Morgunblaðið - 13.01.1994, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994
* 8 C
Utanríkisviðskipti
Evrópskt viðskipta-
líf undir smásjá
Eftirlitsstofnun EFTA tekin til starfa
EFTIRLITSSTOFNUN EFTA eða ESA eins og heiti stofnunarinnar
er skammstafað á ensku, tók formlega til starfa nú um áramótin
um leið og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið tók gildi.
Ef að líkum lætur á þessi stofnun eftir að koma talsvert við sögu
viðskiptalífsins hér á landi og raunar hefur komið fram að Verslunar-
ráð íslands hyggst þegar í stað vísa einu máli til úrskurðar eftirlits-
stofnunarinnar, þ.e. hvort það fyrirkomulag sem gilt hefur hér á
landi í áfengissölumálum samrýmist reglum hins sameiginlega efna-
hagssvæðis. Það er því ekki úr vegi að kynna starfsemi þessarar
stofnunar lítið eitt nánar og verður hér á eftir í öllum meginatriðum
byggt á upplýsingum úr erindi Björns Friðfinnssonar sem hann flutti
fyrir íslenska alþingismenn, embættismenn og fjölmiðlamenn í aðal-
bækistöðvum EFTA í Brussel nú skömmu fyrir áramótin. Björn er
einn af fimm aðalstjórnendum stofnunarinnar og hefur verið frá því
í september sl.
Að sögn Bjöms er meginhlutverk
ESA að tryggja, að EFTA-ríkin sem
aðild eiga að EES-samningnum fari
eftir ákvæðum hans. Þá fer stofn-
unin með framkvæmd sameigin-
legra samkeppnisreglna að því er
varðar þessi ríki og hún hefur einn-
ig sérstöku hlutverki að gegna í
sambandi við eftirlit með ríkis-
styrkjum og opinbemm innkaupum.
Einstök ríki sem aðild eiga að EES
geta borið fram kæmr og kvartanir
til stofnunarinnar svo og einstak-
lingar og fyrirtæki sem hagsmuna
hafa að gæta á hinum sameiginlega
markaði. Eftirlitsstofnunin mun
rannsaka hugsanlegt brot á sameig-
inlegum leikreglum, bæði af tilefni
slíkra kærumála og kvartana og
eíns að eigin fmmkvæði.
Bjöm segir að ESA láti álit sitt
í ljós í ákvörðunum, tilkynningum
og með setningu leiðbeinandi
reglna. í flestum tilvikum mun slík-
um gerðum beint að ríkisstjóminni,
en við framkvæmd samkeppnis-
reglna mun hún einnig beina þeim
beint að fyrirtækjum og stofnunum
og getur ESA í sumum tilvikum
lagt á stjórnvaldssektir vegna brota
á samkeppnisreglum á sama hátt
og Samkeppnisráð getur lagt á slík-
ar sektir skv. nýju samkeppnislög-
unum hér á landi.
Með stjóm ESA fer fímm manna
stjóm er nefnist „collegium“ eða
„stjórnarráð" og er einn stjómar-
maður frá hvetju þeirra EFTA-ríkja
sem aðilar eru að Evrópska efna-
hagssvæðinu. Stjómarsetan er fullt
starf og skulu stjórnarmenn vera
sjálfstæðir í störfum sínum og ekki
taka við fyrirmælum frá ríkisstjórn-
um sínum um afstöðu til einstakra
mála. Stjórnarmenn eru útnefndir
af aðildarríkjunum sameiginlega en
hvert ríki gerir tillögu um einn
mann. Formaður er útnefndur sér-
staklega til tveggja ára í senn.
Fyrsti stjórnarformaður ESA er
Knut Almestad frá Noregi. Björn
Friðfinnsson er hins vegar fyrsti
fulltrúi íslendinga í stjórnarráði
ESA.
Samkvæmt upplýsingum Björns
eru starfsmenn ESA nú um 90 tals-
ins og verða væntanlega 115-120
þegar starfsemin er komin í fullan
gang. Af þeim starfsmönnum sem
þegar hafa verið ráðnir eru 11 ís-
lendingar, en starfsmenn EFTA og
ESA í Brussel nú eru samtals um
20 talsins. Kostnaður við rekstur
stofnunarinnar á ársgrundvelli
verður væntanlega á bilinu 23-24
milljónir svissneskra franka eða
1.120-1.170 milljónir íslenskra
króna. Af þessum kostnaði greiða
íslendingar 1,88% eða um það bil
21 milljón íslenskra króna.
Stofnunin hefur aðsetur í tveimur
byggingum í Brussel, í byggingu
við Rue de Tréves og við Maire-
Thérése götu í sama húsi og sendi-
ráð íslands er í. Vinnumál ESA er
enska, en hægt er að senda stofnun-
inni erindi á öllum tungumálum
Evrópska efnahagssvæðisins. Verk-
efnum stofnunarinnar er skipt niður
á nokkrar deildir og samsvara
helstu deildimar höfuðmálaflokkum
EES-samningsins, en auk þeirra
eru svo stoðdeildir eins og lögfræði-
deild og rekstrardeild.
