Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 12
VZterkurog Ll hagkvæmur auglýsingamiðill! VEDSKIPn AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 Höfðar til .fólksíöllum starfsgreinum! rmnmTiTf Borgar-Bræður amm ekki eftirspum eftirreyktum laxi Flytja út 5 tonn á mánuði til Evrópulanda FYRIRTÆKIÐ Borgar-Bræður hf. hefur að undanförnu verið að flytja út um 5 tonn af reyktum og gröfnum laxi á mánuði til ýmissa Evrópulanda undir heitinu Borgarlax. Þessi útflutningur hófst í júlí í fyrra í framhaldi af þátttöku fyrirtækisins í sjávarútvegssýningu í Brussel og frá þeim.tíma hefur Fyrirtækið er í eigu fimm bræðra, dóttursona Þorbjarnar Jó- hannessonar sem kenndur var við Kjötbúðina Borg en hún var starf- rækt um langt árabil á Laugavegi 68. Tveir bræðranna störfuðu lengi í Kjötbúðinni hjá afa sínum þar til rekstri hennar var hætt á sl. ári. í framhaldi af því hófu þeir bræður rekstur kjötvinnslu við Smiðjuveg í Kópavogi. Sá markaður reyndist hins vegar erfiðari viðfangs en búist var við. Lögðu þeir bræður kjöt- vinnsluna niður um áramótin og ætla alfarið að einbeita sér að út- flutningnum, rekstri veislueldhúss og innflutningi. Auk reykta laxsins hefur fyrirtækið framleitt hunangs- reyktan lax og graflax Lærðu laxareykingu af afa sínum „Við lærðum að reykja lax hjá afa okkar, Þorbirni í kjötbúðinni Borg,“ sagði Elías Guðmundsson, einn Borgarbræðra, í samtali við Morgunblaðið. „Upphafið að út- flutningi okkar má rekja til þess að við tókum þátt í sjávarafurða- sýningu í Brussel á síðasta ári. Raunar var laxinn frá okkur valinn á matseðlinn á Hilton hóteli í borg- inni þar sem haldin var ráðstefna fyrir sýninguna. Útflutningurinn hófst í júlí sl. og í fyrstu sending- verið nóg að gera í reykingunni. unni sem fór til Sviss voru aðeins 50 kíló. Núna erum við að flytja út um 5 tonn á mánuði bæði til Sviss, Belgíu, Frakklands, Þýska- lands og Slóveníu. Viðskiptaaðilar okkar erlendis segjast aldrei hafa kynnst jafn góð- um móttökum og segja sumir að þetta sé besti reykti lax í heimi. Við höfum vart getað sinnt eftir- spurn. Það virðist engin hindrun þó 13% tollur sé lagður á laxinn vegna þess að hann er talinn hafa mikla sérstöðu á markaðnum. Er- lendir aðilar hafa hvatt okkur óspart til að einbeita okkur að reyk- ingunni og útflutningi. Við höfum t.d. fengið mikið hrós frá virtum veitingahúsum, hótelum og fleiri aðilum. Aðspurður um hvers vegna svo vel hefði tekist til hjá Borgar- bræðrum sagði Elías að hráefnið væri ákaflega gott en einnig væru afurðirnar án allra aukaefna. Með sérstöku innra eftirlitskerfi væri fylgst með gæðum framleiðslunnar og hefði kerfið hlotið viðurkenningu Fiskistofu eins og kveðið væri á um í lögum. Þetta opnaði greiða leið inn á markaði Evrópska efnahagssvæð- isins. Hins vegar hefðu ekki fengist neinir styrkir frá hinu opinbera eða aðstoð af neinu tagi frá hinu opin- bera.“ Hráefni keypt frá Silfurstj örnunni Elías segir að fengist hafi mjög gott verð fyrir laxinn í Evrópu. „Markaðurinn hefur verið í mikilli lægð vegna norska laxins sem seld- ur er fyrir 500-900 krónur kílóið. Við fáum hins vegar 1.400-1.500 krónur fyrir kílóið. Aætlanir okkar fyrir þetta ár gera ráð fyrir að flytja allt að 14 tonn á mánuði.