Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 C 3 Ríkiskaup Bílaumboð gagnrýna útboð ríkisins á bílum ÓÁNÆGJA ríkir nú meðal bifreiðainnflytjenda vegna útboðs sem Ríkiskaup efndu til skömmu fyrir áramót. I útboðinu var óskað eftir verðtilboðum vegna kaupa á bifreiðum fyrir ríkisstofnanir og voru tilboðin opnuð þann 16. desember sl. Nokkrum dögum síðar barst fyrirtækjunum hins vegar bréf þess efnis að bílanefnd ríkisins liti svo á að hér væri um verðkönnun að ræða og að þeir sem ekki sendu inn tilboð yrðu ekki útilokaðir frá viðskiptum við Ríkiskaup á árinu 1994. Bílakaup yrðu miðuð við að nýtt út- boð færi fram í apríl/maí næsta vor. Júlíus S. Ólafsson, forstjóri Ríkiskaupa, sagði í samtali við Morgunblaðið að nokkur álitamál hefðu komið upp í tengslum við bílaútboð vegna bílakaupa ríkisins á næsta ári og væru þau til um- fjöllunar hjá embættinu. Þyrfti að endurskoða vinnubrögð vegna nýrra reglna um útboð og í þessu tilfelli hefði það ekki verið gert nægilega vel áður en farið var af stað. Óvíst væri hvort framgangs- máti útboðsins hefði verið í sam- ræmi við nýsettar reglur. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins hefur fjármálaráðherra borist kvörtun vegna framkvæmd- arinnar á þessu útboði ríkisins. Telja bifreiðainnflytjendur að niðurstaða bílanefndar gangi á skjön við ný lög og leiðbeiningar um útboð ríkisins. Oeðlilegt sé að einn eða fleiri aðilar geti fengið vitneskju um tilboð keppinautanna og síðan sent inn ný tilboð með tilliti til þeirra. Þá sé með öllu óheimilt að efna til annars útboðs síðar á árinu fyrr en öllum þátttak- endum hafi verið skriflega greint ítariega frá ástæðum þess að öll- um útboðum hafi verið hafnað. Fyrirtæki Nýtt hlutafélag stofn- að um trésmiðju KA STOFNAÐ hefur verið nýtt hlutafélag á Selfossi, Húsgögn og innréttingar hf. sem í byijun er dótturfyrirtæki Kaupfélags Arnes- inga (KA). Hlutafélagið tekur strax við 2.700 fm húseign Tré- smiðju KA, en kaupfélagið mun til bráðabirgða annast reksturinn. Hlutafé Húsgagna og innrétt- inga verður í upphafi tíu milljónir króna, en verður væntanlega auk- ið jafnframt því sem leitað verður eftir nýjum hluthöfum eftir því sem fram kemur í frétt frá KÁ. Sérstaklega verður lögð áhersla á að starfsmenn Trésmiðju KA ger- ist hluthafar og ýmsir samstarfs- aðilar svo og aðrir. sem áhuga kunna að hafa á því að ganga til liðs við KÁ til að efla tréiðnað á Selfossi. Leitað verður eftir fjár- magni til uppbyggingar og rekst- urs frá sjóðum- sem hafa styrkt sambærileg fyrirtæki. Einnig verður leitað til bæjarfélagsins með eðlilega fyrirgreiðslu og til þingmanna kjördæmisins um sam- starf til tryggingar á góðum árangri þessa verkefnis. Framkvæmdastjóri nýja fyrir- tækisins verður Ágúst Magnús- son. Starfsmönnum Trésmiðju KÁ hefur verið sagt upp störfum, en í fréttinni segir að þeir muni vænt- anlega verða endurráðnir til hluta- félagsins þegar það hefur rekstur. í stjóm félagsins sitja Erlingur Loftsson, Arndís Erlingsdóttir og Gunnar Kristmundsson. Starfsemi Húsgagna og innrétt- inga mun verða skipulögð á grunni Trésmiðju KÁ. Eldhúsinnréttingar trésmiðjunnar hafa síðustu árin aðallega verið seldar í Metró und- ir merkinu KAM. Þá hefur mjög mikið verið framleitt af fataskáp- um og baðinnréttingum. Skerm- veggir og innihurðir hafa verið framleiddir í trésmiðjunni í Vík. Á síðustu árum hefur Trésmiðja KÁ notið aðstoðar Pennans við sölu á skrifstofuhúsgögnum sem fyrir- tækið hefur framleitt. Má þar nefna skrifstofuhúsgögnin Kontra og þá er Flétta ný lína sem hefur verið þróuð til framleiðslu. Skráning í Nafnaskrá Mvinnuskrá Svæðj91 107 rapdd___________________ Farsimi 0 w ht Meistaravöllum 96 »9 215 OttsetWónustanD 89 00 - Fax , ... 89° : . prentmyndadeilu p A\ - Söludeild j9 54i .sass—» - “■irsS.-'—""""" »5 - Po.- 89 74 ■»? jaasKSSS- s? - Fax Heimasímar: g9. Verkstjóri: b9' . Jason Pórsson Framleiöslustjón: . GesturFrimannsson »9 Verksmiðiustjóri: rq - Guömundur K Ratnsson . 89 Söludeild: „tnár/rvðftí sérsmiöi ■o,rrÆa^Sam.ökgegnas,mao9 símaskrá Símaskráin 1994 verður gefin út í tveimur bindum. Nafnaskrá er skrá yfir alla símnotendur, einstaklinga og fyrirtæki, þar sem hvert fyrirtæki er skráð með einu aðalsímanúmeri og telefaxnúmeri. Atvinnuskrá inniheldur allar upplýsingar um símanúmer fyrirtækja, Bláu síðurnar með símanúmerum stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga og Gulu síðurnar. Skýrari efnisflokkun gerir nýju símaskrána þægilegri í notkun og er hún því sterkari auglýsingamiðill. Ótvírætt betri símaskrá! PÓSTUR OG SÍMI Utftgttnl I>1 Metsölubloð á hverjum degi! ÁRÓSAR VÁRBERG M O S S II li I. S I N K I KAUPMANNAII Ö I N V STYTTRI FLUTNINGSTÍMI ÞÝÐIR BETRI ÞJÓNUSTA Samskip sigla vikulega frá Skandinavíu til Islands og tryggja að þú færð vörumar þínar í hendur eins fljótt og kostur er. Þá bjóðum við einnig styttri afgreiðslutlma en þekldst annarsstaðar og þú skdar vörunum um borð aðeins degi fyrir brottför. Liprir og traustir flutningar Samskipa með þéttu þjónusmneti innan Skandinavíu, auka möguleika þína í innflutningi og þar með í þjónustu við viðskiptavini þína. QAMQKIP wnlvl wl%l ■ Holtabakka við Holtavcg ■ 104 Reykjavtk • Slml (91) 69 83 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.