Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 Bílar Bílaumboðin beijast um síminnkandi köku Hrun hefur orðið í sölu á sumum fólksbílategundum, álagning hefur lækkað almennt og róðurinn þyngst verulega í rekstri umboðanna MJÖG hefur þrengt að bílaumboðunum síðustu misseri vegna stöð- ugt minnkandi sölu á fólksbílum. Á síðasta ári seldust tæplega 5.500 fólksbílar hjá 13 bílaumboðum og dróst salan saman um tæp 22% frá árinu 1992. Samdrátturinn í efnahagslífinu bitnar þó án efa harðar á bílaumboðunum en þessar sölutölur gefa til kynna. Samkeppnin hefur í miklum mæli snúist um að taka eldri bíla upp í nýja sem oft er erfitt að selja á ný nema með verulegum af- slætti. Þykir ljóst að álagning hafi lækkað nokkuð auk þess sem mestur samdráttur er í sölu dýrari bíla sem eðli málsins sam- kvæmt gefa-mest af sér. Bar viðmælendum Morgunblaðsins saman um að rekstur flestra umboðanna hafi verið mjög erfiður og ýmis teikn séu á lofti um að til uppstokkunar muni koma á þess- um markaði á þessu ári. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins munu þegar hafa átt sér stað þreifingar um sölu tveggja umboða. Bílamarkaðurinn 1992-1993 Sala nýrra fólksbíla 1992 1993 Breyting 92/93 HEKLA 1.212 1.078 -11,1% Mitsubishi 944 834 -11,7% Volkswagen 258 239 -7,4% Range Rover 2 0 -100,0% Audi 8 5 -37,5% P.SAMUELSS0N 1.536 1.211 -21,2% Toyota 1.536 1.211 -21,2% INGVAR HELGAS0N 1.199 972 -18,9% Nissan 792 806 1,8% Subaru 407 166 -59,2% B&L 616 687 11,5% Hyundai 271 423 56,1% Lada 344 264 -23,3% UAZ 1 0 -100,0% BRIMBORG 721 393 -45,5% Daihatsu 633 198 -68,7% Volvo 88 195 121,6% JÖFUR 311 344 10,6% Chrysler 60 117 95,0% Skoda 162 167 3,1% Peugeot 89 60 -32,6% BÍLAUMB0ÐIÐ 294 229 -22,1% Renault 220 197 -10,5% BMW 74 32 -56,8% RÆSIR 290 157 -45,9% Mazda 282 149 -47,2% Mercedes Benz 8 8 0,0% GL0BUS 237 102 -57,0% Ford 154 72 -53,2% Saab 31 26 -16,1% Citroen 52 4 -92,3% SUZUKI-BÍLAR 229 112 -51,1% Suzuki 229 112 -51,1% BÍLHEIMAR 137 81 -40,9% Isuzu 67 29 -56,7% Opel 12 32 166,7% GM 58 20 -65,5% H0NDA A ISLANDI 167 67 -59,9% Honda 167 67 -59,9% FIAT-BÍLAR 47 49 4,3% Fiat 47 49 4,3% ALLS 6.988 5.482 -21,6% Samdrátturinn á síðasta ári kom mjög misjafnlega fram hvað einstak- ar bifreiðategundir varðar og dæmi eru um algjört hrun í sölu. Þannig minnkaði sala af Citroén úr 52 bílum í 4 bíla og salan í sumum tegundum japanskra bíla minnkaði einnig veru- lega. Minnkaði sala á Mazda úr 282 bílum í 149 bíla milli ára og einung- is 166 Subaru bílar seldust miðað við 407 árið áður. Undantekningin frá þessu eru Nissan bílar þar sem salan jókst lítillega milli ára. Ef ein- hver telst hins vegar sigurvegari á bílamarkaðnum hljóta það að teljast Bifreiðar og landbúnaðarvélar, sem hafa á skömmum tíma náð undra- verðum árangri með Hyundai-bíla. Seldust 423 bílar af þessari gerð í fyrra sem samsvarar um 7,7% mark- aðshlutdeild. I þessu sambandi vekur athygli að fjögur fyrirtækjanna voru með um 72% af markaðnum en níu umboð þurftu að moða úr 28% söl- unnar. Þetta sést nánar á meðfylgj- andi töflu. Fyrstu tölur á þessu ári gefa til kynna áframhaldandi sam- drátt, en fyrstu viku mánaðarins var salan 5-6% minni en á sama tíma í fyrra. Nissan að sækja í sig veðrið - „Nissan hefur verið að sækja í sig veðrið og markaðshlutdeildin hefur verið að aukast undanfarin þijú ár með nýjum gerðurn," sagði Júlíus Vífill Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Ingvars Helgasonar hf. „Á síðasta ári seldist Nissan Micra mjög vel og er mest seldi smábíllinn hér á landi. Miðað við þann mikla samdrátt sem orðið hef- ur megum við mjög vel við una. Á þessu ári eigum við von á nýjum Subaru Legacy og salan kemur eflaust til með að aukast. Salan í Subaru hefur dregist nokkuð saman m.a. vegna þess að japanska