“ Borgarlax hefur keypt eldislax frá Silfurstjörnunni í Öxarfirði. „Við fáum laxinn glænýjan frá þeim en jafnframt höfum við keypt lax frá Miklalaxi sem er einnig með mjög góðan fisk. Vandamálið virð- ist vera að fá nægt hráefni og við höfum velt því fyrir okkur að flytja inn norskan lax. Við höfum áhuga á samvinnu við íslensku laxeldis- stöðvarnar til að leysa þetta mál,“ sagði Elías. T o r g i ð Fólk Framkvæmda- sijóri Alpan hf. ULÁRUS Elíasson, viðskipta- og verkfræðingur hefur verið ráðinn sem framkvæmda- stjóri hjá Alpan hf. á Eyrarbakka. Lárus útskrifaðist sem vélaverkfræð- ingur' frá Háskóla íslands árið 1983 og tók Dipl-Ing. próf í vélaverkfræði frá Karlsruhe Uni- versitat árið 1986. Hann starfaði hjá Verkfræðistofu Guðmundar og Kristjáns frá árinu 1986 til 1988. Lárus lauk síðan MBA-prófi frá Ohio University árið 1990. Hann starfaði um tíma hjá Iðnþróunar- sjóði þar til hann réði sig til Eim- skips árið 1990, fyrst í hagdeild og síðar sem deildarstjóri skipa- og út- flutningsþjónustu. Lárus er kvæntur Ingibjörgu Óðinsdóttur, blaða- manni og eiga þau einn son. Framkvæmda- stjóri Bræðr- anna Ormsson UANDRÉS B. Sigurðsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hjá Bræðrunum Ormsson hf. Hann útskrifaðist sem viðskiptafræðingur frá Háskóla ís- lands árið 1971. Að námi loknu hóf hann störf sem ijár- mála- og fram- kvæmdastjóri hjá Vörumarkaðnum hf. þar sem hann starfaði til ársins 1983. Hann varð framkvæmdastjóri Entek á íslandi hf. árið 1984 og hefur verið framkvæmdastjóri Alpan hf. á Eyrarbakka frá árinu 1985. Andrés er forseti bæjarstjórnar Garðabæjar. Sambýliskona hans er Hallgunnur Skaptason. Lárus Gjaldeyrisreikningar höfðu vinninginn Raunávöxtun á bankareikningum Sérkjarareikningar Landsbankinn Kjörbók 2,02-4,02% Landsbók 6,05% Grunnur 6,55% Búnaðarbankinn Gulibók Metbók Stjörnubók Bústólpi íslandsbanki Sparil. 2 Sparileið 3 Sparileið 4 Sparileið 5 Sparisjóðir Trompbók Öryggisb. Bakhjarl 2,18% 4,34% 6,64% 6,85% 1,91-2,38% 4,20% 6,11% 6,11% 2,37-2,61% 3,69-4,18% 6,64% Húsnæðissp.r. 6,85% Miðaö er við inni- stæðu sem legið hefur óhreyfð frá upphafi til loka árs. MISMUNANDI reglur gilda um sérkjara- reikninga. Vextir fara ýmist stighækkandi eftir fjárhæðum eða hversu lengi innistæðan stendur óhreyfð á reikningnum. Nánari upp- lýsingar um sérkjarareikn- ingaerað finna í mánaðar- legu vaxtayfírliti Seðlabankans. Ýmsir reikningar Reikningur Almenn sparisjóðsbók Ávísanareikningar ###### Lands bankinn -1,94% -1,94% Innlendir gjaldeyrisreikningar Bandaríkjadollar Sterlingspund Þýsk mörk Danskar krónur Norskar krónur Sænskar krónur Franskir frankar Svissn. frankar Japanskt yen ECU 11,92% 11,30% 8,02% 9,19% 6,54% -1,02% 9,42% 11,06% 23,94% 8,03% Búnaöar- bankinn -2,10% -2,10 - -2,56% 12,22% 11,84% 8,42% 8,94% 7,20% -0,27% 9,36% 11,48% 24,65% Islands- banki -2,29% -2,28- -2,59% 12,35% 11,61% 8,15% 8,88% 7,16% -0,32% 8,80% 11,33% 24,58% 9,03% Spari- sjóðir -2,17% -2,17% 12,21% 11,87% 8,15% 8,83% 6,80% -0,72% 9,31% 11,73% 