Starfsemi ESA
Að sögn Bjöms verður stór hluti
af starfsemi ESA almennt eftirlit
með framkvæmd EES-samningsins
að því er EFTA-ríkin varðar. Stofn-
unin mun fara yfir þau lög og aðr-
ar reglur sem einstök EFTA-ríki
setja til fullnustu skuldbindinga
sinna skv. EES-samningnum og
hún tekur við tilkynningum EFTA-
ríkja um slíka fullnustu. Ef upp
koma vafaatriði um það, hvort sett-
ar reglur séu í samræmi við EES-
samninginn, mun ESA að eigin
frumkvæði rannsaka málið í nánu
samráði við viðkomandi stjómvöld
í aðildarríkinu. Komi misræmi í ljós
verður viðkomandi ríki að skuld-
binda sig til nauðsynlegra breytinga
á reglunum, en ef þau af einhveijum
Vetrartilboð - 3jci rétta kvöldmdltíð
kr. 2.250-
1ÍTIL LÍf'TLIIiIl
Hádegisverðarhlaðborð alla daga kr. 1.395-
VERKSTJÓRN
Námskeið ætlað öllum verkstjórnendum, bæði nýjum
og þeim sem vilja bæta námi við reynslu.
Verkstjórnarfræðsian á Iðntæknistofnun býr yfir meira en þriggja
áratuga reynslu við fræðslu verkstjórnenda.
Námsþættirnir eru alls yfir 20. Meðal þeirra eru:
- Almenn samskipti, - vinnusálfræði og stjórnun,
- hvatning og starfsánægja, - valdframsal,
áætlanagerð,
stjórnun breytinga.
Námskeiðið er samtals 90 stundir og skiptist í tvo hluta:
24.-29. janúar og 14.-19. febrúar.
Innritun fyrir námskeiðið 24. janúar
- stendur yfir í síma 68 7000.
tt
IÐNTÆKHISTOFNUN ÍSLANDS
Keldnaholt,112 Reykjavlk
ástæðum ekki gera það, t.d. sökum
mismunandi skilnings á EES-samn-
ingnum, getur ESA lagt málið fyrir
EFTA-dómstólinn. Dómstóllinn
kveður þá upp dóm um það, hvort
reglurnar séu í andstöðu við samn-
inginn eða ekki og er dómur hans
bindandi.
Ef ríkið fullnægir ekki dómnum
þrátt fyrir að hann sé bindandi,
getur stofnunin lagt málið aftur
fyrir dómstólinn. Þar með er af-
skiptum hennar af því lokið, en
gengið er út frá því að viðkomandi
aðildarríki muni fara að dómnum
sökum þrýstings frá opinberri um-
ræðu og frá öðrum aðildarríkjum.
Björn segir að ESA muni á þrem-
ur sviðum hafa víðtækari völd en
að framan greinir, en þar er átt við
samkeppniseftirlit, opinber innkaup
og ríkisstyrki sem brengla sam-
keppni á markaðnum.
Samkeppniseftirlit
I því skyni að jafna samkeppnis-
skilyrði fyrirtækja innan EES-
svæðisins munu sameiginlegar regl-
ur gilda á svæðinu öllu að því er
viðskipti yfir landamæri milli ríkj-
anna eða samkeppni við þau varð-
ar. Þessar reglur, sem er að finna
í 53.-60. gr. EES-samningsins, eru
byggðar á samkeppnisreglum EB.
EES-samningurinn leggur bann við
samningum og viðskiptavenjum,
sem hindra samkeppni í viðskiptum
og misbeitingu markaðsráðandi
stöðu. í samningnum eru einnig
ákvæði sem heimila afskipti af sam-
þjöppun markaðsvalds með sam-
runa fyrirtækja. Samkeppnisregl-
urnar gilda jafnt um fyrirtæki í
einkaeigu sem fyrirtæki í eigu opin-
berra aðila. Ef um er að ræða ein-
göngu innanlandsviðskipti sem eng-
in áhrif hafa utan landamæra við-
komandi ríkis gildir hins vegar
landslöggjöf þess, t.d. nýju sam-
keppnislögin hérlendis.
Samningurinn um eftirlitsstofn-
un og dómstól EFTA veitir eftirlits-
stofnuninni sambærilegt vald og
svipað hlutverk í samkeppnismálum
og framkvæmdastjórn EB hefur
skv. Rómarsáttmálanum. Hins veg-
ar hefur eftirlitsstofnunin ekki sam-
bærilegt löggjafarhlutverk og fram-
kvæmdastjórnin hefur innan EB.