jenið hefur hækkað og kaupgetan minnk- að. Kaupendur hafa fært sig yfir á ódýrari bíla. Við búumst við því að þetta ár verði svipað og árið 1993. Mér finnst teikn á lofti um það að markaðurinn muni hressast þegar líða tekur á árið, einkum ef einhveijir ytri þættir verða jákvæðir. Sú mikla sprenging sem varð í sölu bíla árið 1987 vegna tollalækkana hefur gengið mjög mikið niður og bílum fer fækkandi. Meðalaldur bíla er að hækka og fimmþúsund og fimmhundruð fólks- bílar sem seldust á síðasta ári er langt frá því að vera nægjanlegt til að viðhalda eðlilegri bílaeign hér á landi. Við teljum að markaðurinn komi einnig til með að aukast á seinni hluta ársins vegna þess að endurnýjunarþörfin fer vaxandi. Eðlileg endurnýjun hér á landi er nær 9-10 þúsund fólksbílar. Sam- göngur eru nauðsynlegar og ekki hægt að halda uppi velmegun og hraða nútímaþjóðfélagsins án eðli- legrar endurnýjunar bíla.“ Július Vífill segir að farið hafi verið mjög varlega í útgjöld hjá fyrir- tækinu að undanförnu vegna sam- dráttarins. „Við fórum reyndar út í fjárfestingu í byijun sl. árs þegar við keyptum bifreiða- og véladeild Jötuns hf. og gerum okkur vonir um að það skili sér. Bifreiðadeildin var flutt á Fossháls og er rekin undir heitinu Bíiheimar hf., en það fyrir- tæki hefur umboð fyrir bíla frá Gen- eral Motors og Opel-verksmiðjunum í Þýskalandi. Þessir framleiðendur hafa goldið þess að vera ekki nægi- lega vel kynntir á markaðnum hér á landi en við höfum trú á því að það komi til með að breytast. Opel er mest seldi og vinsælasti bíllinn í Evrópu og General Motors-bílarnir mest seldu bílarnir í Bandaríkjun- um.“ Bjartsýni hjá Heklu Sigfús Sigfússon, forstjóri Heklu, bendir á að hlutdeild Mitsubishi hafi aukist úr 13,4% í 15,2% og hlutdeild Volkswajgen hafi aukist úr 3,8% í 4,5%. „Eg er sérstaklega ánægður með að við skyldum hafa náð auk- inni markaðshlutdeild á sama tíma og jenið hefur hækkað mjög mikið. Það er þó ekkert kappsmál hjá okk- ur að vera númer eitt á markaðn- um.“ Sigfús vísaði því alfarið á bug að Hekla ætti í rekstrarerfiðleikum vegna samdráttarins og benti á að fyrirtækið hefði margar og sterkar stoðir undir rekstrinum. Hins vegar hefði verið tekið til í rekstrinum að undanförnu. „Við höfum ekki sagt upp fólki en ekki ráðið í stað þeirra sem hættu heldur fremur fært fólk til í störfum. Við í Heklu erum mjög bjartsýnir á árið 1994. Markaðurinn verður hins vegar mjög erfiður og menn þurfa að gæta mikillar varúð- ar og aðhalds í rekstrinum." Fyrri hluti ársins 1993 erfiður hjá Globus Þórður Hilmarsson, forstjóri Glob- us, segir að fyrri hluta síðasta árs hafi fyrirtækið verið að bíða eftir þeim bílum sem síðan hafi reynst aðalsölubílar ársins. Þess vegna hefði orðið samdráttur í sölu á Ford- bílunum. Þá hefði ekki tekist að semja um verð á Citroén-bílum. „Seinni hluta ársins varð jöfn og góð stígandi í sölunni og megnið af sölu ársins fór fram á þeim tíma. Okkar sala skiptist hins vegar nokkuð jafnt milli sendibíla og fólksbíla." Á þessu ári eins og seinni hluta ársins 1992 hefur verið haldið áfram hagræðingu hjá Globus. Því verki er að mestu leyti lokið þannig að áhrifin af þeim aðgerðum koma að fullu fram á þessu ári. Aðspurður um áætlanir fyrir þetta ár sagði Þórður: „Ég held að bíla- sala almennt verði svipuð á árinu eða jafnvel eilítið minni en í fyrra.“ Hann benti á að afkoma bílaumboð- anna væri væntanlega með þeim hætti að menn myndu leita leiða til frekari hagræðingar. Jöfur býr sig undir erfiðari tíma „Við jukum okkar markaðshlut- deild milli ára,“ sagði Óli Rúnar Ástþórsson, framkvæmdastjóri Jöf- urs hf. „Jeppasalan kom mjög vel út og jókst um 160% milli ára og sala á Skoda jókst einnig. Hins veg- ar minnkaði salan í Peugeot. Við höfum verið að leitast við að styrkja undirstöðurnar og tókum í því skyni við umboði fyrir þungavinnuvélar. Síðan hafa verið mjög strangar að- haldsaðgerðir í gangi til að mæta fyrirsjáanlegum samdrætti. Þannig höfum við verið að skera niður ónauðsynlega kostnaðarliði og fækkað starfsmönnum úr 27 niður í 18. Við teljum að árið 1994 verði ekki betra en síðasta ár og búum okkur undir erfíðari tíma hvað sölu varðar.