24,61% 8,82% Gengisbundnir krónureikningar SDR (Sérstök dráttarréttindi) 14,73% 15,19% ECU (European Currency Unit) 8,61 % 7,72% 16,01% 8,46% 14,95% 7,80% Bankar og sparisjóðir keppast nú við að sannfæra sparifjáreig- endur um ágæti þeirra sérkjara-' reikninga sem þar eru í boði eins og jafnan á þessum tíma árs enda liggja núna fyrir ávöxtunartölur reikninganna á síðasta ári. Þannig státar íslandsþanki sig af þestu ávöxtuninni á óbundnum reikningi árið 1993. Sparisjóðirnir benda á hæstu ársávöxtun á innlánsreikn- ingi en Búnaðarbankinn segist hafa hæstu ávöxtun húsnæðis- sparnaðarreikninga og almennra innlánsreikninga. Þá hefur Lands- bankinn kynnt Kjörbókina sína með hefðbundnum hætti og leggur áherslu á að hún sé traust, óbund- in og áhættulaus og tryggi eigend- um sínum háa og örugga ávöxtum. Líklegt er að æði margir sparifjár- eigendur eigi erfitt með að átta sig á öllum þeim valkostum sem í boði eru á þessum markaði svo ekki sé talað um flóknar reglur banka og sparisjóða um reikning- ana. Þar ofan á bætast síðan ótal sparnaðarmöguleikar á verðbréfa- markaði, verðbréfasjóðir, ríkis- verðbréf, ýmiskonar skuldabréf og hlutabréf. Samanburður á sérkjarareikn- ingum bankanna leiðir í Ijós að Búnaðarbanklnn og sparisjóðirnir voru með hæstu raunávöxtun árs- ins 1993 6,85%, á húsnæðis- sparnaðarreikningum. Um þessa reikninga gilda sem kunnugt er sérstök lög enda veita þeir rétt til skattaafsláttar. Þeir sem hins veg- ar hafa kosið að hafa fé sitt óbund- ið gátu varðveitt það á Kjörbók Landsbankans, Gullbók Búnaðar- bankans, Sparileiðum 2 og 3 hjá íslandsbanka eða Trompbók spari- sjóðanna. Þriðja tegund sérkjara- reikninga eru svokallaðir bundnir skiptikjarareikningar, en þar er um að ræða Metbók Búnaðarbankans og Öryggisbók sparisjóðanna. Þá eru í fjórða lagi til vísitölubundnir reikningar, þ.e. Landsbók Lands- banka. Sparileið 4 hjá íslands- banka, Stjörnubók Búnaðarbanka og Bakhjarl sparisjóða. Það væri að æra óstöðugan að fjalla um þann frumskóg reglna sem um þessa reikninga gilda. Það gefur þó augaleið að þeir sem hafa bundið fé sitt í 2-2 '/5 ár bera mest úr bítum af innlánsreikningum í íslenskum krónum. Hins vegar hrósa þeir líklega mestu happi sem kusu að varð- veita sparifé sitt á gjaldeyrisreikn- ingi og gengisbundnum krónu- reikningum á síðasta ári því þeir gáfu allt að tæplega 25% raun- ávöxtun. Þar var um að ræða reikn- inga með japönskum jenum en sá gjaldmiðill hækkaði mikið á árinu á alþjóðamarkaði. Háa raunávöxt- un á þessum reikningum almennt má hins vegar skýra með gengis- fellingunni í júnímánuði. Þá eru ónefndir sparifjáreigendur sem af einhverjum ástæðum geymdu fé sitt á almennum sparisjóðsbókum eða tékkareikningum, en þeir biðu skarðan hlut frá borði eins og vænta mátti. Rýrnuðu innstæður á þeim reikningum um 2-2,6%. Það var því margs að gæta á síðasta ári við ávöxtun fjármuna í bönkum og sparisjóðum. Markaðurinn verður síst einfaldari á þessu ári því nýjar reglur hafa tekið gildi um verðtryggingarviðmiðanir og nýir sérkjarareikningar eru að líta dags- ins Ijós. KB

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.