dr. Kimble, flóttamaðurinn frægi frá árdögum sjónvarpsins, mættur til leiks í nýjum búningi. Tekst enn á ný eink- ar vel að hafa ofanaf fyrir áhorfend- um. Skógarlíf ★ ★ ★ Eiri af gömlu Disneyperlunum segir frá ævintýraferð drengsins Mógla úr frumskóginum til mannabyggða. Gamansemi og fjör allan tímann. HÁSKÓLABÍÓ Sönn ást ★ ★ ★ Nýjasta mynd Tony Scotts uppúr handriti Quentins Tarantinos er ek. sambland af „The Getaway“ og „Wild at Heart“. Ofbeldisfull í meira lagi en kómísk líka og leikaraliðið er frábært. Ys og þys út af engu ★ ★ ★ Ærslafull, fjörug, fyndin og skemmti- leg útgáfa Kenneths Branaghs á gam- anleik Shakespeares. Góður leikur hjá bragðgóðum leikhópi. Skáldið lifír góðu lífi í höndum Branaghs. Krummarnir ★ ★ Ósköp snofur en tjlþrifalítil dönsk barna- og unglingamynd. Leikurinn skammlaus en íslenska talsetningin upp og ofan. Addamsfjölskyldugildin ★ ★ ★ Addamsfjölskyldan er engri lík. Frum- leg, kolrugluð en umfram allt bráð- skemmtileg. Framhaldið er betra en fyrri myndin. Ungu ameríkanarnir ★ ★ Nýir og verri tímar í undirheimaveröld Lundúnaborgar aðallega vegna áhrifa frá Bandaríkjunum. Einfeldingsleg heimsmynd í stílfærðri breskri hasar- mynd með lagi Bjarkar Guðmunds- dóttur. Indókina ★ ★ ★ Falleg, hádramatísk, frönsk stórmynd um miklar ástir og umbrot í Indókína undir Frökkum. Catherine Deneuve ógleymanleg. Rauði lampinn ★★★ Fínleg, döpur en minnisstæð mynd um tilgangslitla jafnréttisbaráttu kvenna gegn karlaveldinu í Kína. Jurassic Park ★ ★ ★ 'A Ein af eftirminnilegu myndunum hans Stevens Spielbergs hefur átt geysileg- um vinsældum að fagna erlendis og byijaði með látum hér heima. Stór- kostleg ævintýramynd og ein af fáum í seinni tíð sem er virkilega nauðsyn- legt að sjá. LAUGARÁSBÍÓ .Geimverurnar ★ 'h Gamanmynd um samskipti geimvera og jarðarbúa er hvorki fugl né fískur. Fullkomin áætlun ★ ★ Ef ekki hefði verið fyrir margumtalað „hraðbrautaratriði" hefði þessi meðal- unglingamynd um félaga í háskólaliði í ruðningi fljótlega fallið í gleymskunn- ar dá. Þriðji þátturinn ágætur og Caan er góður sem þjálfarinn. Hættulegt skotmark ★ ★ Vi Ofbeldið er sett ofar öllu í andstyggi- legri en spennandi drápsmynd. REGIMBOGIIMIM Maður án andlits ★ ★ ★ Ágætlega heppnuð frumraun Mel Gib- sons á leikstjórasviðinu segir ljúfsára sögu af brothættri vináttu manns sem lent hefur utangátta í samfélaginu og drengs sem tekst að opna leið að hon- um. Til vesturs ★ ★ Mjög misjöfn mynd á mörkum ævin- týris og veruleika um frelsi og ánauð á írlandi. Börn og dýr leika best. Hin helgu vé ★ ★ 'h Lítil og ljúf mynd um fyrstu reynslu sjö ára drengs af ástinni og afbrýð- inni. Yngstu leikararnir fara á kostum. Óvenjuleg mynd frá Hrafni. Píanóið ★ ★ ★ Einkar vel gerð og leikin nýsjálensk verðlaunamynd um mállausa konu sem kynnist ástinni í óbyggðum og píanóið sem verður örlagavaldurinn í lífí hennar. Gott mál. SAGABÍÓ Skytturnar 3 ★ ★ Vi Dæmigerð Holiywoodútgáfa á sögu Dumas með þekktum leikurum af yngri kynslóðinni. Ungu skytturnar eru aldrei leiðinlegar enda góður hasar í frásögninni. Aftur á vaktinni ★ ★ Vi Um flest Iík fyrri myndinni um lögg- urnar seinheppnu. Engu að síður fram- bærileg afþreying. STJÖRIMUBÍÓ Old sakleysisins ★ ★ ★ ★ Stórkostleg bíómynd eftir Martin Scorsese um ást i meinum á meðal broddborgara New York á síðustu öld. Leikurinn frábær. Nú hlýtur Scorsese að vinna til Óskarsins, það er löngu orðið tímabært. Hrói höttur: Karlmenn í sokkabux- um ★★ Mel Brooks virðist fallinn fyrir ofur- borð meðalmennskunnar en hér tekur hann á goðsögninni um Hróa hött, sem vissulega á það skilið. Svefnlaus í Seattle ★ ★ ★ Einkar aðlaðandi rómantísk gaman- mynd um samdrátt manns og konu sem teygir sig þvert yfir Bandaríkin. Full af húmor og skemmtilegheitum varðandi ástina og hjónalífíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.