“ Gísli Guðmundsson, forstjóri Bif- reiða og landbúnaðarvéla hf., sagði að markaðurinn hefði tekið vel við Hyundai-bílunum frá því þeir voru fyrst kynntir um mitt ár 1992. „Markaðshlutdeild okkar er þokka- leg eða 12,4% og við erum mjög ánægðir með söluna á Hyundai-bíl- unum. Hyundai var með 7,7% hlut- deild en Lada 4,8%.“ Hann sagði að áætlanir B&L mið- uðust við óbreytta sölu á þessu ári. „Herkostnaðurinn við að ná þessum fáu bílum í bílgreininni er hins vegar orðinn gífurlegur." Þokkalegur rekstur hjá P. Samúelssyni P. Samúelsson hf. umboðsaðili Toyota hefur haft ótvíræða forystu hvað snertir markaðshlutdeild á markaði fyrir nýja fólksbíla. Fram hefur komið að síðasta ár var erfitt í rekstri fyrirtækisins. Það hefur mátt glíma við 50% hækkun á jap- anska jeninu meðan útsöluverð bíl- anna hefur aðeins hækkað um 10% sem bætist ofan á samdráttinn á markaðnum. Við þessu var brugðist á síðasta ári með því að semja við Toyota um að miða við þýska mark- ið í stað jensins og tók þetta fyrir- komulag gildi á miðju ári. „Til skemmri tíma taka verksmiðjurnar á sig gengismuninn sem endurspegl- ast í verðhækkunum til lengri tíma litið,“ sagði Bogi Pálsson, fram- kvæmdastjóri P. Samúelssonar hf. „Við völdum að skipta úr jenum í þýsk mörk vegna þess að markið er stöðugast gagnvart íslensku krón- unni vegna samsetningar myntkörf- unnar. Síðan höfum við reynt að lækka reksturskostnað hjá okkur með því að ráða ekki í þær stöður sem hafa losnað. Þannig má segja að Japanirnir hafa að hluta til tekið á sig samdráttinn, við að hluta til og að hluta til hefur þessu verið hleypt út í verðlagið. Þetta gerir það að verkum að reksturinn kom þokka- lega vel út á síðasta ári af því að við náðum að bregðast nógu snemma við. Reksturinn var þó mjög þungur miðað það sem á að vera. Við sjáum ekki fram á, að þurfa að fara út í miklar breytingar á þessu ári. Sam- keppnisstaðan mun ráða því hvort það verða einhveijar verðhækkanir en það er ljóst að bílaumboðin þyrftu að hækka verðið hjá sér.“ Brimborg með hagnað í fyrra Egill Jóhannsson, markaðsstjóri hjá Brimborg, sagði að fyrirtækið hefði náð að auka söluna árið 1992 þegar samdrátturinn á bílamarkaðn- um hefði byrjað. Þá hefði fyrirtækið selt 340 Daihatsu-bíla úr sendingu sem átti að fara til Júgóslavíu. „Þrátt fyrir 68% samdrátt á síðasta ári • erum við ennþá í sjöunda sæti með Daihatsu og í fjórða sæti yfir jap- önsku merkin. Hins vegar hefur sala á Volvo aukist verulega. Helsta ástæðan fyrir því er að við höfum fengið tvö ný módel, Volvo 850 og Volvo 460.“ Hann sagði að þrátt fyrir sam- drátt myndi Brimborg skila hagnaði á sl. ári. „Við miðum okkar rekstur við að selja 300 fólksbíla á ári en hann byggist reyndar á ýmsu öðru eins og vörubílum, bátavélum, verk- stæðisrekstri o.fl. Um mitt ár 1992 hófum við sparnaðaraðgerðir og reynum að halda öllum kostnaði í lágmarki. Bjartsýnasta spá okkar gerir' ráð fyrir óbreyttri sölu á þessu ári. Hins vegar gefa tölur yfir sölu fyrstu vikuna á árinu til kynna að samdráttur gæti orðið 5-6% á þessu ári þrátt fyrir að janúar í fyrra hafi verið einn versti sölumánuður í sög- unni. Við vonumst til, að Daihatsu haldi sínum hlut en búum okkur undir minnkun.“ KB SAMDRATTUR — Efnahagskreppan í þjóðfélaginu hefur leikið bifreiðaumboðin illa en sölusam- drátturinn milli ára er um 22%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.