EES-samningurinn hefur að
geyma sérstakar reglur um skipt-
ingu lögsögu milli eftirlitsstofnun-
arinnar og framkvæmdastjórnar
EB í samkeppnismálum. Ef um er
að ræða samninga milli viðskiptaað-
ila, sem hindrað geta samkeppni á
hinum sameiginlega innri markaði
mun eftirlitsstofnunin fjalla um þau
mál, sem hafa eingöngu áhrif á
viðskipti milli EFTA-ríkjanna og
framkvæmdastjórnin um þau mál
sem einungis hafa áhrif á viðskipti
milli EB-ríkja. Ef slíkir samningar
hafa áhrif á viðskipti jafnt milli
EFTA-ríkja sem EB-ríkja gilda sér-
stakar reglur um skiptinguna og
er þá miðað við hlutfall veltu við-
komandi fyrirtækja annars vegar í
EFTA ríkjunum, sem aðild eiga að
samningnum og hins vegar í EB-
ríkjunum. Sams konar reglur gilda
um mál, sem varða misbeitingu
markaðsráðandi stöðu og sam-
þjöppun markaðsvalds.
Hægt er samkvæmt EES-samn-
ingnum að veita undanþágu frá al-
mennu banni við samningnum sem
hindra samkeppni. í slíkum tilvikum
þurfa samningarnir að uppfylla
nánar tiltekin skilyrði og getur eft-
irlitsstofnunin annars vegar og
framkvæmdastjórn EB hins vegar
STJÓRNARRÁÐ —
Björn Friðfinnsson er fulltrúi
íslands í stjórnarráði ESA og
fer þar með mikilvæga mála-
flokka.
veitt almenna undanþágu eftir því
hvorum megin lögsaga i málinu
liggur. Auk almennrar undanþágu
er hægt að veita yfirlýsingu um
aðgerðarleysi, sem felst í því að
eftirlitsstofnunin gefur út yfirlýs-
ingu um að á grundvelli þeirra
gagna sem fyrir liggja sjái stofnun-
in ekki ástæðu til að hafa afskipti
af málinu.
Til þess að undanþága sé veitt í
einstöku tilviki þarf að tilkynna um
samninginn til viðkomandi eftirlits-
stofnunar. Sé tilkynningin send
þeirri eftirlitsstofnun, sem ekki hef-
ur lögsögu í málinu, mun hún sjálf-
krafa senda hana til hinnar eftirlits-
stofnunarinnar. Tilkynningu má
senda á hvaða opinberu tungumáli
EES-ríkja sem er og verða útbúin
sérstök eyðublöð fyrir tilkynningar
sem samkeppnisstofnanir hvers að-
ildarríkis munu láta aðilum í té.
Sé um meint brot á samkeppnis-
reglum að ræða, getur stofnunin
hafið rannsókn á því, hvort sem er
að eigin frumkvæði eða í tilefni af
kæru. Eftirlitsstofnunin getur lokið
máli með ákvörðun um að hætta
frekari rannsókn eða með því að
ákveða viðurlög við broti. Getur hún
lagt stjómvaldssekt á það eða þau
fyrirtæki sem brotið hafa framið
og geta sektirnar numið allt að 10%
af ársveltu viðkomandi fyrirtækis
eða fyrirtækja.
Til að tryggja rétta framkvæmd
eftirlitsreglnanna hefur eftirlits-
stofnuninni verið veitt víðtækt
rannsóknarvald. Getur hún krafist
upplýsinga frá fyrirtækjum og hún
getur framkvæmt rannsóknir á
staðnum. Þar sem mál falla undir
lögsögu ESA en fyrirtæki í EB-ríkj-
um koma við sögu, getur stofnunin
óskað eftir aðstoð frá framkvæmda-
stjórn EB við rannsókn á þeim
þætti málsins, sem gögn er að finna
um á yfirráðasvæði EB-ríkis og
mega starfsmenn ESA taka þátt í
slíkri rannsókn. Framkvæmda-
stjórn EB hefur samsvarandi heim-
ildir varðandi rannsóknir á yfirráða-
svæði þeirra EFTA-ríkja, sem aðilar
eru að EES-samningnum.
Fyrirtæki, sem tekin eru til rann-
sóknar samkvæmt framansögðu
hafa andmælarétt skriflega og eins
skal þeim gefinn kostur á að koma
athugasemdum sínum munnlega á
framfæri á skýringafundi um málið,
sem sérstaklega skal efnt til.
Samkeppnisstofnanir EFTA-ríkj-
anna sem aðilar eru að EES-samn-
ingnum munu aðstoða .ESA í verk-
efnum stofnunarinnar. Getur ESA
m.a. óskað upplýsinga frá þeim og
aðstoðar við rannsókn mála.
Aður en endanleg ákvörðun er
tekin í einstöku máli mun ESA ráð-
færa sig við EFTA-ríkin með milli-
göngu sérstakrar ráðgjafanefndar
um samkeppnismál, þar sem sam-
keppnisyfirvöld ríkjanna geta komið
skoðunum sínum á framfæri. Álit
ráðgjafanefndarinnar er þó ekki
bindandi fyrir ESA.
EES-samningurinn gerir ráð fyr-
ir samstarfi milli ESA og fram-
kvæmdastjórnar EB í þeim tilgangi
að koma á samræmdri og einsleitri